Tíminn - 16.12.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.12.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 16. desember 1987 BÆNDUR VERKTAKAR LANDROVER ’78 diesel m/mæli í sérlega góðu ástandi og vel útlítandi. Keyrður rúmlega 112 þús. km. Nýpptek- in vél (á eftir að tilkeyrast) kassar voru teknir upp á 87 þús. Nýlegar fjaðrir, demparar o.fl. Nýleg kaldsóluð dekk. Toppgrind og aukadekkjagangur. Verð kr. 270 þús. staðgreitt. Upplýsingar í síma45177 kl. 18-20 á kvöldin. Bíla-happdrætti Handknattleiks- sambands íslands 14. desember 1987 var dregið um 15 bíla í bílahappdrætti Handknattleikssambands íslands. 5 Suzuki Fox komu upp á eftirtalin númer: 9401 13709 70457 75462 98385 10 Suzuki Swift komu upp á eftirtalin númer: 42457 44260 53685 63614 65235 68125 65377 85568 89571 104540 Handknattleikssamband íslands þakkar stuðning þinn og minnir á að 18. janúar nk. verður dregið um 35 bíla. Orðsending til jólasveina og barna Karíus og Baktus fara ekki Tannverndarráð í jólafrí Fóðursíló Framleiðum fóðursíló einnig einangruð, margar stærðir. Hagstætt verð og greiðslukjör. Fossplast hf. Gagnheiði 38, 800 Selfoss sími 99-1760 Það fer vel um barn sem situr í barnabílstól. Þeir henta aldrinum 9 mánaða til u.þ.b. 4 ára. t Fóstra mín Steinunn Eiríksdóttir frá Berghyl, Langeyrarvegl 14, Hafnarfirði verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 17. desember kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna. Bára Kjartansdóttir. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug á einn eða annan hátt við andlát og útför eiginmanns míns Hermanns Ágústssonar Heiðarvegi 18, Reyðarfirði. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Stefánsdóttir. Höfundarnir Þorgeir Guðlaugsson og Guðmundur Jónsson með eintak af „Hestar og menn“ í höndunum. Tímamynd: Pjetur. HESTAR 0G MENN í UFANDIÁRBÓK Hestar og menn 1987 er titill bókar sem nú er komin út hjá Skjaldborg. Segir í formála að í bókinni séu rakin helstu mót ársins og sagt frá þeim sem sköruðu fram úr á einhvern hátt eða vöktu sérstaka athygli. Fræknir kappar eru teknir tali og segja þeir frá ýmsu merkilegu úr starfi sfnu og reynslu af hesta- mennsku og eru þeir ekki sparir á umsagnir um ýmis mót og keppnir. Virðist sem höfundum bókarinnar, Guðmundi Jónssyni og Þorgeiri Guðlaugssyni, hafi tekist vel upp við að gefa bókinni fullt gildi, sem árbók til uppsláttar, og ekki síður að hleypa að persónulegri frásögn frækinna kappa af því, sem raun- verulega var að gerast í keppnis- heimi íslenska hestsins árið 1987. Sérstakir kaflar eru um fjórðungs- mótið á Melgerðismelum, íslands- mótið á Flötutungum, heimsmeist- aramótið í Austurríki og skeiðmeist- aramótið sem haldið var í Þýskal- andi. Ekki verður annað sagt, við fljót- legan yfirlestur, en að bók þessi komi í góðar þarfir og verði mörgum til skemmtunar og yndis. Fjöldi ljósmynda prýðir bókina, en auk þess eru tvær veglegar litmyndasyrp- ur, önnur frá Melgerðismelum og hin frá Austurríkismótinu. Þá gefa teikningarnar hennar Annemarie Quarles van Ufford, frá heimsmeist- aramótinu, bókinni líflegra yfir- bragð en oft vill verða á bókum þar sem mikið er um úrslit og upplýsing- „Hér gerist ekki nokkur skapaður hlutur,“ sagði Ágústa Þorkelsdóttir á Refsstað í Vopnafirði í samtali við Tímann í gær. „Að vísu er farið að snjóa, og það verður að teljast til tíðinda. Það er búið að vera það gott tíðarfar undanfarið að maður er steinhættur að vita hvaða árstími er. Til dæmis hefur til þessa verið fært yfir Vopnafjarðarheiði, og á þeim sautján árum sem ég hef búið hér hefur hún aldrei verið fær fram í desember". Ágústa sagði að fiskvinna hefði verið mikil og stöðug undanfarið í Vopnafirði, en eitthvað væri að draga úr henni nú. Hún sagði að þrátt fyrir að togari þeirra Vopnfirð- inga væri í klössun í Póllandi, hefði ekki verið neinn skortur á hráefnis- Það verður að segjast að þrátt fyrir að í bókinni sé að finna ítarlegt yfirlit yfir öll helstu úrslit móta, enda er mikið stuðst við dagblaðafréttir, þá skyggir það ekki á mikilvægasta hiutverk bóka af þessu tagi, að birta persónulegt mat manna á einstökum atriðum og stöðu mála. Þannig tekst að segja betur, en áður hefur verið gert, frá því hvað raunverulega hefur verið að gerast í heimi reiðhesta- Kjararáð Kennarasambands ís- lands vinnur nú að kröfugerð sam- bandsins fyrir næstu kjarasamninga. Samningar kennara við ríkið losna um áramót og munu viðræður þá strax hefjast milli samningsaðila um öflun fyrir fiskvinnsluna. Tveir bátar, 150 og 250 tonna, hafa fiskað grimmt á meðan og séð þorpinu fyrir nægri atvinnu. Ágústa sagði að Vopnfirðinar væru nú í óða önn að undirbúa jólin. „Það eru allir að baka og allir að versla. Mér hefur skilist að fólk sem er með Glasgow-veikina, fari til Akureyrar og kaupi þar inn fyrir jólin. Þetta helgast af því að það er svo dýrt fyrir okkur að fljúga til Reykjavíkur og þaðan til Glasgow. Til þess að fá kaupasýki sinni fullnægt, þá verður fólk að fara eitthvert í burtu til að versla, það verður að finna sér einhverja Glasgow," sagði Ágústa Þorkels- dóttir. óþh keppni íslenska hestsins á líðandi ári. Það er vonandi að bók með þessu efni komi í framtíðinni út á hverju ári, þótt alltaf megi deila um það í hve ríkulegum búningi hún skuli vera. Fræðandi viðtöl og per- sónuleg umfjöllun í þessari árbók hestamanna gefur þó fullt tilefni til að hafa jafn mikið við og raun ber vitni. KB nýjan samning. Svokölluð starfs- kjaranefnd, skipuð þremur fulltrú- um frá KÍ, tveimur fulltrúum menntamálaráðuneytis og einum fulltrúa fjármálaráðuneytis hefur nú skilað niðurstöðum. Að sögn Svan- hildar Kaaber, formanns KÍ, munu helstu niðurstöður nefndarinnar verða lagðar til grundvallar við mót- un kröfugerðar kennara. Starfs- kjaranefndin leggur m.a. áherslu á hækkun launa kennara, frá því sem nú er. Ennfremur er talað um bætta aðstöðu í skólum, fjölgun námsor- lofa, að starfsaldurshækkanir komi fyrr en nú er og að fullum starfsaldri verði náð eftir 10 ár. Svanhildur Kaaber segir kennara telja, að þeir hafi dregist aftur úr í launum og því verði lögð mikil áhersla á að ná fram hækkun á föstum launum þeirra. Hún sagði að í væntanlegum samningaviðræðum yrði einnig lögð áhersla á verðtrygg- ingu launa svo og minni kennslu- skyldu. „Ég vil láta reyna á þann vilja stjórnvalda sem kemur fram í tillög- um starfskjaranefndar. Þetta eru sameiginlegar tillögur fjármálaráðu- neytis, menntamálaráðuneytis og Kennarasambandsins, og því finnst mér eðlilegt að láta reyna á þann vilja stjórnvalda, sem þarna kemur fram til þess að bæta kjör kennara og hækka föst laun þeirra,“ sagði Svanhildur. Við þetta má síðan bæta að í dag verður stjórnarfundur í Kennara- sambandinu, þar sem m.a verður rætt um samningaviðræðurnar eftir áramótin. óþh Vopnfiröingar undirbúa jólin: Glasgowveikir til Akureyrar Kennarar móta kröfur fyrir samningaviðræður við ríkið eftir áramót: Vilja verðtryggð laun og minni kennsluskyldu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.