Tíminn - 04.03.1988, Síða 3

Tíminn - 04.03.1988, Síða 3
Föstudagur 4. mars 1988 Tíminn 3 Ámi Gunnarsson, fulltrúi Alþýðuflokks í þingmannanefnd um vanda loðdýrabænda: Boltinn er hjá Stofnlánadeild Þingflokkar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt blessun sína yfir álit þingmannanefndar um vanda loðdýrabænda. Alþýðuflokksmenn fjölluðu um málið sl. miðvikudag, og munu væntanlega fjalla áfram um það á fundi í dag. Þetta mál kom og til umræðu á ríkisstjórnarfundi í gær, en var ekki afgreitt þar. Trúlega kemur þetta mál aftur inn á borð ríkisstjómar á þriðjudag. Fulltrúar landbúnaðar- og fjár- mönnum til að færa sig yfir í minka- málaráðuneytis munu á næstu dög- um kanna ákveðin útfærsluatriði á tillögum nefndarinnar, þ.á m. milli- færslu á sjóðafjármagni. Það hafa verið uppi vangaveltur um afstöðu Alþýðuflokksins til framkominna tillagna þingmanna- nefndarinnar. Árni Gunnarsson, fulltrúi flokksins í nefndinni segir að vissulega séu deildar meiningar inn- an flokksins um einstaka þætti málsins, en telja verði að það fái viðunandi úrlausn þegar menn hafi áttað sig á eðli þess. Mink í stað refs Stefán Guðmundsson, fulltrúi Framsóknarflokks og formaður þingmannanefndarinnar kvaðst ekki vilja greina frá tillögum nefndarinn- ar í smáatriðum á meðan stjórnar- flokkarnir allir hafi ekki afgreitt það. Ffann sagði þó að einhugur hefði ríkt í nefndinni um öll stærstu efnisatriði. Stefán sagði að þessi vandi væri þess eðlis að ekki yrði mögulegt að koma öllum bændum í þessari grein til bjargar. „Hinsvegar bendum við á það að þeim sem stunda refarækt nú, verði gert kleift að fara í minkarækt. Við teljum að sú leið sé ódýrust og skynsamlegust til að nýta þá fjárfestingu sem þegar er komin, þ.e. byggingar á jörðun- um. Við viljum gefa mönnum svig- rúm til að halda áfram rekstri til haustsins, og tíminn þangað til nýtist ræktina.“ Stefán sagði að menn teldu að það væri rangt að hlaupa frá því sem þegar hefði áunnist í loð- dýraræktinni. Hann nefndi í því sambandi að til staðar væri mikil þckking á bæði refa- og minkarækt. Aðspurður um aðgerðir til að rétta við rekstur fóðurstöðvanna sagði Stefán að nefndin gerði tillögu um að ákveðnir aðilar komi inn í rekstur þeirra með viðbótarhlutafé. Hann sagði að vandi fóðurstöðvanna væri vissulega margþættur. Hann helgaðist t.d. af því hversu stórar stöðvarnar þurfi að vera í upphafi. Einnig kæmi þarna til spurningin um þjónustusvæði viðkomandi fóður- stöðvar. Þetta væri atriði sem nefnd- in legði til að skoðað væri sérstak- lega. En hvað þarf mikið fjármagn til að koma loðdýraræktinni á réttan kjöl? Stefán vildi ekki að svo stöddu nefna neinar tölur í því sambandi, en lét þess getið að ekki væri ætlunin að skattborgarar borguðu brúsann. „Þetta er tilfærsla fjármuna. Við erum fyrst og fremst að reyna að skipuleggja hvemig það fé, sem áætlað er að fari til greinarinnar, nýtist í samræmi við okkar hug- myndir. Sem dæmi má nefna að það fé sem Stofnlánadeild hefur nú til ráðstöfunar til loðdýraræktar, fari til þeirra manna sem vilja hverfa frá refaræktinni yfir í minkarækt." Ámi Gunnarsson segir að þetta mál standi fyrst og fremst upp á Stofnlánadeild landbúnaðarins því að hún sé búin að lána 360 milljónir ti! þessarar atvinnugreinar. „Hún verður auðvitað að vera ábyrg gerða sinna, og þá á ég við að hún verður að skuldbreyta fyrir þá menn sem vilja halda áfram í greininni. Ég tel að Stofnlánadeildin verði aó skoða betur í hvað fjármagnið fer. Og ef illa fer verða þeir að sitja uppi með skellinn, rétt eins og aðrar peninga- stofnanir í landinu. Og í þessu dæmi tapar Stofnlánadeildin einfaldlega nefndum 360 milljónum ef hún hleypur frá vandanum," sagði Árni. Hann bætti því við að tillögur nefnd- arinnar miðuðust við að ríkissjóður verði ekki fyrir verulegum beinum útgjöldum vegna þeirra. Búnaðarþing Á Búnaðarþingi í gær var m.a. rætt um vanda loðdýrabænda. Menn töldu að ekki væri rétt að álykta um málið á meðan tillögur þingmanna- nefndarinnar væru ekki gerðar opin- berar. Það kom fram hjá Katli A. Hann- essyni, hagfræðiráðunaut Búnaðar- félags íslands að þeir bændur sem stunduðu eingöngu refarækt, væru einfaldlega gjaldþrota. Og ef ekki fengist úrlausn mála fyrir þá á næstu 3-4 vikum gætu menn strikað yfir loðdýrakaflann í sögu íslensks land- búnaðar. Búnaðarþingsfulltrúar lögðu mikla áherslu á að ef ætti að vera hægt að tryggja loðdýraræktinni rekstrargrundvöll þyrfti umfram allt að lækka fóðurverðið. Menn nefndu að með 7 kr. fyrir kílóið (við stöðvar- vegg) ætti að nást rekstrargrundvöll- ur búanna. Meðalverð nú á kíló er um 11 kr. óþh Landsbanki íslands Hlutdeild Landsbanka íslands í útlánum til atvinnulífsins var 50% árið 1987: Hagnaðurvarð 182 milljónir Rekstrarafgangur á ársreikningi Landsbanka Islands fyrir árið 1987 var 182 milljónir króna, þegar frá hafa verið dregnar 193 milljónir króna í áætlaða tekju- og eignar- skatta. í samræmi við reglur um reikningsskil banka er þá búið að taka tillit til afskrifta fjármuna, framlaga til afskriftarreiknings, út- lána og gjaldfærslu vegna skuldbind- inga við eftirlaunasjóð starfsmanna. Opinber gjöld fyrir árið 1987 námu alls 397 milljónum króna samanbor- Landbúnaðarráðuneytið vegna hækkunar jöfnunargjalds á franskar kartöflur: Skaparaðeinssanr keppnisgrundvöll Landbúnaðarráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu í tilefni af athugasemdum Verslunarráðs og Neytendasamtakanna af áhrifum hækkunar jöfnunargjalds á inn- fluttar franskar kartöflur. í tilkynningunni segir að ráðu- neytið sé með þessari ákvörðun að framfylgja lögum númer 25 frá 1986, þar sem gert er ráð fyrir að íslensk framleiðsla sé vernduð gegn óheftum, niðurgreiddum inn- flutningi. Þá hafa.verðhlutföll, inn- fluttra og erlendra kartaflna breyst í kjölfar tollabreytinga um áramót- in og því nauðsynlegt að hækka jöfnunargjaldið til að framfylgja tilgangi laganna. Þá hafi í desember á síðasta ári verið frestað útgáfu innflutnings- leyfa fyrir franskar kartöflur og í framhaldi af því hafi verið óskað eftir tillögum frá innflutningsnefnd hvernig farið skyldi með áfram- haldandi innflutning. í þeirri nefnd hafi m.a. átt sæti tveir fulltrúar innflytjenda og hafi beir neitað samstarfi í nefndinni. I fjórða lagi bendir ráðuneytið á að samkvæmt upplýsingum frá innflytjendum og þeim upplýsingum sem ráðuneytið hafi aflað sér á annan hátt, hafi innkaupsverð með flutningi að jafnaði verið um 25 krónur, síðari hluta ársins 1987. „Samkvæmt því er jöfnunargjaldið eftir hækkun tæpar 50 krónur á kíló og tollur um 7 krónur á kíló. Af því leiðir að verð án heildsöluálagningar er um 80 krónur hvert kíló,“ segir í tilkynningunni. Þá bendir ráðuneytið ennfremur á að það geti ekki skýrt hvernig heildsöluálagning geti komi þessu verði í 120-180 krónur, eins og segi í fréttatilkynningu Verslunarráðs og ráðuneytið dragi í efa þá miklu verðhækkun sem veitingahúsa- menn hafi tilkynnt, en samkvæmt fréttum frá 2. mars, mun hver skammtur af frönskum kartöflum hækka úr 90 krónum í 220 krónur. Loks vill landbúnaðarráðuneytið koma því á framfæri að heildsölu- verð innlendra kartaflna sé 107 krónur hvert kíló, þannig að ljóst megi vera að hækkun jöfnunar- gjaldsins geri ekki meira en að skapa eðlilegan samkeppnisgrund- völl á markaðnum. -SÓL Evrópa: SUPERSTAR ÖÐRU SINNI Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐAFERÐ! ||ujjra«w, í kvöld verður frumsýnd, í veit- ingahúsinu Evrópu við Borgartún, uppfærsla nokkurra landsþekktra tónlistarmanna á söngleiknum Jesus Christ Superstar, eftir þá Andrew Lloyd Webber og Tim Rice. Tilefnið er 15 ára afmæli uppsetn- ingar Leikfélags Reykjavíkur á söngleiknum, en þá var hann sýndur í Austurbæjarbíói við fádæma vin- sældir. Uppfærslan, sem er í all nýstárleg- um og frjálslegum búningi, hefur verið sérstaklega sniðin til flutnings á skemmtistað. Að sýningunni standa hinir góðkunnu, velþekktu og geðþekku félagar, Eyjólfur Kris- tjánsson, Jón Ólafsson, Stefán Hilm- arsson, Rafn Jónsson, HaraldurÞor- steinsson og Guðmundur Jónsson, en þeim félögum til aðstoðar verða söngstúlkumar Arnhildur Guð- mundsdóttir og Elín Ólafsdóttir. Áætlað er að sýningamar verði samtals átta og verða þær á efstu hæð Evrópu. Sýningin hefst hverju sinni á miðnætti og er miðaverð miðað við fjárhag þeirra lægstlaun- uðu, þannig að allir eiga þess kost að sjá þessa uppfærslu. -SÓL ið við 210 milljónir króna árið 1986. Ársreikningur Landsbankans var í gær undirritaður af Jóni Sigurðssyni, viðskiptaráðherra, að lokinni stað- festingu bankaráðs. Eigið fé bankans nam 3.401 millj- ónum króna í árslok og hafði aukisi um 26,8% á árinu. Heildareignir voru 48.029 milljónir króna og ábyrgðir utan efnahagsreiknings 2.741 milljónir króna. Samkvæmt lögum um viðskiptabanka má eigið fé þeirra ekki vera lægra en sem svarae 5% af heildareignum að við- bættum ábyrgðum en að frádregnu eigin fé, sjóðseign og innstæðum í Seðlabanka og innlánsstofnunum. í árslok 1987 var þetta hlutfall 8,2% hjá Landsbankanum og hafði lækk- að úr 8,4% árið áður. Samkvæmt þessum lögum mega fasteignir og tækjabúnaður ekki nema meiru en 65% af eigin fé. Hjá Landsbanka var þetta hlutfall 61% í árslok 1987 og hafði hækkað lítið eitt á árinu. Vaxtabil bankans reyndist 5,2% á árinu. Er það svipað og árið 1985 en nokkru hærra en árið 1986, þegar bilið var óvenju lágt, eða 4,7%. Gjaldskrá fyrir þjónustu hækkaði lítið eitt minna en rekstrarkostnað- ur. Fjöldi starfsmanna Landsbankans var 1036 í árslok og hafði lítið sem ekkert breyst á árinu. Afgreiðslu- fjöldi jókst um 10%. Innlán jukust um 33% en 37%, ef útgáfa banka- bréfa er meðtalin. Endurlánað er- lent lánsfé hækkaði um 33% en önnur útlánaaukning varð 42%. Mest varð aukningin í gengisbundn- um afurðalánum til útflutnings, eða 70%. Lausafjárstaða styrktist á árinu. Bindiskylda var lækkuð en til mót- vægis því kom lausafjárskylda sam- kvæmt nýjum reglum Seðlabankans. Sú skylda var aukin síðar á árinu. Jafnframt þrengdi að lausafjárstöðu innlánsstofnana almennt. Gat Landsbankinn þá ekki fullnægt skyldunni þrjá síðustu mánuði ársins og greiddi Seðlabanka 123 milljónir króna í viðurlög af þeim sökum. Landsbankinn annast enn sem fyrr helming allra útlána til atvinnu- lífsins. Hlutdeild bankans í lánum til sjávarútvegs er 69% og hefur ekki verið jafnhá áður. Til landbúnaðar er hlutfallið 41% og til iðnaðar 50%. Til olíuverslunar er hlutdeildin 76% en 29% til annarrar verslunar. Útlán bankans til einstaklinga námu 4.800 milljónum króna í árslok og var hlutdeildin þar 27%. í heild er um 45% af útlánum allra innlánsstofn- ana á vegum Landsbankans.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.