Tíminn - 20.03.1988, Qupperneq 14

Tíminn - 20.03.1988, Qupperneq 14
14 Tíminri' Sunnudagur 20. mars 1988 Oft eldu alþýðuskáldin grátt silfur sín í milli og ganga þar af ýmsar skemmtnar sögur. Þeir voru ávallt mjög samrýndir Símon og Bólu Hjálmar, að undan- tekinni kvæðadeilu er upp kom þeirra í milli. Atvikaðist það þannig að Símon kom að Löngumýri og sögðu þar feðgar tveir að þar hefði Bólu Hjálmar komið, fullur úlfúðar, og kveðið níð um skáldskap Símon- ar. Mun þetta hafa verið ósatt og kom Símoni líka á óvart. Þó lagði hann trúnað á söguna og kvað tvær last vísur um Hjálmar: „Hjálmar blinda halursský hraður myndar lygi, lcetur synda andann í óhreinlyndis dýi. Hjálmar níðir nýrri tíðar skáldin í brags klípu máls um mó með orðskrípi kemur þó. “ (Orðskrípið var „fordild", en það kallaði Símon dönskuslettu.) Símon treysti á að vísurnar kæm- ust ekki á gang, en svo fór eigi og bárust þær Hjálmari, sem varð hinn reiðasti og kvað brag um Símon er byrjar: „Hrafnsunginn hennar Grýlu... “ o.s. frv. Þótti Símoni mjög fyrir þessu, enda hreytti Hjálmar í hann fleiru óþvegnu. Tók Símon um síðir það ráð að fara á fund Hjálmars og skýra út tildrög deilunnar og sættust þeir sæmilega. Nokkru síðar birtist eftirfarandi vísa til Hjálmars í „Freyju" eftir Símon, sem út kom 1874 og hljóðar svo: „Legðu niður Ijótan sið Ijúfur vert' og frómur. Gömlum þér því gnapir við gröfin, hel og dómur. “ Ekki styggðist Hjálmar við þetta en sagði í öðru kvæði um vísu Símonar: „Hollráð jafnan heiðra skal hvaðan sem þau spretta... “ Eftir þetta urðu þeir Símon Dala- skáld og Hjálmar vinir til æviloka. Stormasamt hjónaband Pegar Símon var rúmlega hálfþrí- tugur kom hann á bæ í Tungusveit og sá þar afbragðsfríða stúlku, sem honum leist vel á. En því fór ver að annar maður varð hlutskarpari, bóndi að nafni Guðmundur, og fékk hann stúlkunnar sem hét Margrét. Um þetta kvað Símon: „Hann Guðmurtdur fögnuð fann, faðmi bundinn vífsins. Ég öfunda þegninn þann því um stundir lífsins. “ En margfesiýst undarlega og þegar Símon var|jlmlega þrítugur settist hann sjálfiípá brúðarbekkinn með þessari sönttstúlku, en hún var þá orðin ekkjaí mætti ætla að hann hafi verið mann»hamingjusamastur með þessi málaldf, en svo var eigi. Hann hafði ill hujÉoð og sagði seinna að hann hefðijk'erið mjög óglaður á brúðkaupsáfíginn. Fyrstu árin voru þau í hús- mennsku í Efrakoti íTungusveit, en síðar á Silfrastöðum í Blönduhlíð. Þau eignuðust þar þrjár dætur og lifði aðeins ein þeirra, Friðfríður. A Silfrastöðum var bóndi Steingrímur Jónsson og kona hans, Kristín Árna- dóttir, og þóttu hinir bestu húsbænd- ur og gott hjá þeim að vera. Einkum voru þau óhlutdeilin um einkamál hjúa sinna. Pó var það fyrst á Silfrastöðum sem orð fór að fara af slæmu samkomulagi Símonar og Margrétar. Hafa menn getið sér þess til að þar scm afar gestkvæmt var á Silfrastöðum og gestir mjög fúsir að bregða á tal við Símon og víkja góðu að honum, hafi hann gerst ölkær um skör fram. Er ekki að orðlengja það að loks skildu þau að lögum árið 1887. Pað taldist stórhneyksli ef hjón slitu samvistum á þessum tíma og má sjá það einna best af vottorði því er Símon varð að leggja fratn í skilnaðarréttinum, en þar stendur m.a. þetta: „Auk þess sem hjón þessi hafa sýnt hvort öðru misþyrmingar fleir- um sinnum og jafnvel banatilræði og það svo legið hefur við áverka, hefur öll hjónasambúðin verið í einu sem öllu, bæði frá andlegu og veraldlegu sjónarmiði, svívirðileg og gefið af sér illt fordæmi. Áður en síðasta sáttaumleitan hefir átt sér stað hafa þrír prestar reynt að tala um fyrir hjónum þessum, en allt árangurs- laust. Þess má geta að hún hefur í eitt skipti neitað bónda sínum um að fullnægja hjónabandsskyldunni, en hann aftur á móti á ferðum sínum brotið á móti trúskaparskyldunni, að hans eigin sögn, þótt það verði nú ei lagalega sannað...“ Margrét réðist í vistir með dóttur- ina Friðfríði og kom sér hvarvetna vel. Friðfríður átti löngum við van- heilsu að stríða og var komið fyrir á Sauðárkróki, svo hún gæti verið undir læknishendi, en móðir hennar þrælaði fyrir uppihaldi hennar úti í sveitum. Friðfríður þótti afburða iagleg. Hún gerðist stofustúlka hjá heldri fjölskyldum og flutti uppkom- in til Kaupmannahafnar, þar sem hún svo bjó það sem eftir var ævi. í Gilhaga Eftir hjónaskilnaðinn fluttist Símon að Gilhaga í Skagafirði og þar var hann hin næstu tíu árin og raunar af og til eftir það. Var hann af flestum vel liðinn og þó sérstak- lega af börnunum, en hann var barngóður meðafbrigðum. Fór hann í leiki við krakkana, setti upp undar- leg leikrit, sem hann lét þau gerast þátttakendur í og samdi handa þeim ógrynnin öll af vísum og sögum. Nokkrar kindur átti hann og hélt einn eða tvo hunda og var hann þessum dýrum afbragðsgóður, svo til var tekið. Til dæmis hændi hann kindurnar svo að sér að meðan aðrir smalar ráku fjárhóp sinn á undan sér, eltu kindurnar Símon. En undarlegur var hann á marga lund í háttum og sérlundaður og er til ógrynni frásagna af honum er það sannar, þótt hér gefist ekki færi á rekja nema fátt eitt. Eitt var það að Símon bar jafnan á sér munntóbaksdósir, vasahníf og snæri. Án þess mátti hann aldrei vera, en honum varð oft leit úr einhverju af því og jafnvel fleiru. Hann fumaði mikið og tætti allt til ef hann vantaði eitthvað. Sumir sem hermdu eftir honum byrjuðu þannig. „Hver ankotinn varð af tnærinu?" Hann notaði munntóbak, en spar- lega, og var eins og hann notaði það mest milli fingranna, því hann sást aldrei tyggja það, en var oftast með tölu á milli gómanna og stakk henni við og við í vestisvasann. Pá sjaldan hann var með eitthvað uppi í sér skyrpti hann við og við og þurrkaði niður á bringuna, en þó sá aldrei á honum. Vín notaði hann lítið heima í sveit sinni, en gat fengið sér rækilega neðan í því utan sveitar og þó einkum er hann kom til Reykja- víkur. Þegar hann var að ræða við ein- hvern, gekk hann oftast framan að honum og horfði á hann með hall- anda höfði og otaði að honum tveim fingrum, vísifingri og löngutöng á hægri hendi á meðan hann talaði heila setningu. Einn aðdáanda átti Símon sér, sem meir taldi hann til guða en manna. Sá var Guðmundur Árna- son, sem nefndur var „dúllari". Hann var einn kunnustu sérvitringa 19. aldarinnar og viðurnefnið fékk hann af undarlegu söngli, sem hann kallaði að „dúlla" og áleit sjálfur ákaflega mikla list. Með þessu ank- annlega söngli launaði hann fólki greiða og gistingu og stundum þá hann borgun fyrir. Hann orti dálítið og eru til eftir hann ýmsar vísur og stöku ekki ólaglegar. Þeir Símon höfðu kynnst í Reykjavík og það kom fyrir á árum Símonar í Gilhaga að Guðmundur kom í heimsókn til vinar síns. Hafði hann þá ekki látið sig muna um að hlaupa að sunnán norður í Skaga- fjörð, oft ekki annarra erinda en bera einhvern kveðskap undir Símon, eða sýna honum nýjungar í Reykjavíkurblöðunum. Hljóðaveikin Símon var nú kominn á sextugs- aldur og það mun hafa verið nokkru Hið tötrum klædda skáld horfir lífsskyggnum augum móti veröld sem löngum sýndi sig honum kalda óblíða. Alúðarvinur Símonar, Gvendur „dúllari“ Árnason fyrir aldamótin að heilsu hans tók alvarlega að hraka. Hann hafði raun- ar verið hjartveikur um skeið, en nú tók að bera á öðrum og mjög kynlegum veikindum. Voru þetta kvalaköst sem tóku hann með þeim fimum að hann hljóp hljóðandi um bæinn, barði allt utan sem óður væri og átti til að rífa frá sér skyrtuna og velta sér í ákafa upp úr snjó. Nógu kynlegur hafði hann verið fyrir en nú kastaði tólfunum og má ætla að ekki hefur verið gaman að hafa slíkan sjúkling á heimili. Það var árið 1899 að hann sagði loks upp vistinni á Gilhaga og lét í veðri vaka að hann hlyti ekki svo góðan viðurgjörning sem honum bar. Tók hann koffort sitt sem staðið hafði í sama skotinu öll þessi ár og kvaddi einn góðan veðurdag. Eftir það var hann á ýmsum bæjum í Skagafirði og þar á meðal um tíma í Árnesi, þar sem hans fyrrverandi eiginkona og dóttirin Friðfríður voru í vist. Þá lá leið hans í Húnavatns- sýslu og þá á Vesturland, en þar var hann í vistum hér og þar fáein ár. Einnig tók hann nú að flakka víða um og sú frægð sem hann áður hafði unnið sér fór nú enn vaxandi. Lokaþátturinn Símon hafði jafnan átt góða vini í Reykjavík meðal höfðingja og þeirra á meðal taldi hann þá Björn Jónsson og Hannes Hafstein. Sumarið 1910 var hann á ferð í Reykjavík og fann þá báða þessa að máli ásamt fleirum. En hvað svo sem valdið hefur, þá gerðist það þarna að einhverjir urðu til að koma þessu merka skáldi á Klepp. Taldi Símon sjálfur að það hefðu þeir Björn og Hannes hindrað, hefðu þeir ekki verið svo uppteknir af pólitíkinni. En hitt mun sönnu nær að tímarnir voru að breytast og hin nýja öld leit öðrum augum á furðufugla mannfé- lagsins en sú á undan. Frá Kleppsvist Símonar er kunn saga til: Mælt er að þeir sjúklingarnir hafi verið látnir bera sandpoka úr kjallara upp á hæð fyrir ofan, þar sem þeir losuðu úr pokanum niður um gat, svo allt rann aftur í kjallar- ann. Á það að hafa gerst eitt sinn er Símon var að bera sandinn upp að félagi hans, Hafliði að nafni, staldr- aði við niðri og sagði: „Þetta geri ég ekki. Það er alltaf sami sandurinn, sem við erum að bera.“ Símoni þóttu þetta mikil tíðindi og ill ef sönn væru og eftir nokkra umhugsun sagðihann: „Efþoer, bleþþaður, þá deinhættum við að bera helvítiþ þandinn." Vorið 1911 hleypti hann heim- draganum austur um land og komst alla leið austur á Jökuldal. Lét hann síðar hið besta af þeirri för, en þar fékk hann alls staðar góðar viðtökur. Hann hafði skamma viðdvöl í Reykjavík á bakaleiðinni, en lagði strax af stað norður í land og að Gilhaga. Þar gekk hann beint til baðstofu og settist á rúmið sem hann jafnan hafði sofið í áratug áður. Hann hafði nú mikið breyst. Hann hafði fengið aðkenningu að slagi og bar þess merki. Þá var hann nú þaulsætnari og ekki svo hvikur sem áður. Allar hreyfingar voru orðnar þreytulegar. Þetta síðasta sumar ævi sinnar var hann í Gilhaga og mun hafa talið sig loks kominn heim. Vonaðist hann að mega Ijúka þar ævi sinni, en þess var enginn kostur vegna fólksfæðar á bænum, en Símon þarfnaðist orðið mikillar umönnunar. Þung voru sporin er hann varð að fara þaðan, en hann fékk nú vist í Tunguseli, þar sem fólk var liinu þreytta skáldi mjög vingjarnlegt og gott. Þó var hann enn sem áður talsvert á ferli og það var ekki í Tunguseli heldur í Bjarnastaðahlíð sem hann andaðist hinn 9. mars 1916. Með honum má segja að harpa alþýðuskáldanna gömlu hafi hljóðn- að eftir að hafa ómað um aldir undir þaki lágreistra torfbæja á íslandi. Sjálfsagt hafa ýmsir tregað Símon Dalaskáld. En þó varla nokkur eins og Guðmundur vinur hans Árnason - „dúllari“. Símon stóð honum ætíð huga næst og er hann sjálfur andaðist nokkrum árum seinna voru andláts- orð hans þessi, en þau eru flestum kunn enn þann dag í dag: „Mikið skáld var Símon!“

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.