Tíminn - 18.12.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.12.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 18. desember 1987 Ný spá Seölabankans um framfærsluvísitölu á næsta ári: Verðbólgan gæti orðið 10% á miðju næsta ári í nýrri spá hagfræðideildiir Seðlabankans um breytingar á framfærsluvísitölu á árinu 1988, kemur fram að búist sé við því að verulega dragi úr verðbúlgu á næsta árí. Forsendur fyrir þessari spá eru eftirfarandi: Gengi verði óbreytt frá nóvember 1987, launa- skríð verði 2% næsta ár, sem jafni sig út með 2% framleiðniaukningu, launabreytingar miðist við gerða kjarasamninga við bankamenn og BSKB, eríendur launakostnaður verði 4,5%, eriendar verðhækkan- ir verði 3,5%, 1% launaskattur verði lagður á um áramót og engin vísitölubinding verði á næsta ári. : Miöað við þessar forsertdur-'í:r,” v/ fyrir að verðh<%ányej(^4l'v: ‘ irsgrdiwlvelli,- tniðað .viðífjógtÉrra - t- mánaða tímabil, u.þ.b.10% og.um 4,5% í árslok. Framfærsluvísitalan. hækkar um tæp 19%. milti ára.og ''".' um 10,7% frá upphafi til loka úrs 1988. • \ . í ijpátwu ■kcmtjfefraroa^^fÍÉMitft| J '?? : um nú>l 8%’, énþað sváfar tfl rþtn-' '? Jega.2ðfX)' árshaáckuhár. Á'sfðtisín ' 12 manúðum hcfur vísitalan hækk- að um 24,5%, en tilI samanbu.rðar úækkáði^iún um. á ma: desétnþér 1985 ’ til deséBroeí.. 1986. . -*-• ’ - : 'TA'.. v'. * Miðáð við þessa spá Seðlabank- ans hækkar raungengi krónunnar miðað við afstæða verðvísitölu um 8% á næstu 12 mánuðum. Hlut- fallslegur launakostnaður hækkar um 6,7% á sama tíma, og hefur þá verið tckið tillit til 1 % launaskatts. Tckið er fram að lítil vitneskja um þróun Iauna á næsta ári skapi mikla óvissu um verðbólguhorfur, og hagfræðideild Seðlabankans muni endurskoða verðlagsspána þegar landverkafólk hjá Alþýðu- sambandinu hafi samið um kaup og kjör, eftir að samningar losna um áramót. Tryggvi Felixson hjá Seðlabank- anum segir að stærsti óvissuþáttur spárinnar sé vitanlega launaþáttur- inn. „Við vitum í raun ekki launa- breytingar undanfarinna mánuða. Við vitum um launataxta, en upp- lýsingar frá Kjararannsóknarnefnd liggja ekki fyrir um launabreyting- ar síðasta ársfjórðung þessa árs. Fyrir næsta ár tökum við mið af samningum bankamanna og BSRB. Miðað við þá ættu Iaun að hækka um 4% í janúar og 2% í febrúar og síðan 2% í júlí. Við gef- um okkur það að þessar launa- breytingar gangi yfir línuna, en auðvitað er ekki verið að segja neitt til um það hvort reyndin verði í þá veru. Tryggvi segir að hækkun launa um hvert prósent hafi mikið að segja um verðbólgutölu næsta árs. Einnig hafi verðlag erlendis mikið að segja um verðlagsbreytingar hérlendis. Sama gildi um gengis- breytingar. Tryggvi lét þess getið að í þessu dæmi væri miðað við 1% launaskatt um áramót, sem myndi lyfta upp launaútgjöldum fyrir- tækja. Hann sagði að einnig væri gert ráð fyrir 2ja prósenta launa- skriði á næsta ári. „Þetta er að vísu erfitt hugtak þar sem við fáum eng- ar góðar upplýsingar um taxta,“ sagði Tryggvi. Hann sagði að á móti kæmi framleiðniaukning, en miðað væri við að hún jafngilti launaskriði næsta árs, þannig að það hafi ekki áhrif til hækkunar framfærsluvísitölu. Það kom fram hjá Trygga að í forsendum spárinnar væri miðað við 3,5% hækkun á innflutnings- verði, sem séu í samræmi við spár OECD. Aðspurður sagöi Tryggvi að erf- ítt vaeri aÓ tógjá týrír hvafta ibtif . gengiiíBniýíingar kynhu að Jiafa á verðbótgúspár. „Við getum lítið' sem ekkert stýrt innflutningsverði. Að vísu ntá reyna að vinna á móti því með ntðúrgreiðsium eða breyt- ingum á tolium. En svo kemur hin hliðin, þ.e.hvaða áhrif þær breyt- «18 -þaff Sýaff^tnjsjftórví^ sem óneltáitlega eru Uppi í þjóðfé* laginu um þéSsar mundir, vaknar sú spurning hversu raunhæf þessi spá Séðlahankans sé í rauninm? “ „Fe’ssi Ápl'. er byggð; á forsenáénr' þjóðhagsáíMtunitr. Stðan er reýnf að túika áforrri ríkisstjómar um tekjuöflun. Ef launaskattur t.d. fellur um sjálft sig, breytist þetta aðeins. En í stórum dráttum má segja að miðað við þær forsendur sem okkur eru gefnar af stjórnvöld- um, er reynt að komast að ein- hverri vitrænni niðurstöðu," sagði Tryggvi Felixson. óþh Jón Kjartansson í Eyjum um verkalýðsleiðtogana: Forystan er hnípin hjörð „Það skeður ekki nokkur skapað- ur hlutur í santningamálunum, það stendur einfaldlega á Stóra bróður í Garðastræti,“ sagði Jón Kjartansson hjá Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja aðspurður um hvort rót væri komið á samningaviðræður í Vestmanna- eyjum. Hann sagðist ekki kannast við að mikil hreyfing væri nú komin á samningaviðræður aðildarfélaga Verkamannasambandsins og vinnu- veitenda, eins og gefið er í skyn í einu dagblaðanna í gær. „Samningar eru ekki lausir fyrr en um áramót og því er enginn þrýsting- ur á gerð nýrra kjarasamninga. Ég hugsa að menn bíði eftir því að samningar losni og síðan verði hægt að kenna þessu heimtufreka lág- Iaunafólki um það að það þurfi að fella gengið og gera aðrar hliðarráð- stafanir," sagði Jón. Hann sagðist tclja að menn yrðu að setjast niður næstu daga og tala saman í alvöru, því að öðrum kosti væru fyrirséð hörð átök eftir áramót. Jón lét þess getið að hann teldi að stjórn Verkamannasambandsins hefði ekki átt að vísa samningamál- um til aðildarfélaganna. „Ég hygg að þctta sé biðleikur Verkantanna- sambandsins, eigunt við ekki bara að segja að verkalýðsforustan sé nú hnípin hjörð í vanda. Menn sjá engin úrræði og það hefur verið gefið allt of mikið eftir. Við höfum ekki sýnt klærnar að undanförnu. Staðreyndin er sú að hjá Verka- mannasambandinu sitja friðarhöfð- ingjar í valdastólunum sem vilja allt gefa fyrir friðinn". Hann sagði að allt tal um að breytingar á bónuskerfi gæti verið grundvöllur að nýrri kjarasamninga- gerð, væri tóm vitleysa. „Þetta eru tveir aðskildir hlutir,“ sagði Jón. Hann lét þess getið að í Vestmanna- eyjum væri verið að reyna nýtt bónuskerfi, sem líktist um margt því kerfi sem nú er verið að reyna á Vestfjörðum. „En eins og bónusinn hefur þróast hér, sýnist mér að hópbónus, þar sem allir fái það sama, sé ekki raunhæfur,“ sagði Jón Kjartansson. óþh Slitnað upp úr samningum um Subarubílana: Flóðbílastríðið er rétt að hefjast Enn virðist allt stefna í að hinir frægu vatnsSubarubílar komi til landsins eftir helgina, því í gærmorg- un slitnaði upp úr samningum milli fjórmenninganna sem keyptu bíl- ana, og framleiðenda og umboðsað- ila bílanna hér á landi. Stöðugar símhringingar voru milli þessara aðila alla fyrrinótt og þegar upp úr slitnaði, munaði 50.000 doll- urunt. Júlíus Vífill Ingvarsson, hjá Ingv- ari Helgasyni og Simitsu hjá Subaru, buðu fyrst 1,5 milljónir dollara í 279 híla. Því tilboði var ekki tekið, og þar að auki höfðu fjórmenningarnir ekki til umráða nema 235 bíla. Þá gerðu Júlíus og Simitsu tilboð upp á 1,5 milljónir dollara í þessa 235 bíla. Fjórmenningarnir höfnuðu því til- boði og gerðu gagntilboð sem hljóð- aði upp á 90 milljónir íslenskra króna. Því var hafnað og lokatilboð Júlíusar og Simitsu hljóðaði upp á 1,7 milljónir dollara. Gagntilboð fjórmenninganna hljóðaði upp á 1,75 milljónir dollara og þar strönd- uðu viðræðurnar. Hvorugur vildi bakka meira. „Við buðum þeim þarna tugmillj- ónir í vasann. Því neituðu þeir og nú er málið komið íhendurstjórnvalda. Það verður jólagjöfin í ár,“ sagði Júlíus Vífill í samtali við Tímann í gær. Fjórmenningarnir eru ekki á sama máli. „Það var í fyrsta skipti klukkan 17 í gær að þeir höfðu beint samband við okkur, og þá í gegnum lögfræð- ing okkar. Áður höfðu þeir reynt að skaða okkur fjárhagslega, lögfræði- lega, áróðurslega og kerfislega. Ég samþykkti fund í gærkveldi, en til- boðið var einfaldlega of lágt,“ sagði Margeir. „Það má vera að við höfum reynt að skaða þeirra viðskipti. En spurn- ingin er, hverja eru þeir að skaða? Þeir eru að skaða mörg þúsund Subarueigendur, þeir eru að skaða öryggi á vegum og þeir eru að skaða okkar viðskiptahætti," sagði Júltus Vífill um þessi ummæli Margeirs. „Við hringdumst síðan á meiri- hluta nætur og þetta fór endanlega í strand í morgun. Bílarnir koma því og verða seldir hér. Það er 91 bíll kominn í skip og þeir koma á mánudag eða þriðjudag. Þeir eru ekki valdir, nema með tilliti til pantana," sagði Margeir Margeirs- son, einn fjórmenninganna. Heimildir Tímans telja hins vegar að 90 bestu bílarnir hafi verið valdir ntcð það fyrir augum að slæva athygli bifreiðaeftirlitsmanna og fá leyfi þeirra til skrásetningar. Bifreiðaeft- irlitsmenn munu hins vegar skoða alla bíla jafnvel. Júlíus Vífill sagði í Tímanum í gær, að það væri „meira en lítið undarlegt ef þeir taka ekki þessu tilboði," þvf þeir hefðu milljónir upp úr krafsinu. „Það teljum við ekki vera, miðað við þá vinnu og fjárhagslega áhættu sem við höfum lagt út í. Þegar við gerðum kaupin, þá héldum við að við værum að kaupa frjálsa vöru á frjálsum markaði. Subaru eru ntun betri bílar en framleiðendurnir hafa verið að reyna að telja okkur trú um. Þeir eru ekki einungis með áróður gegnokkarbílum, heldur öllum Su- barubílum. En eins og þeir hafa komið fram við okkur, þá höfum við engan áhuga á viðskiptum við þá. Enda sagði Júlíus í gær, að stríðið væri rétt að byrja,“ sagði Margeir. En eins og áður, ber aðilum ekki saman. „Margeir hefur þetta nú ekki rétt eftir. Hann sagði: „Við ætlum að berjast“ og þá sagði ég: „Þá er þetta bara rétt að byrja.“ Þannig voru orðaskiptin og á engann annan hátt,“ sagði Júlíus Vífill. En hvað sem orðalagi líður, þá er Ijóst að flóðbílastríðið er rétt að byrja. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.