Tíminn - 07.04.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.04.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 7. apríl 1988 Fimmtudagur 7. apríl 1988 Tíminn 11 LiSTUNARÁÆTUIN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Aarhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla fimmtudaga Gautaborg: Alla föstudaga Varberg: Annan hvern laugardag Moss: Annan hvern laugardaga Larvik: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: TimS .............. 11/4 Gloucester: Jökulfell.......... 19/4 JökulfeJI.......... 10/5 New York: Jökulfell...........21/4 Jökulfell.......... 12/5 Portsmouth: Jökulfell...........21/4 Jökulfell.......... 12/5 I* SKIPADEIID SAMBANDSINS LINDARGÖTU 9A • 101 REYKJAVÍK . SlMI 690100 i 11111 A A A ÍÞRÓTTIR iij*i:!! lllllllllllll lllllll! Illllll TÁKN TRAUSTRA FLUTNINGA BILALEIGA meö útibú allt í kringum landiö, gera þér mögulegt aö leigja bíl á einum staö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bila erlendig interRent Bílaleiga Akureyrar I mr I Frá Erni l»órarin>syni, fréUaritara Tímans í Fljótum Landslið íslands í skíðagöngu dvaldi fyrir pásk- ana við æfíngar í Fljótum í boði heimamanna. Um var að ræða átta göngumenn, þá Hauk Eiríksson, Sigurgeir Svavarsson, Baldur Hermannsson, og Rögnvald Ingþórsson, scm skipa svokallað A- og B- landslið. Einnig voru í hópnum Ólafur Valsson Siglufírði og Ólafsfírðingarnir Bjöm Þór Ólafsson, Ólafur Björnsson og Guðmundur Óskarsson. Þcssir kappar æfðu af fullum krafti undir stjórn sænska landsliðsþjálfarans Mats Vesterlunds. Auk þess voru með hópnum Ingþór Bjarnason sem sæti á í norrænunefnd Skíðasambands íslands. Rétt er að taka fram að Einar Ólafsson hafði ckki tök á að vera með hópnum þessa daga. Má segja að þetta hafi verið lokaundirbúningurinn hjá göngu- mönnunum fyrir skíðalandsmótið sem fram fcr 14.-17. apríl nk. á Akureyri. Göngumennimir dvöldu við æfingar til föstu- dags, en héldu síðan til Ólafsfjarðar þar scm Fjarðargangan var sl. laugardag. Þar réðust úrslit í Islandsgöngunni. Þeir Haukur Eiríksson, Sigurð- ur Aðalsteinsson og Rúnar Sigmundsson, allir frá Akureyri, tryggðu sér sigur, hver í sínum fíokki, þrátt fyrir að enn sé eftir eitt mót af fimm sem eru liður í þessarí kcppni. Landsliðsþjálfarinn sænski hefur auk þess að þjálfa keppnismennina lciðheint börnum og ung- lingum um ýmislegt varðandi skíðaíþróttina og hefur talsvcrður fjöldi notfært sér lciðbeiningar hans í góða vcðrinu undanfarna daga. Ástæðan fyrir því aö skíðamönnunum var boðið að dvelja í Fljótum er sú að heimamenn tóku á dögunum nýjan snjóbíl í notkun cn hann mun gerbreyta allri aðstöðu til skíðaiðkunar í Fljótum. Skiðafótkið á leið á ælingu. Tímamynd Om Níunda islandsmót iþróttasambands fatlaðra í boccia, hogfími, horðtcnnis og lyftingum var lialdiö í Reykjavík fyrir skömniu. A mótið voru skráðir um 150 keppendur frá 12 félögum og var keppl í flokkum hreyfíhamlaðra, heyrnardaufra, þroskaheftra og blindra og sjónskertra. Keppt ver i fyrsta sinn i deildum í boccia og mœltist það fyrirkomuiag m|ög vel fyrir. Haukur Gunnnrason tFR sigradi í 1. delld, Rut Sverrisdóttir fFA 1 2. deild, Olafur Ólafsson ösp i 3. dolld og Þár Jóhannsson Snerpu i 4. deild. Heiga Bergmann ÍFR varð sigurvegori í U-flokki. Þar sigraði aveit lFA í sveitakeppninni og svoit sama Uðs vanrí 1. doildina an B-sveit Eikar sigraði í 2. deild. f bogfimi vann Óskar Konráðsson ÍFR með 449 stig. Eftirtaldir urðu í l. sssti í mismunandi flokkum i borðtonnis: Jón G. Hafsteinsson Öop, Sonja Agúntodóttir ösp, Guðmundur Kjartansson lH, Arný Sigurjónsdóttir tH, Elvar B. Thorarenson lFA, Elsa Stofánsdóttir lFR. Opinn flokkur: Elvar B. Thoraronson ÍFA, Slgurrós Karisdóttir tFA. 1 lyftingum sigraði Reynlr Kiristó- forsson ÍFR. Frá keppni C bogfimi á íslandsmóti fatlaðra. Timomynd Pjetur Handknattleikur, Island - Japan: DAPURT - Jafntefli í stórköflóttum og leiðinlegum handboltalandsleik Þriðji leikur íslendinga og Japana á handknattlciksvellinum verður vart í minnum hafður, nema ef vera skyldi fyrir það hversu fádæma leið- inlegur hann var. Niðurstaðan varð 17-17 jafntefli eftir vægast sagt köfl- óttan leik þar sem Japanirnir komust í 9-2 og 12-4. Mistök og aftur mistök einkenndu leikinn og þrátt fyrir lítið skor, alls 17 mörk og niðurstöðuna 7-5 í seinni hálfleik, var varnar- leikurinn slakur. Byrjunin á leiknum var nánast martröð fyrir íslensku leikmennina jafnt sem þá fáu áhorfendur sem létu sjá sig í Höllinni, Japanirnir komust í 9-2 og íslenska liðið gerði ekki mark í 11 mínútur. Japanirnir voru enn yfir 12-4 þegar Guðmundur Hrafnkelsson kom í markið jafn- framt því sem vörninni var breytt þannig að Þorgils Óttar lék fyrir framan og truflaði sóknarleik Japan- anna. Það gekk mjög vel og íslenska liðið skoraði 6 mörk í röð. Seinni hálfleikurinn byrjaði líka vel og þarna sitthvoru megin við hálfleik- inn átti íslenska liðið sinn besta - eða kannski skársta - kafla í leiknum. í iokin fengu fslendingar tækifæri á að skora sigurmarkið og höfðu til þess einar 50 sekúndur en eftir að hafa beðið fram á síðustu 5-10 sekúndur með að Ijúka sókn- inni, rétt eins og skynsemi hand- knattleiksmanna gerir ráð fyrir, lentu þeir í vandræðum með að finna glufu á vörninni og Sigurður Gunnarsson tók til þess bragðs að skjóta úr vonlausu færi með sam- hljóðandi árangri. Niðurstaðan varð því jafntefli. Guðmundur Hrafnkelsson var besti maður íslenska liðsins í þessum leik og Júlíus Jónasson og Þorgils Óttar Mathiesen léku einnig nokkuð vel. Guðmundur Guðmundsson gerði sömuleiðis lítið sem ekkert af mistökum en það sama verður því miður ekki sagt um aðra leikmenn. Maður leiksins var hinsvegar jap- anski markvörðurinn Yukihiro Has- himoto sem varði 19 skot, þar af 2 víti. Þessi leikur var eins og hinir tveir æfingaleikur og leikinn án nokkurra af okkar allra sterkustu leikmönn- um. Verður að skoða hann sem slíkan en það verður að segjast eins og er að jafnvel miðað við það var hann lélegur. Það verður svo bara að hugga sig við það að þetta var jú æfingaleikur og verið að reyna ýmis- legt sem verður þá orðið fullreynt áður en að Ólympíuleikunum kemur. Helstu tölur: 1-0, 1-2, 2-2, 2-9, 4-9, 4-12, 10-12 - 10-13, 14-13, 14-14, 15-14, 15-17, 17-17. Mörkin, ísland: Júlíus Jónasson 5, Atli Hilmarsson 3, Bjarki Sigurðsson 3, Sigurður Gunnarsson 3(3), Þorgils Óttar Mathiesen 2, Guðmundur Guðmundsson 1. Guðmundur Hrafnkelsson varði 9(1) skot og Einar Þor- varðarson 2. Japan: Yamamura 4, Miyashita 3, Fujii 2, Takamura 2, Shudo 2, Yamamoto 2(1), Nikawadori 1, Tamamura 1. Hashimoto varði 19(2) skot. - HÁ Úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik: Njarðvíkursigur í skemmtilegum leik Atli Hilmarsson í leiknum. tekinn föstum tökum af Izumi Fujii. Atli skoraði þrjú mörk Tímamynd Pjetur. Frá Margréti Sanders fréttaritara Tímans í Njarðvík: UMFN sigraði Val 88-75 í úrslita- keppninni í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í Njarðvík í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 43-38. Leikurinn var bæði skemmtilegur og spennandi, jafnt var fyrstu mínút- urnar og mikill hraði í leiknum. Síðan náðu Valsmenn yfirhöndinni, hittu vel á meðan ekkert gekk hjá Njarðvíkingum. Þeir breyttu þá yfir í svæðisvörn. Við því áttu Valsmenn ekkert svar og Njarðvíkingar leiddu í leikhléi, 43-38. Njarðvíkingar komu mjög ákveðnir í síðari hálfleikinn og skor- uðu hverja körfuna á fætur annarri. Um miðjan hálfleikinn fengu þeir dæmdar á sig tvær ásetningsvillur og nýttu Valsmenn sér það, fengu þá átta stig úr tveimur sóknum og komust með því aftur inn í leikinn auk þess sem Svali Björgvinsson lék mjög vel, gerði 12 stig í seinni hálfleiknum. Njarðvíkingar voru sterkari á endasprettinum, spiluðu öruggt og sigruðu eins og áður sagði 88-75. Byrjunarlið þeirra stóð sig allt vel, Valur og Hreiðar bæði í vörn og sókn, Helgi og Sturla góðir í frá- köstunum, Sturla sér í lagi í síðari hálfleik og Teitur lék einnig vel meðan hans naut við en hann lenti í villuvandræðum í síðari hálfleik og lék þá lítið. Hjá Val var Svali bestur í síðari hálfleik og Þorvaldur og Torfi stóðu sig einnig vel. Helstu tölur: 8-8, 18-26, 26-27, 34-33, 43-38 - 49-40, 57-45, 61-58, 65-64, 70-68, 83-73, 88-75. Stigin, UMFN: Teitur Örlygsson 24, Hreið- ar Hreiðarsson 16, Valur Inaimundarson 16, Helgi Rafnsson 13, Sturla Örlygsson 8. Isak Tómasson 5, Friðrik Rúnarsson 4, Árni Lárus- son 2. Valur: Torfi Magnússon 16, Svali Björgvinsson 14, Þorvaldur Geirsson 13, Björn Zoéga 10, Leifur Gústafsson 10, Einar Ólafsson 7, Tómas Holton 5. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Gunnar Valgeirsson. Þeir stóðu sig ágætlega í fyrri hálfleik en Jón Otti var mjög slakur í þeim síðari. Teitur Örlygsson var stigahæstur Njarðvíkinga með 24 stig. íslandsmót einstak- linga í keilu: Alois Raschhofcr og Sólveig' Guðmundsdóttir urðu ísiands- meistarar einstaklinga í keilu en mótinu luuk fyrir skömmu. í því ióku þátt 104 keppendur. Leiknir voru 12 leikir í undankeppni og komust 10 efstu í hvorum flokki í milliriðil. Þar voru leiknir 18 leikir og 5 efstu kepptu síðan til úrslita. Alois sigraði i karlafíokknum árið í röð en Halldór Sigurðsson varð annar og Halldór Ragnar Halldórsson hafnaði í þriðja sæti. Alois npði hæstu seríu í karlafíokki og Hjálmtýr Ingason hæsta skori í einuin leik. í kvennaflokki varð Hciðrún Þor- hjömsdóttir í 2. sæti og Ásdís Steingrímsdóttir í því þriðja en Sólveig náði hæstu seríu og hæsta leik. -HÁ fslundsmeistarar í keilu 1988, Alois Rasehhofer og Sólveig Guðmundsdóttir. Evrópukeppnin í knattspyrnu, undanurslit: Real náði aðeins jafntef li gegn PSV Stórleik gærkvöldsins í undan- úrslitum í Evrópukeppninni í knatt- spyrnu, leik Real Madrid og PSV Eindhoven lauk með jafntefli, 1-1. Leikið var á heimavelli Real í Mad- rid en að hálfum mánuði liðnum eigast liðin við að nýju í Hollandi. Real fékk óskabyrjun þegar brotið var á Hugo Sanchez innan vítateigs strax á 6. mínútu. Hann skoraði Bandaríski háskólakörfuboltinn: Kansas hreppti titilinn Stjarna háskólaboltans, Danny Manning, var hetja Kansasliðsins þegar þeir lögðu Oklahoma að velli með 83 stigum gegn 79 í úrslitaleik bandaríska háskólameistaramótsins í körfuknattleik á mánudagskvöldið. Manning skoraði 31 stig og tók 18 fráköst í hnífjöfnum og spennandi leik gegn Oklahomaliðinu sem hafði sigrað Kansas tvívegis á þessu keppnistímabili. Manning sem var kosinn maður úrslitakeppninnar skoraði mikilvæg stig á lokasekúnd- unum en í liði Kansas var Dave Sieger stigahæstur með 22 stig, þar af 21 úr þriggja stiga skotum sem er met. - HÁ/Reuter. sjálfur úr vítinu og allt virtist benda til öruggs heimasigurs. En hollensku meistararnir komust aftur inn í leik- inn og Edward Linskens skoraði jöfnunarmarkið á 20. mínútu. Þegar íeið á leikinn náði PSV yfirhöndinni og 90.000 spænskir aðdáendur Real blístruðu og bauluðu á sfna menn undir lokin. I hinum leiknum í meistarakeppn- inni gerðu Steaua Búkarest og Ben- fica markalaust jafntefli í Búkarest. f Evrópukeppni bikarhafa vann Mechelen Atalanta 2-1 og Marseille tapaði 0-3 fyrir AJax Amsterdam á heimavelli, góður dagur hjá hol- lensku liðunurn. Leverkusen vann Werder Bremen 1-0 í Evrópukeppni félagsliða og Club Brugge lagði Esp- anol2-0ísömukeuDni. -HÁ/Reuter samaRa 1500 Þegar hugað er að bílakaupum,vakna margar spurningar, m.a. hver er tilgangur bílsins, hverjar eru aðstæðurnar o.s.frv. Hér að neðan gefur að líta nokkrar staðreyndir um Lada Samara. Sem dæmi má nefna framúrskarandi fjöðrun, hátt undir lægsta punkt, kraftmikill og sparneytinn. Sé einhverjum spurningum ósvarað, ræddu þá við sölumenn okkar, sem gefa nánari upplýs- ingar um Lada Samara og ath. að verðið er engin spurning. LADA 1 X 2 Potturinn var þrefaldur á laugardaginn og ungur maður í Kópavogi er vafalaust hinn ánægðasti með það því hann var einn með 12 rétta.á hvítan seðil, og vann kr. 2.961.160,- Með 11 rétta voru 58 raðir, vimnngur á hverja kr. 8.751.- Spá fjölmiðlanna fyrir næstu viku er þessi: LEIKVIKA32 Leikir 9. apríl 1988 Tíminn 4D > Q > *o 'O 'n. Dagur RÚV. Bylgjan CVJ «o :0 CD Stjarnan 1. Luton-Wimbledon' 2 X 2 1 1 2 2 1 2 2. Nott’mForest-Liverpool1 2 X 2 1 X 2 2 2 2 3. Chelsea-Derby2 X 1 1 1 1 1 1 X 1 4. Coventry-Charlton2 1 X 1 1 1 1 1 1 1 5. Newcastle-Q.P.R.2 X 1 1 2 1 1 1 1 2 6. Southampton-Arsenal2 2 2 2 X X X 2 X X 7. Watford-Oxford2 1 X 1 X 1 1 1 2 2 8. CrystalPalace-AstonVilla3 2 1 2 X 1 1 1 2 1 9. Middlesbro-Man.City3 1 1 1 1 1 1 1 X 1 10. Oldham-Stoke3 X 1 1 1 1 1 1 h X 11. Swindon-Blackburn3 2 1 1 2 2 1 2 z 1 12. W.B.A.-Leicester3 X 1 1 1 X X 1 1 1 Staöan: 148 154 173 151 156 155 171 159 157 1 =Undanúrslit bikarkeppninnar 2=1. deild 3=2. deild Opið á laugardögum frá kl. 10—16. Beinn sími í söludeild: 31236. Framdrifsbíllá |f« Q4Q aaa algjöru undraverði: 01 OiUUUj” BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR Suðurlandsbraut 14. Sími 681200. UmboAsaðilar: Bílás, Akranesi. S. 93-12622. Jóhannes Kristjánsson, Akureyri. S. 96-23630. Bílaleiga Húsavíkur. S. 96-41888.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.