Tíminn - 16.12.1987, Síða 7

Tíminn - 16.12.1987, Síða 7
Miðvikudagur 16. desember 1987 Tíminn 7 Flísaframleiðsla sem aukabúgrein Hal Pnrlnc l^orror* •_ Fréttarítari Tímans í Fnjóskadal, Carlos Ferrer: „Ef þú vilt flísaleggja sturtuklefa í íþróttahúsinu í litum félagsins, geturðu snúið þér til okkar. Við framleiðum þær samkvæmt þínum óskum og þú færð þær í hendur innan tveggja til þriggja vikna! Nei, það er ekki farið að senda gólf- og veggflísar í flugpósti til landsins. Pessa daga er verið að setja upp flísagerð á Bjarnastöðum í Bárðardal. Að henni standa um 40 einstaklingar í sveitinni og hafa þeir stofnað hlutafélag sem nefnist Flísar. Hugmyndin að þessari flísagerð er ein af 106 í hugmyndabanka sem stofnaður var á landbúnaðarsýn- ingunni í sumar. Iðnþróunarfélag Þingeyinga kynnti hana á fundin- um í sveitinni og hafði milligöngu um að belgíska fyrirtækið Eurobre- vets seldi vélar og tækniþekkingu til Barðdælinga. margir, svo sem gólf- og veggflísar í öllum litum og mynstrum til notkunar innan húss og utan, ein- angrandi flísar til að klæða hús með og endurskinsflísar til notkun- ar við gatnagerð, svo að eitthvað sé nefnt. Framleiðsluferillinn er afskap- lega einfaldur, hannaður með þarf- ir þróunarlanda í huga. Ekki þarf að kalla til verkfræðing eða iðn- hönnuð til þess að setja vélarnar upp og stofnkostnaður er minni en hjá verksmiðjum sem framleiða flísar eftir öðrum leiðum. Ekki er þetta mjög orkufrekur iðnaður og auðvelt er að bæta við vélum og Lipur framleiðsla Flísarnar eru gerðar úr sementi og sandi. Efnunum er blandað ásamt litarefnum í einfaldri steypu- hrærivél, blandan sett í sérstök gúmmímót og mótin eru látin renna eftir borði sem hristir þau. Þannig slettist úr sementsmassan- um og þegar hann hefur fengið að þorna næturlangt, er hann tekinn úr mótunum. Eftir fjóra daga eru flísarnar ferðafærar, en þær verða harðari ef þær fá að þorna lengur. Þær eru mjög þéttar, og auðvelt er að framleiða þær með glansáferð. þannig svipar þeim mjög til venjulegra keramikflísa. Áætlað er að hefja framleiðslu og markaðssetningu á tveimur gerðum af flísum um leið og búið er að prófa styrkleika þeirra. Möguleikar til framleiðslu eru Mótin sett til þurrkunar. Tímamyndir Carlos Efnið setf í hrærivélina. Egill Gústafsson og Fermard Laurent. gúmmimótum eftir þörfum mark- aðarins oggetu fyrirtækisins hverju sinni. Hentug aukabúgrein Fyrirtækið á að veita tveimur til fjórum manns vinnu í náinni framtíð. Bændurnir í sveitinni búa flestir með nautgripi og kindur. vegna erfiðrar afkomu í þeim bú- greinum er þeim því mikið kappsmál að láta fyrirtækið ganga, eins og almennur áhugi þeirra á fyrirtækinu sýnir. Ásgeir Leifsson, sem veitir rekstrarráðgjöf hjá iðnþróunarfé- lagi Þingeyinga segir að brýnt sé að koma fleiri þjónustugreinum til landsbyggðarinnar og að tæknilega sé það vel mögulegt nú til dags. Hugmyndir má fá að láni hjá hvcrskyns fyrirtækjum sent ganga vel. Það hafa Barðdælingar gert, og óskum við þeim góðs gengis með fyrirtæki sitt. Stjórnarformaður Flísa hf. er Egill Gústafsson, oddviti á Rauða- felli. i Framsóknarkonur: Niðurgreiðið hollustuvörur Landssamband framsóknar- kvenna lýsir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðra hækkana á verði holl- ustuvara svo sem ávöxtum, græn- meti og fiski vegna álagningar sölu- skatts. Stjórn LFK telur að hækkun á verði þessara matvara samrýmist ekki stefnu ríkisstjórnarinnar um mótun manneldis- og neyslustefnu sem verið hefur eitt helsta baráttu- mál Landssambands framsóknar- kvenna. Landssambandið bendir á þá leið að hluti af tekjum vegna söluskatts verði notaður til niður- greiðslu á verði hollustuvara. Keppendur á Landsbankamótinu með viðurkenningar stnar. Sigurvegaramir fyrir miðri mynd. Landsbankamót ÍR í körfuknattleik: r— - BREIÐHOLTSSKÓLA- Tímamynd G.E. Mótorhjólamaöur á flótta: STRÁKARNIR j FYRSTA SŒTINU Fimmti bekkur B. úr Breiðholts- skóla sigraði á Landsbankamóti lR í körfuknattleik um síðustu helgi. Þeir unnu alla leiki sína í úrslitum móts- ins og reyndar alla leiki sína í mótinu. í öðru sæti var 5. bekkur 54 í Hólabrekkuskóla, MA úr Selja- skóla í 3. sæti og HS úr Fellaskóla í því fjórða. f sigurliðinu voru Bjarni Þór Jónsson, Ólafur Jóhannsson, Bjami Óskar Þorsteinsson, Magnús Ómarsson, Sveinn Haukur Magnús- son, Elías Kristjánsson, Kolbeinn Erlingsson, Davíð Hauksson, Björn Ingi Valgarðsson, Bjöm Ingi Edvarðsson og Valdimar Þór Hall- dórsson. Davíð Hauksson var kos- inn maður mótsins. -HÁ Á160 í ELLIÐAVOGI Rétt eftir klukkan 18 á sunnudag mældist mótorhjól á 107 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni og elti lögreglan manninn, sem neitaði algerlega að stöðva hjólið og jók hraðann. Þegar komið var í Elliða- voginn var hann kominn í 160 kílómetra hraða og lögreglubílun- um sem á eftir honum voru farið að fjölga. Hann sinnti engum beiðnum um að stöðva hjólið og á leið sinni út í buskann, þverbraut hann flest þau umferðarlög sent löggjafarvaldið hefur sett í gegnum árin. Þar má m.a. nefna aksturgegn rauðuljósi, akstur inn einstefnugötu, að sjálf- sögðu í öfuga átt, of hraður akstur. merkjum lögreglu ekki sinnt, lífi vegfarenda stefnt í hættu, og svo mætti lengi telja. Því miður tókst bifhjólantannin- um að sleppa undan hinum langa arnti laganna og þegar síðast fréttist, hafði lögreglunni enn ekki tekist að hafa hendur í hjálmi hans. -SÓL

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.