Tíminn - 18.12.1987, Blaðsíða 3
Föstudagur 18. desember 1987
Tíminn 3
Fulltrúaráð HÍK:
UPPSÖGN SAMNINGA
FRÁ1. JANÚAR ’88
Á fundi fulitrúaráðs í Hinu ís-
lenska kennaraféiagi(HÍK), þann
12. desember s.l., var samþykkt að
segja strax upp kjarasamningum fé-
lagsins við fjármálaráðherra og tek-
ur uppsögnin gildi frá og með 1.
janúar 1988.
í ályktun fulltrúaráðsins er minnt
á að ákvæðið um Starfskjaranefnd
S/
og verkefni hennar hafi verið
forsenda þess að félagsmenn sam-
þykktu samning aðila frá 30. mars
1987. Síðan segir í ályktuninni að
stjórn HÍK og fulltrúaráð hafi litið
svo á að af hálfu stjórnvalda væri um
að ræða loforð um endurbætt og
réttlátt launakerfi fyrir kennara,
launakerfi sem tæki mið af þeirri
starfstilhögun sem samfélagið krel'ur
kennara um.
1 lok ályktunar fulltrúaráðs HÍK
segir að lokum að því sé treyst að
fjármálaráðherra gangi til samninga
við HÍK með það að leiðarljósi að
áðurnefnd kerfisbreyting verði nú til
lykta leidd á viðunandi hátt. óþh
Verðlagsráö sjávarútvegsins:
FALLID FRÁ
FÖSTU VERÐI
Á fundi í Verðlagsráði sjávarút-
vegsins í gær, varð samkomulag
um að falla frá lágmarksverði á
loðnu til bræðslu og gefa frjálsa
verðlagningu. Hún gildir frá 1.
janúar til loka loðnuvertíðar vórið
1988.
Með þessu er fallið frá ákvörðun
yfirnefndar Verðlagsráðs, sem tók
ákvörðun um lágmarksverð á fundi
sínum 9. september sl. Þá var
verðið 1.600 krónur á tonnið, en
almennt var viðurkennt að yfir-
borganir væru svo algengar, að til
lítils væri að hanga í lágmark-
sverði.
Á fundinum var einnig ákveðið
að gefa frjálsa verðlagningu á fisk-
úrgangi, úrgangsfiski og lifur frá 1.
janúar til 31. maí 1988. -SÓL
JÓLATILBOÐ
JAPIS NR.1
FULLKOMIN SAMSUNG
HLJÓMTÆKJASAMSTÆÐA
MEÐ GEISLASPILARA
f þetta er ekki jólatilboð
ársins hvað þá?
Önnur eins kjarakaup bjóðast
ekki á hverjum degi.
Því er um að gera að drífa
sig af stað áður en það er
um seinan.
Það er nú einu sinni þannig
með þessa samstæðu að
magnið er takmarkað og
eftirspurnin mjög mikil.
KMfNMN
Þriggja geisla geislaspilari.
60 vatta magnari.
Hálfsjálfvirkur plötuspilari
með audio-technica hljóðdós.
Stafrænt (digital) útvarp.
16 stöðva minni FM MB LB.
Tónjafnari.
Tvö kassettutæki með
raðspilun.
„High-Speed-Dubbing".
Dolby.
Hljóðnematengi.
Hljóðnemamixer.
Tveir hátalarar í dökkum
viðarkassa.
39.800,- stgr.
JAPISS
BRAUTARHOLT 2 • KRINGLAN • SÍMI 27133