Tíminn - 14.07.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.07.1988, Blaðsíða 3
, f.imrntycjagur )4, júlj .1J988 ■ ' 1 1 J ' i ■> /- /.J.'.jIí-.!---- jXíminn; 3 Samdráttaraðgerðir hjá Flugleiðum: Færri ferðir til Ameríku Stjórn Flugleiða ákvað á fundi sínum í gær að fækka ferðum til Bandaríkjanna á vetraráætlun úr 9 í sex. Þannig falla niður ferðir til Boston, Chicago og Baltimore og veður aukin áhersla lögð á að sinna markaðsstarfi í þessum borgum, en halda áfram flugi til New York og Orlando. Hins vegar verður stefnt að tengiflugi til borganna þriggja sem ferðir falla niður til, með öðrum flugfélögum frá New York. Á sama tíma verður lögð aukin áhersla á Evrópuflug félagsins með fjölgun ferða til London og Frank- furt og til síðarnefndu borgarinnar verður nú vetrarflug f fyrsta sinn. Nýjar flugvélar af gerðinni Boeing 737-400 munu koma inn á Evrópu- leiðirnar undir lok vetrarins. Segir í tilkynningu frá Flugleiðum að þrátt fyrir að áætlunarferðum til Banda- ríkjanna fækki, verði áfram lögð áhersla á aukna þjónustu þangað í fraktflugi. Þessar breytingar koma í fram- haldi af skýrslu ráðgjafarfyrirtækis- ins Boston Consulting Group, sem birt var í vor. Samdrátturinn er hins vegar mun minni en fyrirtækið lagði til, en í tillögum þess var gert ráð fyrir að flugi yrði aðeins haldið uppi til New York. Flugleiðamenn segja hins vegar að aðstæður hafi breyst síðan skýrslan hafi verið gerð og nú sé einnig hagkvæmt að fljúga til Orlando og nota tvær DC 8 vélar í stað einnar, eins og BCG lagði til. Þá er einnig ljóst að þar sem niður- skurðurinn er mun minni en upphaf- lega var reiknað með, þá munu uppsagnir innan fyrirtækisins haldast í lágmarki. „Það hjálpar einnig fyrirtækinu að undanfarið hefur lítið verið ráðið í stöður sem hafa losnað og einnig er óvenju hátt hlutfall sumarafleysinga- fólks hjá félaginu sem fer sjálfkrafa úr starfi í haust," segir í tilkynningu Flugleiða. -s<5l Haraldur Gunnarsson hjá Bílaleigunni Geysi: Jafn gramir yf ir dýrri bílaleigu Þaö eru margar skýringar á dýrri bílaleigu hérlendis að sögn Haraldar Gunnarssonar hjá bílaleigunni Geysi. Borið var undir hann annað dæmi en það sem var í Tímanum í gær. í þessu dæmi var tekinn fimm manna fólksbíll á leigu í Lúxemborg og annar jafnlengi í Reykjavík. Útkoman var sú að nýr Nissan Sunny hér heima var 180% dýrari miðað við hálfan mánuð, en Ford Sierra 1600 í Lúxemborg. Ferðalangar að reiða upp á farkosti sínum Helstu ástæður þessa mikla vcrðmunar sagði Haraldur vera 25% söluskatt, 10% tolla á inn- flutta bílaleigubíla og mjög stutt- ur háannatími. Sagði hann að í Lúxemborg tækju menn ekki peninginn inn á venjulegu leigu- gjaldi. Þar hugsi yfirvöld vel um ferðamannaiðnaðinn og þann gjaldeyri scm ódýr bílalciga getur skapað. Til dæmis er ekki sölu- skattur lagður á bílaleigur í nein- um mæli miðað við ástandið á íslandi. Þá eru bílaleigubílar tollfrjálsir í innkaupum og samt sem áður er lcigunum heimilt að endurselja bflana fullu veröi eftir aðeins þrjá mánuöi. Þetta gerði gæfumuninn fyrir afkomu þeirra. Þá er annatíminn mjög langur cn ekki 6-8 vikur eins og hér. Sagði Haraldurað mikill kostn- aður væri því fylgjandi að reka stóran bílaflota allt árið til þess að geta annað eftirspurninni í júlí og ágúst. Ekki þyrfti að skýra út fyrir íslendingum hvað fjár- niagnskostnaður getur verið dýr. Það sem einnig gcrði allan samanburð crfiðari cn ella væri vegakerlið. „Bílarnir slitna allt að tíu sinnum hraðar hérlendis," sagði Haraldur hjá Geysi. 180% dýrari hérlendis Samkvæmt upplýsingum hjá Samvinnuferðum Landsýn kostar það tæplega 24 þúsund krónur að leigja Ford Sierra 1600 í hálfan mánuð með ótakmarkaðri keyrslu, skatti og kaskótrygg- ingu. Hjá Bílaleigunni Geysi er hægt að fá Nissan Sunny. sem einnig er fimni manna, í hálfan mánuð og greiða fyrir það 67 þúsund krónur. Er þá reiknað með 25% söluskatti, tryggingum og 2000 km akstri. Án söluskatts lækkaði þessi heildarupphæð í nálægt 50 þúsund krónur og yrði þá ekki nema 100% dýrari en í Lúxemborg. „Við erum jafn gramir og aðrir yfir þessu verði og höfum verið að berjast fyrir því að ná skilningi yfirvalda á þessari atvinnugrein," sagði Haraldur. Vildi hann í því sambandi benda á að bílafloti sá sem kemur með bílaferjunni Norröna væri stærri en allur bíla- leigufloti landsntanna. Það staf- aði meðal annars af háu bílaleigu- verði hér og hefði það í för með sér að þorri þcssa fólks skilaði ekki einni krónu í gjaldeyriskassa okkar. Þeirsem þannig ferðuðust á cigin crlendum bifreiðum greiddu engan þungaskatt, vega- skatt eða söluskatt. Gengi það svo langt að þeir væru jafnvel með allan mat og allt bensín meðfcrðis, án þess að við það sé gerð nokkur athugasemd. KB Stórhœkkaóir Dæmi 25% 7,5% 41,6% dagvextir á á18 mánaöa ávöxtun á tékkareikningum og verðtryggðum Hávaxtabókum, sparisjóósbókum, reikningum. SAMVINNUBANKIISLANDS HF

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.