Tíminn - 04.03.1988, Blaðsíða 13
Föstudagur 4. mars 1988
Tíminn 13
lllllliii' MINNING
llllllllllllllllllllllllllllllllll
Bræöraminni
Brynjólfur
Guðmundsson
Fæddur 10. febrúar 1897
Dáinn 20. janúar 1988
Austur við Stóru-Laxá innikreppt
og einangruð liggur jörðin Sólheim-
ar í Hrunamannahreppi. Jörðin er
landstór, talin kostajörð, slægjur
góðar og hagasælt á vetrum. Fyrir
austan og neðan bæinn rennnur
Stóra-Laxá. Laxveiðin þar hefur frá
fyrstu tíð verið mestu hlunnindi
jarðarinnar, en hún hefur einnig
tekið sinn toll og brotið landið jafnt
og þétt og hrifið með sér slægjur og
graslendi. Landslagi er þarna svo
háttað, að útsýni er lítið og ekki sést
til annarra bæja.
Við jarðamat 1709 var tvíbýli á
jörðinni og svo mun oft hafa verið
öðru hvoru síðan. Fyrir og fram um
síðustu aldamót bjuggu þar hjónin
Eiríkur Jónsson og þriðja kona hans
ekkjan Guðrún Sigurðardóttir frá
Gelti í Grímsnesi. En eftir lát Eiríks
brá Guðrún búi og þá var uppi sú
ráðagerð, að þangað flyttu dóttir,
hennar Ingunn Þorkelsdóttir og
Steinn Jónsson maður hennar, sem
þá bjuggu í Miklaholti í Biskups-
tungum. En sá Ijóður var á því ráði,
að á Sólheimum lá bráðapest í landi,
sem oft hafði þar höggvið stór skörð
í fénaðinn. Af þessu frétti maður
niðri í Flóa, Guðmundur bóndi á
Skúfslæk, og býður þeim nú jarða-
skipti sem líka að ráði varð. Árið
1899 fluttu þau svo að Sólheimum
hjónin frá Skúfslæk, Guðmundur
Brynjólfsson frá Keldum á Rangár-
völlum og Guðrún Gestsdóttir frá
Skúfslæk.
Jörðin var leigujörð en ekki er
mér kunnugt um afgjald eða skil-
mála. Þrjú börn voru þeim hjónum
þá fædd og var Brynjólfur
sem hér er minnst tveggja ára, f. 10.
feb. 1897. Svo liðu árin. Tíðarfar var
oft misjafnt og erfitt fyrst á öldinni
og börnin urðu 12. Þá var það veiðin
í ánni, sem einkum bjargaði.
Árið 1918 verður fyrir margra hluta
sakir minnistætt. Fyrst fyrir hin
miklu frost með hafís, sem yfir
gengu í janúar og febrúar, síðan kalt
sumar og gífurlegt grasleysi. Um
haustið hófst Kötlugos með öskufalli
og kolamyrkri yfir byggðir. Skuggi
eldgossins leið hjá, en í kjölfarið
fylgdi annar geigvænlegri skuggi.
Hann kom erlendis frá, lagðist fyrst
yfir Reykjavík svo íbúar hennar
féllu í valinn hundruðum saman. En
sá dimmi dauðaskuggi dreifðist jafn-
framt út um byggðir landsins, gerði
sér ekki mannamun, lagði að velli
fyrirvinnu heimila, bændur og hús-
freyjur jafnt sem aðra. Heimilið á
Sólheimum fór ekki varhluta af þeim
vágesti, því að þær féllu í valinn
húsfreyjan, Guðrún Gestsdóttir, og
ein dóttir þeirra hjóna. Þetta var
spánska veikin svonefnda.
Þegar hér var komið var Brynjólf-
ur Guðmundsson um tvítugt. Guð-
mundur faðir þeirra bjó áfram með
börnum sínum og bústýru Margréti
Erlendsdóttur. Á árunum 1918-1926
átti Félag Hreppamanna jörðina
Ragnheiðarstaði í Flóa. Þar var
Brynjólfur bústjóri um tveggja ára
skeið. En um vorið 1926 tók hann
við búi á Sólheimum og bjó þar
næstu fjögur árin eða til vors 1930.
En þá urðu þáttaskil í lífi hans.
Vorið áður, 1929, kom kona lausríð-
andi suður yfir fjöll norðan úr Eyja-
firði, Líney Elíasdóttir frá Helgár-
seli í Öngulstaðahreppi. Hún var
kaupakona í Galtafelli um sumarið.
Hófust þá kynni með þeim Brynjólfi
og gengu þau í hjónaband árið eftir.
Þá um vorið 1930 hófu þau búskap í
Hruna ásamt prestinum þar, Jóni
Thorarensen. Áð ári liðnu eða 1931
fluttu þau að Sólheimum og bjuggu
þar ein til vors 1934. Þá fluttu
þangað um vorið frá Hörgsholti
hjónin Magnús Sigurðsson og Sigríð-
ur Guðmundsdóttir frá Dalbæ. Pá
var þar byggður bær og tvíbýli var
þar næstu fjögur árin eða til vors
1938, að þau Magnús fluttu að
Bryðjuholti. Eftir það bjuggu þau
Brynjólfur og Líney ein á Sólheim-
um næstu lOárin eða til ársins 1948.
En þá varð breyting á högum
þeirra. Það vor fluttu þau sig frá
Sólheimum að Syðra-Seli og voru
þar til húsa næstu tvö árin en nytjuðu
jörðina og höfðu þar fénað, sem
Brynjólfur gegndi á vetrum, sem
harðsótt gat verið í vondum veðrum
Þessi vetur 1948-49 mun vera annar
mesti snjóavetur á þessari öld. Auk
þess er á leiðinni frá Seli að Sólheim-
um yfir Litlu-Laxá að fara, sem oft
getur orðið torfarin og ófær á
vetrum. Næsta vetur var hann svo til
húsa í Hlíð í Eystri-Hrepp, en þar er
einnig yfir á að fara, Stóru-Laxá.
Hún hélst lengur á ís en gat hlaupið
og orðið ófær dögum saman. Orsök-
in til þessa flutnings var sjálfsagt
fleiri en ein. Þau sátu í leiguábúð og
landsskuldin þótti þeim svo há orðin
að varla yrði við unað. Burtförin gat
því verkáð sem þrýstingur á það, að
jörðin yrði seld. Einnig má líta á
það, að bærinn var einangraður í
fámenni, langt til annarra bæja og
samgöngur erfiðar um vegleysur.
Ekki mun Brynjólfi hafa verið létt
um að fara frá Sólheimum út í
óvissuna, enda mun stærsti draumur
hans hafa verið sá að flytja þangað
aftur. En svo fór, að jörðin var laus
til kaups og ábúðar vorið 1949. Það
voru fleiri en Brynjólfur, sem höfðu
hug á kaupum, en hann átti erfitt
með að sleppa því úr hendi sér, sem
hann hafði lengi þráð og festi því
kaupin.
Vorið 1950 fluttu þau hjónin svo
aftur að Sólhcimum. Það vildi ég
halda, að hafi verið Brynjólfi eftir-
minnileg stund, stóru langþráðu tak-
marki náð. Þess er næst að geta, að
þau hjón eignuðust tvær dætur:
Guðrúnu f. í Hruna 1931, búsetta í
Reykjavík, og Erlu f. 1934.
Óg enn bjuggu þau til ársins 1955,
að þau létu jörð og bú í hendur
dóttur sinni og manni hennar, Kor-
máki Ingvarssyni frá Hvítárbakka.
Líneyju konu sína missti Brynjólfur
árið 1972. Hún var stórbrotin kona,
harðdugleg, hreinskiptin og elskaði
hesta. Þau voru ólík um margt en
bæði voru skepnumanneskjur, áttu
fallegar og arðsamar skepnur. Þau
voru gestrisin og höfðingjar heim að
sækja.
Brynjólfur Guðmundsson náði
háum aldri, lést 20. jan. 1988. Hann gat
því litið yfir farinn veg genginnar
ævi, skorti aðeins þrjár vikur í 91 ár.
Næstum allan sinn aldur hafði hann
alið á Sólheimum utan dvalar í
Hruna og Ragnheiðarstöðum og
eitthvað við sjó á vertíðum. Eftir að
búskap lauk dvaldi hann það sem
eftir var ævi hjá dóttur og tengda-
syni, sá búskap þeirra blómgast og
átti lengstaf kindur sjálfur, en nú á
síðasta ári hafði heilsu hans hrakað
svo, að hann dvaldi á Sjúkrahúsi
Selfoss það sem eftir var.
Brynjólfur Guðmundsson hafði
hlotið í vöggugjöf létta og glaða
lund, það veganesti sem hver og
einn gæti þakkað æðri forsjón á
langri vegferð. Hann var bóndi í eðli
sínu, vildi búa að sínu, vera efnalega
sjálfstæður, ekki rasa um ráð fram í
óarðbærum framkvæmdum.
Á Sólheimum vildi hann una ævi
sinnar daga. Þótt þar væri ekki
fjarlæg fjallasyn með hvitum jöklurn
að baki, átti sú jörð samt sína töfra.
Hún var gjöful að jarðargróða með
skrúðgrænar hlíðar á vorin upp á
brúnir og ána fyrir neðan með vak-
andi lax í hyljum en jafnframt eyð-
andi náttúruafl með ógnandi land-
broti og á vetrum hrikalegu jaka-
hlaupi fram úr gljúfrum sem engu
hlífir.
Gestur
Guðmundsson
Fæddur 25. nóvember 1902
Dáinn 11. janúar 1988
Gestur Guðmundsson var fæddur
á Sólheimum 25. nóvember 1902
Hann var því um 16 ára, þegar
móðir hanns og systir dóu og var
sjálfur hætt kominn úr sömu veiki
Þegar hann óx upp, fór hann að
stunda sjó á vetrarvertíðum en var
heima á sumrum, stundaði heyskap
og laxveiðar og svo fjallferðir á
haustin. Á þessum árum var hann
eitt sinn hjá Thor Jensen á Korpúlf-
stöðum og vann að búi hanns. Ungur
gekk hann í ungmennafélag sveitar
sinnar og var áhugamaður um íþrótt-
ir, einkum sund og glímu. Fékkst
um hríð við sundkennslu. Árið 1928
bjó hann á Sólheimum ásamt
Brynjólfi bróður sínum í tvö ár og
svo einn eitt ár frá 1930-31, þegar
Brynjólfur fór að Hruna. En þegar
þau Brynjólfur og Líney komu aftur
að Sólheimum, mun hafa verið orðið
þröngt um báða. Fór því Gestur
með kindur sínar í eins konar vinnu-
mennsku að Galtafelli til Vilhjálms
Einarssonar, sem komið hafði þang-
að 1930 og var Gestur þar næstu tvö
árin eða til vors 1933.
En það vor losnaði úr ábúð og var
til sölu jörðin Syðra-Sel í Hruna-
mannahreppi þegar Helgi Ágústsson frá
Birtingaholti fór þaðan. Var það ein
af hinum rómuðu slægna- og áveitu-
jörðum hér í sveit, sem voru Syðra-
Sel, Efra-Sel og Hvítárholt.
Þeir bræður Gestur og Böðvar
bróðir hanns á Sólheimum, sem var
9 árum yngri, lögðu þá í að festa
kaup á þessari jörð, sem að vísu var
að mestu leyti í skuld. Það mátti
kalla stórt í ráðist á þeim tímum,
þegar kreppan var í hámarki, lambs-
verð 6-8 kr. og mjólkurlítri 12-16
aurar. Einhvern veginn klufu þeir
samt að komast fram úr því án þess
að skulda mikið. En aðgætandi er,
að þessar jarðir buðu upp á það, sem
aðrar höfðu ekki, kúgæft hey svo
hægt var að fjölga nautgripum án
þess að leggja í ræktunarkostnað.
Eins og fyrr getur fluttist Gestur
að Syðra-Seli í fardögum vorið 1933
ásamt Böðvari bróður sínum og
ungri konu hans Fjólu Elíasdóttur,
systur Líneyjar konu Brynjólfs, og
hófu þau þá félagsbúskap. Árið
eftir, 1934, kom til þeirra kona úr
Reykjavík, Ása Ólafsdóttir, með
dreng sem hún átti, Ólaf Sigurgeirs-
son að nafni. Þau Gestur og hún
gengu í hjónaband skömmu síðar.
Byggingar á Seli voru margar orðnar
gamlar og úr sér gengnar, þegar þeir
bræður komu þangað. Við það var
verið fyrst framan af, enda ekki
fýsilegt að leggja í byggingar á
meðan kreppan stóð yfir. En árið
1947 byggðu þeir íbúðarhús. Á þeim
árum eftir stríðið var efnisskortur
svo mikill, að byggingar gátu stöðv-
ast af þeim sökum. Þeir bræður fóru
ekki varhluta af því. Þegar átti að
fara að steypa plötu yfir kjallarann,
fékkst ekkert steypujárn svo að allt
stöðvaðist í heilan mánuð, en inn
komust þau þó um haustið fyrir jól.
Árið 1964 brugðu þau Gestur og
Ása búi og seldu jörðina í hendur
Böðvari og Fjólu og börnum þeirra.
Fluttu þau fyrst að Vinaminni á
Flúðum en síðan á elliheimili. Sér til
gagns og ekki síður til lífsfyllingar
eftir að eiginlegum búskap lauk átti
Gestur kindur, sem hann heyjaði
fyrir og hafði hús á Högnastöðum til
afnota og síðast heima á Flúðum,
þar til síðustu árin, að heilsu hans
hnignaði svo, að lengur varð ekki að
staðið. Síðast varð hann rúmfastur
og steig ekki í fætur en Ása kona
hans annaðist hann af veikum mætti
og mikilli fórnfýsi þar til hann fór á
Sjúkrahús Selfoss, en þar lést hann
11. janúar sl.
Börn þeirra Gests og Asu urðu
fimm sem lifðu: Guðrún húsfreyja
Eskiholti Borgarfirði, Ásgeir bóndi
á Kaldbak Hrunamannahreppi,
Marta húsfreyja Þríhyrningu Hörg-
árdal Eyjafirði, Halldór og Skúli til
heimilis hér í sveit.
Gestur Guðmundsson var um
margt eftirminnilegur. Persónuleiki
hans var sterkur og gleymdist vart
þeim er þekktu. Skólaveru naut
hann ekki á yngri árum annarrar en
barnafræðslu. En hugur hans beind-
ist að íþróttum eins og ungmennafé-
lög höfðu þá mjög á stefnu sinni.
Glíma var þá mikið iðkuð í sveitum
landsins. Gestur var þrekmaður
mikill og lagði stund á kappglímur
en glímdi þó drengilega. Ellefu ára
gamall sá ég hann bera sigur úr
býtum í kappglímu á Þjórsártúni og
þótti hann bera skjöldinn að verð-
leikum. Hann hafði sérlega gaman
af spilum og tafli. Gestur var ekki
margmáll maður en orð hans oft
yfirveguð og hugsunin rökrétt, en í
vinahópi gat hann verið skemmtinn,
jafnvel hrókur alls fagnaðar og hleg-
ið dátt. Návist hans vakti traust og
öryggiskennd og handtakið var hlýtt
og fast. Hjálpsamur var hann og
greiðugur, svo bæði ég og aðrir
leituðu til hans ef fella átti gripi, sem
hann aldrei tók neitt fyrir. Það sýndi
best þetta hljóðláta, trausta vin-
fengi, hve marga sveitunga sína
hann bar til grafar á meðan hans
naut við.
Sem bóndi var hann á réttri hillu.
Stefndi að og átti fallegar og vel
fóðraðar skepnur. Hann var hesta-
maður, átti a.m.k. einn rómaðan
aæðine. Hann var. eins oo saot var
búhagur vel, sérlega vel verki farinn
og snillingur að bera upp og ganga
frá heyjum, eitt þeirra verka sem nú
heyrir fortíðinni til. Gestur hafði
glöggt auga fyrir náttúrunni og
beindist athygli hans mjög að henni.
Mátti þar margt af honum læra.
Hann ólst upp á veiðijörð og lagði
sig því eftir að kynnast lifnaðarhátt-
um vatnafiska. Eins eftir fuglalífi og
yfirleitt flestu, sem við kom hinni
lifandi náttúru.
Þá er nú komið að því, sem ekki
var minnstur þáttur í ævistarfi hans,
en það eru fjallferðir. Fjallkóngur
Hrunamanna var hann í 12 ár og var
þar með réttu kóngur í ríki sínu.
Hann fór ekki eingöngu til þess að
sækja féð á fjöllin og reka það til
rétta. Ferðin var honum nýtt ævin-
týri í hvert sinn. Hann þekkti flestum
betur leitir og örnefni öræfanna og
allt sem þcim tengdist. Bar margt á
góma, frásagnir af eftirminnilegum
ferðum, útilegumannatrú ogævikjör
útlagans, sem barðist vonlausri bar-
áttu í sviptibyljum trylltra náttúru-
afla. Eins og Einar Benediktsson
kvað:
„Einn vesall kofi var hans borg og heimur,
en vígið opinn reginheiðageimur,
þú skildi égfyrst hve gagna mátti andi
í frelsi sjálfs sín einn að standa í landi."
Gestur var kominn í annan heim.
Og nýliðinn, sem fyrst fór í fylgd
með honum á fjall, skynjaði betur
en ella tign, fegurð og veldi öræfa-
geimsins, dulmagnaða kynngi og
litadýrð Kerlingafjalla.
Sigurður Sigurmundsson
Ilvítúrholti.
Afmælis- og
minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og
eða minningargreinum í blaðinu, er
bent á, að þær þurfa að berast a.m.k.
tveim dögum fyrir birtingardag. Þær
þurfa að vera vélritaðar.