19. júní - 01.05.1929, Side 4
71
19. JÚNÍ
72
sjálfur«. »Hefnigirni« er ekki í huga guðs. Hann býr
að eins til lögmál sín, og hvort vér búum oss góð
eða ill forlög, fer eftir því, hvort vér vinnum í sam-
ræmi við boð guðs, eða gagnstætt þeim.
Sérhver af oss er nauðsynlegur hluti í hinni miklu
áætlun Hans. Ó, að hver sál vildi segja: »Hann þarfn-
ast min, að öðrum kosti mundi ég ekki vera til.
Ég er settur til þess að framkvæma fyrirætlun
Hans«. Þetta ættir þú að hafa hugfast á erfiðustu
og döprustu stundum æfinnar.
Skaparanum skjátlast aldrei.
Það liggur guðdómlegur tilgangur að baki jarð-
vistar þinnar. Hugsaðu um sjálfan þig, sem nauð-
synlegan hluta af heildinni miklu. Sú hugsun styrkir.
Og hugsaðu svo um takmarkalausan alheiminn, og
um það, hve nákvæmar fyrirætlanir skaparans eru
í smáu sem stóru.
Hafðu eigi félagsskap við þá, sem svartsýnir eru,
Sért þú svo illa settur að eiga einhvern þeirra þér
mjög nákominn, þá verður þú að troða upp í bæði
eyru (annaðhvort í raun og veru eða i óeiginlegri
merkingu) og loka úti öll skaðleg úrtölu- og örvænt-
ingarorð. Láttu ekkert, hvorki bönd skyldleika né
laga neyða þig til að hlusta á það, sem orðið getur
þér til óþæginda og óhamingju.
Reyndu að komast burt frá því og leitaðu félags-
skapar þeirra, sem bjartsýnir eru.
En áður en þú ferð, skalt þú gera alt það, sem í
þínu valdi stendur til þess að hressa og hughreysta,
vekja von og gleðja, því með því sáir þú sæði í hug
þess, sem þú ferð burtu frá. En þú skalt ekki setjast
niður og bíða eftir að sæðið beri ávöxt.
t>ú ættir aldrei nokkurntíma að telja sjálfum þér
trú um, að það sé skylda þfn, að vera að staðaldri
í því andrúmslofti, er lamar kjark þinn.
Það er engu réttara, en að telja skyldu sína að
vcra kyr úti á opnum sjó með öðrum, sem ekki vildi
leggja á sig þá áreynslu að synda til Iands.
Reyndu að komast á land og kastaðu svo út björg-
unarhring, það er hyggilegra en að staðnæmast úti
á rúmsjó og láta kaffærast.
Sért þú í návist einhvers, sem endilega vill tala
um brugðnar vonir, sjúkleika, óhepni og ógæfu, þá
forða þér burtu.
Rú mundir eigi vilja láta vandamenn þína, gefa
þér inn eitur, í smáum skömtum. Ef þér væri kunn-
ugt um að þeir gerðu það, mundir þú afstýra þvi.
Þú mátt ekki fremur ætla, að það sé skylda þín að
taka inn andleg eituriyf, sem lama hugrekki þitt og
deyða sjálftraust þitt.
Vonleysi er einskonar löstur. Það er guðlast og
móðgun við skaparann.
I>ú hefir fullan rétt til þess að forðast þá menn,
sem þú finnur að hafa þau áhrif á þig, að von þín
verður minni, styrkleikurinn minni og krafturinn til
þess að yfirvinna erfiðleika lífsins, í hvert sinni, sem
þú hittir þá.
Gerðu alt sem þú getur til þess að breyta hugar-
stefnu þeirra. En vertu ekki of mikið í návist þeirra,
fyr en þeim hefir, að minsta kosti, lærst að þegja, geti
þeir ekki sagt eitthvað það, sem til örfunar er.
Lærðu hvernig þú átt að ganga, hvernig þú átt
að halda líkama þínum í jafnvægi, draga andann og
bera höfuðið, og hvernig þú átt að fara að því að
festa hugann við þá hluti, sem hafa varanlegt gildi.
Trúðu því að allar góðar og ástúðlegar hugsanir
þínar, allar góðar óskir þínar öðrum til handa, hafi
styrk til að hjálpa þeim sem stríða. í>að er sama
hve takmarkað starfsvið þitt virðist þér, og hve lítið
fer fyrir heimkynni þínu á landabréfinu. Rroskir þú
hina andlegu krafta, fyrir hjálp ástúðlegra hugsana,
getur þú, alt um það, orðið að miklum notum í
þessum heimi. Rís á fætur og iáttu þér skiljast hver
styrkur býr í þér. Við það verður þú ekki að eins
nytsamari og farsælli, þú verður líka fegurri og
heldur betur æsku þinni.
Úr »New Thoughts«.
Ella Wheeler Wilson.
Frú Sigríður Jóhannesdóttir.
Hinn 16. okt. síðastl. lést að heimili sínu, EUiða
i Staðarsveit, góð og merk kona, frú Sigríður Jó-
hannsdóttir. Orðstír sá er hún gat sér í því bygðar-
lagi, er hún átti verkahring sinn, mun lengi lifa, og
það er þvi vel viðeig-
andi að hennar sé op-
inberlega minst í því
blaði, sem hefir það á
stefnuskrá sinni að halda
á lofti minningu þeirra
kvenna, sem leysa af
hendi gott og gagnlegt
æfistarf.
FrúSigrlður Jóhannes-
dóttir var fædd að Lún-
ansholti í Landssveit í
Rangárvallasýslu, hinn
25. júní 1888, og var af
góðu bergi brotin. Móð-
ir hennar er dáin fyrir
nokkru, en faðir hennar er á lífi og dvelur nú hjá
syni sinum í Reykjavík. I>egar hún var 16 ára að
aldri, fluttust foreldrar hennar búferlum vestur á
Snæfellsnes og fluttist hún þangað með þeim og dvaldi
þar síðan alla æfi. Árið 1911 giftist hún Elíasi Krist-
jánssyni, bónda o% sýslunefndarmanni. Bjuggu þau
allan sinn búskap að Elliða. Af 9 börnum þeirra eru
6 á lífi og eitt fósturbarn tóku þau og ólu upp, sem
sitt eigið.
Heimilið að Elliða þykir skara fram úr öðrum
heimilum að myndarskap, snyrtimensku og stjórn-