Tíminn - 20.03.1988, Side 15
Sunnudagur 20. mars 1988
í TÍMANS RÁS !!!I!!í!I1!I1HÍ1(U11I1III1
Agnar
Birgir
Óskarsson
Tíminn 15
Gettu nú
Jæja, þá er söngvakeppnin, hin
íslenska hafin og við höfum fengið
að sjá og heyra hvað tónlistarlega
sinnaðir landar okkar hafa látið frá
sér fara. Það verður eflaust lengi
um það deilt hvaða lag eigi að fara
í hina árlegu Evrópukeppni sjón-
varpsstöðva en eitt er víst að við
munum ekki sætta okkur við minna
en sextánda sætið, frekar en hingað
til.
Það hefur komið í ljós að mörg
þeirra laga sem kynnt hafa verið í
liðinni viku eru vel frambærileg en
eitt þeirra ber þó af, að minnsta
kosti fyrir minn smekk. Það er lag
Sverris Stormskers, Þú og þeir, og
ætti að mínu mati að senda það í
söngvakeppnina evrópsku, enda
er það altalað manna í milli að
aldrei hafi Sverrir tekið sig eins vel
út í sjónvarpi eins og einmitt þctta
umrædda kvöld, í kjól og hvítt.
Lagið hans er góð tilbreyting frá
eilífum ástarsöngvum sem ævin-
lega eru megin uppistaðan í söng-
textum þegar taka á þátt í keppni
sem þessari. Það er engin undan-
tekning núna frekar en fyrri daginn
að textahöfundarnir yrkja nær
undantekningarlaust um ástina og
í öllum þeim myndum sem hún
getur tekið á sig, bæði á andlega og
holdlega sviðinu. Ekki ætla ég að
fara að velta mér upp úr því
hvernig á því stendur, það er best
að ég láti það öðrum eftir.
Fyrir síðustu Evrópusöngva-
keppni kom hinn marg rómaði
fréttaritari útvarpsins Jón Bergs-
son í Suður-Landeyjum með at-
hyglisverða tillögu um að það væri
síður en svo full reynt með Gleði-
bankann. Væri það svo vitlaust að
fara að ráðum þessa ágæta manns?
Ef dómarar hér heima geta ekki
ákveðið hvaða lag þeir vilja senda,
hví þá ekki að senda Gleðibankann
aftur?
Þetta var nú bara smá útúrdúr
fyrir þá sem hafa gaman af því að
velta sér upp úr fornri frægð, því
væri ekki svo vitlaust að valið yrði
lag sem fyllilega er samkcppnishæft
á erlendri grund, til að við getum
kannski komist á topp tíu listann í
Evrópukeppninni.
Jú, það var Laxá í
Þingeyjarsýslu sem var
ráðning gátunnar hjá
okkur síðasta sunnu-
dag.
Við færum okkur nú út
að sjó og spyrjum hverj-
ir þekki kauptúnið við
þennan fagra fjörð hér á
myndinni, en byggðin
dregur nafnið af firðin-
um.
KROSSGÁTA