Tíminn - 22.11.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.11.1987, Blaðsíða 11
Sunnudagur 22. nóvember 1987 Tíminn 11 MÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKA Hinn yfirlýsti „sonur Satans" var mikill kvennamaður. Ljúft líf hans var dýrt, en sannkristið fólk borgaði brúsann. við Svartar messur að næturlagi. Heima í Netwick tvísteig John Baker í eftirvæntingu og beið þess að heyra, hvernig krossferðin gegn Satan gengi. - Allt í besta lagi, fullvissaði Knight hann um og bræddi fyrir söfnuðinn róðukross úr messing, sem ein vinkvenna hans hafði útvegað. Þar næst fleygði hann veldissprota Satans í hafið - ómerki- legri messingstöng - og þar með var hið illa á bak og burt og valdalaust. Hann hélt því fram, að hann hefði einnig komist yfir álagaduft Satans, en það væri svo öflugt, að það tortímdist ekki nema í bræðsluofni stálvers. Með dálítinn pakka undir handleggnum sást hann hverfa inn í stálbræðslu, en fulltrúar Netwick- safnaðarins fengu því miður ekki aðgang. Auðvitað hlaut að koma að því, að grunsemdir vöknuðu með ein- hverjum. Það var jarlinn af March, sem fyrstur tók að efast, þegar krossferð Knight tók að njóta álits meðal manna í þjónustu þjóðkirkj- unnar. Jarlinn hafði samband við biskup- inn í Chichester, sem gerði lögregl- unni viðvart, þegar honum varð ljóst, hve gífurlegar fjárupphæðir höfðu runnið beint til Knights. Það var svo í maí 1985, að Derry Knight, gamall kunningi Iögreglunnar, var handtekinn. Hann neitaði öllum ásökunum, kvaðst aðeins hafa unnið fyrir þetta góða fólk, sem vildi kaupa sér og sínum frelsi undan áhrifum Satans... raunar væri hann ekki einn að verki, heldur gæti hann nafngreint fjölda manna, sem styddu hann í þessu. Nú varð heldur betur fjaðrafok víða, svo sem meðal stjórnmála- manna. Knight tilkynnti nefnilega að sjálfur aðstoðarforsætisráðherr- ann, William Whitelaw, væri Satans- dýrkandi. Réttarhöldin urðu meiri háttar fjölsótt samkoma, þar sem áhang- endur Krists og Satans slógust um sæti á áheyrendabekkjunum. Þegar kom upp úr dúrnum, að djöfladýrk- un væri útbreidd í landinu, einkum meðal hinna sem betur máttu sín og gegndu háum stöðum, fór að fara um suma í salnum. Viss deild frímúr- ara var einnig orðuð við Satan. Hinn hugmyndaríki Derry Knight var dæmdur í sjö ára fangelsi og nær fjögurra milljóna króna sekt. Fólk hneykslaðist stórum á, hvernig svo svartur sauður sem Derry Knight hafði getað falið hið rétta andlit sitt svona lengi. Hann hlaut fimm ára fangelsi að auki fyrir að nauðga tveimur vændiskonum í Leeds, en raunar nauðgaði hann tuttugu slík- um á einu ári. Málaferlin köfnuðu þó að mestu í fjölmiðlum, vegna þess að samtímis var réttað í máli Yorkshire-morðingjans Peters Sutc- liffe. Þar með hefði ferli Derrys Knight átt að vera lokið, en eftir stendur sú stóra spurning, hvernig svona svika- hrappur gat vélað íbúa Netwick svo gjörsamlega. Enn furðulegra er að fólk eins og John Baker og Susan Sainsbury trúa enn statt og stöðugt á hann. Þau vinna enn að því að frelsa vesælar mannssálir undan valdi Satans, hvað sem það kostar að þau segja. Margir aðrir gera þetta líka, lög- reglan veit ekki hverjir eða hversu margir. Rannsóknarlögreglumaður- inn Terry Fallon, sem sá um rann- sókn Knight-málsins, var sannfærð- ur um að það myndi leiða til afdrifa- ríkra uppljóstrana að kafa til botns í málinu og athuga, hversu langt Satan teygði sig meðal hefðarfólksins. Areiðanlegt þykir að litlu hafi munað, að flett væri ofan af ýmsu óþægilegu innan veggja fína fólksins. Það þykir að nokkru skýra örlög Fallons. Hann íiefur verið „lánaður" til þjónustu við lögregluna í Papúa á Nýju Gt'neu. Sá staður kvað að sögn kunnugra komast næst því að vera víti á jörðu, svo ekki er útilokað að Satan hafi látið eitthvað til sín taka, eftir allt saman.... r NYJU ^ MILKO-SCOPE MKII MJOLKUR- MÆLARNIR ERU A LAGER ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900 Vandaðaródýrarveggskápasamstæður frá Finnlandi Höfum fengið nýja sendingu Allar gerðir spónlagðar „FOCUS“ Bæsuð eik. Verð kr. 35.800,- venjulegir og kr. 38.500,- með blýgleri. TIMANTTI10 LUX“ Bæsuð eik með tveim glerskápum eða barskáp og glerskáp. Verð kr. 49.800,- HÚSGÖGN OG *** INNRÉTTINGAR CO CQ ft SUÐURLANDSBRAUT 18 ÖO \J& V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.