Tíminn - 19.05.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Fimmtudagur 19. maí 1988
ÍÞRÓTTIR
Úrslitakeppnin á Evrópumóti landsliða í knattspyrnu er skammt undan:
England
friand
Holland
Sovétrikin
V-Þýskaland
Spinn
ftalia
Er ennþá eitthvað eftir af
danska dínam'itinu?
Bern?
1U8 7 1JEFA
Kanínan Bemi er tákn
úrslitakeppninnar í V-
Þýskalandi.
Eftir þrjár vikur hefst í Vestur-
Þýskalandi úrslitakeppni Evrópu-
móts landsliða í knattspyrnu, við-
burður sem beðið er eftir með
mikilii eftirvæntingu um alla álf-
una. íslendingar fara ekki varhluta
af veislunni því Sjónvarpið mun
gera mótinu góð skil eins og Tím-
inn hefur þegar greint frá.
Átta landslið keppa um hinn
eftirsótta Evrópumeistaratitil en
núverandi meistarar, Frakkar,
verða Ijarri góðu gamni. Þeir voru
eins og knattspyrnuáhugamenn
muna með íslendingum og Sovét-
mönnum í riðli í undankeppninni
og máttu m.a. sjá á eftir stigi á
Laugardalsvellinum, eins og
reyndar Sovétmenn líka.
Liðin átta sem keppa í úrslita-
keppninni era gestgjafarair V-
Þjóðverjar, ftalir sem urðu síðast
Evrópumeistarar 1968 en komust
ekki í úrslit ‘84, Danir sem féllu út
í undanúrslitum síðast eftir víta-
spyrnukeppni og Spánverjar sem
urðu í öðru sæti ’84. í 2. riðli keppa
Englendingar sem best hafa náð
þriðja sæti í keppninni, írar sem
ekki hafa komist í úrslit síðan ’64,
Hollendingar sem hæst hafa náð í
þriðja sæti og Sovétmenn sem
urðu Evrópumeistarar 1960 og í
öðru sæti 1964 og 1972.
Danska dýnamítið altt sprungið?
Danirnir voru „spútniklið“
keppninnar árið 1984 sem haldin
var í Frakklandi. Þeir léku þá mjög
hraða og skemmtilega sóknar-
knattspyrau, leikaðferð sem þeir
beittu einnig með góðum árangri á
HM í Mexíkó 1986. Síðan hefur
hallað undan fæti og danska liðið
sem áður var svo sókndjarft skor-
aði aðeins 4 mörk í 8 leikjum
undankeppinnar. Danirnir þykja
þó á uppleið um þessar mundir og
er það m.a. haft til marks að þeir
skoruðu tvö mörk í sama lands-.
leiknum fyrir skemmstu, nokkuð
sem ekki hefur sést síðan í Mexíkó.
Sepp Piontek landsliðsþjálfari
hefur sagt að EM sé aðeins við-
komustaður á leiðinni á HM sem
verður á ftalíu 1990. Þá verður
búið að yngja upp en spurningin er
sú hvort liðið frá ’84 og ’86 nær að
sýna bestu hliðamar enn einu sinni.
Þeir „gömlu“ eru flestir enn með í
myndinni hjá Piontek. Elkjær,
Sören Lerby, Frank Araesen og
Morten Olsen eru allir með í
undirbúningnum. Einnig Michael
Laudrup og Jan Mölby sem báðir
eru innan við aldarfjórðungs gaml-
ir en þó taldir til gamlingjanna. Af
yngri mönnunum sem búast má við
að sjá í V-Þýskalandi má nefna
Flemming Povlsen leikmann FC
Köln, Lars Olslen fyrirliða Ólymp-
íulandsliðsins, Claus Nielsen
markakóng dönsku deildarinnar og
John Jensen leikmann ársins hjá
Bröndby.
„We are red, we are white, we
are danish dynamite“ sungu áhang-
endurair en það verður í júní sem
í Ijós kemur hvort er eitthvað er
ennþá eftir af danska dýnamýtinu.
- HÁ
*** NOTAÐIR ***
HEYHLEÐSLUVAGNAR
CLAAS LWG árg. ’82, lítið notaður. Verð kr. 210.000.-
CLAAS LWG árg. '81, ný yfirfarinn. Verð kr. 170.000.-
CLAAS LWG árg. ’78, ný yfirfarinn. Verð kr. 135.000.-
íslandsmótið í
knattspyrnu, 1. deild
Heima-
Valur og Leiftur eigast við i 2.
umferð 1. deildar karla á íslands-
mótinu ■ knattspymu. Leikurinn
átti að vera á Valsvcllinum í
kvöld en þar sem grasvöllurinn er
ekki tilbúinn og ekki tókst að fá
annan völl hefur leiktima og stað
verið breytt. Leikurinn fer fram
á Olafsfirði annaðkvöld, föstudag
20.5. kl. 20.00 en heimaleikur
Vals verður í tok júlí.
ÍBK og KR lcika eltir sem áður
sinn leik í kvöld og hefst hann kl.
20.00 í Keflavík. Annarri umferð-
inni lýkur svo á laugardaginn
þegar eigast við Völsungur og
Víkingur, Þór og Fram og Vík-
ingur gegn KA.Síðasttalda leikn-
um hefur verið seinkað til kl.
15.00 og verður hann leikinn á
gervigrasvellinum í Laugardal en
hinir tveir hefjast kl. 14.00„ HÁ