Tíminn - 07.04.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 7. apríl 1988
Tíminn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarf lokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
EggertSkúlason
Steingrí mur G íslason
SkrifstofJr: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
(þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr.
dálksentimetri.
Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.-
Sigur tíðarandans
Um klukkan fimm aðfaranótt skírdagsins var
ráðist að minnismerki skálds Austurstrætis og
Reykjavíkur og höfði þessi steypt á Lækjartorg. Á
sínum tíma stóð Almenna bókafélagið fyrir því að
koma upp minnismerki um Tómas Guðmundsson
fyrir framan dyr bókaverslunar Eymundsson, en
síðan var minnismerkið flutt að Lækjartorgi. Þar
hefur það fengið að standa í friði þangað til nú að
á því hafa verið unnar skemmdir og eirhöfði
skáldsins velt í götuna.
Það er með ólíkindum hvað fólki getur dottið í
hug. Hver hefði getað ímyndað sér þegar Tómas
var að yrkja um Austurstrætisdætur, að það ætti
fyrir þessu ástsæla skáldi að liggja að á minnismerki
um það yrðu unnin skemmdarverk? Menningarleg
hryðjuverk af þessu tagi eru sem betur fer næsta
óvenjuleg. Þó gerðist það hér um árið að listaverk,
sem komið hafði verið fyrir í Tjöriúnni, var sprengt
í loft upp að því er virðist af þvf það skar einhvern
í augun. Og enn telur fólk sig vera að bjarga
tjörninni, en undir öðrum formerkjum og af
öðrum ástæðum.
Auðvitað stendur Tómas Guðmundsson jafn-
réttur eftir þessa næturaðför á Lækjartorgi. Hún
er hins vegar teikn um þann tíðaranda er nú ríkir,
virðingarleysið fyrir því sem gott hefur verið gert
í þessu landi, og tilbeiðsla á því sem telst til
lágmenningar. Það má jafnvel sjá á meðhöndlun
fjölmiðla á þessu máli að þeim finnst lítið hafa
gerst, og einn tók sig til og tilkynnti að málinu væri
lokið, af því tveir strákar voru teknir og höfðu ekki
annað að segja en þeir hefðu hirt höfuð skáldsins
upp af götu sinni.
Ef litið er á þetta hermdarverk á styttu Tómasar
Guðmundssonar sem sigur tíðarandans, er þessu
máli auðvitað ekki lokið. Fyrst og fremst þarf að
leita skýringa á því hvers vegna svona verk er
unnið. Voru hér vandalir á ferð, eða á verknaður-
inn sér rætur í þeirri bókmenntalegu heift sem hér
ræður ríkjum? Vitað er að skáldskapur Tómasar
Guðmundssonar þykir vart kennsluhæfur hjá þeim
nýju stéttum og klíkum, sem nú ráða mestu um
fræðslu og fyrirmyndir. Sigur tíðarandans á minnis-
merki Tómasar Guðmundsson er því með óbeinum
hætti sigur þessara nýju stétta. Sem betur fer ber
skáldskap Tómasar Guðmundssonar enn hátt með-
al mesta hluta þjóðarinnar. Svo verður lengi um
sinn. En mestur hluti þjóðarinnar er ekki endilega
athafnasamur um vöxt og viðgang þýðingarmikilla
verðmæta. Sá stóri hluti stendur gjarnan afskipta-
laus frammi fyrir hermdarverkum af þessu tagi.
Það er vonandi að hér hafi aðeins verið á ferð
samskonar vandalir og gjarnan ráðast til atlögu að
húseignum í miðbænum að loknu langvinnu
skemmtanahaldi. En viðhorfin hefur tíðarandinn
mótað.
Illlllllllll! GARRI 11111» 1_ii'
Svínapestin
Sú frétt, scm barst núna á dögun-
um, um að upp væri komin svína-
pest' hér á landi, vekur til umhugs-
unar um ýmsa hluti. Að vísu er
ekki vitað um upptök veikinnar,
en einhvers staðar frá er hún þó
komin. Sú spurning hlýtur því að
vakna hvort í einhverju hafi slakn-
að á þeim öryggiskröfum sem hér
á landi eru gerðar varðandi inn-
flutning á hráum kjötafurðum og
öðrum þeim varningi sem getur
borið sýkingu á milli landa.
Vonandi er að svo sé ekki,
heldur eigi sýkingin sér aðrar og
eðlilegri orsakir. Þess vcrður
stundum vart að fólk hneykslist á
því að ekki skuli vera leyft að flytja
til dæmis amerískt nautakjöt eða
skinku af dönskum svínum hind-
runarlaust inn til landsins. Og jafn-
vel heyrist fólk ganga svo langt að
tala um cinokun og verndarstcfnu
í því sambandi.
Sýking svínanna á Kjalarnesinu
er hins vegar aðeins lítið sýnishorn
af því ástandi sem gæti skapast í
húsdýrastofni landsmanna ef slak-
að væri á kröfunum um harða vörn
gegn sýkingum erlendis frá. Við
búum hér á landi við þær aðstæður
að sjórinn skapar húsdýrum okkar
sjálfkrafa vörn gegn ásókn frá
veiruni og sýklum sem í öðrum
löndum eru landlæg og herja þar á
húsdýrin. Við höfum sloppið við
flestar þessar pestir hingað til, en
hættan er þó alltaf viðvarandi.
Mæðiveikin
Ef einhver skyldi cfast um nauð-
syn þcss að vera stöðugt á verði
gegn því að búfjárpestir berist til
landsins þá er ekki lengra að leita
en aftur til þess tíma þegar mæði-
veikin geisaði hvað harðast í sauð-
fjárstofni landsmanna. Féð féll þá
unnvörpum af völdum veikinnar,
og það kostaði umfangsmiklar að-
gerðir við niðurskurð, fjárleysi og
ijárskipti að hreinsa landið af þess-
um vágesti.
Það má fullyrða að engum, sem
man þessa tíma, detti yflrleitt í hug
að mæla því bót að slakað sé á
varðstöðunni gegn mögulegri sýk-
ingarhættu erlendis frá. Það tókst
að losna við mæðiveikina, en hún
er aðeins ein af Ijölmörgum pestum
sem íslenskur búijárstofn er bless-
unarlega laus við, en sem eru aftur
landlægar víða erlendis.
í því sambandi má til dæmis
minna á gin- og klaufaveikina, sem
landlæg er víða í nágrannalöndun-
um en til þessa hefur tekist að
halda frá íslandi. Það væri vægast
sagt heldur óskemmtilcgt fyrir ís-
lenska bændur ef hún skyldi berast
hingað.
Líka er að því að gæta að hér er
um hreint hagsmunaatriöi að ræða
að því er varðar alla möguleika á
sölu íslcnskra landbúnaðarafurða
erlendis. Hreinir og ósýktir búfjár-
stofnar eru út af fyrir sig auðlind
sem ckki má vanmeta. Ef rofar til
í verðlagsmálum landbúnaðarvara
í viðskiptalöndum okkar höfum
við þar sterkt tromp á hendi. Það
mætti nota á svipaðan hátt og
fisksölumenn okkar hafa gert er
þeir hafa bent á hreinan og ómeng-
aðan sjóinn á fiskimiðunum allt
umhverfis ísland, og sem á vafa-
laust drjúgan þátt í því góða áliti
og háa verði sem íslcnskar sjá varaf-
urðir eru í víða á erlendum fisk-
mörkuöum.
Styttan af Tómasi
Það er óneitanlega orðið hart að
lifa á íslandi ef fólk má ekki lcngur
setja upp minnismerki um ástsæl-
ustu skáld þjóðarinnar og vonast
eftir að þau fái að standa í friði fyrir
niðurbrotsseggjum og skemmdar-
verkamönnum. Tómas Guðm-
undsson var í lifanda lífi það Ijóð-
skáld íslenskt sem af hvað mestri
fimi og rímsnilld hefur ort um
höfuðborgina og það iðandi mann-
líf sem þar þrifst. Að makleikum
var honum reistur smekklcgur
minnisvarði í Austurstræti, sem er
einn af þeim stöðum sem hann
gerði ódauðlega i Ijóðum sínum.
En svo gerist það eitt kvöldið að
stallur brjóstmyndar hans er brot-
inn niður og styttan fjarlægð. Til
allrar hamingju náðist til brott-
námsmannanna og tókst að ná
brjóstmyndinni nokkurn vcginn
óskemmdri til baka. En söm er þó
gjörðin. Allar þjóðir ciga sína
afreksmenn sem með einum eða
öðrum hætti hafa unnið fólki sinu
til gagns og þjóðþrifa. Og allor
þjóðir reyna að heiðra minningu
slíkra sona sinna og dætra eftir því
sem best þykir henta á hverjum
stað.
Það getur komið fyrir alla hressa
stráka að gera tiltölulega meinlaus
prakkarastrik þegar þeir finna sig
sérstaklega upplagða til að láta til
sín taka og veita athafnaþörf sinni
útrás. Slíkt er meinlaust og auð-
bætt. En aðför að því minnismerki
sem sett hefur verið upp til heiðurs
einu mesta skáldi Reykvíkinga fyrr
og síðar er af allt annarri ætt. Þar
er ekki lengur meinlaus prakkara-
skapur á ferðinni, heldur markvisst
skemmdarverk á þjóðarvcrðmæt-
um. Þarna verður að draga mörk á
milli. Garri.
Gjaldeyrisskapandi
atvinnuvegur!
Oft hefur verið haft á orði að
þeir sem afla gjaldeyrisins eigi
hann einir sér og að eðlilegt sé að
þeir fái að selja hann á því verði
sem þeim sýnist. í þessari frómu
ósk felst að útgerðarmenn og sjó-
menn að hluta eigi prívat og pers-
ónulega meginhluta þess erlenda
gjaldeyris sem fyrir útflutning fæst
og að þeir fái að ráðstafa honum
að vild. Þegar nú er búið að gefa
útgerðum fiskinn í sjónum er nátt-
úrlega enn meiri ástæða til að
eigendur kvóta og skipa fái óskor-
að eignarhald á öllum þeim gjald-
eyri sem þeir afla fyrir að selja
prívateign sína, fiskinn.
Þetta á að verða til þess að
óverðugir græði ekki á einkainni-
stæðum útgerða og fiskvinnslu.
Hugmyndir af þessum toga hafa
oft verið á sveimi þegar útgerðum
og/eða fiskvinnslum og sölufyrir-
tækjum finnst á sig hallað og allir
græði nema undirstöðuatvinnuveg-
urinn.
Nú hefur meira að segja komið
fram tillaga á Alþingi þess efnis að
komið verði á fót uppboðsmarkaði
á erlendum gjaldeyri og á að starf-
rækja hann í samvinnu við útflytj-
endur og „aðra þá aðila sem afla
erlends gjaldeyris“. í greinargerð
er því haldið fram að útflutningsat-
vinnuvegirnir séu neyddir til að
afhenda erlendan gjaldeyri undir
því verði sem kostar að afla hans.
Allt er þetta gott og blessað og
ber því vitni að flutningsmenn bera
hag undirstöðuatvinnuveganna
fyrir brjósti og vilja veg þeirra sem
mestan og að afætur hirði ekki laun
erfiðis þeirra sem eiga fiskinn í
sjónum, í fiystiklefunum og á
trönunum.
Lyginni líkast
En ekki eru allar ferðir fisksins
upp úr sjónum, um fiskvinnsluna
og útflutningsfyrirtækin til fjár.
Nefnd hefur um skeið kannað
skreiðarútflutning og skilað skýrslu
um margbrotinn vanda hans. Hann
liggur í því að skreið var verkuð og
seld árum saman án þess að tekist
hafi að fá hana greidda.
Ævintýri skreiðarsalanna hafa
lengi verið lyginni líkust. Þau hafa
einkennst af mútum, svikum,
prettum, óskiljanlegri óskhyggju,
en líklega umfram allt klaufaskap,
þekkingarleysi á ástandi í markaðs-
löndum og almennri fávisku. Tak-
markaður sjávarafli var nýttur á
þann veg að borin von var að koma
honum á markað þar sem tiltölu-
lega heiðarlegir viðskiptahættir eru
við hafðir.
Braskað upp á tap
Hátt í milljarð vantar frá við-
skiptavinum skreiðarsalanna í Níg-
eríu. Skreiðarnefndin heldur að
kannski fáist um helmingur þess
fjár greiddur og leggur til að Seðla-
bankinn fari nú í skuldabréfabrask
með það fyrir augum að tapa
hundruðum milljóna og eiga
skreiðarbarónar að fá tapið upp í
skuldirnar sem þeir í Nígeríu svíkj-
ast um að borga þeim.
Óþarfi mun að taka fram að þeir
sem láta sér detta svona hunda-
kúnstir í hug eru orðnir vel að sér
í viðskiptaháttum Nígeríumanna
og þeirra sem gera við þá kaup.
En þótt þær upphæðir sem
Seðlabankinn á að fara í tapbraskið
út af, samkvæmt tillögu skreiðar-
nefndar, séu ærið háar eru úti-
standandi skuldir vegna skreiðar-
viðskipta mun myndarlegri og hafa
1400 milljónir verið nefndar í því
sambandi.
Því er ekki að undra þótt forsæt-
isráðherra hafi klippt einar 15 síður
út úr skreiðarskýrslunni, sem ekki
mega koma fyrir augu almennings.
Það er vegna þess að þær upplýs-
ingar eru „viðskiptalegs eðlis“. Svo,
einföld eru þau leyndarmál.
Vel má sýna fram á að skreiðar-
krakkið sé ekki svo mikið miðað
við aðrar vitleysur. í peningum
kostar það ekki mikið meira en
vanáætlunin í kostnaði flugstöðv-
arinnar. Hitt má til sanns vegar
færa að ekki verður allt það að
beinum gjaldeyri sem úr sjónum
kemur og líklega er gjaldeyrisforð-
inn allt eins vel geymdur í umsjá
Seðlabankans eins og í höndum
útgerðar og fisksala.
Eða hver ætti annars að borga
brúsann þegar afrakstur margra
ára veiða og vinnslu fer jafn ræki-
lega í vaskinn og undirstöðuat-
vinnuvegurinn skreiðarvinnsla?