Tíminn - 30.12.1987, Page 12

Tíminn - 30.12.1987, Page 12
12 Tíminn mánuðum og tók til við að vitna í málinu er tengdist vopnasölu Bandaríkjastjórnar til Irans og fjárstuðningi til Contra skæru- liðanna í Nicaragua. Ollie North, fyrrum starfsmaður þjóðaröryggisráðsins og einn lykilmaðurinn í málinu, sagðist vera kominn til að segja sann- leikann hvort sem hann væri góður, slæmur eða mjög slæmur. Svokölluð „Olliemanía" braust út þá sex daga sem North var í vitnastúkunni og seldust brúður af kappanum og annað dótarí í tengslum við hann eins og heitar lummur. Þótt þingið hefði ályktað að Reagan forseti yrði að axla ábyrgðina vegna mistaka undirmanna sinna í þessu máli kom þó ekkert það fram sem veikti forsetann það mikið að embætti hans væri í hættu og Íiegar leið á árið virtist sem ransmálið væri að falla í gleymsku. Efnahagsvandinn sem skók heimsbyggðina var áberandi strax í byrjun árs og varð stöðugt alvarlegri. Fésýslumenn höfðu áhyggjur af fjárlagahallanum í Bandaríkjunum sem og því að þótt bandaríski dalurinn hefði verið að lækka í verði gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum heims síðan árið 1985 virtist það ekki duga til að draga úr hinum gífurlega viðskiptahalla þessarar skuldugustu þjóðar heims. Það var svo í október sem fésýslumenn ákváðu að selja frekar en taka áfram þátt í fjárfestingaleiknum. Þann 19. október, eða á „svarta mánu- deginum" eins og hann var fljótt kallaður, féllu hlutabréf í verði um 22,6% á mörkuðum í Wall Street eða Virkisstræti í New York. Álíka verðhrun fylgdi í kjölfarið á öðrum mörkuðum og í lok ársins hafði Bandaríkjadal- Tveirvaiaamestu menn heims munduðu penna sína vestur í Washington og skrifuðu undir fyrsta sáttmála risaveldanna um raunverulega kjarnorkuvopnafækkun ERLENDUR ANNÁLL 1987 Fundur milli tveggja valda- mestu manna heims og undirrit- un fyrsta samkomulags risaveld- anna um raunverulega kjarn- orkuvopnafækkun varð til þess að bjartsýni var ríkjandi í al- þjóðasamskiptum í lok ársins sem er að líða. Leyfðu sér margir að vona að ný og stöðug- ari þíða í samskiptum stórveld- anna tveggja, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, væri nú gengin í garð. Bjartsýni var þó ekki alls staðar fyrir hendi þótt leiðtogar hinna heimsvaldasinnuðu stór- velda tækjust í hendur í Was- hington í desembermánuði og brostu framan í heiminn. í Afr- íku hafði almenningur litla ástæða til að brosa, hungrið ógnaði áfram lífi milljóna manna þar í álfu. Fésýslumenn heimsins gripu einnig margir fyrir hjartað og reyttu hár sitt og skegg í okt- óbermánuði þegar verðhrunið í kauphöllunum varð til þess að tvö þúsund milljarðar dala í pappírspeningum urðu að engu. Ronald Reagan Bandaríkjaf- orseti og Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi sögðu á fyrsta degi viðræðna sinna í Washington í þessum mánuði að þeir vildu vinna að betri samskiptum og draga úr átökum milli þeirra pólitísku kerfa sem þjóðirnar eru fulltrúar fyrir. Leiðtogafundurinn kom á góðum tíma fyrir Reagan Bandaríkjaforseta sem hafði þurft að fást við mörg vandamál- in á árinu þ.á m. íranshneykslið svokaliaða og efnahagserfið- leika ýmiskonar. Hann þurfti einnig að sjá á bak meirihlut- avaldi repúblikana í öldunga- deildinni í janúarmánuði auk þess sem hann og kona hans Nancy þurftu að gangast undir uppskurði á árinu, aldurinn er farinn að segja til sín hjá þessum 76 ára gamla fyrrum kvikmynda- leikara í Hollywood. Ekkert óvænt gerðist á leið- togafundinum en merkilegur var hann sökum þess að undirritað var samkomulag sem gerir ráð fyrir eyðingu allra meðaldrægra og skammdrægari kjarnorku- flauga risaveldanna. Þeir Reag- an og Gorbatsjov sögðu einnig að miðað hefði áleiðis í viðræð- um um helmingsfækkun helstu helvopna heims, langdrægra kjarnorkuvopna. Reagan þurfti eins og áður sagði að taka á mörgum vanda- málunum á þessu næst síðasta ári sínu í valdastóli í Hvíta húsinu. Demókratar komust í meirihluta á þingi og gerðu for- setanum lífið leitt á margan hátt. Þeir gagnrýndu hann t.d. harkalega fyrir að senda herskip til verndar olíuflutningaskipum Kúvaitbúa í Persaflóa og komu í veg fyrir að tveir menn sem hann vildi fá í hæstarétt landsins yrðu útnefndir til embættisins. Reagan féll þó í skuggann þegar Oliver North steig fram fyrir sjónvarpsvélarnar á vor- Oskum starfsfólki og viðskiptavinum Gleðilegs nýárs Þökkum golt samstarf og viðskipti á árinu sem er að líða Hraðfrystihús Kaupfélags Steingrímsfjarðar, Hólmavík Oskum starfsfólki og viðskiptavinum Gleðilegs nýárs Þökkum gotl samstarf og viðskipti á árinu sem er að liða Hraðfrystihús ^_________Drangsness hf.__________

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.