Tíminn - 31.12.1987, Side 19

Tíminn - 31.12.1987, Side 19
Fimmtudagur 31. desember 1987 Tíminn 19 Myndarmaður Raquel Welch hefur alltaf reynt eftir megni að halda börnum sínum utan við geisla kastljósanna og tekist það harla vel. Raunar svo vel, að þegar hún birtist með óþekktan, ungan og myndarlegan mann sér við hlið að verðlaunaveit- ingu nýlega, stungu margir saman nefjum og veltu vöngum yfir því, hver þetta væri eiginlega. Þegar ljósmyndarar höfðu eytt kílómetrum af filmum á parið og blaðamenn spurt í þaula um hver náunginn væri eiginlega, tilkynnti Raquel eftirfarandi: Það vill svo til að þessi myndarlegi, ungi maður er sonur minn. Haft er fyrir satt að nokkrir slúðurdálkahöfundar hafi orðið fyrir verulega sárum von- brigðum. k v e n n a f a r lllllllllllllllll. SPEGILL lllllllllllllll Ég hef alltaf verið afskaplcga veikur fyrir konum og það hefur orðið mér dýrkeypt... Þessi orð eru höfð eftir Holl- ywood-leikaranum Glenn Ford, sem nú er 71 árs. En áfengið hefur líka kostað mig mikið og reynst mér hálfu verr, bætir hann við. Nú hefur Glenn lagt flöskuna á hilluna, en hvað um dömurnar? Þær eru enn jafn freistandi og ég er alltaf að verða ástfang- inn, segir hann og býr nú einn eftir þrjú hjónabönd. Ég neita alls ekki að kvennafar mitt olli öllum skilnuðunum. Ég stenst bókstaflega ekki fagrar konur. Þrátt fyrir þetta allt, hefur Glenn Ford aðeins elskað eina konu: Ritu Hayworth. Þau léku saman í fimm kvikmyndum, uröu ástfangin við tökur þeirrar fyrstu og síðan vinir alla ævi. Engin kona jafnast á við Ritu, segir Glenn. Ég elskaði hana heitt og innilega. Við giftumst aldrei vegna þess að við vorum aldrei bæði frjáls samtímis. Unt tíma vorum við nágrannar og þá var leynistígur rnilli garðanna okkar, þannig að við skutumst á milli, þegar okkur hentaði. Veikindi Ritu og missir margra, góðra vina, Williams Holden, John Waync og David Niven, gerði að verkum, að Glenn leitaði huggunar í flöskunni. Nú er ég snúinn aftur úr því víti, þökk sé mínum nánustu, segir hann og er að vinna að tökum á 225. kvikmynd sinni. Ég hef öðlast lífsgleðina aftur og sé að hið daglega amstur býður upp á sitt af hverju góðu. Auk þess hef ég son minn og barnabörn, sem oft koma í heimsókn. Ég kann vel að meta að vera afi... og meira að segja allsgáður afi. Kristinn Snæland: UM STRÆTI OG TORG Vegna áróðurs gatnamálastjóra, „naglana burt - malbikið kjurt“ ef svona má nefna herferð gatna- málastjóra gegn notkun nagla- dekkja, svo og vegna sumarveðr- áttu enn sem komið er, þá er víst að mun minna losnar upp af mal- biki en oft áður á sama tíma. Þrátt fyrir þá ánægjulegu stað- reynd hafa nú víða mydast tjöru og sandrastir með götum. Þessi óhreinindi sem hafa losnað upp úr malbikinu og sem hafa borist inn á göturnar frá malarköntum valda hættu fyrir umferðina. Bíll sem lendir með bæði hjól hægra megin í tjörudrullunni og hemlar skyndi- lega er vís með að hendast snögg- lega til vinstri. Lausamöl og tjöru- skítur með gatnaköntum og á gatnamótum getur þannig breytt hemlun og stefnu bíla án þess að ökumaður fái við gert. Þessi óhreinindi þarf því að hreinsa stanslaust og stöðugt af götum borgarinnar en ekki aðeins að vori eða fram eftir sumri svo sem venja er. Með því að stunda tjöruhreins- unina stöðugt, er komið í veg fyrir að grjótharðir þurrir tjöruskaflar verði vandamál við gatnahreinsun að vori. Með því að halda tjöru og sandflákum á götum í lágmarki skapast meira umferðaröryggi. Þessvegna þarf að láta vélsópana nöta öll tækifæri þíðu og blíðveð- urs til hreinsunar. Kantahreinsun gatna svo sem Miklubrautar, svo dæmi sé nefnt, á alls ekki að vera aðeins vor eða sumarverk. Hreinar götur minnka líka óhreinindi á rúðum og Ijósum bifreiða auk annars. Mín vegna mætti gatna- málastjóri því eyða nokkru af því fé sem nú sparast vegna veðurfars- ins í vetrarhreinsun gatna. Reynd- ar má ætla að sú eyðsla sparaðist að nokkru í minni kostnaði við vor og sumarhreinsunina. Tannhjólaakstur Sá akstur sem kallást tann- hjólaakstur er ekki algengur í um- ferðinni okkar. Þessi akstursmáti er þó sá albesti sem völ er á þegar bílar af tveimur götum eða af tveimur akreinum þurfa að samein- ast inn í eina akrein. Þetta getur gerst til dæmis í tveggja akreina götu, þegar önnur akreinin lokast. Venjan hér er sú, að þá reyna allir að troðast inn á færu akreinina og þykist hver góður sem þar getur troðið sér. Með tannhjólaakstri gerist það hinsvegar að einn bíll úr hvorri akrein fær að aka hjá hindruninni í senn og umferðin úr báðum akreinum flýtur hægt en örugglega áfram. Við slíkar aðstæður, þegar tannhjólaakstur er tekinn upp, er reyndar áríðandi að hver og einn bílstjóri hleypi aðeins einum bíl úr hinni röðinni inní. Það sem vinnst með því að hver bílstjóri hleypi aðeins einum bíl inn fyrir framan sig, er að þá geta bílstjórarnir í röðinni séð með góðum fyrirvara á eftir hvaða bíl þeir eiga að aka og úr verður hægur en stöðugur akstur. Þessari aðferð, tannhjóla- akstrinum, er upplagt að beita þegar bílar aka brott frá stórsam- komum, svo sem íþróttaviðburð- um eða frá öðrum þeim stöðum þar sem mikill fjöldi bíla safnast og fara brott á sama tíma. Þessi aðferð á einnig mjög vel við þegar önnur akrein götu lokast til dæmis vegna áreksturs. í þriðja lagi á þessi aðferð mjög vel við á gatnamótum í þungaumferð (jafnvel þó önnur gatan eigi réttinn). Ég nefni enn að á gatnamótunum við Skógarhlíð rétt sunnan Miklatorgs er þegar farið að bera á skipulegum tann- hjólaakstri. Það er reyndar sérlega ánægjulegt hvað mikið er um að ökumenn sýni kurteisi ogtillitssemi í þungaumferðinni þarna kvölds og morgna. Ég tek þó fram að fullkominn tannhjólaakstur næst ekki þarna vegna þess að umferð sem í móti kemur (niður Skógar- hlíð) sker götuna. Ég vil loks ítreka að besti árangurinn með tannhjólaakstri næst ef hver og einn bílstjóri ætlar aðeins einum bíl úr hinni röðinni pláss, því sá sem hleypir tveimur eða fleirum inn í röðina ruglar taktinn og skapar óvissu. Einn úr hvorri röð í senn og umferðin flýtur jafnt og þétt öllum til ánægju. Beitum tann- hjólaakstri hvarvetna þar sem að- stæður bjóða og umferðin verður öll þægilegri. Tillitsleysi í klausu nýverið fjallaði ég nokk- uð um tillitsleysið í umferðinni og nefndi nokkur dæmi. Ég vil ítreka það sem ég tók þá fyrir og þó sérstaklega fordæma þá áráttu full- frfskra ökumanna að taka upp stæði fatlaðra við stórmarkaði og fyrirtæki. Slíkt er algerlega ófyrir- gefanleg frekja og ruddaskapur. Jafnframt tek ég fram, að þegar ég finn fyrirtæki í borginni sem ætlar starfsmönnum sínum fleiri en sjö bílastæði, næst innganginum, þá mun ég geta þess tillitsleysis og að sjálfsögðu nafngeina fyrirtækið eða stofnunina.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.