Fréttablaðið - 17.02.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.02.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 PARANÁMSKEIÐ í orkunuddi er tilvalin leið fyrir pör til að bæta samskipti sín á milli. Pörin nudda hvort annað og læra kröftugar aðferðir sem þau geta síðan notað heima við. Nánari upplýsingar á heilsusetrid.is. Jógvan Hansen tók sem kunnugt er þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag og þótti standa sig með prýði er hann söng lagið I think the world of you. Athygli vakti að kapp-inn hafði grennst töluvert frá því í vetur. Strangt æfingaprógramm og breytt mataræði eru lykillinn að árangrinum, segir söngvarinn góðkunni. „Ég var bara orðinn alltof þung-ur, enda alltaf verið mikill mat-maður eins og þeir vita sþ kkj einkaþjálfun og Jón Helga Erlends-son til að útbúa sérstakt matarpró-gramm, þar sem salt og sykur eru á bannlista og kolvetna neytt í hófi. Jógvan hefur nú grennst um níu kíló síðan hann byrjaði í einkaþjálf-un í World Class í Laugum hinn 5. janúar. „Fyrst rak mig áfram tilhugs-unin um að ég kynni að virðast of þungur í sjónvarpinu, enda talaðað menn i ð Þegar Jógvan sigraði í X-Factor fyrir tveimur árum var hins vegar ekki annað að sjá en að hann væri í feiknaformi. „Enda hafði ég þá í svo mörgu að snúast að það var varla tími aflögu til að borða. Þegar hann gafst tímdi ég ekki öðru en að borða hollan mat. Það munar miklu um það,“ útskýrirhann. Tekur á því í ræktinniSöngvarinn Jógvan Hansen hefur stundað líkamsrækt af miklum eldmóð síðan í ársbyrjun. Árangur erfiðisins sást vel þegar hann kom fram í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2009 síðastliðinn laugardag. FRÉTTAB LAÐ IÐ /STEFÁN Jógvan þakkar reglulegri hreyfingu og hollu matar-æði árangrinum sem hefur náðst síðan í janúar. Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Landsins mesta úrval af íslenskum sófum Patti húsgögn Íslensk framleiðsla - Íslensk hönnun - Íslensk framtíð ÞRIÐJUDAGUR 17. febrúar 2009 — 42. tölublað — 9. árgangur JÓGVAN HANSEN Breytt mataræði og í ræktina tvisvar á dag • heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS ÓLAFUR ÓLAFSSON Kærastinn styður Jóhönnu Guðrúnu Vill fara með henni til Moskvu FÓLK 26 Fögur Helena í 15 ár Brynhildur St. Jakobsdóttir stofnaði snyrti- stofuna Helenu fögru aðeins 22 ára að aldri. TÍMAMÓT 16 Gáfu fiðlu Póllandsfarar Jónínu Ben styrktu ungan fiðluleikara með rausnarlegri gjöf. FÓLK 26 www.isafold. is Sími 595 0300 Öll almenn prentun Örlygsættar-áhrifin Teitur Örlygsson og bróðurdóttir hans Margrét Kara Sturlu- dóttir hafa breytt miklu hjá bikarmeistur- um Stjörnunnar og KR. ÍÞRÓTTIR 22 VEÐRIÐ Í DAG VÆTA SUNNAN OG VESTAN Í dag verður suðaustan 10-15 m/s sunnan og vestan til með rigningu eða skúrum, einkum eftir hádegi. Hægari vindur annars staðar og yfirleitt þurrt. Milt í veðri. VEÐUR 4 6 6 6 78 36,95% 72,75% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Allt sem þú þarft... Fréttablaðið er með 97% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18-49 ára. Könnun Capacent í nóvember 2008 - janúar 2009. VINNUMARKAÐUR Lágmarkslaun í landinu eru lægri en atvinnu- leysisbætur og það breytist ekki fyrr en umsamin launahækkun, sem átti að koma til framkvæmda 1. mars, tekur gildi. Lægsti taxti innan ASÍ er um 135 þúsund og atvinnuleysis bætur eru tæpar 150 þúsund krónur. Verulegar líkur eru á því að launahækkunin upp á 13.500 krónur taki ekki gildi um næstu mánaðamót. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, telur að „ríkur meirihluti“ sé innan Alþýðusambandsins fyrir því að „gera samkomulag um það að fresta endurskoðun kjarasamn- inga“. Gylfi segir launahækkanir ekki fastar í hendi en reynt verði að loka þessu gati. „Við teljum að það séu meiri líkur en minni á því að til uppsagna komi af hálfu atvinnurekenda og viljum þess vegna freista þess að halda í þenn- an kjarasamning og þau verðmæti sem í honum eru og fresta endur- skoðuninni fram í júní,“ segir hann og bendir á mikilvægi þess að eiga samráð við nýja ríkisstjórn eftir kosningar. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir að það sé „ekki stórt mál fyrir mark- aðinn í heild“ að loka gatinu milli lægstu launa og atvinnuleysisbóta. „Við verðum bara að spá í hvernig þetta kemur inn í allt hitt.“ Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir að sjálfsagt sé að skilja og virða þessa niðurstöðu. Erfitt sé að semja við núverandi aðstæður. Verkalýðshreyfingin vilji skiljanlega taka upp þráðinn eftir kosningar þegar „komin er framtíðarríkisstjórn“. Verkalýðsfélag Akraness, Fram- sýn á Húsavík, Afl starfsgreina- félag, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Drífandi í Vestmannaeyjum eru á móti frestun. Aðalsteinn Baldurs- son, formaður Framsýnar, segir að fundurinn hafi verið lýðræðisleg- ur og meirihluti fyrir því að fresta. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, for- maður Afls, segir að sjónarmið hafi tekist á en engin bein niður- staða fengist. Samninganefndin hafi fengið sitt veganesti. - ghs Frestun á umsaminni 13.500 króna hækkun Forseti Alþýðusambandsins segir að ríkur meirihluti sé fyrir frestun kjarasamn- inga en vill loka gati milli lægstu launa og atvinnuleysisbóta. Framkvæmda- stjóri SA segir það ekki stórt mál. Átök urðu á formannafundi ASÍ um málið. FÓLK „Ég heyrði einhver hljóð á svölunum á svefnherberginu okkar nokkrum mínútum eftir að við slökkt- um ljósið. Ég reif strax upp gardínurnar og horfði þá beint í augun á ungum manni með hettu á höfð- inu,“ segir leik- konan Alexía Björg Jóhann- esdóttir sem stóð innbrotsþjóf að verki á svöl- unum hjá sér í Vesturbænum. Alexía er komin átta og hálfan mánuð á leið en varð sem betur fer ekki meint af. „Ég varð eiginlega ekkert hrædd heldur bara reið,“ segir Alexía. - jma / sjá síðu 26 Alexía Björg Jóhannesdóttir: Náði bíræfnum innbrotsþjófi ALEXÍA BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR LÖGREGLA „Mönnum brá náttúrulega við enda ekki vanir að handfjatla snáka,“ segir Kári Gunnlaugs- son yfirtollvörður um tvo lifandi snáka sem fundust á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld. Að sögn Kára var um að ræða tvo snáka, hvor um það bil fimmtíu sentímetra að lengd. Þeir komu í ljós við reglubundna skoðun á ferðatösku íslensks manns sem búsettur er erlendis og var að koma frá Kaupmannahöfn. „Snákarnir voru bara lausir innan um farangur mannsins. Hann tók þá sjálfur upp úr töskunni og setti í kassa svo ég hef ekki miklar áhyggjur af því að þeir séu eitraðir,“ segir Kári. Dýrin hafi ekki verið aflífuð strax þar sem hugsanlega sé um sjald- gæfar tegundir að ræða, jafnvel dýr í útrýmingar- hættu, þótt þau gætu svo sem allt eins verið algeng og keypt í gæludýrabúð. Snákarnir voru enn í sóttkví í Leifsstöð í gær- kvöld og verða skoðaðir af sérfræðingum. „Í fram- haldinu reikna ég með að þeir verði aflífaðir,“ segir Kári. - gar Óhefðbundinn smyglvarningur í farangri Íslendings sem kom frá Danmörku: Lausir snákar í ferðatöskunni KJÖTKVEÐJUHÁTÍÐIN UNDIRBÚIN Nemandi í Grande Rio-sambaskólanum leggur lokahönd á risalíkan af skrautfugli sem mun þeysast um götur Rio de Janeiro í næstu viku en þá hefst hin árlega kjötveðjuhátíð í Brasilíu. NORDICPHOTOS/AFP FRANSKI KAFBÁTURINN Le Triomphant var siglt til heimahafnar í Frakklandi eftir áreksturinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRETLAND, AP Tveir kjarnorku- kafbátar, annar franskur og hinn breskur, rákust á í Atlantshafinu í byrjun febrúar. Þetta var upplýst í gær. Áreksturinn vekur á ný upp áhyggjur af öryggi í höfunum. Báðir bátarnir voru þó á litlum hraða og skemmdir urðu litlar. Breski kafbáturinn var dreg- inn til hafnar í Skotlandi en þeim franska var siglt fyrir eigin vélar- afli til heimahafnar. Aðildarríki Nató tilkynna hvert öðru um ferð- ir kafbáta, þó aðeins um hvaða hafsvæði þeir fara en gefa ekki upp nákvæma siglingaleið. - gb Árekstur tveggja kafbáta: Vekur áhyggjur af öryggi í hafi SNÁKAR Í LEIFSSTÖÐ Í sóttkví þangað til sérfræðingar skera úr um upprunann. Mikilvægi „sorpblaða“ Ef Guðmundi Andra Thorssyni mislíkar að fjölmiðill skuli heimta skýr svör til að upplýsa almenn- ing má hann auðvitað hafa þá skoðun, segir annar ritstjóra DV. UMRÆÐA 14

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.