Tíminn - 14.07.1988, Qupperneq 2

Tíminn - 14.07.1988, Qupperneq 2
2 Tínlihn Fimmtudagur 14. júlí 1988 Ótímabær öldrun fastráðinna dansara hjá Þjóðleikhúsinu: Þörf á reglum um lausn listdansara frá störfum Fastráðnir listdansarar við Þjóðleikhúsið eru nú margir hverjir komnir á fertugsaldurinn og starfsævi þeirra fer brátt að renna sitt skeið á enda. Engar reglur eru hins vegar til um lausn listdansara frá störfum vegna aldurs og eiga dansararnir, að sögn, erfítt með að sætta sig við að þeim sé sagt upp störfum án þess að það sé grundað á efnislegum rökum. Dansararnir hafa vegna þessa leit- að til menntamálaráðherra um að- stoð við setningu reglna um lausn listdansara við Þjóðleikhúsið frá störfum. í bréfinu kemur fram að ætlunin sé að segja upp nokkrum dönsurunt „án þess að skilgreina nokkuð frekar forsendur þeirrar ákvörðunar". Dansararnir segjast ekki geta sætt sig við þetta en segja ennfremur að þeim sé Ijóst að senn þurfi að fá nýja dansara í flokkinn svo nauðsynlcgt sé að setja reglur varðandi þetta. „Fórna lífinu fyrir dans!“ Gísli Alfreðsson þjóðleikhússtjóri sagði í samtali við Tímann að ekkert væri ákveðið um það hvenær döns- urunum yrði sagt upp störfum. „Óhjákvæmilega líður að því og þess vegna er nauðsynlegt að koma til móts við þetta fólk sem flest hætti námi frekar ungt til að geta helgað sig dansinum. í raun hefur það fórnað lífi sínu fyrir dansinn," sagði Gísli. Ilann bætti því við að sjálfur væri hann búinn að skrifa mennta- málaráðherra hréf til að fara fram á að settar verði rcglur varðandi þetta. „Fólk sem vinnur með líkaman- um, eins og dansarar þarf óhjá- kvæmilega að hætta störfum á besta aldri. Erlendis er þessu fólki víða greidd biðlaun á meðan það cr að koma sér fyrir í öðrum störfum og nauðsynlegt að gera slíkt hið sama hér,“ sagði Gísli. „Hæpið að fá greiddan lífeyri“ Örn Guðmundsson forsvarsmað- ur íslenska dansflokksins sagði Tímanum að í óperuhúsum erlendis hættu dansarar venjulega störfum frá 38 til 45 ára aldri, en það væri hins vegar ákaflega mismunandi og einstaklingsbundið. „Spurningin er bara hvað tekur við þegar fólk hefur helgað sig dansinum í mörg ár og ekki getað hugsað um neitt annað. Pað er nógu erfitt að þurfa að aðlaga sig þeirri staðreynd að þurfa að hætta að dansa,“ sagði Örn. Og bætti því við að mjög nauðsynlegt væri að finna lausn á þcssu máli og setja reglur varðandi lausn dansara frá störfum vegna aldurs. Hann sagði cnnfremur að listdansararnir hjá Þjóðleikhús- inu leituðu nú að lausnum á þessu og hefðu farið fram á að ráðherra veitti þcim aðstoð sína til að finna þessu máli farsælan farveg. Aðspurður að því hvort hann teldi mögulcgt að dansarar fengju greidd- an lífeyri sagði hann það mjög hæpið þar scm ákaflega dýrt yrði að greiða fólki scm aðcins væri 38 til 45 ára gamalt, fjárupphæðir allt lífið. „í Bretlandi hcfur vcrið fundin ágæt lausn scm felst í því að dansarar sem starfað hafa ákvcðinn tíma fá greidd tveggja ára laun eftir að þeir hætta störfum scm dansarar. Á meðan geta þcir cndurhæft sig og nienntað til að takast á við önnur störf," sagði Örn. Þörf ffyrir fleiri stöður dansara hjá Þjóðleikhúsinu í bréfi listdansaranna til mcnnta málaráðherra benda þeir á nokkur atriði sem hugsanlega gætu orðið liður í lausn málsins. í fyrsta lagi bcnda þeir á að hærra iðgjald ætti e.t.v.að greiða í lífeyri fyrir dansara, en almennt gerist vegna skemmri starfsævi þeirra. í öðru lagi tala þeir um þann möguleika að stofna sérstakan styrktar og/eða endurmenntunar- sjóð fyrir dansara er þeir gætu notið við starfslok í 2-4 ár. Loks tala þeir um að lög um lífeyrissjóð dansara, Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, ætti að endur- skoða með tilliti til þarfa listdansara. Tíu stöðuheimildir dansara eru nú við Þjóðleikhúsið, en að sögn Arnar Gísli segir að mjög mikil eftir- spurn sé að jafnaði eftir leikurum á öllum aldri og það sé ein aðal ástæða þess að fastráðning með ákveðnu skipulagi þurfi ckki að vera leikhús- inu neinn fjötur um fót. „Það er mikið spurt eftir elstu fastráðnu leikurunum eins og t.d. Róberti Arnfinnssyni og Rúrik Haraldssyni. Guðmundssonar er mikil þörf á fleiri stöðum þarsem 10-12 dansarar standi ekki undir heilli listdanssýn- ingu. Aðspurður að því hvort eðlilegt geti talist að dansflokkur sem telst vera sjálfstæð stofnun sé fastráðinn hjá Þjóðleikhúsinu, sagði Örn að dansflokkurinn væri í raun ekki sjálfstæð stofnun á meðan hann væri ráðinn hjá Þjóðleikhúsinu, þar sem öll hans mál heyrðu undir þjóð- leikhússtjóra. Fjármálaráðherra hefur skilning á málinu Birgir ísleifur Gunnarsson menn- Þetta eru dæmi um menn sem tengja saman fortíð og nútíð.“ Þá var Gísli að því spurður hvort svo gæti farið að ekki yrði hægt að færa upp leikrit nema þau gerðust á elliheimili miðað við fjölda eldri leikara. Þessu svaraði hann á þá leið að því færi fjarri að aldur þjóð- leikhúsleikara væri svo takmark- tamálaráðherra sagði Tímanum að dansararnir hefðu gengið á sinn fund vegna þessa máls. „Ég tel brýna nauðsyn á að finna lausn á þessu máli en enn sem komið er hefur ekki verið mótuð nein skýr lína varðandi þetta,“ sagði Birgir. Hann kvaðst ennfremur vera búinn að tala við fjármálaráðherra varð- andi þetta og sagði hann hafa fullan skilning á þessu. „Þetta er ungt fólk sem fórnað hefur öllum sínum kröftum í þágu dansflokksins en svo kemur að lög- máli lífsins og þau verða að hætta. Það er því mjög nauðsynlegt að koma til móts við þetta fólk,“ sagði Birgir að lokum. IDS andi. Hins vegar væri ljóst að öll leikhús verða að taka mið af þeim leikurum sem þau hafa á að skipa. „Það er að vísu alltaf tekið tillit tii leikhópsins þegar verið er að velja leikritið," sagði Gísli og bætti því við að aldur almennra leikara væri ekkert áhyggjuefni fyrir Þjóð- leikhúsið á borð við það sem menn standa frammi fyrir varðandi fs- lenska dansflokkinn. Fastráðnir leikarar við Þjóð- leikhúsið eru á sömu kjörum og aðrir opinberir starfsmenn varðandi starfslok. Þeir hætta því ýmist þegar samanlagður starfsaldur og lífaldur nær 95 árum, eða þegar þeir verða sjötugir. KB Gísli Alfreðsson þjóðleikhússtjóri: Aldur fastráðinna leikara ívið of hár Þær spurningar hafa vaknað í framhaldi af fréttum af skömmum starfsaldri dansara, hvort meðalaldur fastráðinna leikara við Þjóð- leikhúsið sé ekki of hár. Gísli Alfreðsson svarar því til að starfsaldur leikara sé ívið of hár að sínu mati en það hái samt ekki leikhúsinu eða takmarki ieikritaval. Segir þjóðleikhússtjórinn að það hafi verið ákveðin stefna í Þjóðleikhúsinu að ráða eingöngu mjög ungt fólk í fastar stöður sem hafa losnað undanfarin fimm ár. Þessi stefna hafi orðið til þess að lækka til muna meðalaldur leikara, sem nú er um 40-45 ár. KVIKMYNDIR llllllllllllllll! Leiðsögumaðurinn: Taugar strekktar í Regnboga Stjörnugjöf=**** Aöalhlutverk: Mikkel Gaup, Helgi Skúlason, Nils Utsi, Sara Marit Gaup Leikstjóri og handrit: Nils Gaup Framleiöandi: John M. Jacobsen Regnboginn mun nú á föstudag hcfja sýningar á norsku Sama- myndinni, Leiðsögumanninum, eða Veiviseren, sem er einna þekktust hér á landi fyrir að Helgi Skúlason, sá stórgóði leikari, leik- ur eitt aðalhlutverkið og að hún var ein fimm erlendra kvikmynda sem tilnefnd var til óskarsverð- launa. í skemmstu máli má segja að myndin er hreint stórgóð. Hún greinir frá Samadrengnum Aigin (Mikkel Gaup). Einn daginn er hann kemur af veiðum, sér að hinir grimmu Tsjudenar (þ.á m. Helgi Skúlason), sem voru flakk- andi stigamenn, hafa drepið föður hans, móður og systur. Þeir koma auga á hann, særa, en hann kemst undan. Hann kemst við illan leik til lítils Samaþorps og segir tíðind- in. Þar er hann ýmist skammaður fyrir að hafa skilið eftir sig slóð, eða þakkað fyrir að hafa varað fólkið við. Hann vill að mennirnir verði eftir og ráðist á Tjudenana, en fólkið ákveður að flýja niður til strandarinnar. Aigin vcrður hins vegar eftir og þrír mcnn ákveða að hjálpa honum. Þeir eru liins vegar allir drepnir, nema Aigin og vondu mennirnir neyða hann til að vísa leiðina til strandarinnar. Síðan er bara spurninginn livor er klárari, Aigin eða Helgi Skúlason og félag- ar! Aigin leikur ungur strákur, Mikkel Gaup að nafni, og nær hann stórgóðum tökum á hlutverki sínu, sem er ckki svo lítið. En það verður að fylgja með að mér finnst hann ofboðslega líkur Bjarna Ara. Nóg um það. Grimmasta Tjudenan leikur síðan Helgi Skúlason, ill- mennið yndislega, og fer hann hreint á kostum, og það er hreint ótrúlegt hve Helgi getur verið rosa- lega rakið illmenni. Myndin er tekin á Samaslóðum í Norður-Noregi, oft í yfir 40 stiga frosti og við hinar verstu aðstæður. Allt bjargaðist þó að lokum og útkoman er slík, að unun er á að horfa. Spenna, spenna, spenna og enn meiri spenna ráða ríkjum og það verður að viðurkennast að þessi mynd slær flestum spennu- myndum við, þó svo að hún gerist á allt öðru tímaskeiði en þær hefðbundnu. Myndin er auk þess geysilega fagmannlega unnin og mætti halda að aðstandendur myndarinnar hafi aldrei gert neitt annað en að undir- búa þessa mynd síðastliðin 68 ár. Hún hefur líka nokkur sérstök einkenni. Tungumálið er t.d. sam- íska og Tjudenarnir tala sér mál, sem var búið til fyrir myndina. Þeirra orð eru auk þess ekki þýdd, til að koma áhorfendum í sömu stöðu og Samarnir eru í, það er að skilja ekki bofs hvað þeir eru að segja, heldur aðeins að skynja ógnanirnar sem í orðunum felast. Niðurstaða: Stjörnur myndar- innar eru tvær helstar, Mikkel Gaup og Helgi Skúlason. Helgi fer óaðfinnanlegum höndum um hlut- verk sitt og virðist fætt illmenni. Að maðurinn skuli ekki fyrir löngu hafa verið tilnefndur til óskars- verðlauna er hrein ráðgáta. Mikkel Gaup tekst líka stórvel upp og ætti helst að taka næstu vél til Holly- wood, sem Helgi hefði líka átt að vera löngu búinn að gera. Það er engum blöðum um það að fletta; Þetta er hrein og bein fjögurra stjörnu stórmynd. Ég verð fúll ef þú skellir þér ekki á hana. Hún verður frumsýnd á föstudaginn í Regnboganum. -SÓL

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.