Tíminn - 04.03.1988, Síða 10

Tíminn - 04.03.1988, Síða 10
10 Tíminn Föstudagur 4. mars 1988 'lllllllllllllllllllllillllll AÐUTAN i- ................................................................ ''' : ■: ..............: Stríðið milli írans og íraks hefur staðið í rúm 7 ár og mikið mannfall verið hjá báðum. Margir óttast að erfitt verði að fá bæði ríkin til að fallast á að semja frið, en aðrir þykjast sjá að vinna megi úr ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þannig að farsæl lausn fáist. Fer að sjá fyrir endann á stríði irana og íraka? Ýmislegt þykir benda til Ekki alls fyrir löngu birtist eftirfarandi fréttaskýring eftir Gary Sick í The New York Times og kveður þar við nýjan og bjartsýnni tón í málum írans og Iraks en áður. Að vísu bera nýjustu fréttir frá þessum stríðshrjáðu löndum ekki merki mikils sáttavilja, þar sem bæði ríkin eru önnum kafin að skjóta eldflaugum á höfuðborgir hvort annars með tilheyrandi mannfalli og tjóni. En sá maður sem Gary Sick vitnar til er hnútum mjög kunnugur og vonandi hefur hann sitthvað til síns máls. Abdallah, krónprins Saudi- Arabiu lýsir skoðun sinni „Ef stríðinu milli írans og íraks lýkur ekki á árinu 1988 verður a.m.k. farið að sjá fyrir endann á því.“ Þessi skoðun, sem er í algerri andstöðu við það ríkjandi álit að þetta stríð sé átök, sem ekki sé hægt að binda enda á, var látin í Ijósi fyrir nokkrum vikum. Það var ekki einhver spekingur í hæginda- stól víðs fjarri vígvellinum sem lýsti þessari skoðun sinni heldur enginn annar en Abdallah krón- prins Saudi Arabiu, sem var þá nýkominn úr ferð til höfuðborga helstu Arabaríkja í kjölfar fundar leiðtoga Arabaríkja við Persaflóa, en þar hafði einmitt þetta enda- lausa stríð verið eitt helsta um- ræðuefnið. Abdallah á sér ekki enn sem komið er marga skoðanabræður en þó þykir mörgum auknar vísbend- ingar sjáanlegar þess efnis að þetta að því er virðist endalausa stríð kunni að vera á góðri leið með að taka enda. Stórsókn írana sem ekki skilaði árangri Fyrir u.þ.b. einu ári hrintu íranir af stað geysilegri stórsókn sem ætlað var að komast í gegnum öflugar vamir íraka umhverfis suð- lægu borgina Basra. Sú sókn, sem hafði verið í undirbúningi í heilt ár, var að öllum líkindum best skipulagða, best vopnum búna og snjallast útfærða aðgerð í hinni löngu sögu þessa blóði drifna stríðs. En sóknin mistókst. Varnir fraka létu ekki undan síga og forystumenn frana urðu að spyrja sjálfa sig þeirrar spurningar hvort líkur væru til að ein sókn í viðbót myndi takast þegar þessi stór- brotna tilraun hafði runnið út í sandinn. íranir breyta um hernaðartækni í júní 1987 tilkynnti yfirmaður hinna herskáu írönsku byltingar- varða nýja bardagaaðferð. Hann sagði að hernaðaráætlanir írana á næsta ári yrðu ekki fólgnar í einni risavaxinni sóknaraðgerð eins og áður heldur „í röð afmarkaðra aðgerða og röð stærri aðgerða... Við höfum áætlanir um að skipu- leggja, þjálfa og vopnvæða fjöl- mennt lið í írak sj álfu... Þar verður nýja víglínan." Þessi nýja her- tækni, sem allir aðalforystumenn írana Iýstu stuðningi við, leiddi af sér tvenns konar raunhæfar af- leiðingar. í fyrsta lagi fóm íranir að sjá Kúrdum fyrir vopnum og þjálfun til skæruliðaaðgerða, í félagi við íranska byltingarverði, í norður- hluta íraks. I öðru lagi sýndu yfirvöld í Teheran engan Iit á að gera nauðsynlegar undirbúnings- aðgerðir fyrir nýja baráttu um Basra, og gáfu þar með í skyn að árið í ár kunni að vera það fyrsta síðan strfðsátök hófust þar sem hvorugt ríkið leggur út í meiri háttar árásaraðgerðir. Þessi nýja hernaðartækni hefur líka sett sín spor á utanríkisstefnu írans. 20. júlí 1987 var samþykkt samhljóða í Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna skuldbindandi álykt- un um að binda enda á ófriðinn milli ríkjanna. Það var opinbert leyndarmál innan Sameinuðu þjóðanna að þessari ályktun var ætlað að veita frak alþjóðlegan þess stuðning og refsa jafnframt fran. í fyrstu grein ályktunar 598 er þess krafist að nú þegar verði komið á vopnahléi og ríkin bæði kalli heri sína heim áður en þau setjist að samningaborði til að setja niður deilumálin. Þar sem aðeins íran hafði bætt við sig landsvæði utan landamæra sinna, þýddi þetta einfaldlega að ætlast var til að yfirvöld í Teheran gæfu eftir sinn aðalávinning áður en samningaumleitanir hæfust. Þess vegna var búist við því að íranir höfnuðu ályktuninni og hrintu þar með af stað annarri ályktun um að setja á þá vopnabann. Hver átti upptökin? Ýmsum til undrunar höfnuðu yfírvöld í Teheran ekki ályktuninni en einblíndu á 6. greinina, þar sem gert er ráð fyrir að koma á fót hlutlausri nefnd til að grafast fyrir um hvort ríkið hafi átt upptökin að styrjöldinni. íranskir embættis- menn sögðu Javier Pérez de Cuéll- ar, aðalritara Sameinuðu þjóðanna að ef slíkri nefnd yrði komið á laggimar, væru þeir reiðubúnir að virða óformlega skilmála vopna- hlésályktunarinnar á meðan nefnd- in væri að störfum. íranir, og flestir aðrir sem hafa kynnt sér málin, eru þeirrar skoðunar að írakar hafi hafið stríð- ið í september 1980, þegar þeir réðust inn í íranska héraðið Khuz- j estan. frakar bera því hins vegar ; við að þeim hafi verið ögrað til að grípa til vopna. íranir reiddust því að Öryggisráðið lét það undir höf- uð leggjast 1980 að benda á írak sem árásaraðilann eða að fara fram á að íraskar hersveitir drægju sig aftur til baka til fraks. í augum írana myndi sú nefnd sem yrði komið á fót skv. 6. grein ályktunar 598 leiðrétta þessa vangá og leggja grundvöll að kröfugerð írana fyrir stríðsbætur. Það þarf varla að taka fram að írakar hafa barist hart gegn tilraunum írana á alþjóða- vettvangi og krefjast þess að álykt- un 598 verði einungis framfylgt nákvæmlega eins og hún var samþykkt. Stríöslok ekki bara óskhyggja saudi-arabiska prinsins? Athugasemd Abdallahs krón- prins um raunhæfan enda á stríðinu á árinu 1988 getur átt einhverjar traustari stoðir en óskhyggjuna eina saman. Ef stríðið er nú komið á það stig að snúast um í hvaða röð eigi að framfylgja skilmálum álykt- unar 598, getur ekki verið óyfir- stíganlegt að finna snjalla lausn á málinu á alþjóðlegum stjórnmála- vettvangi. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur þegar sett fram - með stuðn- ingi Öryggisráðsins - áætlun í níu liðum sem gæti orðið grundvöllur að málamiðlun. Við þessar kring- umstæður væri ábyrgðarlaust að samþykkja vopnabann án þess að kanna fyrst möguleikana á að semja vopnahlé. Það má ekki minna vera við þessar breyttu að- stæður en að annað hvort aðalritar- inn sjálfur eða sérlegur fulltrúi, sem hann tilnefndi, fari í heimsókn á svæðið, rétt eins og Pérez de Cuéllar gerði sjálfur í umræðunum um Afganistan. Öryggisráðið verður að komast að niðurstöðu. Vill það leita mála- miðlunarlausnar á bardögunum, þar sem bæði íranir og írakar yrðu að sýna sveigjanleika, eða óskar ráðið þess eingöngu að refsa írön- um? Það liggur í augum uppi hvor kosturinn er æskilegri og meira knýjandi. LESENDUR SKRIFA ■III Blóðflokkar og banaskot Blóðflokkar Tækniöld okkar býður uppá ým- iskonar framþróun og öryggi. Þrátt fyrir það linnir ekki slysum á með- bræðrum og -systrum. Auk skírnarnafns er einstak- lingurinn skráður með sérstöku nafnnúmeri og á næstunni með ein- staklingsbundinni kennitölu. Eitt tel ég þó vanta á þessi skírteini og það er tilgreindur blóðflokkur viðkomandi. í alvarlegum slysum, þar sem snöggrar blóðgjafar er þörf, gæti skráning blóðflokks á persónuskil- ríki flýtt fyrir aðgerðum og veitt ómælt öryggi. Við nútíma tækni ætti þessi skrán- ing að vera auðveld og raunar sjálfsögð. Ég verð að játa, að mér er ekki ljóst hvaða blóðflokki ég tilheyri. Svo mun og vera um velflesta, jafnvel þótt þeir sumir hverjir hafi notið blóðgjafar. Ég vona að fólk framtíðarinnar íhugi þennan öryggisþátt. Jón Kristgeirsson skólastjóri og Herdísarvíkur-Surtla Frá upphafi hefi ég reynt að eignast bókaflokkinn „Aldnir hafa orðið“ sem Erlingur Davíðsson rit- stýrir og bókaútgáfan Skjaldborg gefur út. Þegar ég, nú um jólin, var að lesa 16. bókina rakst ég á missögn sem ég vil hér með reyna að leiðrétta. Á blaðsíðu 41 tel ég að rangt sé farið með víg Herdísarvíkur-Surtlu og vísa til meðfylgjandi ljósrits úr „Öldinni okkar 1951-1960“. Auk þess eru mér minnisstæðar fréttir um þetta í Tímanum 1952. Þessir „Fjórir menn vopnlausir", er fréttin greinir frá, voru Jón Krist- geirsson og félagar hans, sem ætluðu að ná Surtlu lifandi. Þeir munu ekki hafa vitað um vígamennina fyrr en um það bil að skotið reið af á ána og að sögn munaði mjóu að einn af félögum Jóns yrði fyrir skoti. Sá vígglaði hefur eflaust gengið eftir auglýstum skotlaunum, sem að sögn voru kr. 2.000,00. Hann mun ekki hafa heitið Jón Kristgeirsson. Þótt Stefán Valgeirsson og Jón Kristgeirsson hafi verið á öndverðri skoðun um störf á Keflavíkurflug- velli, eða annarsstaðar, þykir mér nokkuð langt gengið að ætla að klína á látinn heiðursmann verknaði sem hann átti ekki þátt í. Slíkt er hálfgerð krummafjöður á álftaham sögumanns, sem hann auk þess hefur enga þörf fyrir. Ég þekkti Jón Kristgeirsson mæta vel og átti því láni að fagna að eiga hann sem góðvin. Hann var kennari minn við Haukadalsskóla 1930-31 og síðar skólastjóri á Hólmavík um 9 ára skeið þar sem hann kvæntist frænku minni, Kristínu Tómasdótt- ur. Dugnaður hans og harðfylgi var mikið. Hálfvelgja honum fjarri skapi. Mér fannst ekki hægt að komast hjá að vekja athygli á, að stjórnmála- mannarök eru ekki ævinlega þau haldbestu. 9/21988 Ingimundur á Hóli

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.