Tíminn - 27.05.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.05.1988, Blaðsíða 3
Föstudagur 27. maí 1988 Tíminn 3 Spáð er 45% verðbólgu í sumar: Takmórkuð trygging í rauðu strikunum? Seinkun kjarasamninga margra stórra launþegasamtaka hefur haldið það mikið aftur af hækkunum á framfærsluvisitölunni undanfama mánuði að talið er víst að hún verði enn undir „rauða strikinu“ (263 stig) þann 1. júlí n.k. þrátt fyrir miklar verðlags- hækkanir í kjölfar gengisfellingarinnar nú um miðjan maí. T.d. er reiknað með að framfærsluvísitalan komi til með að hækka í kringum 7% frá maí og fram í júlí og hátt í 10% fram í ágúst. strik gæti í fyrsta lagi haft smávegis áhrif til tryggingar kaupmáttar eftir hálft ár (2-3% samkvæmt nýjustu verðbólgu- spám). í ljósi þessa sýnist fjaðrafok á stjórnarheimilinu út af því hvort afnema skyldi „rauðu strikin“ eða láta þau gilda áfram svolítið í ætt við storm í vatnsglasi - ekki síst ef hin litlu áhrif sem þau gætu haft verða að engu gerð þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Þegar rauðu strikin voru ákveðin í febrúar og mars s.l. var gengið út frá því að allur vinnumarkaðurinn mundi þá fljótlega semja á svipuð- um nótum og kjarasamningar sem þá höfðu verið gerðir á vegum Verkamannasambandsins. Sú varð hins vegar ekki raunin á, heldur drógust samningar svo að laun sumra hækka fyrst nú 1. júní n.k. Þar sem launahækkanir eru einn stærsti áhrifavaldurinn í verð- bólguþróuninni myndaði þessi frestun samninga nokkurskonar „inneign" í framfærsluvísitðlunni, sem kemur á móti verðhækkunum vegna gengisfellingarinnar. Hjá ASÍ hefur verið reiknuð úr líkleg þróun framfærsluvísitölunn- ar næstu mánuðina. Reiknað er með að hún fari í 252 stig í júní (2,9% hækkun frá maí), í 263 stig í júlí (4,4% hækkun frá júní) og tæp 269 stig í ágúst (2% hækkun frá júlí). Verðbólgan þessa 3 sumarmánuði jafngildir því um 45% verðbólgu á heilu ári. Hins vegar er gert ráð fyrir að verulega fari að draga úr verðlagshækkun- um síðustu mánuði ársins. Rauða strikið í nóvember miðast við 274 stig, en þá reiknast mönn- um til að vísitalan verði komin í 282 stig. Gangi það eftir hefur verðlag þá hækkað um nær 28% á einu ári, þ.e frá nóvember 1987. Hagfræðingar sem Tíminn ræddi við hafa þó nokkra fyrirvara á verðbólguspám sínum. Með verð- mælingu í júní kæmi t.d. betur í ljós hver þróunin yrði. Önnur spurning er hvort eða hve miklar hækkanir verða leyfðar á gjald- skrám opinberrar þjónustu, bæði hjá ríki og bæjarfélögum. - HEI Kaupmáttaraukning hjá iðnaðarmönnum um 50% en verkamönnum 30% á 2 árum: Þeir hæst launuðu fengu mestu kauphækkanirnar Iönaðarmenn héldu áfram spretthiaupi sínu upp launastigana á síðasta fjórðungi ársins 1987. Með nær 56% meðalhækkun tíma- kaups hafði iðnaðarmönnum þá tekist að auka kaupmátt dagvinnu- launa sinna um 26% á einu ári, eða hátt í 20% umfram það sem verkafólk og afgreiðslukonur þurftu að sætta sig við. Meðallaun iðnaðarmanna fyrir dagvinnuna höfðu þá hækkað úr rúmlega 45 í 70 þús. á mánuði á einu ári. Og heildartekjur iðnaðarmanna úr um 68 þús. upp í góð 100 þús. á mánuði þrátt fyrir um 10 stunda styttingu meðalvinnutíma frá fyrra ári, en hefðu farið í kring um 105 þús. með sama vinnutíma. Það svarar til um 20 þús. króna hækkunar mánaðarlauna umfram vísitöluhækkanir. á að afgreiðslustúlkurnar næðu mán- aðartakjum iðnaðarmannanna. Heildarlaun á mánuði voru að með- altali sem hér segir á síðustu 3 mánuðum síðasta árs: Það er þessi áframhaldandi sigur- ganga iðnaðarmannanna fram úr öðrum í launakapphlaupinu sem mesta athygli vekur £ nýjustu niður- stöðum Kjararannsóknarnefndar, sem fengnar voru úr launaúrtaki á 12. þúsund einstaklinga á síðasta fjórðungi ásins 1987. Á kaupmátt- armælikvarða = 100 árið 1980 voru iðnaðarmenn fyrir áramótin komnir upp í tæp 127 stig á meðan af- greiðslukonum hafði aðeins rúmlega tekist að endurheimta gamla kaup- máttinn, með tæp 104 stig. Hinar ASÍ starfsstéttirnar voru þarna á milli, frá verkakörlum með 108 stig upp í skrifstofukarla í tæplega 120 stigum. Hækkun greidds tímakaups ASÍ fólks milli 4. ársfjórðungs 1986 og 1987 reyndist um 42,4% að meðal- tali. Á sama tímabili hækkaði fram- færsluvísitalan um 23.6%, þannig að kaupmáttur jókstum 15,2% að með- altali. Mismunurinn milli stétta var hins vegar verulegur sem fyrr segir og má í grófum dráttum segja að lægstu launin hafi hækkað minnst og þau hæstu mest. Þannig máttu verka- og afgreiðslukarlar og konur í af- greiðslu og skrifstofustörfum sætta sig við 10-12% kaupmáttaraukningu (36- 40% kauphækkun), verkakon- urnar náðu heldur meira, en hjá skrifstofukörlum jókst kaupmáttur um 19% (47% kauphækkun) og iðnaðarmönnum um rúmlega 26% sem fyrr segir. Þessi munur gaf iðnaðarmanninum um 9.000 kr. hækkun dagvinnulauna umfram verkamanninn. Meðalvinnustundafjöldi á viku minnkaði hjá flestum framan- greindra starfsstétta, mest 2,2 hjá iðnaðarmönnum. Undantekningin er afgreiðslufólkið. Með 1,5 stunda lengingu vinnuvikunnar voru af- greiðslukonur komnar í tæplega 49 stunda vinnuviku að meðaltali og vantaði þá aðeins eina stund til að skila sama vinnutíma og iðnaðar- mennirnir. Þótt litlu munaði á vinnutímanum vantaði hins vegar um 41 þús. krónur Verkakonur . . . Afgreiðslukonur Skrifstofukonur . Verkakarlar . . . Afgreiðslukarlar Skrifstofukarlar . Iðnaðarmenn . . 58.200 kr. 59.600 kr. 64.100 kr. 72.200 kr. 79.100 kr. 93.900 kr. 100.600 kr. Til nokkurs samanburðar má geta þess að heildarlaun félagsmanna inn- an BSRB voru í kringum 75 þús. kr. að meðaltali í október 1987 - lægst í kringum 60 þús. kr. hjá póstmönn- um og starfsmannafélagi ríkisstofn- ana og hæst um 105 þús. hjá lög- reglumönnum. Kaupmáttur greidds tímakaups midad vid vísitölu framfærslukostnadar 140 130 120 110 100 90 Spretthlaup iðnaðarmanna fram úr verkafólki í kjarakapphlupinu frá þvi á síðari hluta ársins 1986 kemur glöggt fram á þessu línuriti Kjararann- sóknarnefndar. Þannig hafa iðnaðarmennirnir aukið kaupmátt sinna launa um 44% á rúmlega ári á meðan verkafólk hefur orðið að sætta sig við í kringum 20% aukningu. Verslunarfólkið vantar á þetta iínurit. En á skalanum til hægri væru afgreiðslukonur aðeins komnar í um 104, afgreiðslukarlar og skrífstofukonur í 113-114 og skrifstofukarlar í um 120, þ.e. mitt á milli verkafólksins og iðnaðarmannanna. Upplýsingar um laun ASÍ fólks hér að framan miðast við heildarúr- tak launa á 12. þús. launþega hjá 126 fyrirtækjum. En af þessum einstakl- ingum voru um 4.800 einnig í úrtaki ári áður, þ.e. eru enn í sama starfi. Kjararannsóknamefnd kannaði launaþróun þess hóps sérstaklega og kom í ljós að dagvinnulaun hans höfðu breyst nokkuð á annan hátt heldur en meðaltal heildarúrtaksins. Mesta athygli vekur að afgreiðslu- fólk í þessum hóp hafði fengið um 10% launahækkanir umfram með- altal alls úrtaksins, sem gæti bent til að kaupmenn hafi annað hvort farið út í nokkrar yfirborganir til að halda vönu fólki, eða verið sérlega spar- samir í greiðslum til nýráðins fólks. Hjá skrifstofufólkinu var hins vegar þveröfugt uppi á teningnum, þ.e. að laun föstu starfsmannanna hækkuðu 5-10% minna en í heildarúrtakinu. VMSÍ mótmælir hliðarráöstöfunum: Atlaga að launafólki Framkvæmdastjórn Vinnu-. málasambands íslands ítrekaði einróma á fundi s.l. miðvikudag, samþykkt aukaþings VMSÍ, þar sem lögð er áhersla á að vanda efnahagslífsins sé að rekja til óráðsíu og skipulagsleysis en ekki til þeirra samninga sem gerðir hafa verið í vetur af VMSf og fleirum. Þingið varaði ríkisvaldið við hliðarráðstöfunum, sem gerðar yrðu í kjölfar gengisfellingar og hefðu í för með sér skerðingu samningsréttar eða íhlutun í gerða samninga. Framkvæmdastjórn VMSÍ tók á fundinum undir ályktun ASÍ fyrr í vikunni en þar er afnámi samningsréttar og bindingu ógerðra samninga harðlega mótmælt. „Endurteknar árásir ríkisvaldsins á þennan rétt eru alvarlegt áfall fyrir lýðræðishug- sjónina og ósvífin atlaga að sam- tökum launafólks sem svipt eru aðstöðu til þess að sinna megin- skyldu sinni á eðlilega hátt,“ segir í ályktuninni. Ríkisstjórnarfundur í gær: Breytt bráðabirgða log? Á ríkisstjórnarfundi í gær var ræddur möguleikinn á þvf að setja ný bráðabirgðalög til þess að auð- velda útfærslu á 8. gr. bráðabirgða- laganna sem sett voru í síðustu viku. Umrædd grein kveður á um afmám verðtryggingar á fjárskuldbinding- um til skemmri tíma en tveggja ára, en eins og Tíminn skýrði frá í gær hefur þetta ákvæði vafist mjög fyrir bankamönnum. Einkum er það spurningin um vertryggingu á skipti- kjarareikningum sem vefst fyrir mönnum en það eru innlánsform sem ýmist bera háa nafnvexti eða vexti og verðtryggingu eftir því hvort reynist hagstæðara sparifjáreigand- anum. Mun vera hljómgrunnur fyrir því í ríkisstjórn að breyta bráðabirgða- lögunum hvað þetta varðar en hins vegar lítill áhugi á að heimila aftur verðtryggingu á útlánum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.