Fréttablaðið - 17.02.2009, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
PARANÁMSKEIÐ í orkunuddi er tilvalin leið fyrir pör til að bæta
samskipti sín á milli. Pörin nudda hvort annað og læra kröftugar
aðferðir sem þau geta síðan notað heima við. Nánari upplýsingar á
heilsusetrid.is.
Jógvan Hansen tók sem kunnugt er
þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins á
laugardag og þótti standa sig með
prýði er hann söng lagið I think the
world of you. Athygli vakti að kapp-
inn hafði grennst töluvert frá því
í vetur. Strangt æfingaprógramm
og breytt mataræði eru lykillinn
að árangrinum, segir söngvarinn
góðkunni.
„Ég var bara orðinn alltof þung-
ur, enda alltaf verið mikill mat-
maður eins og þeir vita sem til mín
þekkja. Tilhugsunin um góðan mat
er auðvitað miklu meira freistandi
en að svitna í ræktinni. En svo kom
söngvakeppnin upp og þá var ekk-
ert annað í stöðunni en að taka á
málunum,“ segir Jógvan.
Hann fékk vinkonu sína Yesmine
Olsen, sem er þekkt fyrir heilsu-
samlegan lífsstíl, til að taka sig í
einkaþjálfun og Jón Helga Erlends-
son til að útbúa sérstakt matarpró-
gramm, þar sem salt og sykur eru
á bannlista og kolvetna neytt í hófi.
Jógvan hefur nú grennst um níu
kíló síðan hann byrjaði í einkaþjálf-
un í World Class í Laugum hinn 5.
janúar.
„Fyrst rak mig áfram tilhugs-
unin um að ég kynni að virðast of
þungur í sjónvarpinu, enda talað um
að menn virðist fimmtán prósent-
um þyngri á skjánum en þeir eru í
raun. Ég vildi því losna við nokkur
kíló til að ná kjörþyngd og ákvað að
taka þetta engum vettlingatökum
fyrst ég var að þessu á annað borð
heldur fara alla leið. Hef mætt
tvisvar á dag, fyrst klukkan sjö á
morgnana og svo eftir vinnu. Síðan
hefur mér bara farið að finnast
þetta mjög gaman.“
Þegar Jógvan sigraði í X-Factor
fyrir tveimur árum var hins vegar
ekki annað að sjá en að hann væri
í feiknaformi. „Enda hafði ég þá
í svo mörgu að snúast að það var
varla tími aflögu til að borða.
Þegar hann gafst tímdi ég ekki
öðru en að borða hollan mat. Það
munar miklu um það,“ útskýrir
hann.
Jógvan segist hafa lært heil-
mikið af átakinu. „Ég sé sko ekki
eftir að hafa tekið þetta með svona
miklu trukki í byrjun; það borg-
aði sig heldur betur að fjárfesta
í þessu prógrammi. Ég náði jóla-
spikinu strax af mér í staðinn
fyrir að vera að losna við það á
þriggja mánaða tímabili. Svo lærði
ég líka að borða oftar en um leið
hollari mat.“
roald@frettabladid.is
Tekur á því í ræktinni
Söngvarinn Jógvan Hansen hefur stundað líkamsrækt af miklum eldmóð síðan í ársbyrjun. Árangur
erfiðisins sást vel þegar hann kom fram í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2009 síðastliðinn laugardag.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/STEFÁ
N
Jógvan þakkar reglulegri
hreyfingu og hollu matar-
æði árangrinum sem hefur
náðst síðan í janúar.
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
Landsins mesta úrval af íslenskum sófum
Patti húsgögn
Íslensk framleiðsla - Íslensk hönnun - Íslensk framtíð