19. júní - 01.05.1929, Side 5

19. júní - 01.05.1929, Side 5
73 19. JÚNÍ 74 c?ií Ry nnincj. Hver sá, sem óskar að kynnast blaðinu »19. júní«, parf ekki annað en senda af- greiðslu þess iilmæli um að fá sent sýnis- horn af blaðinu. — Eru sýnisblöð þá send samstundis, án þess að pví fylgi nokkur skuldbinding um að kaupa blaðið. Afgreiðsla »19. júni« er: Sólvallagötu 15. Sími 1095. semi, enda voru bæði bjónin samhent í öllu því sem vel mátti fara. Það lætur að likindum, að hús- freyja á sveitaheimili, sem hefir um stóran barnahóp að annast og oftast litla aðstoð til heimilisverkanna, hafi ekki mikinn tima afiögum til annara starfa. Eu svo var því ekki farið með frú Sigríði. Starfs- þrek hennar var svo mikið, hagsýni og áhugi á þeim málum, sem gætu orðið almenningi til heilla, og það furða hve miklu hún fékk afkastað út á við, og lét hún þá ávalt heimilið sitja í fyrirrúmi. Frú Sigríður var prýðilega greind og vel ritfær kona, trúkona mikil og átti þá mentun, huga og hjarta, sem ekki fæst á skólabekkjunum einum, en sem kemur innan að úr eigin sálu. Mentunar naut hún ekki í neinum skóla, hún var sjálfmentuð kona, gædd miktum hæfileikum til að stjórna og fræða. Börnin sín uppfræddi hún sjálf, kendi þeim alt það, sem í barnaskólum kent og það sýndi sig um þau þeirra, sem að loknu náminu tóku fullnaðarpróf, að þau reyndust best að sér af jafnöldrum sínum í öllum þeim greinum, sem heimtaðar eru til fulln- aðarprófs. Frú Sigríður var mjög áhugasöm um öll gagnleg málefni héraðs síns og sjálfkjörinn foringi í málefn- um kvenna. Á yngri árum vann hún mikið í ung- mennafélagi sveitarinnar, og þegar stofnað var kven- félag í sveitinni var hún aðal hvatamaður þess og formaður þess var hún til dánardægurs. Sérstaklega lét hún sér ant um það starf félagsins, að hjúkra og hjálpa sjúklingum og var eitthvert siðasta starf hennar í þá átt að standa fyrir hlutaveltu, sem fé- lagið hélt fyrir sjúkrasjóð sinn. Orðstýrinn, sem frú Sigríður Jóhannesdóttir lætur eftir sig í héraði sínu, er sá, að húu var atgerfiskona til sálar og líkama, fyrirmyndar eiginkona, móðir og húsmóðir, og fröm- uður menningar og samtaka kvenna. Starf hennar gleymist ekki þótt sjálf sé hún kölluð burtu, það lifir í þakklátri endurminningu þeirra, sem þess nutu og sem kyntust henni, þvi orðstírr deyr aldrigi hveims sér góðan getr. K. og I. „J>eim yar elt yerst^. Smásaga úr „Sögum ömmu“. ----- Frh. Það var farið að dimma þegar við lögðum af stað. Leið mín lá fram hjá Holti, svo mér fanst réttast, að við yrðum samferða. Ég stóð við fyrri klyfina meðan hún var að lyfta hinni upp á hestinn. Það var þegjandi samkomulag. Hún bað mig ekki hjálpar með einu orði og þakkaði mér ekki heldur, enda var lítið að þakka. Þegar klyfjarnar voru komnar upp, tók hún aftur fiöskuna og saup hressilega á, og nú reyndi hún ekki að draga sig i h!é. Ég beið hjá hestinum minum eftir þvi, að hún stigi á bak. »Vertu ekki að bíða eftir mér«, kallaði hún hálf- hryssingslega. »Þú getur borið þig hratt yfir, sem ert laus og liðug. Mér er sama þó að ég sé ein. Við eigum vel saman, myrkrið og ég — ég og myrkrið«. Hún reyndi að hlægja, en hláturinn liktist kæfð- um ekka. »Ég fer ekkeit á undan þér þennan spöl, sem við eigum samleið«, sagði ég ákveðin. Mig langaði að sönnu ekki til að vera með henni, en að hinu leyt- inu fanst mér það ábyrgðarhluti, að láta hana vera eina á ferð, ef hún héldi áfram að drekka. Hún vatt sér að mér, lagði hendurnar þungt á axlir mér og kom með andlitið svo nærri mér, að vínmengaðan andardráttinn Iagði að vitum mínum. »Eg þakka þér fyrir. — Þú skammast þín þá ekki fyrir, að láfa sjá þig á ferð með — mér«, sagði hún með klökkvakendum ákafa. Ég færði mig ósjálfrátt undan. »Fyrir hvað ætti ég að skammast mín?« sagði ég blátt áfram, og samt fann ég að mér var óljúft, að láta sjá mig í fylgd með ölvaðri konu. Við fórum greitt fyrsta spreltinn. Hún rak áburðar- bestinn og hann skokkaði götuna á undan okkur. Þegar meira dimdi urðum við að láta hestana lötra fót fyrir fót, því götutroðningurinn lá í gegnum holt og mýrarkeldur. Þar sem gras var við veginn lang- aði hestana til að bíta, því þeir voru orðnir svangir og við lofuðum þeim stundum að fá sér tuggu, en þá vildi áburðarhesturinn alt af fara út af veginum til að leita sér að betri haga, og við áttum á hættu, að missa hann út í einhverja ófæru f myrkrinu. Þá fór hún að hotta og veifa svipunni þangað til hann brokkaði aftur af stað. Ef hún þurfti einhverja króka út af götunni sýndist mér hún riða á hestin- um, en það hefir máske verið eins mikið af svefni og þreytu eins og víninu, sem hún drakk. Leiðin var á enda heim til hennar, og ég var farin að hlakka til þess, að hún kæmist þangað heilu og höldnu. Við höfðum varla talað orð saman alla leiðina nema örfáar athugasemdir um veginn og veðrið.

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.