Tíminn - 20.03.1988, Side 4

Tíminn - 20.03.1988, Side 4
4 Tíminn, Sunnudagur 20. mars 1988 Sunnudags- LEIÐARI Listir fornmanna Frá alda öðli hafa íþróttir staðið í blóma þar sem menning hefur risið hæst. Jafnhliða því sem hinar ódauðlegustu bókmenntir hafa verið skrifaðar og hinar fegurstu hallir reistar, hefur æskulýðurinn iðkað allra handa hreyfingu til að styrkja og fegra líkamann. Grikkir efndu til Olympíuleika sinna meðan Hómer skrifaði kviðurnar, og Rómverjar hinir fornu dáðu hreystina og lögðu allslags harðræði á ungviðið í þeirri vissu að í styrkum líkama væri mest von hreinnar og heiðríkrar sálar. Enda var þá andinn yfir Virgli og Hórasi. Á gullöld íslendinga voru líka - eins og hver maður veit - margslags íþróttaiðkanir almennar, sem fylgdi annarri grósku í þjóðlífinu. Á meðan skrifuðu þeir Snorri og Sturla undir þaki sögualdarbæjanna, sem Hörður Ágústsson hefur sannað að voru í megin- dráttum alfrumlegur, íslenskur arkitektúr. En þegar halla tók undan fæti dofnaði yfir þessari ást á hreystinni. Mælt er að Cato hinn gamli hafi séð þessa þróun fyrir, og hann hafði í herleiðöngrum uppi þögult „prótest“ með því að bera sjálfur hinn þunga skjöld sinn á armi fjölda dagleiða, er yngri menn fleygðu skjöldum sínum upp á vagn. Á íslandi varð fólkið minna og rýrara eftir Sturlunga- öld og merkt vannæringu og kotunglegum viðhorf- . um allslauss fólks. Enginn iðkaði íþróttir lengur þá voru miklar bókmenntir heldur ekki skrifaðar meir. Margir hafa skrifað lærðar bækur um fæðingu og hnignun menningarskeiða og orsakir þessa og þvf veltum vér ekki fyrir oss hér. En íþróttir eru vissulega þáttur rismikils menningarlífs. Á íslandi er íþróttalíf blómlegt í besta lagi nú um stundir. Iðkaðir eru allra handa knattleikir, sund, hlaup, lyftingar, stökk og hamingjan má vita hvað ekki. Æskulýðurinn er líka vöxtulegri og álitlegri en nokkru sinni á gullöld. Sennilega má nú finna fjölda manns sem stokkið gæti á milli skararísa, eins og Skarphéðinn, ef hann bara vildi, eða tekið heljarstökk aftur á bak og áfram í öllum herklæðum, eins og Gunnar. Öllu þessu íþróttalífi eru réttilega gerð mikil og góð skil í fjölmiðlum. Ekkert dagblaðanna er svo aumt (nema Alþýðu- blaðið), að ekki sé minnst ein síða helguð þessum efnum daglega, en þó helst fleiri síðna „kálfur“. En það er eitthvað gruggugt við það menningar- skeið sem við lifum, því þegar við svipumst um eftir gullaldarbókmenntunum og tilheyrandi „ren- essance“ í byggingarlistinni, þá er þetta ekki til staðar. Að vísu er á leiðinni ráðhús við Tjörnina og Thor fékk Norðurlandaverðlaunin á dögunum. En þótt þetta sé góðra gjalda vert, þá kemst hvorugt í nánd við þá gullöld sem er í stökkunum og líkamsræktinni. Það er ekki nóg að hundruð manna séu að skrifa og þúsundir að byggja. Það hefur lítið verið byggt af sama stórhug og kirkja Klængs í Skálholti og hvergi örlar á nýjum Snorra. Hér er mikið verkefni fyrir menn með áhuga á kviknun og dauða menningarskeiða - menn með interessur Gibbons og Spenglers. Er ekki lausnin sú að íþróttamennirnir, sem einir standa í stykkinu, hefji íþróttir fornmanna á stall að nýju - fari að iðka hráskinnaleik og hestaat. Hrafn Gunnlaugs- son hefur laðað það síðarnefnda út úr gleymskunni við Gullfoss og hver veit nema þar sé komin nothæf kennslukvikmynd. Þar kynni að vera komið það tundur í menningarlífið sem leysir úr læðingi nýjan Ara fróða og sögualdarbæi 20. aldar. Iíminn Umsjón Helgarblaðs: Atli Magnússon Agnar Birgir Óskarsson ERLENT YFIRLIT Afleiðing nýlendutímans og hagsmunagæslu stórvelda: Útlægt ríki, gleymd þjóð Það vakti nokkra athygli þegar Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráðherra breytti fyrri afstöðu íslendinga hjá Sameinuðu þjóðun- um þegar hann greiddi atkvæði með tillögu á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna um að íbúar Vestur-Sahara nytu sjálfsákvörð- unarréttar og yrði gert kleift að stofna þar sjálfstætt ríki. Fyrri utanríkisráðherrar íslands höfðu ekki tekið afstöðu með því að Saharawaþjóðin sem byggir Vest- ur-Sahara fengi að nýta sjálfs- ákvörðunarrétt sinn, jafnvel þó Alþjóðadómstóllinn í Haag hafi úrskurðað að svo ætti að vera. Það merkilega er að Saharawa fólkið hefur stofnað fullkomið ríki með öllunt þeim stofnunum sem tilvist nútíma ríkis krefst og er það í fullkomnu samræmi við öll al- þjóða lög. Þetta ríki starfar full- komlega eðlilega þrátt fyrir að það sé í útlegð og hafi aðsetur í Alsír. Vestur-Sahara Það landsvæði sem hér um ræðir, Vestur-Sahara er fyrrverandi ný- lenda Spánar og er á stærð við Bretlandseyjar. Landið deilir eða öllu heldur deildi landamærum með Marokkó í norðri, Alsír í norðaustri og Máritaníu í suðri. Landslag Vestur-Sahöru er að mestu hrjóstrug eyðimörk, en býr yfir afar auðugum fosfatnámum. íbúar eru einkum arabískir hirð- ingjar. Fjöldi þeirra er talinn vera um 1 milljón og eiga þeir sameigin- legt tungumál og menningu. Á sjötta áratugnum hófst mikill þrýstingur á Spánverja, m.a. frá Einingarsamtökum Afríku, um að veita landinu sjálfstæði. Á endan- um var kröfu þess efnis vísað til Alþjóðadómstólsins í Haag, sem 16. október 1975 kvað upp þann úrskurð að íbúar Vestur-Sahara skyldu ákvarða framtíð sína sjálfir. Sama dag og úrskurður Alþjóða- dómstólsins féll gerði Marokkó innrás í landið á þeirri forsendu að það væri hluti af Marokkó. Mánuði síðar tók gamla nýlenduveldið Spánn fram fyrir hendurnar á íbú- unum og samdi við Marokkó og Máritaníu um framtíð Vestur-Sa- liara. Fólu samningarir í sér að frá 26. febrúar 1976 eftirléti Spánn þessum tveimur ríkjum stjórn- taumana í Vestur-Sahara gegn því að fá hluta af tekjunum af útflutn- ingi fosfats. Átti þetta fyrirkomu- lag allt að verða framkvæmt í samráði við heimamenn. Heimamenn voru hins vegar ekki alls kostar ánægðir með þessa ákvörðun. Hinn 27. febrúar 1976 lýsti þjóðernishreyfing Vestur-Sa- hara, Polisario, sem stofnuð hafði verið árið 1973, yfir stofnun sjálf- stæðs ríkis, „Saharawi Arab Dem- ocratic Republic (SADR). Sá ófriður sem hafði hafist milli Spánar og Polisario tók nú á sig nýja mynd því eftir samningana þurfti Polisariohreyfingin að berj- ast við nýja andstæðinga, heri Mar- okkó og Máritaníu. Máritanía sem er eitt af fátæk- ustu ríkjunt Afríku hafði ekki bolmagn til að standa í stríðsrekstri á þessum slóðum og sömdu því Máritanfa og Polisario um frið sín á milli árið 1979. Er nú talið að Polisario ráði yfir um 60% land- svæðis Vestur-Sahara. Sameinuðu þjóðirnar og sérstak- lega Einingarsamtök Afríku hafa ítrekað fordæmt innrás Marokkó í Vestur-Sahara og krafist þess að íbúar landsins ákvarði framtíð sína sjálfir. Á árinu 1982 var SADR veitt innganga í Einingarsamtök Afríku eftir mikil átök, sem lyktaði með því að Marokkó skellti hurð- um og gekk úr samtökunum. Nú hafa um 70 ríki veitt hinni útlægu stjórn Vestur-Sahara viður- kenningu, en flest þessara ríkja tilheyra samtökum svonefndra hlutlausra ríkja (Non-Aligned Movement). Þar á meðal er Júgó- slavía, sem eitt Evrópuríkja hefur lýst yfir slíkri viðurkenningu. Sovétríkin, sem ávallt þykjast helsta stuðningsríki þjóðfrelsisbar- áttu, hafa t.a.m. ekki viðurkennt ríkið, enda eiga þau talsverðra hagsmuna að gæta í fosfatvinnslu í Marokkó. Mikilvægi Marokkó við mynni Miðjarðarhafsins, hagsmunir NATO og viðskiptasamningar við Evrópubandalagið virðast hafa valdið mestu um að Evrópuríki og Bandaríkin hafa reynt að leiða þessi átök hjá sér. Enda er Mar- okkó talið tryggasta fylgiríki Vest- urlanda í gjörvallri Afríku. VESTUR-SAHARA Marokkósk drottnunarstefna Frakkland hefur verið ötulast við að styðja við bakið á Marokkó og m.a. veitt því mikla hernaðarað- stoð. Sama má reyndar segja um Bandaríkin, þó þar hafi dregið talsvert úr á undanförnum árum. Þá hefur Marokkó fengið mikinn fjárhagslegan stuðning frá Saudí Arabíu. Óbilgirni Hassans II konungs Marokkó í þessum málum hefur Hið útlæga ríki Það sem gerir málefni Vestur- Sahara sérstaklega athyglisverð er að íbúar Vestur-Sahara hafa í skjóli Polisario komið sér upp fullkomnu stjórnkerfi sem stenst allar lagalegar kröfur. í útlegðinni hefur Saharawi þjóðin komið sér upp eigin stjórn- arskrá sem kveður m.a. á um hlutleysi og fyrirkomulag ríkis- stjórnarinnar. Margar greinar hennar eru fengnar úr vestrænum stjórnarskrám, en mörgu er þar þó öðru vísi farið. Aðgreining valds er ekki á þann máta sem tíðkast á Vcsturlöndum og fleira mætti til nefna. Þó er lýðræði mjög virkt og virða ráðamenn það til hins ýtrasta þrátt fyrir stríðsástand og aðra erfiðleika. Meginmarkmið Saharawi fólks- ins hefur verið að ná því að vera sjálfbjarga um flest og þar gegnir stjórnkerfið gífurlega mikilvægu hlutverki. Greinir þetta Saharawi fólkið frá þjáningarsystkinum sín- um hvarvetna í veröldinni. Þetta hefur skilað sér í virkri efnahags- starfsemi og góðu heilbrigðis- og menntakerfi. Til að mynda er barnadauði ótrúlega lágur og menntunarstig hátt, en allir tala móðurmál Saharawi fólksins, Hassanyyia. Þessi uppbygging hef- ur tryggt að Saharawi fólkið heldur hvöt sinni til að berjast fyrir sjálf- stæði án þess að treysta á vopnum vædd samtök, eins og gerist víðast hvar annars staðar. Innri uppbygg- Hallur Magnússon skrifar: þó einangrað ríki hans sífellt meira á alþjóðavettvangi. Eitt útspil Hassans var að sækja um aðild að Evrópubandalaginu og var það mikill hausverkur ríkjanna tólf í bandalaginu á síðastliðnu hausti hvernig ætti að segja nei við „þetta traustasta stuðningsríki Evrópu- bandalagsríkja á meginlandi Áfr- íku“ eins og það var orðað. Stuðningur við hið útlæga ríki Vestur-Sahara hefur fyrst og fremst komið frá Alsír, sem hefur ljáð flóttamönnum aðstöðu innan landamæra sinna og jafnframt látið Polisario í té vopn. Mestan hluta vopnabúnaðar síns hefur Polisario þó tekið herfangi af her Marokkó. Það eru fyrst og fremst Einingar- samtök Afríku og Sameinuðu þjóðirnar sem unnið hafa að því að koma á friði milli deiluaðila í Vestur-Sahara og í framhaldi af því kosningum íbúanna um sjálfs- ákvörðunarrétt. Krafa Polisario hefur ávallt verið að Marokkó dragi her sinn úr landinu áður en af kosningum verður. Marokkó stendur hins vegar stíft á þeirri meiningu að landið sé hluti af Marokkó. Marokkó hefur beitt þeirri at- hyglisverðu hemaðarstefnu að leggja 1600 km langan veg yfir landið, sem markar landakröfur þeirra og víglínu, en innan þessara marka er jafnframt megnið af fos- fatauðlindum landsins. Þá er fræg „Græna gangan“ svonefnda þegar Hassan Marokkókonungur smal- aði 350 þúsund þegnum sínum í göngutúr inn í Vestur-Sahara í ársbyrjun 1976 til að undirstrika kröfu Marokkó til yfirráða í land- ing er iðkuð af sama krafti og baráttan út á við fyrir sjálfsákvörð- unarréttinum. Þá er einnig athyglisvert að flóttamennirnir í Alsír, þar sem stjórnkerfið er, hafa ótrúlega góð tengsl við samlanda sína á her- teknu svæðunum og í Máritaníu. ísland og Vestur-Sahara Staða mála í Vestur-Sahara á þó fyrst og fremst rætur sínar að rekja til nýlendustefnu Vesturevrópu- ríkja á nítjándu öld og síðan ömur- legum viðskilnaði Spánverja við sín mál þar í landi. Þrátt fyrir viðurkenningu rúmlega 65 ríkja, þá heyr Saharawíska þjóðin bar- áttu sína algerlega óstudd af stór- veldum eða stærri ríkjum. Enda hefur barátta þessa fólks gleymst meira og minna. Ef eitthvað heyrist af þessari baráttu þá beinist athygl- in yfirleitt að Polisario hreyfing- unni, sem hefur staðið í átökunum við Marokkó, en engin nefnir að hér er um heila þjóð að ræða, sem býr við eigið stjórnkerfi þó í ókunnu landi sé. Kjarni málsins er að sjálfsögðu, eins og ísland sýndi loks döngun í sér til að taka undir á þingi SÞ, að íbúar Vestur-Sahara eiga að fá að ákveða framtíð sína án afskipta Marokkó. Sjálfsákvörðunarréttur þjóða er grundvöllur tilveru okkar íslendinga sem sjálfstæðrarþjóðar. Því er það skylda íslenskra stjórn- valda að styðja við bakið á þeim þjóðum sem berjast fyrir sjálfs- ákvörðunarrétti sínum. -HM

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.