Tíminn - 04.05.1988, Síða 19
Miðvikudagur 4. maí 1988
Tíminn 19
“Iceland's Hofi“ (eins og segir
í enska blaðinu) sýnir aðskor-
inn svartan kvöldkjól í „Mari-
lyn Monroe stíl“ fyrir tískufyr-
irtækið Top Shop með tilheyr-
andi skartgripum
Við höfum oft séð
þessa mynd af Hófi í
bláa kjólnum sem hún
var í þegar hún vann
titilinn „Miss World“.
Hann er með einni
ermi, en Diana
prinsessa er mjög hrifin
af þessu sniði og hefur
oftar en einu sinni verið
mynduð í einerma
samkvæmiskjólum
am rið eftir að fegurðardrottningin okkar, Hólmfríður
Karlsdóttir. hlaut hinn eftirsótta titil „Miss World“ 1985,
þá var það eitt af skyldustörfum hennar að krýna nýkjörna
fegurðardrottningu næsta árs.
í sjónvarpsblaði frá 1986, þegar verið var að kynna hina
árlegu kosningu „Miss World“, var Hólmfríður að ljúka
„fegurðardrottningarárinu" sínu og hún var eftirsótt í
viðtöl og sem sýningarstúlka í London. Hún var m.a.
mynduð í gullfallegum svörtum hlýralausum kvöldkjól frá
Top Shop og með skartgripi frá Rocks. Förðun og
hárgreiðsla var í höndum Val MacDonald, er sagt í
myndartexta.
f viðtali við Hólmfríði er hún spurð um hvernig kjóla stúlkur í
fegurðarsamkeppni eigi helst að velja sér. Hófí segir þar, að blái
glitrandi kjóllinn, sem hún var í í keppninni, hafi áreiðanlega haft
sitt að segja fyrir hana. Kjóllinn var mjög klæðilegur og liturinn
fór vel við augun. Hún segist trúa því, að skærlitir og glitrandi
kjólar séu heppilegir fyrir stúlkur á sviðinu í keppninni, því að þá
veki þær frekar athygli. En fyrst og fremst þarf kjóllinn að vera
þannig að stúlkan finni að flíkin klæði hana og henni líði vel í
kjólnum. Annars geti hún ekki tekið sig vel út og verið eðlileg.
Eric Morley, sem enn sér um „Miss World“ keppnina, hélt hina
fyrstu árið 1951. Þá vann sænska stúlkan Kiki Haakonson. Pá voru
stúlkurnar í bikini-sundfötum í keppninni, en næsta ár komu þær
fram í heilum sundbolum, og þannig hefur það verið síðan. Það
ár komu fegurðardísirnar líka fyrst fram í kvöldkjólum. Þá vann
aftur sænsk stúlka titilinn. Hún hét May Louise Flodin.
Þá er sagt í greininni, að Diana
prinsessa hafi mikið dálæti á ..Afcw...:
kvöldkjólum með einni ermi (ein^
og blái sigurkjóllinn hennar Hófíj "’ Jg
og eins hefur Diana sýnt sig við 'Æ
hátíðleg tækifæri í hlýralausum
samkvæmiskjólum, svipuðum og flfc, *►*
Hólmfríður sýnir hér á ftéíM
myndunum.
Þessi tíska var mjög vinsæl á
sjötta áratugnum og hefur skotið
upp kollinum við og við síðan.
Einkum er hún vinsæl hjá
fegurðardrottningum og öðrum
fögrum konum sem geta borið slíka
kjóla svo vel fari.
Sænska stúlkan May Louise
Flodin sem vann 1952 var í
hlýralausum kjól með víðu
„tjullpilsi“