Fréttablaðið - 17.02.2009, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 17.02.2009, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 17. febrúar 2009 13 Straumur hefur veitt stjórnend- um og starfsmönnum kauprétt að hlutabréfum í fjárfestingabank- anum upp á 650 milljónir hluta á viðmiðunargenginu 1,67 krón- ur á hlut. Þetta jafngildir tæpum 1,1 milljarði króna. Gengi bréfa í bankanum endaði í 2,53 krónum á hlut í gær. Rétturinn fellur í skaut stórs hluta starfsmanna Straums hér og á meginlandi Evrópu. Um sex hundruð manns starfa hjá bank- anum. Í kaupréttarsamningunum er miðað við meðal gengi hlutabréfa síð- ustu tuttugu viðskiptadaga. Áður var miðað við fimm daga. Í tilkynningu frá bankanum segir að hand- hafar kauprétt- anna ávinni sér réttindi í þremur jöfnum áföngum. Rétturinn gild- ir í fimm ár og fellur niður við starfslok. - jab Straumur veitir starfsfólki kauprétt WILLIAM FALL Verðbólga náði hámarki sínu í janúar gangi eftir spár IFS Greiningar og Greiningar Glitnis. Spáð er 0,9 til 1,1 prósents hækkun milli mánaða. Tólf mánaða verðbólga hjaðnar veru- lega á vormánuðum. Verð- hjöðnun er líkleg á næstu misserum. Útsölulok setja mark sitt á næstu verðbólgutölur að mati sérfræð- inga greiningardeilda, en hún verði 18 til 18,3 prósent. Í janúar mæld- ist verðbólgan 18,6 prósent. IFS greining og Greining Glitnis birtu í gær spár sínar fyrir yfirstand- andi mánuð, en Hagstofa Íslands birtir undir lok mánaðarins mæl- ingu sína á verðbólgunni. IFS greining er heldur bjartsýnni á verðbólguþróunina, spáir 0,9 prósenta hækkun milli mánaða, en gangi sú spá eftir verður 12 mán- aða verðbólgan 18 prósent. „Útsöluáhrif voru óvenju lítil í síðasta mánuði og lækkaði verð á fatnaði mun minna vegna þessa en á sama tíma í fyrra. IFS greining spáir því að að sama skapi muni verð hækka minna nú vegna útsölu- loka en oft áður. Að okkar mati liggur ein mesta óvissan í þess- um lið en vel er hugsanlegt að ein- hverjir kaupmenn kjósi að hækka verð umtalsvert eftir útsölur,“ segir í spá IFS Greiningar. Greining Glitnis spáir held- ur meiri verðbólgu og telur að vísitalan hækki um 1,1 prósent í febrúar. „Gangi spáin eftir mun tólf mánaða taktur verðbólgu verða 18,3 prósent og verðbólga mæld með þeim hætti því hjaðna um 0,3 prósentustig frá fyrri mán- uði,“ segir í spánni. Glitnir telur einnig að útsölu- lok setji svip sinn á mælinguna, en gert er ráð fyrir að föt og skór hækki um ríflega 11 prósent. „Áhrif útsöluloka á annan varn- ing á borð við húsbúnað og tækja- kost eru einnig nokkur. Við þetta bætast áhrif af gengislækkun krónu á seinni hluta síðasta árs. Á hinn bóginn gerum við ráð fyrir að húsnæðisliður vísitölunnar lækki lítillega.“ Þá segir í spá Greiningar Glitn- is að útlit sé fyrir hraða hjöðnun verðbólgunnar þegar fram í sækir. „Margt bendir nú til að hátindi verðbólguskotsins sem staðið hefur undanfarið ár sé loks náð. Ef spá okkar um verðbólguþróun reynist á rökum reist mun [vísitala neyslu- verðs] hækka um tæpt prósentu- stig samanlagt í mars og apríl. Á sama tímabili í fyrra hækk- aði [vísitalan] hins vegar um tæp 5 prósent, og því allar líkur á að 12 mánaða verðbólga hjaðni veru- lega á vormánuðum.“ Áfram haldi svo að draga úr verðbólgu og spáir greiningardeildin því að hún verði komin undir fimm prósent að ári liðnu. „Á seinni hluta spátímans teljum við að verðbólga reynist lítil og raunar eru töluverðar líkur á að verðhjöðnun eigi sér stað um skeið einhvern tíma á næstu misserum.“ olikr@markadurinn.is Í SMÁRALIND Gert er ráð fyrir ríflegri hækkun á fötum og skóm í kjölfar útsöluloka í verðbólguspám greiningardeilda. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Verðbólgu spáð í 18 til 18,3 prósent „Allir vilja vernda hagsmuni sína og því dregst málið á langinn,“ segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, en sænska fjármálaeftirlitið tók ekki afstöðu til þess í gær hvort flytja ætti íslenskar eignir sænska fjármála- fyrirtækisins Moderna til heima- haganna. Moderna er dótturfélag Mile- stone, félags bræðranna Karls og Steingríms Wernerssona. Helstu eignir sem skilanefndin horfir til hér eru tryggingafélagið Sjóvá og fjárfestingarbankinn Askar Capital. Milestone seldi Moderna allar eignir hér í byrjun síðasta árs. Eftir að skilanefnd Glitnis tók félagið yfir hefur eignarhlutur bræðranna verið færður í núll og útséð með að þeir fái eitthvað úr búinu. Árni segir marga koma að máli Moderna. Stærstu lánardrottnar hafi samþykkt hugmyndir skila- nefndar, sem vilji fá tíma til að selja erlendar eignir. Sé nú beðið eftir grænu ljósi frá sænska fjár- málaeftirlitinu. Biðin geti tekið marga daga, að hans sögn. - jab HÖFUÐSTÖVÐAR SJÓVÁR Skilanefnd Glitnis bíður eftir því að sænska fjár- málaeftirlitið gefi græna ljósið á flutning Sjóvár aftur heim. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Beðið eftir Svíum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.