Tíminn - 20.03.1988, Page 13
Sunnudagur 20. mars 1988
Tíminn 13
að er árið 1910. Gestur kemur
heim traðirnar á bænum Hofteigi í
Jökuldal. Hann er ríðandi en lætur
sér þó ekki liggja ýkja mikið á heim
undir, því merin sem hann ríður
kemur af og til auga á grastopp við
brúnina á vegarslóðanum og þá er
knapinn ekki að hotta á hana, heldur
lofar henni að kroppa nægju sína,
uns henni þóknast að lötra spöl í
viðbót. En loks er komið í hlaðið.
Einhverjir eru komir út að líta á
mann þennan, sem allir þekkja, ef
ekki í sjón, þá af afspurn. Húsbónd-
inn er gamall kunningi komumanns
og velgjörðamaður og hefur orðið
fyrstur til að bera kennsl á hann. En
hann hefur mikið látið á sjá frá því
er þeir bóndi síðast mættust, enda
hefur margt verið honum and-
streymt. Hann hefur þjáðst af sinn-
isveiki og það er kunnugt á Jökuldal
sem víðar að hann hefur verið á hinu
nýstofnaða geðveikrahæli í Reykja-
vík, Kleppi, um hríð. Þessi maður
sem altalað var hve hafði falleg augu
er nú kominn með líkt og ský á hið
vinstra og bregður hendinni af og til
upp að auganu, eins og það setji að
honum svima. Að gömlum sið eru
allir kysstir þarna á hlaðinu, líka
sonur bóndans, Gunnlaugur, sem
liggur á örmum móður sinnar. Þá er
skyndilega eins og gesturinn lifni
allur við. Hann réttist í bakinu og
fyrr en varir stendur út úr honum
orðabunan. Það er vísa: „Lítill
bauga - ljómar - grér / líkur fjalla-
baðmi. / Hann Gunnlaugur indæll er
/ ungur í móðurfaðmi." Og brátt
flýgur fregnin um bæinn allan og
kotin í kring: „Símon Dalaskáld er
kominn!"
Það er sagt um Jónas Hallgríms-
son að þegar hann var barn í vöggu
hafi Jón gamli Þorláksson á Bægisá
spáð því fyrir móður hans að þarna
hefði hún alið af sér tilvonandi
skáld. Kannske er þetta þjóðsaga,
en mjög lík saga er til um Símon
skáld Bjarnason, sem hér er fjallað
um. Er mælt að þegar hann var
þriggja ára hafi Bólu Hjálmarkomið
á fæðingarheimili hans og sagt er
hann sá drenginn: „Það er ekki
skálda von í Skagafirði, ef þessi
drengur verður ekki hagorður!“
Símon var fæddur á Höskuldar-
stöðum í Blönduhlíð þann 2. júlí
1844 og þar ólst hann upp til 14 ára
aldurs. Foreldrar hans voru þau
Björn Magnússon bóndi þar og kona
hans Elísabet Jónasdóttir frá
Ökrum.
Sagt er að í æskunni hafi hann
verið í miklu eftirlæti, enda haft
snemma eitthvað það við sig sem
athygli vakti. Einkum mun nafni
hans og ömmubróðir hafa haft dálæti
á honum. Sá var Símon á Ökrum.
En hann andaðist þegar Símon yngri
var aðeins tólf ára.
Þegar Símon var sextán ára réðist
hann sem smaladrengur til Guð-
mundar Guðmundssonar bónda á
Ábæ. Hann var frændi Símonar og
reyndist honum prýðisvel. Símon
var þá þegar byrjaður að yrkja og
skrifaði Guðmundur upp allt sem
hann orti, þar á meðal fyrstu rímuna
hans, Aronsrímu, sem varð til er
hann var á nítjánda árinu.
Er Símon fór frá Ábæ eftir fimm
ára dvöl var hann heitbundinn ungri
heimasætu á grannbænum Merkigili
og hét hún Jakobína Jónsdóttir.
Hún var aðeins sextán ára og hefur
það verið von þeirra að Símon kæmi
aftur í Austurdalinn og þau settu
saman bú. En vorið á eftir dó
Jakobína og var þar með mikill
harmur að unnustanum kveðinn.
Telja margir að ævi hans hefði orðið
á annan veg ef þau hefðu fengið að
lifa saman. Þá hefði Símon orðið
skáldmæltur bóndi, en hvorki sá
drykkju og kvennamaður sem hann
síðar var stundum sagður vera.
Hið mesta glæsimenni
Frá Ábæ flutti Símon að Goðdöl-
um til séra Snorra sem þar bjó. Var
klerkur nokkuð gefinn fyrir vín, en
þó í öllu hófi og gleðimaður og
ljúfmenni var hann talinn, en það
voru eiginleikar sem Símon mat
mikils. Á þeim árum áttu bændur
flestir fjögurra potta brennivínskút
og fékk nú Símon sér einn slíkan og
voru dalbúar liðugir með að kaupa á
kútinn handa honum, þegar þeir
fóru í kaupstað. Símon geymdi kút-
inn í beitarhúsunum og meðan hann
gegndi smalamennsku er sagt að
jafnan hafi hann komið heim með
fyrra fallinu, meðan eitthvað var í
kútnum.
Símon hefur á yngri árum verið
eitt hið mesta glæsimenni, andlitið
frítt en þó skarpleitt, hárið nærri því
hrafnsvart, þykkt og dálítið liðað,
ennið hátt og augun dökk og íhugul.
Hann talaði hratt en hafði þó mál-
galla. Hann vantaði öll s-hljóð, var
smámæltur eins og það er kallað.
Við kappræður gat hann aldrei setið
kyrr en æddi um gólf, settist við og
við en spratt jafnharðan upp aftur.
Upp út tvítugu mun hann hafa
farið að sækja sjóróðra suður með
ýmsum Skagfirðingum og þegar í
verið kom þótti mikill veigur í öðrum
eins andans manni. Hann reyndist
afar fljótur að kasta fram stökum og
gerði vísu um hvern mann, orti
formannavísur og kvað rímur eftir
sjálfan sig og aðra á löngum kvöldum
í landlegum. Fór brátt mikið orð af
þessum hæfileika hans og ekki var
hann gamall þegar við hann festist
nafnið „Dalaskáld“, sem hann síðar
notaði jafnan sjálfur.
Og á þrítugsaldri fór hann að láta
prenta þessi skáldverk sín og gerðist
þá í einu rithöfundur, útgefandi og
farandsali. Tuttugu og sex ára gaf
hann út Kjartans rímur Ólafssonar
og tuttugu og sjö ára Búa rímur
Andríðarsonar. Tuttugu og átta ára
var hann er út kom Aronsríma og
síðan hvert af öðru. Þetta var mikið
afrek, því skáldið var nefnilega varla
skrifandi. Það lærði hann ekki fyrr
en á fimmtugsaldrinum og hafði því
jafnan menn nærhendis er skrifuðu
fyrir hann.
Seint á ferð
Ekki vantaði að skáldinu og rím-
unum hans væri tekið með ágætum í
hinum íslensku sveitum. Búningur
þessara Ijóða var þó ekki viðhafn-
armikill, Iítil kver, illa prentuð og
snautlega úr garði gerð. Og víða
voru viðtökurnar með öðrum brag,
því þeir voru ýmsir sem ekki þótti
ekki mikið til koma.
Símon þótti réttílega ekki rista
djúpt í skáldskap sínum, fremur en
flestir rímnahöfundar og það voru
komnir nýir tímar - Fjölnismenn
höfðu kvatt sér hljóðs og þar hafði
Jónas farið háðulegustu orðum um
rímurnar og einkum sjálfan konung
þessarar listar - Sigurð Breiðfjörð.
Því áttu menn eins og Símon og eldri
skáldbróðir hans, Níels skáldi, ekki
upp á pallborðið hjá þeim mönnum,
sem eitthvert skynbragð þóttust bera
á skáldskap. Dálítið grátbrosleg er
sagan um það er Símon sat hjá Níelsi
og þeir höfðu verið að lesa eitthvert
ljóða Jónasar. Er þá sagt að Símon
hafi mælt: „Hann er bara ágætlega
hagorður þessi Jónas.“ Svaraði þá
Níels: „Hann er meira, hann er
skáld mannfjandinn." Þarna má sjá
ráðleysi fulltrúa hinnar eldgömlu
rímnaskemmtunar í landinu, sem
var að ganga sér til húðar, andspænis
nýjum straumum sigldra mennta-
manna.
Þó má segja það ýmsum andans
mönnum um daga Símonar til hróss
að þeir voru honum flestir ljúfir og
mátu hann sem fulltrúa þeirrar þjóð-
legu listar sem hann var. Þar á meðal
var Matthías Jochumsson sem jafn-
an vék góðu að skáldinu og Grímur
Thomsen, sem líkti honum og fleiri
oft auðnulitlum alþýðuskáldum við
frönsku trúbadúrana. Það voru oft-
ast miðlungsmennirnir sem harðorð-
astir voru urn þennan skáldskap.