Tíminn - 18.12.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.12.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn ■ Föstudagur 18. desember 1987 Gutlar í pollum á Laugaveginum Sárin við Laugaveg ætla seint að gróa. Undanfarna sunnudags- morgna hefur vinnuflokkur gatna- málastjóra unnið að því að grafa upp grjótið frá Portúgal og bæta snjó- bræðslukerfið sem undir þeim hefur kramist og opnast með þeim af- leiðingum að vatnið flóir upp. Ingi Ú. Magnússon, gatnamálastjóri í Reykjavík, sagði í samtali við Tím- ann að þeir teldu sig vera komna fyrir lekann. Aðstoðarmaður hans, Sigurður Skarphéðinsson, sagði Tímanum að það væri rétt að þeir hafi verið í vandræðum með að komast fyrir þennan leka, cn teldu að kerfið læki ekki sem stendur. Sagði hann að búið væri að ákveða aö ráðist vcrði í vcrulcgar og um leið varanlcgar endurbætur á stcinlögðu hlutum Laugavegarins á næsta sumri. Er í ráði að taka til hcndinni þcgar sumartími væri kominn á verslanirn- ar og taka í þctta cina til tvær hclgar, eftir atvikum. Lckinn verður þá einnig á dagskrá, cn hann væri aðcins hluti vandans. Sagði hann að aukakostnaöur við væntanlegar cndurbætur yrði ckki mjög vcrulcg- ur þar scm vcrktaki stcinlagnanna, hafi ckki fengið það vcrk aö fullu grcitt í sumar, enda hafi gallarnir komið í Ijós áður en til cndanlegs uppgjörs kom. Ekki vildi hann þó spá því hvcrsu dýrar þessar lagfær- ingar vcrða þcgar upp verður staðið. Frágangur Skýring þessa vandamáls, liggur að sögn fróðra manna, í því að ckki var nægilega vcl frá vcrkinu gengiö miðað við það hvað umferð var hleypt fljótt á götuna. Afleiðingarn- ar eru auk þessa vatnsleka þær, að steinarnir hafa skekkst til og aflag- ast. Mikil vandræði eru auðvitað af þessu ástandi vegarins og hafa menn jafnvel verið hræddir um að gang- andi vegfarendur geti slasað sig á lausagrjótinu og hrasað eða snúist á liðum. En ástæður lekans eru reyndar nokkuð ljósar. Frágangur leiðslanna er unninn samkvæmt viðurkenndri hönnun. Eftir að lokið hafði verið við að fjarlægja eldra yfirborð vegar- ins, var svokallað undirlag malbikað talsvert neðan við gömlu götulínuna. Ofan á þetta undirlag var síðan lagt malbik með ákveðnum raufum í fyrir röralagnir. Þá var rörakcrfinu komið fyrir í raufarnar og steypt yfir, enda er um lokuö kerfi að ræða og ekki ætlast til að það þarfnist viðgerðar við þessar föstu skorður í a.m.k. hálfa öld. Meðan steypan er enn blaut er tilhöggna portúgalska grjótinu raðað upp og sett í skorður ofan í steypulagið. Sandi er að lokum stráð yfir og honum cr ætlað að sctjast á milli stcinanna og veita þeim stuöning. Að loknu þessu mikla og vandasama verki er talið nauðsynlegt að gefa steypunni góðan tíma til að harðna og styrkjast áður en umferð er hlcypt yfir af fullum þunga. Mistökin Mistökin felast fyrst og fremst í því að verktakinn, er hafði með götulagnir að gera, varð verulega á eftir áætlun og lenti m.a. í dagsekt- um. Vegna mikils þrýstings, sem óþarft er að rekja hér, var talið nauðsynlegt að hleypa umferð á götuna of snemma. Ekki þarf að rifja það upp fyrir lesendum að fljótlega var götunni síðan lokað og reynt var að skorða steinana betur. Nú hefur tíminn hins vegar leitt í Ijós að skemmdir hafa orðið á mjög dýrum hluta vegagerðarinnar, eða snjóbræðslulögnum hennar. Tíminn hefur fyrir því óstaðfestar heimildir að verið sé að ræða þann möguleika að tæma snjóbræðslukerfið ef lekinn heldur áfram að gera vart við sig. En það mun vera frekar vafasöm aðgerð vegna þess að ekki er vitað með vissu hvaða afleiðingar það gæti haft að hafa engann þrýsting á kerfinu. Eins hafa vaknað upp spurningar um það hvort ekki sé þá hætt við að frostskemmdir gætu orðið, ef þannig vildi til að vatn stæði eftir í leiðslun- um eftir tæmingu. Hvort, og hvernig þá, lekinn áger- ist, er auðvitað ekki gott að segja til um á þessu stigi. Hins vegar er ljóst að veruleg vandræði hafa orðið af þessum uppákomum og einnig er ljóst að nokkur kostnaður hefur orðið af því einu að bæta hefur þurft frostlegi á kerfið vegna þessa þráláta leka. Vegfarendum er þó bent á að ekki er hætta á gorbrunnamyndunum af þessum sökum, enda er ekki það mikill þrýstingur á kerfinu og þá er yfirlagið það þétt að það dregur úr öllum slíkum sýningum. Hins vegar ætti mönnum að veitast frekar létt að sjá pollana og raka bletti hér og þar í steinlagðri götunni þegar al- mennt þornar á. KB Portúgalska grjótið skekkist og gengur niður í snjóbræðslurörin og mer þau í sundur. Þess vegna eru pollar á Laugaveginum þótt ekki bleyti á steini annars Staðar. Tímamynd Gunnar Könnun á atvinnuástandi og horfum á vinnumarkaði haustið 1987: Þjóðhagsstofnun og Vinnumála- skrifstofa félagsmálaráðuneytisins, hafa nú lokið könnun á atvinnuást- andi og horfum á vinnumarkaðnum haustið 1987. Áðurhafa veriðgerðar fimm samskonar kannanir frá því á vordögum 1985. Þessi könnun nær til allra atvinnugreina nema hvað landbúnaður, fiskveiðar og opinber þjónusta (þó ekki sjúkrahús) eru undanskilin. Meginniðurstaðan í könnuninni er sú að mikil þensla sé á vinnumark- aðnum um þessar mundir. Ætlað er að ófylltar stöður í þeim atvinnu- greinum sem könnunin nær til, séu um 3250, sem er um 3,5% af heildar- mannaflanum í þessum greinum. Þetta er nokkur aukning frá því á sama tíma í fyrra, þegar umframeft- irspurn eftir vinnuafli nam rúmlega 2.700 stöðum. Á tveimur árum hefur umframeftirspurn eftir vinnuafli ríf- lega tvöfaldast ef miðað er við fjölda lausra starfa. Tölur um skráð atvinnuleysi ber vott um þenslu f atvinnulífinu. 1 október s.l. voru 214 manns skráðir atvinnulausir á öllu landinu, sem er um 0,2% af heildarmannaflanum. Á sama tíma í fyrra voru 357 manns skráðir atvinnulausir. Þenslumerkin eru hvað greinilegust á höfuðborgar- svæðinu. í október s.l. vantaði þar fólk í um 1800 störf, í þeim atvinnu- greinum sem voru athugaðar. Fyrir einu ári, í október 1986, voru laus störf á höfuðborgarsvæðinu um 700, en árið á undan vantaði fólk í um 300 störf. Mestur skortur er á verkafólki. Áætlað er að vanti í 1800 störf verkafólks, þar af eru 800 störf bundin við höfuðborgarsvæðið, í iðnaði, byggingariðnaði og þjón- ustugreinum, einkum á sjúkrahús- um. Úti á landsbyggðinni er mynstur vinnuaflsskorts annað. Þar vantar flesta starfsmenn í fiskvinnslu, en einnig í iðnaði. Á öllu landinu er nú lítill sem enginn skortur á fólki í afgreiðslu- og skrifstofustörf. Það þarf ekki að koma á óvart að mikill skortur er á sérhæfðu starfsfólki á sjúkrahúsunum. En það vantar einn- ig sérhæft starfsfólk í byggingariðn- aði, og raunar í fleiri starfsgreinum. Það virðist margt benda til að í desember dragi verulega úr eftir- spurn eftir vinnuafli, en síðan muni eftirspurnin aukast á nýjan leik með vorinu. óþh Björn Gíslason og Ármann Pétursson, slökkviliðsmcnn sýna lesendum Tímans reykskynjara, dufttæki og eldvarnarteppi. Nauðsynlegir hlutir á öllum heimilum. Timaniynd: Pjctur Brunavaröafélag Reykjavíkur: Varar við eldhættu Brunavarðafélag Reykjavíkur hefur látið gera 20 mínútna langa mynd, sem heitir „Það þarf ekki að gerast" og verður hún sýnd næst- komandi þriðjudag klukkan 20.40 í ríkissjónvarpinu. Það verður að telj- ast í hæsta máta óvenjulegt að starfsmenn geri myndina, en ekki stofnanir, en með stuðningi Húsa- trygginga Reykjavíkur og vátrygg- ingafélaga innan Sambands ís- lenskra tryggingafélaga tókst að gera myndina. Myndin verður sýnd til að minna fólk á að um jólin er meiri eldhætta í íbúðarhúsum en á öðrum tíma ársins. Benda brunaverðirnir á fimm sérstök varúðaratriði. í fyrsta lagi verður að fylgjast með lifandi kerta- Ijósum. í öðru lagi með skreytingum með rafmagnsljósum. í þriðja lagi gæta varúðar við matreiðslu, þar sem af feiti getur orðið mikið bál. I fjórða lagi að fylgjast með rusli og fjöltengjum og í fimmta lagi með reykingum. Vilja brunaverðir minna fólk á að mest hætta stafar af eldsuppkomu að næturlagi, enda deyja flestir í elds- voðum af völdum reyksins. Gegn þeirri hættu er aðeins eitt sæmilega öruggt ráð, og það er reykskynjari. Góður reykskynjari kostar rúmar 1.000 krónur, og ódýrari líftryggingu er erfitt að finna. Slökkviliðsmenn verða því með reykskynjarasölu, ásamt slökkvi- tækjum og eldvarnarteppum í Kringlunni og í Austurstræti eftir hádegi og þar til verslanir loka til jóla. -SÓL Staðfesting þenslunni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.