Tíminn - 27.05.1988, Blaðsíða 11
Föstudagur 27. maí 1988
Tíminn 11
IIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIII ÍÞRÓTTIR UIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIII Illllllllllllllllllllllllll llllHUllllll lllllllllllll li iiiiiniiiiiiiiiiniiiiii llllllll 110 lllllll 111 IUIIIIIUIIIIIIIUUIIIIIII1UIIIIIIIIUUIIIIIIIIUIIIIIIIHIUIIIIIII1UIIUUUIUI1I illlllll lillllll illllll IIUIIIIIIIIIIIIIIUIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIII 1 i
Frjálsar íþróttir:
Sex Islendingar meðal
50 bestu í sinni grein
- Fjóra til viðbótar vantar lítið uppá
fslendingar eiga 6 frjálsíþrótta-
menn sem eru í hópi þeirra 50 bestu
í heiminum í sinni grein. Þetta er sá
hópur afreksmanna sem er í stjörnu-
flokki, hæsta styrkleikaflokki innan
frjálsíþróttasambandsins. Listinn
Molar
■ ALFRED OG ESSEN
HÁRSBREIDD FRÁ
EVRÓPUMEISTARATULI
Alfreð Gíslason og félagar
hans hjá TuSEM Essen voru
aðeins hársbreidd frá því að
tryggja sér Evrópumeistaratit-
ilinn í handknattleik um helgina.
Þeir léku þá síðari leik sinn við
ZSKA Moskvu og unnu 21-18 en
það dugði ekki til því Moskvubú-
ar unnu fyrri leikinn 18-15 og
sigruðu því á fleiri mörkum á
útivelli. Fyrr í leiknum var Essen
komið með 8 marka forskot,
12-4.
■ JAFNTEFLIHJÁ
FRÓKKUM 0G HEIMS-
ÚRVALINU
Franskt úrvalslið og úrvalslið
frá öðrum heimshlutum gerðu
2-2 jafntefli á knattspyrnuvellin-
um um helgina. Það voru Bruno
Bellini og Jean-Pierre Papin sem
skoruðu mörk Frakkanna en
Lothar Mattheus og Paulo Futre
skoruðu fyrir heimsúrvalið sem
hafði 1-0 forystu í leikhléi. Meðal
leikmanna þess liðs voru Diego
Maradona, Hugo Sanchez og
Zbigniew Boniek og var leikurinn
góðgerðarleikur.
■ TVEIR BORÐTENNIS-
DÓMARAR MEÐ ALÞJÓD-
LEG RÉTTINDI
Tveir íslenskir borðtennisdóm-
arar, þeir Gunnar Jóhannsson og
Albrecht Ehmann, hafa fengið
rétt til að dæma á alþjóðlegum
mótum. Þeir stóðust próf sem
haldið var í febrúar og eru þeir
fyrstu alþjóðlegu borðtennis-
dómaramir í borðtennis hér á
landi.
■ HERRAKVÓLD
BREIÐABUKS
Herrakvöld UBK verður hald-
ið í Félagsheimili Kópavogs í
kvöld, 27. maí og hefst kl. 18.30.
Á dagskrá verða fjölbreytt
skemmtiatriði en miða má fá ■
bókaverslunni Vedu.
sem styrkleikaröðunin byggist á er
miðaður við að þeir sem komast í
stjömuflokk séu í hópi 50 bestu í
heiminum í viðkomandi grein og er
listinn endurskoðaður reglulega í
því tilliti. Auk þessara 6 eru fjórir
alveg við mörkin.
Frjálsíþróttamennimir sem
stjömuflokkinn skipa em spjótkast-
aramir Einar Vilhjálmsson, Sigurð-
ur Einarsson og íris Grönfeldt,
kringlukastararnir Vésteinn Haf-
steinsson og Eggert Bogason og loks
Ragnheiður Ólafsdóttir í 3000 m
hlaupi. í spjótkasti karla er viðmið-
unartalan 77,50 m svo Einar (83,34)
og Sigurður (80,84) eru þar langt
fyrir ofan. Vésteinn (64,86) og Egg-
ert (63,18) em réttu megin við 63
metrana sem miðað er við og það
sama má segja um írisi (62,04) og 60
metrana. Hjá Ragnheiði (8:58,00)
er viðmiðunartalan 9:00 mín.
Búast má við að fjölgi í hópnum á
þessu ári því Pétur Guðmundsson,
Þórdís Gísladóttir, Helga Halldórs-
dóttir og jafnvel Oddur Sigurðsson
hafa sýnt burði í þá átt að bæta
NBA-körfuboltinn:
árangur sinn. Pétur þarf að bæta sig
um 3 cm í kúluvarpinu, í 20,00 m,
Þórdís um 4 cm í hástökkinu, í 1,90
m og Helga um 43/100 sek. í 400 m
grindahlaupinu, í 57,10 sek. Oddur
á best 45,36 sek. í 400 m hlaupi, frá
’84, en þar er miðað við 45,80 sek.
Oddur hefur æft vel að undanförnu
en hann hljóp best á 47,50 sek. í
fyrra.
Styrkleikaröðun FRÍ með stjörnu-
flokk efstan og síðan flokka A-E er
m.a. notuð til að ákvarða um styrk-
veitingar til frjálsíþróttafólks.
-HÁ
Isaiah Thomas með
þrjátíu og f imm stig
- Pistons unnu
Celtics í Boston
Garden en Lakers
eru komnir í 2-0
Isaiah Thomas skoraði 35 stig og
átti 12 stoðsendingar þegar Detroit
Pistons lögðu Boston Celtics með
104 stigum gegn 96 í fyrsta leik
iiðanna um meistaratitil Austur-
deildar NBA-körfuboltans. Pistons
höfðu ekki farið með sigur af hólmi
í Boston Garden frá árinu 1982 eða
í 21 leik í röð.
Kevin McHale var stigahæstur
heimamanna með 31 stig og Larry
Bird gerði 20. Pistons voru með
forystuna eftir 1. og 3. fjórðung en
Ceítics voru yfir í leikhléi, 53-52.
Bill Laimbeer miðherji Detroit
meiddist á öxl í þriðja fjórðungi og
Iék ekki meira.
Detroit Pistons og Boston Celtics ,
kepptu um deildarmeistaratitilinn í
fyrra og tókst Boston þá að tryggja
sér 4-3 sigur með því að vinna
Detroit 117-114 í síðasta leiknum í
Boston Garden. Annar leikurinn í
ár var leikinn í Boston í nótt en
næstu tveir verða í Detroit.
f vesturdeildinni hafa Los Angeles
Lakers náð tveggja leikja forskoti á
Dallas Mavericks, 2-0. Lakers unnu
annan leikinn 123-101. - HÁ/Reuter
Isaiah Thomas gerði 35 stíg og átti 12 stoðsendingar gegn Celtics í fyrrinótt.
Larry Bird sem hér er til vamar skoraði 20 stig.
Molar
■ TVEIR LEIKIR í 2.
DEILDINNI í KVÓLD
Önnur umferð 2. deildar
karia á íslandsmótinu í knatt-
spyrau hefst í kvöld. í Hafnar-
firði leika FH og KS, lið sem
bæði unnu öruggan sigur í
fyrstu umferð, en á Selfossi
keppa heimamenn við Þrótt.
Þeim liðum tókst ekki að ná í
stig í fyrstu umferðinni.
Leikirnir hefjast báðir kl.
20.00.
NÁLGAST FYRSTU
DEILDINA
Middlesbrough stendur
mjög vel að vigi gegn Chelsea
i viðureign liðanna um laust
sæti í 1. deild ensku knatt-
spymunnar. Liðin léku á
heimavelli Middlesbrough í
fyrrakvöld og unnu heima-
menn 2-0 en síðari leikurinn
verður á laugardaginn á Stam-
ford Bridge, heimavelii Chel-
sea sem Iék sem kunnugt er í 1.
deildinni í vetur og hefur gert
undanfarin fjögur ár.
■ SVÍARNIR KEPPA
í KNATTSPYRNU Á
ÓLYMPÍULEIKUNUM
Sænska knattspyrnulands-
liðiö tryggði sér í fyrrakvöld
sæti i knattspyrnukeppni Ól-
ympíuleikanna í Seoul með 2-1
sigri á Frökkum i síðasta leik
C-riðils undankeppninnar.
■ ADEINS LEYFD EIN
UPPGJÓF í TENNIS?
Svo gæti farið að tennis-
leikarar þurfi að breyta stíl
sínum töluvert á næstu árum,
ef Philippe Chatrier forscti al-
þjóða tennissambandsins fær
að ráða. Hann vill láta fækka
uppgjöfum úr einni í tvær, þ.e.
að ef fyrri uppgjöfin mistekst
þá megi ekki reyna aftur eins
og nú er heldur fái mótherjinn
stig strax. Er það skoðun Cha-
triers að með þessu verði
leikurinn skemmtilegri á að
horfa. Skiptar skoðanir eru um
ágæti þessarar breytingar með-
al tennisleikara.
■ ÍRIS LAGÐISÆNSKA
METHAFANN í FYRSTA
SINN EN VARÐ SÍÐAN
AÐ H/ETTA KEPPNI
Íris Grönfeldt keppti í gær-
kvöldi á frjálsíþróttamóti t
Noregi og sigraði þar sænska
methafann Elisabeth Nagy í
fyrsta sinn en þær hafa nokkr-
um sinnum áttst við áður. íris
kastaði um 56 m í fyrstu umferð
en meiðsl sem háð hafa henni
að undanförau og tóku sig upp
í öðiii kasti urðu til þess að hún
varð að hætta keppni. Meiðslin
munu þó ekki alvarleg. Sú
sænska varð í 2. sæti með rúma
54 m en norski methafinn Trine
Solberg sem ætlaði að keppa á
mótinu hætti við keppni.
Knattspyrna - undankeppni Ólympíuleikanna:
Þrjár breytingar
frá því síðast
Rúnar í leikbanni en Þorsteinn Þ. og Viðar hafa boðað forföll
Sigfried Held landsliðsþjálfari
hefur gert þrjár breytingar á lands-
liðinu sem keppir við ftali í undan-
keppni Ólympíuleikanna á Laugar-
daísvellinum á sunnudagskvöldið.
Liðið sem mætti Portúgölum í vik-
unni verður að öðru leyti óbreytt.
Þrír af þeim sem léku gegn Portú-
gölum, þeir Viðar Þorkelsson, Þor-
steinn Þorsteinsson og Rúnar Krist-
insson verða ekki með á sunnudag-
inn, Viðar og Þorsteinn hafa boðað
forföll en Rúnar er kominn með tvö
gul spjöld í keppninni og fer því
sjálfkrafa í leikbann. f stað þeirra
koma Heimir Guðmundsson (ÍA, 4
landsleikir), Kristinn R. Jónsson
(Fram, nýíiði) og Gunnar Oddsson
(KR, nýliði). Þeir Kristinn og Heim-
ir voru í 21 manns hópnum sem æfði
fyrir síðasta leik en Gunnar ekki.
-HÁ
Sölutjöld 17. júní 1988 í
Reykjavík
Þeir sem óska eftir leyfi til sölu úr tjöldum á þjóðhátíðardaginn
17. júní 1988 vinsamlegast vitjið umsóknareyðublaða
að Fríkirkjuvegi 11, opið kl. 08.20-16.15.
Athygli söluhafa er vakin á því að þeir þurfa að afla
viðurkenningar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvæðis á
sölutjöldum og leyfi þess til sölu á viðkvæmum neysluvörum.
Umsóknum sé skilað í síðasta lagi
föstudaginn 3. júní kl. 16.15. fff iþrótta-og
TÓMSTUNDARÁÐ
"N