19. júní - 01.05.1929, Side 6

19. júní - 01.05.1929, Side 6
75 19. JÚNÍ 76 Alt í einu ávarpaði hún mig upp úr þurru eins og henni væri mikið niðri fyrir: »Hvaða atriði í Laxdælu finst þér átakanlegast?« »Ég veit það ekki«, sagði ég tómlega. Ég hafði aldrei reynt að gera mér grein fyrir því og fanst spurningin hjákátleg. Eftir litla þögn fór hún aftur að tala. Hún talaði lágt og laut niður í harm sinn eins og hún væri að tala við sjálfa sig fremur en mig. Hún var loðmælt og rómurinn óslyrkur: wÞað er þetta, sem Guðrún segir: »Þeim var ek verst, sem ek unni mest«, — þá hefir hún fundið, að hún var að svíkja það besta í sál sinni — og kvölin hefir brunnið þar ein eftir eins og glóandi eldur, þegar hefndarþorstanum var svalað og ekkert varð aftur tekið«. Hún rétti sig upp í sætinu og leit á mig. Og hún hækkaði róminn um leið. Orðin brutust fram með nístandi sársauka, svo hrollur fór um mig: »En hvernig heldurðu að Guðrúnu Ósvifursdóttur hefði verið innanbrjósts, ef hún hefði verið neydd til að draga fram líftóruna á gustuksgjöfum úr búi þeirra Hrefnu og Kjartans?« »Guðrún átti enga sök á hendur Hretnu, að mér finst — «. »Nei, það er satt«, hélt hún áfram með sama ákafanum, »en samt hataði hún hana. Hún hlaut að hata mikið, af því að hún elskaði mikið. Hún hefir hatað hana af því, að hún þóttist viss um, að Kjartan elskaði hana, — en samt hefði hún líklega fremur getað látið hana óáreitta en hann — manninn, sem hún elskaði. — Það er svo undarleg mótsögn í þessu, en samt er það salt. Karlmennirnir ofsækja þá, sem þeir hata, en við konurnar þá, sem við elskum. — Og þó er hver hefndartilraun eins og eiturdropi i opið sár. Hún er banatilræði við það besta í sjálfum okkur, en við getum ekki látið það vera«. Við höfðum numið staðar meðan hún talaði síð- ustu orðin. Við vorum nú komnar að troðningnum, sem lá yfir mýrarsundið við túnfótinn í Holti. — Áburðarhesturinn vék út af götunni af gömlum vana og rölti heim á leið, en þegar enginn kom á eftir honum stansaði hann skamt frá okkur og fór að bíta. Það varð stundarþögn. Ég bjóst við því, að hún myndi kveðja mig og svaraði engu, því, sem hún sagði síðast. En hún hikaði við að kveðja. Mér datt í hug, að henni þætti óviðkunnanlegt, að við skyldum skilja svona, einmitt þegar samtalið var rétt byrjað. Verið gat lika, að hún treysti sér ekki til að ná ein ofan klyfjunum, ef enginn skyldi vera heima, nema krakkarnir, eins og vel gat ált sér stað. Þess vegna bauðst ég til að fylgja henni heim að bænum. Mér fanst að hún yrði því fegin. Hún tók í taumana á hestinum sínum og sló í hann um leið, svo að hvein í svipuólinni. Hestur- inn þaut út af götunni f áttina á eftir áburðarklárn- um. Hann var að bíta og leit ekki upp úr grasinu fyr en við komum fast að honum. Þá lét hún svip- una aftur ríða gegnum loftið, en hann vék sér snögg- lega til hliðar undan högginu og sökk um leið upp á síður í forarfen, sem var rétt við götutroðninginn. Önnur klifin hrökk undir eins ofan í leirleðjuna við fyrstu átökin, sem hesturinn gerði til að hafa sig upp úr feninu, og þegar hann loksins gat brotist upp úr var reiðingurinn í hliðinni og klifin dinglaði undir kviðnum. Hesturinn skalf eins og hrisla eftir átökin. Mitt fyrsta verk var, að losa hann við reið- inginn og teyma hann á þurran blett. Þórey stóð eins og agndofa og mælti ekki orð frá vörum. Hún hrökk við eins og hún vaknaði af draumi, þegar ég spurði hana hvort við ættum ekki að reyna að velta klyíjunum upp úr forinni og koma þeim aftur upp á hestinn. Hún gekk að klyfinni, sem fyrri fór niður og þuklaði á henni. Hún hafði skorðast á milli þúfna og lá hálf í kafi í leirpytti. Þórey rétti sig upp og leit á mig með sársaukasvip. wþetta er maturinn, sem börnin mín áttu að borða í vetur, — þelta er mjölið, sem átti að vera í brauðið handa þeim«. Hún sparn við klyfinni í stað þess að lyfta henni upp úr pollinum, og hrópaði með gremjuþrungnum rómi: »Ég mátti vita, að það færi alt til fjandans. Pað er keypt fyrir blóðpeninga, — bölvaða blóðpeninga«. Hún lét klyfina eiga sig og þaut út i myrkrið. Mér varð fyrst fyrir, að velta klyfinni upp úr pollinum. Svo fór ég að svipast eftir Þóreyju. Hún sat á þúfu skaml frá og var að drekka úr fiöskunni. Hún flýtti sér að stinga henni f barm sinn, þegar hún sá mig og benti mér að setjast hjá sér. »Eigum við ekki heldur að taka hrossin og koma þessu f lag?« Mig var farið að langa til þess, að slíta þessari ömurlegu samfylgd. Frh. Kvennaskólanum í Reykjavík var sagt upp 15. þ. m. Á síðastliðnu hausti settust 90 nemendur í skólann og af þeim luku 81 vor- prófi. Forföll vor með mesla móti sakir veikinda og áltu inflúenza og mislingar, er hér gengu í vetur, mestan þátt í því. Ein námsmey andaðist á skólaár- inu, Magna Furíður Ólafsdóttir, nemandi í 1. bekk, til heimilis hér í bænum. Burtfararprófi úr 4. bekk luku þessar námsmeyjar: Anna Briem, Reykjavík. Ásta Eyjólfsdóttir, Reykjavík. Gunnvör Gísladóttir, Reykjavík. Helga Björnsdóttir, Karlsskála, S.-Múlasýslu. Helga Guðmundsdóttir, Vatneyri, Barðastrandars. Ingibjörg Árnadóttir, Hafnarfirði.

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.