Tíminn - 30.12.1987, Side 5

Tíminn - 30.12.1987, Side 5
Tíminn 5 Sænsku konungshjónin komu í opinbera heimsókn til (slands. Hér má sjá Karl Gústaf ræða við Vigdísi Finnbogadóttur. Silvía drottning stendur ( bakgrunni. (Tím»mynd Pétur) svaf í húsinu bjargaði sér naumlega með því að kasta sér út um glugga. Illa brunninn og skorinn af glerbrot- um náði hann til nágranna sinna. Júní Stjórnarmyndunarþref Júnfmánuður einkenndist öðru fremur af tilraunum til stjórnar- myndunar. Jón Baldvin Hannibals- son fékk umboð til stjórnarmyndun- ar 2. júni eftir að Þorsteinn Pálsson hafði skilað forseta Islands umboð- inu. Jón Baldvin hóf viðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknar- flokk um þriggja flokka samsteypu- stjórn. Viðræður þessar stóðu út mánuðinn og gekk ýmislegt á. Síðasta dag júnímánaðar mátti lesa á forsíðu Tímans að valdahlut- föll innan fyrirhugaðrar ríkisstjórnar hindri samkomulag þessara þriggja flokka. Á baksíðu mátti lesa um athugun Steingríms Hermannssonar á myndun fjögurra flokka stjórn Framsóknarflokks, Alþýðubanda- lags, Borgaraflokks og Kvennalista. En júnímánuður leið án þess að stjórn væri mynduð. Flokksforysta óvirk og formaður einangraður Eftir afhroð í Alþingiskosningun- um setti Sjálfstæðisflokkurinn á fót nefnd sem falið var að finna orsakir ófaranna. Niðurstöður nefndarinnar var sú að Þorsteinn Pálsson formað- ur væri einangraður í fílabeinsturni og flokksforystan væri óvirk. 840 grömm af ágreiningi Það var ekki bara í Sjálfstæðis- flokknum sem naflaskoðun fór fram eftir kosningarnar. Alþýðubanda- lagið fól sex af forustumönnum sín- um að gera skýrslu sem skýrði afhroð bandalagsins. Skýrslurnar vógu 840 grömm og sýndist sitt hverjum, en ágreiningur var greinilegur. Fyrsta ferskfiskuppboðið Fyrsta ferskfiskuppboð á íslandi var haldið mánudaginn 15. júní í Fiskmarkaðnum hf. í Hafnarfirði. Þar með hófust nýir viðskiptahættir í ferskfiskkaupum. Þuklarar á Alþingi í könnun blaðsins Vinnunnar og Iðju á Akureyri kemur í Ijós að þriðja hver iðnverkakona á Akur- eyri hefði þolað kynferðislegt áreiti á vinnustað. Einnig var birt bréf í Vinnunni þar sem fyrrverandi síma- stúlka á Alþingi segir frá því að símastúlkur þar hafi þurft að sitja undir „þukli“ og „blautlegum kveðskap". Um þetta mátti lesa í Tímanum 23. júní. Daginn eftir var birt viðtal við sfmastúlku í Alþingi og sagðist hún ekki hafa verið þukl- uð í þau tuttugu ár sem hún hefur starfað við Alþingi. Erfiðleikar í aðsigi í hvalveiðum Ársfundur hvalveiðiráðsins var haldinn í Bournemouth í júnímán- uði. Það voru dökkar fréttir sem Naflaskoðunarskýrslur Alþýðubandalagsins vógu 840 grömm. (Tímumynd Pélur) íslendingar fengu af fundinum þar sem Bandaríkjamenn lögðu áherslu á að koma í veg fyrir vísindaveiðar Jslendinga. Bandaríkjamenn höfðu sitt fram í Bournemouth og virtust því erfiðleikar vera í aðsigi í hval- veiðunum. Svíakóngur í heimsókn Karl XVI Gústav Svíakonungur og Sylvía kona hans komu í opinbera heimsókn 24. júní Syndin í stórsókn Á sama tíma og prestastefna var haldin í Borgarnesi undir yfirskrift- inni „Hjónaband í þjóðfélagi nútím- ans“ mátti lesa úr Hagtíðindum að syndin væri í stórsókn, því að í 36% barnafjölskyldna eru foreldrar í óvígðri sambúð og einstæðir foreldr- ar teljist 27% af barnafjölskyldum í borginni. Því eru innan við 40% foreldra í hjónabandi. Júlí Ny rikisstjórn Ný ríkisstjórn undir forsæti Þor- steins Pálssonar tók við völdum 8.júlí, 42 dögum eftir Alþingiskosn- ingar. Jón Baldvin skilaði af sér umboði til stjórnarmyndunar eftir að samkomulag hafði nást milli flokkanna um stjórnarsamstarf og skiptingu ráðuneyta. Forseti íslands veitti Þorsteini Pálssyni umboðið 2.júlí og var stjórnarsáttmáli sam- þykktur af valdastofnunum flokk- anna þriggja 4.júlí. Athygli vekur að 7 af 11 ráðherr- um nýrrar ríkisstjórnar koma af suðvesturhorninu, allir Alþýðu- flokksráðherrarnir, 3 af 4 Sjálfstæð- isráðherrum og 1 af 4 Framsóknar- ráðherrunum. Vestfirðingar drýgstir við kvótasölu Vestfirðingar hafa verið drýgstir við að selja fiskveiðikvóta úr heima- héraði. Þetta kom fram í skýrslu sjávarútvegsráðuneytisins sem fjall- að var um í Tímanum ll.júlí. Vindur varði íbúðahverfi í bruna Vindátt varði íbúðarhverfi í grennd við verksmiðju Málningar hf. í Kópavogi þegar verksmiðjan brann til kaldra kola 13.júlí. Vöntun á vatnshönum hindraði slökkvistarf. Hjólað í kerfið Jón Kristinsson sem hjólaði í kringum landið til að safna fé til hjúkrunarheimilis aldraðra á Akur- eyri hjólaði í kerfið og kærði með- ferð á umferðarlagabroti til mann- réttindardómstólsins í Strassborg. Jón hafði verið kærður fyrir umferð- arlagabrot og dæmdi lögreglustjóri Jón til að greiða sekt. Jón áfrýjaði til Hæstaréttar á þeim forsendum að dómur hafi verið hlutdrægur þar sem yfirmaður dómsvalds var einnig yfirmaður framkvæmdavalds. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðs- dóms í meginatriðum svo Jón áfrýj- aði til mannréttindadómstólsins. Þetta kom fram í Tímanum Í8.júlí. Þegar Tíminn grennslaðist eftir áhrifum kæru Jóns kom í ljós að ef mannréttindadómstóllinn dæmdi Jóni í hag þarf að fjölga embættis- mönnum verulega á íslandi. Ættuppí sjúkrakostnaði Gerður hefur verið samanburður á kostnaði og notkun á heilbrigðis- þjónustu í Stokkhólmi og Reykja- vík, þar sem byggt er á upplýsingum frá árunum ’82 til ’85. Kom í ljós að íslendingar fara fram úr Svíum í sjúkrakostnaði og hjá okkur æðir upp sjúkrakostnaður samfara auk- inni sjúkrahúslegu. Hins vegar tók Þökkum starfsfólki, sjómönnum og öðrum viðskiptavinum okkar gott samstarf og viðskipti á liðnum árum. m m

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.