Tíminn - 04.05.1988, Side 20

Tíminn - 04.05.1988, Side 20
Sparisjóðsvextir qg yfirdráttur á téKKareiKnirgum SAMVINNUBANKI (SLANDS HF. Auglysingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Okeypis þjónusta Tíminn HRESSA KÆTA Stefán Ólafsson bústjóri Kanínumidstödvarínnar í Eitt stærsta angórakanínubú í Evrópu Kanínumiöstöðin í Njarðvík, leggur upp laupana: Kanínumiðstöðin hætt, þúsund kanínur seldar Kanínumiðstöðin í Njarðvík, langstærsta kanínubú landsins, og jafnframt eitt stærsta angórak- anínubú Evrópu, hefur nú hætt rekstri og er nú verið að selja „innanstokksmuni“ búsins ásamt áhöfninni sjálfri, sem eru angóra- kanínur af völdum þýskum Zika stofni. Kanínumiðstöðin, sem er í eigu Járniðnaðar og pípulagning- averktaka á Keflavíkurflugvelli, var hleypt af stokkunum árið 1984. Þá voru 126 kanínur fluttar inn frá Þýskalandi. Sfðan hefur búið eflst og dafnað og flest voru dýrin um 2600, en voru í kringum 1000 talsins, þegar rekstrinum var hætt. Að sögn Stefáns Ólafssonar, bústjóra Kanínumiðstöðvarinn- ar, er meginskýringin á sölu fyrir- tækisins fjárhagserfiðleikar, minnkandi tekjur, fjármagns- kostnaður og mikill launakostn- aður. Hjá fyrirtækinu hafa verið 6 starfsmenn á launum, 4 við klippingu og 2 við umhirðu kan- ínanna. Stefán telur að miðað við nú- verandi aðstæður sé ekki unnt að reka slíkt fyrirtæki. Hann bendir á að í dag sé skilaverð til bænda tæpar 2000 krónur fyrir kító l.flokks ullar (þess má geta að ársafrakstur af einni angórakan- ínu er nálægt einu kílói af ull), en til að endar nái saman í rekstri Kanínumiðstöðvarinnar þurfi 2900 krónur fyrir kílóið. Hinsveg- ar fengust rúmar 5000 krónur fyrir kílóið (á núvirði) á hveiti- brauðsdögum búsins, árið 1984. Á árunum 1985 og 1986 fór verðið niður á við, og á síðast- liðnu ári enn neðar. Stefán segir að lögmál framboðs og eftir- spurnar ráði alfarið því verði sem unnt er að greiða til bænda fyrir framleiðsluna. f augnablikinu sé mikið framboð af kanínuull í heiminum og verð af þeim sökum í lægri kantinum. í ljósi þessarar staðreyndar vaknar sú spurning hvort grund- völlur sé fyrir bændur að stunda kanínurækt. Stefán telur að svo sé, a.m.k. ef rekstur hennar er ekki með verksmiðjusniði með tilheyrandi launa-, fóður og fjár- magnskostnaði. Undir þetta tek- ur formaður Landssambands kanínubænda, Gunnlaugur Magnússon, Miðfelli I í Hruna- mannahreppi. Að hans sögn er fjöldi kanínubænda í dag, sam- kvæmt forðagæsluskýrslum, 87 talsins, en ætla má að þeir séu nokkru fleiri, eða nálægt 100. „Kanínubúskapur er eflaust skuldlausasti búskapur sem til er. Það hafa einungis 3 fengið lán að einhverju marki, þannig að grein- in hefur að mestu fjármagnað sig sjálf. Þessir 87 aðilar koma út með 50 kanínur að meðaltali," sagði Gunnlaugur. Stefán Ólafsson segir að e.t.v. megi segja að markaðurinn fyrir kanínuull hafi ekki verið nægi- lega kannaður áður en farið var af stað með Kanínumiðstöðina. Menn hafi farið út í þennan rekstur fullir bjartsýni á sínum tíma, enda hafi heimsmarkaðs- verðið þá verið mjög gott. Öll sú kanínuull, eða fiður, sem til fellur hérlendis, fer til Fínullar í Mosfellsbæ, sem hefur á sínu fyrsta starfsári mest nýtt hana í framleiðslu á nærfatnaði. Kanínumiðstöðin hefur framleitt um 2 tonn árlega, sem er tæpur helmingurinnlends hráefnis. Inn- lenda ullin er einungis lítill hluti þess hráefnis, sem verksmiðjan þarf nú til framleiðslunnar. Ullin sem upp á vantar er flutt inn. Sigurður Sigurðarson, hjá Fínull, segir að vissulega sé slæmt fyrir verksmiðjuna að Kanínu- miðstöðin skuli nú leggja upp laupana, en hinsvegar hafi þetta ekki úrslitaáhrif fyrir rekstur Fín- ullar. Þessu verði að mæta með auknum innflutningi kanínuullar. „Þó svo að við vildum frekar skipta við innlenda aðila, vegna þess að íslenska ullin er mjög góð, breytir þetta ekki öllu fyrir reksturinn hjá Fínull þótt einn framleiðandi hætti. Við kaupum hvort eð er bróðurpart þess hrá- efnis, sem við þurfum, erlendis frá,“ sagði Sigurður Sigurðarson. óþh HANDBOLTA-BÍLAHAPPDRÆTTIÐ LOKAATAKIÐ: Stöndum saman - ISLAND á verðlaunapall á ólympíuleikunum’ Sameiginlegt átak okkar gerir það mögulegt. % Dregið 9. MAI næstkoman Greiðum heimsendan gíróseðil (k

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.