19. júní - 01.05.1929, Blaðsíða 2

19. júní - 01.05.1929, Blaðsíða 2
19. JÚNÍ 68 67 hirðuleysi og ætti að vera hægt að laga það, ef vilj- inn til að tala hreint og fagurt mál væri nógu al- mennur og vakandi. Eg ætla ekki að taka nein dæmi. Allir, sem kunna og skilja mælt mál, hljóta að hafa heyrt sömu hug- myndina sagða með mörgu móti. Það er líkt, þegar menn velja orð hugsunum sínum, og þegar verið er að velja sér búning í tískubúðunum. Þar velur hver það, sem honum þykir fallegast eða best við hæfi. Hið sama ættum við öll að gera, þegar við erum að velja búning hugsun okkar, þessum augnabliksbörn- um okkar, sem þó geta stundum haft varanlegt gildi. Efni greinar þessarar átti ekki að fjalla nema um eitt orð, og því síst þörf að fjölyrða. Það er býsna algengt að heyra fólk tala um að skíra dýr og hluli þegar því eru gefin nöfn. Þetta er óviðeigandi, og þyrfti að færast í lag. Allir sem fermdir eru hafa fengið hugmynd um það, að skírnin hefir helgari og dýpri þýðingu, en aðeins þá að gefa nafn einhverju. En það lítur út fyrir að helgi orðsins og athafnarinnar, hafi ekki náð tökum á tilfinningum fjöldans, eða fest rætur í hugum hans, jafn oft og það er notað án þess það eigi við. En þetta er nú skiljanlegt og afsakanlegt, þó börn og unglingar hafi ekki andlegan þroska til þess að greina sundur aðaltilgang skírnarinnar, inntöku barnsins i kistinn söfnuð, frá aukaatriðinu, sem er nafngjöfin. En eg held að mæðurnar, sem fært hafa guði börnin sín í skírninni, hafi hlotið að gera það, með viðkvæmari og dýpri tilfinningum en þeim, er venju- lega hreyfa sér, þó gefið sé nafn dýri, stað eða hlut. Eg held líka, að konurnar gætu miklu áorkað um að kippa þessu lag, ef þær innrættu börnum sínum, strax og þau hafa þroska til, virðingu fyrir skírnar- athöfninni, og réttan skilning á henni. Frá sjónarmiði málsins og réttrar hugsunar, er það einnig rangt að nota orðið að skíra, þegar að- eins er um nafngjöf að ræða, því skírnin er ekki upprunalega nafngjöf, heldur guðleg vígsla þess, sem skírður er, til inntöku i kristinn söfnuð. Og þó krist- in kirkja hafi á síðar öldum tengt nafngjöf barna við skírnina, þá er það og verður aukaatriði. Eg vildi þá með þessu greinarkorni vekja athygli þeirra er hana lesa á því, að leggja niður þennan óvana að kalla nafngjöf dýra og staða skírn. Með því sýnum við virðingu trú vorri og tungu. En það tvent, trú vor og tunga, ætti að vera það Helgafell, er enginn mættí óþveginn líta, og sá frið- helgi reitur, þar sem hugsunarleysi og léttúð mættu engu því granda, sem verið hefir ljós á vegum lið- iðinna kynslóða öld eftir öld. Skrifað í apríl 1929. Sigurbjörg Björnsdóllir. Midaldakonur. Ari og Ólöf áttu einn son er upp komst, Guð- mund að nafni. Guðmundur fékk göfugt kvonfang, Helgu eldri, dóttur Þorleifs Árnasonar í Vatnsfirði og Krisínar Björnsdóttur Jórsalafara. Var Rafn lögmaður föðurbróðir hans mestur styrktarmaður hans til þeirra giftumála og var margt stórmenni í brúðkaupi þeirra í Vatnsfirði haustið 1423. Rar var Loptur Guð- mundsson frá Möðruvöllum í Eyjafirði, Gamli Mart- einsson úr Lögmannshlíð, Árni Einarsson úr Stóra- dal í Eyjafirði, Auðunn Salómonsson frá Hvanneyri, Helgi Guttormsson frá Staðarfelli. Sýnir það hve langt menn sóttu til slíkra samkvæma á þeim tímum. Með giftingu sinni komst Guðmundur í mægðir við rík- ustu og voldugustu menn landsins í leikmannastétt. Björn og Einar bræður Helgu voru báðir hirðstjórar en systur hennar þrjár voru giftar sonum Lopts rika, Solveig Ormi, Helga yngri Skúla og Guðný Eiríki. En dýrar urðu þessar mægðir Guðmundi áður lauk. Guðmundur og Helga eignuðust 6 börn, og dóu þau öll á ungum aldri nema ein dóttir er Solveig hét. Auk þess átti Guðmundur laungetinn son er Andíés hét, og kemur hann síðar mjög við sögu systur sinnar. Helga Þorleifsdóttir varð eigi langlíf. Mun hún hafa andast nálægt 1438. Eftir dauða hennar tók vinfengið að spiilast milli Guðmundar og mága hans, Einars og Björns. Hvað varðið hefir þeirri óvild verður eigi sagt með vissu. Guðmundur var fégjarn maður og ágengur, sjálfsagt langt fram yfir það sem sæmilegt þótti jafnvel á þeim tímum. Má því vel vera að hann hafi sýnt mágum sínum einhvern ójöfnuð í jarðakaupum eða öðrum fjárskiftum. Hann var um þessar mundir orðinn stórauðugur og sýnir það sem á eftir kom að þeir mágar hans hafi litið hýru auga til eigna hans. En eftirtektarvert er það þó að þegar þeira gera alvöru úr því að koma Guðmundi á kné, þá vekja þeir upp 20 ára gamlar sakir á hendur honum. Svo var mál með vexti að Guðmundur hafði um tíma haft sýsluvöld í Húnaþingi. Sýslumennirnir leigðu sýslurnar á þeim tímum með sköttum og skyldum, það er að segja þeir greiddu árlega vist gjald til konungs af sýslunni, en tóku í þess stað í sinn eigin vasa allar tekjur af henni og fór það, hvort þeir höfðu hag eða tjón af sýslumenskunni, þá eftir því hve kröfuharðir og eftirgangssamir þeir voru við sýslubúa. Var þetta ærin freisting fyrir fé- gjarna menn til að beita allskonar ójöfnuði og harð- drægni í viðskiftum sinum við sýslubúa, og sýslu- mennirnir gerðu sig oft seka í slíku. Guðmundur Arason hefir efalaust ekki verið eftirbátur annara samtíðarmanna sinna i þessu og á því fengu Hún- vetningar að kenna. Fór hann með flokk manna um sýsluna árið 1427 með ránum og ofríki. Þeir sem

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.