Tíminn - 07.04.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 07.04.1988, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 7. apríl 1988 Tíminn 19 SPEGiLL .íí!!!".................................. ............ iiiiíii T eigen “Glasnost“ heitir lagiö í ár, og er eftir Rolf Lövland, - sem samdi „La det swinge“ Hann Jahn Teigen tekur nú þátt í Evrópusöngvakeppni fyrir Noregs hönd í áttunda sinn. Hann hefur afrekað það að verða sigurvegari í keppninni - og reyndar 4 árum síðar - að fá vera neðstur og fá ekkert stig! hinn norski í Evrópusöngva- keppni í 8. sinn! Það var árið 1974 að Teigen tók fyrst þátt í söngvakeppninni og söng lagið „Hvor er du?“, sem varð þá sigurlag. Hann sagði að allt umstang- ið og lætin með sigurvegarann hefði orðið hálfgert áfall fyrir sig. Hann hefði alls ekki gert sér grein fyrir því hvað sigurinn hefði í för með sér. 1976 Beinagrindarbún- ingurinn, sem JahnTeigen söng í vakti hneyksli, enda hafði hann ekki verið sam- þykktur heima í Noregi. Þá söng Jahn „Vodoo“ og vildi vera klæddur i samræmi við galdralagið. - Lag sem kcmst í úrslit í söngva- keppninni þarf að vera alveg sérstakt. Á þremur mínútum hlustar dómnefnd og áheyrendur á lagið og á að gcra sér grein fyrir því. Það verður því að vera einfalt en gríp- andi, segir Jahn Teigen nýlega í blaðaviðtali. Hann bætti því við, að hann tæki þessa söngvakeppni mjög alvarlega og hann væri ánægður með að taka nú þátt í 8. sinn. - Lagið mitt í ár er fínt, scgir Jahn, og nafnið er alþjóðlegt. „Glasnost" heitir lagið, og við vinn- um það saman Rolf Lövland og ég, - en það var einmitt Rolf sem samdi sigurlagið „La det swinge“ fyrir Bobbysocks um árið, svo ég er vongóður. ■I082 söng hann ástardúett JrtSS SKorgan, eo pau aoogu mikið saman. 1978 ™eð axlaböndin'utanTwf9en 1 París Lagið var Mil n yflr PeVsunni. fékk 0 sHgf6tter mi,“ °9 hann l983Komfntram. söngvakeppnm nokkrum Wenche Myhre oy sætum steipum- Með eina dýrmæta pillu í lofanum, sem hefur fært henni bata, - en lyfið hefur orðið svo mörgum til skaða, að það er á bannlista. Hlýtur lækningu af bönnuðu lyfi Nancy Hood er breskur unglingur sem þjáist af all sérstæðum sjúkdómi, sem fclst í því að húð hennar þolir ekki útfjóluhláa geisla sólarinnar og hleypur húðin upp í sársaukafullum blöðrum hvenær sem geislar sólarinnar komast í færi við hana. Nancy fór fyrst að finna fyrir þessum sjúkdómi þegar hún var 10 ára gömul. f fyrstu var haldið að hér væri um exem að ræða en þrátt fyrir miklar rannsóknir sem staðið hafa nær samfellt í þrjú ár tókst læknum ekki að ráða bót á meini hennar. Það var ekki fyrr en leitað var til færustu sérfræð- inga í ofnæmislækningum í Bret- landi að uppgötvaðist að hún væri haldin ofnæmi fyrir sólarljósi og eina lyfið sem hægt var að gefa henni til að halda sjúkdómnum í skefjun var thalidomide sem bannað var á sjöunda áratugnum í Bretlandi og víðar. Bannið kom til af því að sannað þótti að ef vanfærar konur tóku lyfið, ylli það því að barnið yrði vanskap- að. Árangurinn lét ekki á sér 4fstanda. Strax vikuna eftir að Nancy hóf að taka inn lyfið varð húðin á henni eins og hún átti að vera undir venjulegum kringum- stæðum. Hún þarf þó að búa við þá óvissu að yfirvöld í Bretlandi leggi blátt bann við innflutningi lyfsins og hún þurfi aftur að hverfa inn á bak við þykk glugga- tjöldin eða að flytjast burt frá Bretlandi til einhvers lands sem leyfir notkun thalidomide.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.