Tíminn - 20.03.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.03.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Sunnudagur 20. mars 1988 móts við olíuskipið Rathkyle - Slegist í för með Jóhannesi Ingólfssyni hafnsögumanni í gamla daga var mikill Ijómi yfir starfi hafnsögumanna og má sjá í gömlum bókum frásagnir af störfum þeirra þar sem þeir lögðu sig oft í mikla hættu við að leiðbeina skipum inn í höfnina í misjöfnum veðrum og við misjafnar aðstæður, enda var útbúnaðurinn og skipa- kosturinn allur annar en hann er nú á tímum. Að leiðbeina skipum um hafnarsvæðið Hafnsöguvaktin í Reykjavíkur- höfn hefur nýlega fengið til afnota tvo báta, þá Haka og Magna, í stað gamla Magna sem þjónað hefur höfninni um árabil. Pessir nýju bátar eru útbúnir fullkomnum tækjum til slökkvistarfa og mengunarvarna auk þess sem þeir eru ætlaðir sem drátt- ar- og hafnsögubátar. „Þetta starf okkar felst aðallega í að leiðbeina skipum um hafnarsvæð- ið,“ segir Jóhannes Ingólfsson hafn- sögumaður. „Ýmist gerum við það í gegn um talstöð eða þá að við förum um borð í skipin,“ en það var einmitt það sem við gerðum í þessari ferð með Jóhannesi og félögum hans á Magna. Skipið sem leiðbeina átti er í eigu írsks skipafélags, skrásett í Dublin. Þetta er 14 þúsund lesta olíuskip sém ber nafnið Rathkyle. Við mæltum okkur mót á skrif- stofu hafnsöguvaktarinnar sem er til húsa á efstu hæðinni í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Úr fjarskiptaher- berginu er útsýni yfir hafnarsvæðið og mátti glögglega sjá Akraborgina, þar sem hún var komin langleiðina til Akraness. Eftir að Jóhannes hafði haft tal af skipstjóra olíuskipsins og fengið leyfi til að taka farþega með, var okkur ekkert að vanbúnaði og skunduðum nú niður að bryggju og um borð í Magna. Þar hittum við fyrir þá Hrein Sveinsson skipstjóra og Torfa Ólafsson háseta, þar með var siglingin til móts við olíuskipið hafin. Afgreiða 50 til 60 skip á viku „Við erum fimm hafnsögu- Lagt upp í ferðina til móts vift olíuskipið Rathkyle. Jóhannes Ingólfsson hafnsögumaður kominn um borð í Magna, sem er útbúinn öflugum slökkvitækjum og má sjá sprautuna ofan á stýrishúsi bátsins. (Tímamynd Guniiar) mennirnir hjá Reykjavíkurhöfn og erum á fimmskiptum vöktum. Á daginn eru alltaf tveir á vakt í einu en á kvöldin og næturnar erum við einir. Við förum um borð í öll stærri skip sem hingað koma, en svo er orðið með mörg íslensku skipin að þar eru skipstjórarnir komnir með hafnsöguréttindi, sem hafnarstjórn- in gefur út,“ segir Jóhannes. „Til þess að öðlast það, þurfa þeir að hafa verið skipstjórar í þrjú ár og siglt að minnsta kosti átta sinnum til hafnarinnar árið á undan, til að fá réttindin. Þá mega þeir koma á þau hafnarsvæði sem viðkomandi skipa- félag hefur. Ef aðstæður eru vondar, vont veður og þeir þurfa nauðsyn- lega á dráttarbátum að halda þá förum við um borð og aðstoðum þá. Ég gæti trúað að við förum í eitthvað á milli 50 til 60 skip á viku. Margir þeir skipstjórar sem hafa hafnsögu- réttindi fá okkur oftast um borð þegar þeir koma að, en fara sjálfir, það eru oft betri aðstæður við að fara heldur en að koma. Ég hef starfað hérna hjá höfninni síðan 1967, en var áður hjá Jöklum í 20 ár og skipstjóri síðustu fjögur árin. Starf hafnsögumanna hefur tekið miklum breytingum. Fyrst og fremst í sambandi við það að fleiri skipstjórar eru nú komnir með hafn- söguréttindi og eru því í auknurn mæli farnir að koma og fara sjálfir án þess að við förum um borð. Það má líka nefna að breyting á skipum hefur orðið gífurlega mikil, þau eru komin með miklu betri stjórnunar- búnað en var, s.s. bógskrúfur og blöðkustýri sem gerir skipin miklu liðlcgri og betri. Aftur á móti það sem gerir þetta verra er að þau cru miklu hærri á sjónum og taka því mikinn vind á sig. Áður fyrr voru skipin ekki með mikinn farm á dekki en nú eru gámaskipin hlaðin frá stafni og aftur í skut.“ Sá háttur er hafður á þegar útlend skip koma til Reykjavíkurhafnar að tekið er á móti þeim við svo kallaða 7 bauju, en ef unt íslenskt skip er að ræða sem er á leið í Sundahöfn þá er tekið við þeim við Laugarnesbauju, en á ytrihöfninni ef þau fara í Reykjavíkurhöfn. í gamla daga var róið út frá Gróttu á árabátum til að leiðbeina seglskipunum inn í höfn- ina. Svokölluð Ákureyjarbauja var það fyrsta sem kallað var hafnar- mannvirki Reykjavíkurhafnar, þá var stofnuð hafnarnefnd og farið að innheimta hafnargjöld, þctta mun hafa verið fyrir um 130 árum. Um borð í olíuskipið Við nálguðumst nú óðum skipið og sigldum upp að síðu þess, þar sem komið hafði verið fyrir kaðalstiga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.