Tíminn - 04.03.1988, Side 4

Tíminn - 04.03.1988, Side 4
4 Tíminn Föstudagur 4. mars 1988 FRAMSÓKNARFÉLAGANNA Á AKRANESI Wess LAUGARDAGINN 12.3.8B HÚSIÐ VERÐUR OPNAÐ KL. 19,30 HEIÐURSGESTIR: STEINGRÍMUR HERMANNSSON OG EDDA GUÐMUNDSDÓTTIR VEISLUSTJÓRI: ATLI FREYR GUÐMUNDSSON SKEMMTIATRIÐI: SÖNGFLOKKURINN OKTÍVA OG HLJÓMSVEITIN GEIMSTEINN LEIKUR FYRIR DANSI TRYGGIÐ YKKUR MIÐA TÍMALEGA í SÍMUM: GUDNI 12899, BJÖRN 12560, SIGRIDUR 12360 E.KL. 19 ALLIR fff VELKOMIMIR FELAG UNGRA FRAMSOKNARMANNA A AKRANESI Útboð Tilboð óskast í smíði síðari áfanga Póst- og símahúss í Keflavík-Njarðvík, þ.e. lokafrágangur innan húss. Verktími er frá 1. apríl til 15. júní n.k. Útboðsgögn verða afhent á Fasteignadeild Pósts og síma, Pósthússtræti 5, Reykjavík, og hjá stöðvarstjóra Pósts og síma í Keflavík, gegn skilatryggingu kr. 10.000. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Umsýsludeildar, Landssímahúsinu í Reykjavík, fimmtudaginn 17. mars n.k. kl. 11.00 árdegis. Póst- og símamálastofnunin BLIKKFORM Smiðjuvegi 52 - Sími 71234 Öll almenn blikksmíðavinna, vatnskassavið- gerðir, bensíntankaviðgerðir, sílsalistaráalla bíla, (ryðfrítt stál), og einnig nælonhúðaðir í öllum litum. Póstsendum um allt land. ______(Ekið niður með Landvélum)_ Umboðsmenn óskast Tímann vantar umboðsmenn á eftirtalda staði: Húsavík, Dalvík, Neskaupstað og Seyðisfjörð. Upplýsingar í síma 91-686300. Til sölu 100 paraðar minkalæður. Upplýsingar eftir kl. 7 á kvöldin í síma 96-43916. Héraðsþing H.S.K. haldið um síðustu helgi í Félagslundi Bændaglíma Suður- lands vakti athygli Jón Helgason ráðherra í ræðustól. Við hlið hans þingforsetarair Ingibjörg Marmundsdóttir og Helgi Stefánsson og hinumegin Guðmundur Kr. Jónsson, form. HSK. Fremst Unnur Stefánsdóttir. Héraðsþing H.S.K. var haldið um síðustu helgi, dagana 27. og 28. febrúar, í Félagslundi í Gaulverja- bæjarhreppi. Um 90 fulitrúar sátu þingið, stjórn sambandsins og all- margir gestir. Þrjú ný félög gengu í H.S.K. á þessu þingi: Knattspymufélagið ERN- IR á Selfossi, Knattspyrnufélagið ÆGIR - Starfssv. Eyrarb., Stokks- eyri, Þorláksh., ÍÞRÓTTADEILD Hestam.félagsins Sleipnis, Selfossi og Flóa. Þrjátíu og sex aðildarfélög eru nú í Héraðssambandinu Skarphéðni með um 4000 félaga. íþróttirnar voru umfangsmesti þátturinn í starfi H.S.K. á síðasta ári og bar þar hæst hin glæsilega þátt- taka og eftirminnilegi árangur sem félagar í Skarphéðni náðu á lands- móti ungmennafélaganna á Húsavík sl. sumar. í vandaðri ársskýrslu sem lögð var fram í byrjun héraðsþings- ins er greint frá hinu fjölþætta og þróttmikla starfi sem fer vaxandi með hverju árinu. Helstu mál sem þingið tók til umfjöllunar og afgreiðslu voru íþróttamál, fjármál og framtíðar- skipan félagsstarfsins. Samþykkt var áminnig til alþing- ismanna, foreldra og ungmennafé- laga, „...vegna framkomins bjór- frumvarps á Alþingi, að neysla áfengis og vímuefna og íþróttastarfs fer ekki saman...“ Að kvöldi fyrri þingdagsins var kvöldvaka í umsjá Umf. Samhygðar. Þar fór m.a. fram BÆNDAGLIMA SUÐURLANDS, - önnur í röðinni haldin í minningu Sigurðar Greips- sonar, glímukappa, heiðursfor- manns H.S.K. og skólastjóra íþróttaskólans í Haukadal. Keppendur voru 10 í hvoru liði, Reykjavíkurúrvali glímukappa, heimabóndi Ólafur H. Ólafsson og H.S.K., heimabóndi Már Sigurðs- son. Var glíman knálega sótt og varin og bragðfimir glímugarpar drógu ekki af sér, enda óspart hvattir af áhugasömum áhorfendum. Yfir- dómari var Rögnvaldur Ólafsson, en glímustjóri Hafsteinn Þorvalds- son. Hann flutti ávarp og minntist Sigurðar Greipssonar með hlýhug og virðingu í upphafi bændaglím- unnar. Lauk henni á þann veg að heima- menn fólu gestum sínum úr Reykja- vík SIGURÐARBIKARINN til varðveislu í eitt ár (bikarinn er gjöf frá U.M.F.Í.). Verðlaunaskjöl frá Í.S.Í. hlutu keppendur allir að leiks- lokum. Á kvöldvökunni fór einnig fram afhending verðlauna - árlegt „Sleifarmót" H.S.K., „Þvottakon- ur“ sungu og Gísli Halldórsson, bóndi flutti frumort ljóð. Einnig sýndu skólabörn - yngstu félagarnir í Umf. Samhygð, einn þátt úr Gullna hliðinu, eftir Davíð Stefánsson. Vésteinn Hafsteinsson, Selfossi, var kjörinn ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS, hlaut hann 102 stig (frjáls- ar íþróttir), Magnús Már Ólafsson, Þór, hlaut 85 stig (sund) og Þórdís Gísladóttir, Selfossi, hlaut 79 stig (frjálsar íþróttir). Umf. Selfoss hlaut flest stig sam- tals á sl. ári 183. Umf. Hrunamanna hlaut 119 stig og Umf. Laugdæla 91,5 stig. Sigurvegari á Sleifarmótinu og handhafi sleifarinnar frægu þetta ár er Unnur Stefánsdóttir, Samhygð. Héraðsþinginu lauk síðdegis með afgreiðslu mála og stjórnarkjöri, síð- ari þingdaginn. Einnig var þá slegið á „léttari strengi“ - og tilnefndur „Matmaður þingsins", Halldóra Gunnarsdóttir, Umf. Baldri Hr. Forveri hennar frá síðasta ári færði henni góða gjöf í tilefni dagsins. Héraðsþing þetta mun vera það fjölmennasta í sögu H.S.K. frá upp- hafi - var mjög vel undirbúið og bar glöggt vitni um það þróttmikla starf sem unnið er að á vegum H.S.K. og ungmennafélaganna á Suðurlandi um þessar mundir. Meðal gesta er ávörpuðu þingið var Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, Eggert Haukdal, alþingis- maður, forystumenn Ungmenna- sambands íslands og íþróttasam- bands íslands og margir fleiri. Formaður H.S.K. var endurkjör- inn Guðmundur Kr. Jónsson, Sel- fossi. Framkvæmastjóri er Halldóra Gunnarsdóttir, Skeggjastöðum. Stjas. Stund milli stríða. Félagar í Háskólakómum hvfla raddböndin á æflngu í Tjamarbíói nýverið. Háskólakórinn meö tónleika í Langholtskirkju: Forspilið að Disneyrímum Næstkomandi sunnudag, 6. mars, kl. 21.00 heldur Háskólakórinn sína árlegu tónleika í Langholtskirkju. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt. Sungin verða nokkur lög úr Disneyrímum eftir Árna Harðarson, stjórnanda kórsins, sem hefur samið tónlist við samnefndar rímur Þórar- ins Eldjárns. Þess má geta að Hásk- ólakórinn flytur Disneyrímur í heild sinni á síðustu dögum marsmánaðar. Á tónleikunum syngur kórinn ein- nig: „Waka“ eftir Jónas Tómasson, „Tvö smálög“ eftir Karólínu Eiríks- dóttur og lög úr „Raddir á daghvörf- um“ eftir Kjartan Ólafsson, sem kórinn frumflutti fyrir tveimur árum. Að auki verða sungnir madrigalar og stúdentalög. óþh

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.