Tíminn - 07.04.1988, Blaðsíða 20
Sparisjóösvextir
á tékkareikninga
meö
hávaxtakjörum
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HR
Okeypis jijónusta
U&.
Tíminn
HRESSA
KÆTA
'mmmm
Lögreglan hirti byssur og skot af tveimur skotvörgum í Hvalfirði:
SOGÐU ÆDARBUKANN
AF Æn „STEGGANDARI
Vegfarandi stöðvaði á
páskadag lögreglubifreið í
eftirliti í Hvalfirði og benti
lögreglunni á tvo skotglaða
menn, sem skutu á fugl
skammt frá Hvammsvík í Kjós.
Hann hafði tekið niður hjá sér
skráningarnúmer bifreiðarinn-
ar, sem veiðimennirnir óku, og
fann lögreglan þá, þar sem þeir
voru að tygja sig af stað og
höfðu lagt byssur sínar tvær í
aftursætið. Báðar voru hlaðnar
og skot í hlaupi annarrar. Þar
er mjög óvarlega farið og fann
lögreglan að þessu við byssu-
menninna.
Önnur var haglabyssa af algengri
gerð. Hin stór Colt AR15SP fjöl-
skota riffill með hlaupvídd 223.
„Hálfgert Víet Nam verkfæri,"
sagði Skarphéðinn Njálsson, annar
lögregluþjónanna tveggja, sem
gegndu tilkynningu sjónarvottar-
ins. „Slíkt vopn á ekki að vera í
höndum almennings. Því hefur ef
til vill valdið misskilningur, að
gefið var leyfi fyrir innflutningi og
sölu á slíku áhaldi. Pað getur
drepið í þriggja kílómetra
fjarlægð. Það ber aö taka fram, að
þarna voru engir unglingar á ferð,
heldur fullorðnir menn. Þar sem
þeir voru að skjóta, hefði kúlan
hæglega getað senst yfir útivistar-
svæði, þar sem var fólk að tína
krækling í fjörunni." Það er nú í
athugun, hvort lögum samkvæmt •
hafi verið leyfilegt að veita heimild
fyrir slíku vopni. Haglabyssunni
hafði auk þess verið breytt úr því
að rúma þrjú skot í það, að rúma
fimm skot. Mennirnir höfðu báðir
skotvopnaleyfi. Annar þeirra
kvaðst vera félagi í virðulegu skot-
félagi og báðir sögðust kunna
nokkuð fyrir sér í fagi skotveiði-
mannsins og þekkja ákvæði fugla-
friðunarlaga.
Þeir viðurkenndu að hafa hleypt
tíu eða tólf skotum af hagla-
byssunni, en þvertóku fyrir að hafa
skotið á fugl eða að hafa notað
Friðaður blikinn var skotinn á páskadag, en skotvargarnir töldu hann vera „steggönd“ eða stokkönd. Þeir voru með auk haglabyssunnar “hálfgert
Víet Nam verkfæri“, sem verið er að athuga hvort sé löglegt. (Tíminn: Pjetur)
stóra riffilinn. Hann var þó
hlaðinn, sem áður sagði. En veg-
farandinn, sem hafði haft tal af
lögreglunni, fullyrti að hafa séð
æðarfugl fljúga í ofboði upp af
sjónum um leið og skotið var.
í Hvalfirði er mikið urn æðar-
fugl, sem er friðaður allt árið um
kring. Lögreglan fór því fram á, að
mennirnir opnuðu farangursrým-
ið.
Þar blasti við þeim nýskotinn
æðarbliki. Blikinn er auðþekkjan-
legur fugl, hvítur og svartur á lit.
Þegar lögregla spurði hverju þetta
sætti, svöruðu skotvargarnir tveir
því til, að þetta væri misskilningur.
Þarna lægi dauð svokölluð
„steggönd". En slík önd er ekki til
og það vissi lögreglan. Því nefndu
byssumennirnir nýskírðu stegg-
öndina „stokkönd". Steggurstokk-
andar er, svo sem þeir vita sem
skoðað hafa fuglana á Reykjavík-
urtjörn, með grænlitt höfuð. Auk
þess rann veiðitímabil stokkandar
út 31. mars. Sá fyrirsláttur dugði
því ekki.
Lyktir urðu því þær, að lögrcgl-
an tók fuglinn, skotvopnin og skot-
færin í sína vörslu við hávær mót-
mæli skotveiðimannanna, sem
kváðust vera á leið í óbyggðir á
skotæfingu.
Vopn ntannanna tveggja eru
skráð f Hafnarfirði og þangað var
málið sent frá Reykjavíkurlögreglu
í gærdag. Vegna þrætunnar um
tegund fuglsins varð að kalla til
Ævar Petersen, fuglafræðing hjá
Náttúrufræðistofnun íslands, til að
kveða upp hinn endanlega dóm.
Hann staðfesti í votta viðurvist á
lögreglustöðinni við Hverfisgötu í
gær, að þar lægi fallinn æðarbliki.
Þj
i
Fréttamenn Ríkissjónvarps kosta stofnunina hálfa aöra milljón á ári:
Fá 30.000 fyrir Kastljós
„Þótt ég fari ekki að gaspra um þetta í fjölmiðlum, þýðir það
auðvitað ekki að ekki verði tekið á þessu máli,“ segir Ingimar
Ingimarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Ríkissjónvarps. Hann
vill ekki una ummælum Ingva Hrafns Jónssonar, fréttastjóra, um
sig í tímaritinu Nýju lífi og hyggst leysa deilurnar innanbúðar í
stofnuninni.
Ingimar var ráðinn til að draga
úr kostnaði við rekstur Sjónvarps-
ins, en aðgerðir hans hafa aflað
honum óvinsælda meðal starfs-
manna fréttastofu Sjónvarpsins.
Meðal annars hefur hann skorið
niður fjölda fréttaskýringaþátta,
svo sem Kastljóss, en fréttamenn
fá rúmlega 29.000 krónur að laun-
um fyrir umsjón hvers þeirra. Auk
þess afnam hann greiðslur til frétta-
manna fyrir lestur á fréttum, sem
voru tæplega kr. 2800 fyrir hvern
fréttatíma. Þessi ákvörðun sparar
Sjónvarpinu tæplega 2 miiljóna
króna kostnað á ári. í DV í gær cr
haft eftir Ingimari að það jafngilti
einum fréttamanni.
- Eru árslaun fréttamanns á
Sjónvarpi 2 milljónir króna?
„Þetta er afar villandi. Við höf-
um reiknað út, að ársverk á frétta-
stofu kosti stofnunina 1,5 milljónir
króna,“ svarar Ingimar. „Það eru
fyrst og fremst laun, en þar er
einnig reiknað með yfirvinnu og
einhverjum launakostnaði. Þessar
tæpu 2 milljónir eru vel rúmlegur
fréttamaður Sjónvarps."
þj