Tíminn - 18.12.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 18.12.1987, Blaðsíða 19
Tíminn 19 Föstudagur 18. desember 1987 ' STÓRSTJARNANNA Breskt kvennablað hélt nýlega svokallaða „Tvífarakeppni". Þátttakendur áttu að senda mynd af sér þar sem líkindin við einhverja fræga kvik- myndastjörnu voru svo áberandi, að hægt væri að tala um tvifara. Þær fimm sem komust í úrslit fá svo í verðlaun ferð til Hollywood til að sjá fyrirmyndirnar og kynnast lífi leikaranna. Nú og hver veit hvað kemur út úr því. Fá þær kannski „stóra tækifærið," sem sumir bíða eftir alla ævina? Þegar þær sem unnu i keppninni höfðu fengið að vita úrslitin voru þær myndaðar og myndir af þeim - og fyrirmyndunum birtar í blaðinu. Söngkonan Patti Boulaye var mjög þekkt um 1970, - en litla myndin er af henni frá því þá. Það er svo 26 ára stúlka frá Li verpool, Eudora, sem stillir sér upp fyrir Ijósmyndarann í sömu stellingu og Patti. Eudora líkist henni mjög,-en á nýjum myndum af Patti Bouiaye eru þær stöllur ekki eins líkar, því að söngkonan Patti hefur gerbreytt um hárgreiðslu og fatastíl. „Hver er þessi stúlka?“ heitir nýjasta myndin hennar MADONNU. Hér á stærri myndinni sjáum við SielluTumbull frá Deal í Kent, en hún þykir sérlega lík söng- og leikkonunni Madonnu. Fyrir keppnina fékk hún sér búning eins og stjarnan er í á litlu myndinni. „Ég verð þó að viðurkenna," sagði Stella „að ég vildi heldur að pils fylgdi með dressinu!" Svo var tekin my nd af öllum sigurvegurunum með „þekktasta tví- fara t Bretlandi", en það er Jeanette Charales, sem tekur oft að sér að leika Elisabetu drottningu Þó leikkonan Joan Collins sé um 20 árum eldri en „eftirlíkingin" af henni, sem er Mary Bennett frá Liverpool, þá sést það ekki svo mjög á myndunum af þeim. Fjölskylda Mary og nágrannar drifu hana í keppnina, en hún segist hafa heyrt það í mörg ár að hún líkist mjög leikkonunni Joan Collins, en aldrei tekið það alvarlega. „Það hlýtur þó eitthvað að vera til í því, úr því að ég vann!“ segir Mary Það er ekki nóg með það að Melanie Chichester frá Cardiff líkist DALLAS - stjörnunni Victoriu Principal (Pamela í Dallas), heldur hefur hún líka sömu áhugamál. Victoria hefur mikið stundað heilsurækt og gefið út bók um mataræði og leikf imi, - og Melanie hefur í mörg ár verið leikfimikennari og kennir einkum aerobic æfingar svipaðar leikkonunnar. Þær hafa svipaðan fatasmekk og hárgreiðslu og rauðbrúni háraliturinn er sá sami. andlit Lindu Evans (á litlu myndinni) sem Krystle í „Dynasty"- þáttunum, og hér sjáum við Nancy Smith, húsmóður frá Perthshire, sem þykir svo lík Lindu, að viðstaddir gripu andann á lofti þegar hún gekk fyrir dómnefndina. “Það sniðugasta er að maðurinn minn er svo líkur Blake Carrington í Dynasty, að hann gæti verið tvífari hans, „ sagð Nancy Smith hlæjandi vi domnefndina

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.