Tíminn - 14.07.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.07.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn Fimmtudagur 14. júlí 1988 DAGBÓK lllllllllllllllllllllllllllí Susan Landale heldur tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík Susan Landale er fædd í Skotlandi og þar hóf hún tónlistarnám sitt. Hún lauk svo prófi sem Bachelor of Music frá Edinborgarháskóla. Eftir framhaldsnám í píanó- og orgelleik í London fór hún til Parísar og var þar nemandi André Marchal. Par var hún organisti vió ensku kirkjuna um árabil. Hún sérhæföi sig í síðrómantískri tónlist og einnig nútíma- verkum. Susan Landale er heimsþekkt sem einleikari og plötur hennar frá frönskum og þýskum útgáfufyrirtækjum hafa veröi lofaðar. Hún hcfur oft komið fram í útvarpi báðum megin Atlantshafsins. Tvívegis hefur hún fengið fyrstu verölaun í orgelkeppnum í Englandi 1963 og Frakklandi sl. vor. Frá árinu 1977 hefur hún verið aðstoð- arorgelkcnnari við Tónlistarháskólann í Rueil Maimaison (7 km utan við París) og aðstoöarorganisti viö Saint-Louis-des-ln- valides kirkjuna í París. (Par sem Napó- leon Bonaparte er kistulagður). Árbæjarsafn um helgina l'áll Eyjólfsson gítarli-ikari spilar á gítar í Dillonshúsi kl. 15:00-17:00 sunn- udaginn 17. júli. Páll lcikur lög frá ýmsum löndum. Árbæjarsafn cr nú opið alla daga kl. 10:00-18:00 ncma mánudaga. Starfsmaður Tímans óskar eftir 2-3 herb. íbúð á leigu sem fyrst. Reglusemi heitið. Upplýsingar gefur Óskar í síma 686300. Bændur og aðrir ferðafrömuðir Tilvaiin aukabúgrein. Til sölu færanlegt 10fm2 (veitingahús). Rennandi vatn og rafmagn. Pylsupottur, hamborgarapanna, djúpsteikingarpottur, grill, örbylgju- ofn, kælir og fl. Tilbúin til afhendingar strax, verð kr. 800.000,-. Góð kjör. Upplýsingar á auglýsingadeild Tímans í síma 686300. Garðsláttur Tökum að okkur að slá garða. Fast verð. Afsláttur ef samið er fyrir sumarið. Upplýsingar í síma 41224. Starfsmaður Tímans óskar eftir 3-5 herb. íbúð á leigu frá 1.8. eða 1.9. Leigutími 1-1 1/2 ár. Nánari uppl. í síma 686300 (Gísli) og 93-13049. Frjáls verslun 4. tbl. 1988 Ritstjórnargrein þcssa blaðs hcfur fyrirsögnina: Þörf fyrir hlutabréfamark- að. Þá cru fréttir, innlendar og erlendar, m.a. cr sagt frá mcstu hálaunamönnum Bandaríkjanna o.fl. Þá eru ferðamálin á dagskrá og er sagt að tekjur af erlendum ferðamönnum 1987 hafði orðið rúmir fimm milljarðar. Grein er um þróun hlutabréfamarkaðar á íslandi og er rætt við ýmsa framkvæmda- menn um þá þróun. Benetton-undriö: óvenjulegt skipulag er skýring á velgengni Bcnetton-fyrirtækisins. Samtíðarmaður í viðtali í þessu blaði er Jónas Þór Jónasson. Fyrirtæki hans nefn- ist Kjöt- og matvælavinnsla Jónasar Þórs. Mynd af Jónasi Þóri er á forsíðu Frjálsrar verslunar. í þættinum um fcrðalög er rætt um kaupsýslukonur sem vaxandi hóp ferðalanga, en fyrirsögnin er: Konur mæta fordómum í viðskiptaferðum. Frændsemi (Nepotismi) er efni sem Bjarni Ingvarsson vinnusálfræðingur skrifar um. Einnig er grein um veitinga- húsarekstur á (slandi og tölvukynning frá IBM. Að lokum er „Bréf frá útgefanda", Magnús Hreggviðsson skrifar: (sland og Evrópa. MANNLÍF - 6. tbl. 5. árg. Á forsíðu þessa hlaðs er mynd af Magnúsi Þór Jónssyni, sem betur er þekktur undir nafninu Megas. Frcmst í þessu blaði er frásögn hans af ýmsu, sem á daga hans hefur drifið, í viðtali sem Þorstcinn J. Vilhjálmsson hefurvið hann, en Gunnar Gunnarsson hefur tekið myndir af Megasi. Þar næst kcmur grein eftir Árna Óskarsson bókmenntafræðing: Dægurlagasöngvarinn snýr aftur, og snýst sú grcin líka um Megas. Friðrik Erlings- son myndskreytir greinina. Ari Gísli Bragason. 21 árs Ijóðskáld, er kynntur í þættinum Fólk. Þá er kvik- myndaþáttur: Konur og hvíta tjaldið. Meistarakokkur með bíladellu er frásögn af Úlfari Eysteinssyni eigandi veitinga- staðarins „Úlfar og Ijón". Ragnhildur Davíðsdóttir skrifar um íþróttir og ncfnir grcinina: Gullaldar- ntennirnir, og þar ræðir hún um þekkta íþróttamcnn á6. og7. áratugnum. Magn- ús með á nótunum, er fyrirsögn á grein um „markaðsspckinginn" Magnús Pálsson. Ljósmyndaþáttur Gunnars Gunnars- sonar í þessu blaði nefnist „Úr móður- lífi“, og eru það nokkrar myndir af nöktum, barnshafandi konum, ásamt Ijóði Bcrglindar Gunnarsdóttur „Tímarn- ir og börnin“ úr bók hennar Ljóðsótt. Hcimurinn fyrirhandan heitirgrein um Þórhall Guömundsson, ungan mann með miðilshæfileika. Margar aðrar greinar eru í þessu 130 bls. riti, svo sem frásögn frá útlöndum, en þar er sagt frá Madrid og sagt frá Bryndís Schram. Guðrúnu Þor- bergsdótturog Ingibjörgu Rafnar, en þær snæða saman og ræða um pólitík og flcira. Ritstjóri er Svanhildur Konráðs- dóttir. Útgefandi er Frjálst framtak Minningarkort Styrktarsjóðs barnadeildar Landakotsspítala Styrktarsjóður barnadeildar Landa- kotsspítala hefur látið hanna minninga- kort fyrir sjóðinn. Sigríður Björnsdóttir myndlistarmaður og kcnnari teiknaði fjögur mismunandi kort. Eftirtaldirstaðir selja minningakortin: Apótek Seltjarnarness, Vesturbæjar- apótek, Hafnarfjarðarapótek, Garðs- apótek, Holtsapótek, Mosfellsapótek, Árbæjarapótek, Lyfjabúð Breiðholts, Reykjavíkurapótek, Háaleitisapótek. Kópavogsapótek, Lyfjabúðin íðunn. Blómaverslanirnar; Burkni, Borgarblóm, Melanóra Seltjarnarnesi og Blómaval Kringlunni. Einnig eru þau seld á skrif- stofu og barnadeild Landakotsspítala. :POWERPART= Fáðu þér sæti. Dráttarvélasæti Hagstætt verð BUNMARHILO S? BAMBANDBIHB ARMULA 3 REYKJAVIK SiMI 3«ð00 Myndlistarsýning Auðar og Sigríðar Að Frakkastíg 8 stendur nú sýning þeirra Auðar Aðalsteinsdóttur og Sigríð- ar Bjarnadóttur á olíu- og akrýlverkum. Sýningin er opin kl. 17:00-22:00, cn um helgar kl. 14:00-22:00. Sýningunni lýkur n.k. sunnudag. Gallerí Gangskör Nú stendur yfir sýning Gangskörunga á keramik, grafík og málverkunt í Gallerí Gangskör í Torfunni. Sýningin stendur fram í miðjan mánuðinn. Opið er alla virka daga nema mánudaga kl. 12:00-18:00. ÚTVARP/SJÓNVARP FIMMTUDAGUR 14. júlí 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Valdimar Hreiðars- son flytur. 7.00 Frétíir. 7.03 I morgunsárið með Ingveldi Ólafsdóttur. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttir á ensku að loknu fréttayfirliti kl. 7.30. Lesið út forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. Sigurður Konráðsson talar um daglegt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna Meðal efnis er sagan „Salómon svarti" eftir Hjört Gíslason. Jakob S. Jónsson les (3). Umsjón: Gunnvör Braga. (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi Umsjón: Halldóra Björns- dóttir. 9.30 Landpósturinn - Frá Norðurlandi Umsjón: Gestur Einar Jónasson. (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 21.00). 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð Hermann RagnarStefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur Umsjón: Daníel Þorsteinsson. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn Umsjón: Álfhildur Hallgríms- dóttir og Anna Margrét Sigurðardóttir. 13.25 Miðdegissagan: „Lyklar himnaríkis“ eftir A.J. Cronin Gissur 0. Erlingsson þýddi. Finn- borg Örnólfsdóttir lýkur lestrinum (42). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Heitar lummur Umsjón: Inga Eydal. (Frá Akureyri) (Einnig útvarpað aðfaranótt þriðju- dags að loknum fréttum kl. 2.00). 15.00 Fréttir. 15.03 Heimshorn Þáttaröð um lönd og lýði í umsjá Jóns Gunnars Grjetarssonar. Annar þáttur: Kuwait. (Endurtekinn frá kvöldinu áður). 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið - Styttur bæjarins Barnaút- varpið fer og skoðar myndverk í Reykjavík og nágrenni. Staldrað við í garði Einars Jónssonar. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi. a. Inngangur og rondó capriccioso eftir Camille Saint-Saéns. Arthur Grumieaux leikur á fiðlu með Lamoreaux hljóm- sveitinni í París; Manuel Rosenthal stjórnar. b. „La Mer" - „Hafið" eftir Claude Debussy. Fílharmóníusveitin í Berlín leikur; Herbert von Karajan stjórnar. c. „Le Tombeau de Couperin" - „I minningu Couperins" eftir Maurice Ravel. Suisse Romande hljómsveitin leikur; Ernest Ansermet stjómar. 18.00 Fréttir. 18.03 Torgið Umsjón: Jón Gunnar Grjetarsson. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Endurtekinn þáttur frá morgni sem Sigurður Konráðsson flytur. 19.40 Að utan Fréttaþáttur um erlend málefni. 20.00 Morgunstund barnanna Umsjón: Gunnvör Braga. (Endurtekin frá morgni). 20.15 Tónlistarkvöld Ríkisútvarpsins - Lista- hátíð í Reykjavík 1988 Ljóðatónleikar Söruh Walker í íslensku óperunni 13. júní sl. Á efnisskránni eru lög eftir Franz Schubert, Arnold Schönberg, Felix Mendelssohn, Benjamin Brit- ten og George Gershwin. Roger Vignoles leikur á píanó. Kynnir: Hanna G. Sigurðardóttir. 22.00 Fréttir . Dagskrá morgundagsins . Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Ljóð frá ýmsum löndum Úr Ijóðaþýðingum Magnúsar Asgeirssonar. Fjórði þáttur: „I míns hjarta hólfum fjórum". Umsjón: Hjörtur Pálsson. Lesari með honum: Alda Arnardóttir. 23.00 Sumartónleikar í Skálholtskirkju 1988 - fyrri tónleikar 9. júlí sl. Á efnisskránni eru verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson. a. „Dagur er, dýrka ber“, gamalt íslenskt sálmalag við morgunsálm séra Þon/aldar Stefánssonar (1666-1749), fyrir kór og orgel. b. „Orðlaus söngur" fyrir sópran og orgel. c. Kirkjusónata í fimm þáttum fyrir bassetthorn, selló og orgel. d. „Te deum" fyrir kvennaraddir og orgel. e. „Lofsöngur Davíðs", 150. sálmur, fyrir kór og orgel. Sönghópurinn Hljómeyki, Marta Halldórsdóttir, sópran, Hörður Áskelsson organisti og höfundur flytja. Kynnir: Daníel Þorsteinsson. (Seinni hluta verður út- varpað sunnudaginn 17. júlí kl. 17.00). 24.00 Fréttir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. 01.10 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið Dægurmálaútvarp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00. Veðurfregnir kl. 8.15. Leiðarar dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. 9.03 Viðbit - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri) 10.05 Miðmorgunssyrpa - Eva Ásrún Albertsdótt- ir og Kristín Björg Þorsteinsdóttir. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Á milli mála - Valgeir Skagfjörð og Kristín Björg Þorsteinsdóttir. 16.03 Dagskrá Dægurmálaútvarp. 18.00 Sumarsveifla með Gunnari Salvarssyni. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Kvöldtónar Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Af fingrum fram 00.10 Vökudraumar Umsjón með kvölddagskrá hefur Rósa Guðný Þórsdóttir. 01.10 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00 verður endurtekinn frá mánudegi þátturinn „Á frívaktinni" þar sem Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00,10.00,11.00,12.00,12.20,14.00,15.00, 16.00,17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands 18.30-19.00 Svæðisútvarp Austurlands Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. SJÓNVARPIÐ Fimmtudagur 14. júlí 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Heiða. Teiknimyndaflokkur byggður á skáld- sögu Johanna Spyri. Leikraddir Sigrún Edda Björnsdóttir. 19.25 íþróttasyrpa. Umsjónarmaður Ásdís Eva Hannesdóttir. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Stangaveiði (Go Fishing) Bresk mynd um sportveiðar á vatnakarfa. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.05 Matlock. Bandarískur myndaflokkur um lög- fræðing í Atlanta. Aðalhlutverk Andy Griffith. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.55 ísrael í nýju Ijósi (Magasinet - Ny syn pá Israel) I þættinum er fjallað um vaxandi gagnrýni Svía á Israelsríki síðustu ár, nú síðast í framhaldi af ofbeldisverkum ísraelskra her- manna á Gazasvæðinu. Þá er fjallað um aukna andúð í garð gyðinga í Svíþjóð. (Nordvision - Sænska sjónvarpið). 22.25 Gróðurhúsaáhrif Jón Valfells fjallar um hin svokölluðu gróðurhúsaáhrif og í því sambandi ræðir hann við veðurfræðingana Pál Bergþórs- son og Tim Wigley og Jakob Jónsson fiskifræð- ing. Áður á dagskrá í Kastljósi 19. apríl sl. 22.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Fimmtudagur 14. júlí 17.00 Krullukollur. Curly Top. Hugljúf fjölskyldu- mynd með undrabarninu Shirley Temple í aðalhlutverki. Auðkýfingur, sem ekki vill láta nafns síns getið, ættleiðir litla, munaðarlausa stúlku. Aðalhlutverk: Shirley Temple, John Bo- les og Rochelle Hudson. Leikstjóri: Irving Cummings. Framleiðandi: Daryl F. Zanuck. Þýðandi: Sævar Hilbertsson. 20th Century Fox 1935. Sýningartími 75 mín. s/h. 18:20 Furðuverurnar. Die Tintenfische. Leikin mynd um börn sem komast í kynni við tvær furðuverur. Þýðandi: Dagmar Koepper. WDR. 18.45 Dægradvöl ABC’s World Sportsman. Þátta- röð um frægt fólk með spennandi áhugamál. Þýðandi: Sævar Hilbertsson. ABC._____________ 19:1919:19 Lifandi fréttaflutningur ásamt umfjöllun um málefni líðandi stundar. 20:30 Svaraðu strax. Léttur spurningaleikur. Starfsfólk ýmissa fyrirtækja kemur í heimsókn í sjónvarpssal og veglegir vinningar eru í boði. Umsjón: Bryndís Schram og Bjarni Dagur Jónsson. Samning spuminga og dómarastörf: Ólafur B. Guðnason. Dagskrárgerð: Gunnlaug- ur Jónasson. Stöð 2. 21:10 Morðgáta. Murder She Wrote. Sakamála höfundurinn Jessica Fletcher leysir flókin morðmál af sinni alkunnu snilld. Þýðandi: Páll Heiðar Jónsson. MCA. 22:00 Davíð konungur. King David. Það er árið eitt þúsund fyrir Krist. Davíð, ungur hjarðsveinn, verður þjóðhetja eftir að hafa lagt Golíat risa að velli í bardaga við Philista og er settur eftirmaður Israelskonungs. Persónutöfrar, hugvitssemi og metnaður gera Davíð fremstan allra Israelskon- unga. Hann tekur sér fjórar konur og þráir heitt þá fimmtu en það kann að hafa hræðilegar afleiðingar í för með sér. Aðalhlutverk: Richard Gere, Edward Woodward og Denis Quilley. Leikstjórn: Bruce Beresford. Framleiðandi: Martin Elfand. Þýðandi: Páll Heiðar Jónsson. Paramount 1985. Sýningartími 110 mín. Ekki við hæfi barna. 23:50 Viðskiptaheimurlnn. Wall Street Joumal. Nýir þættir úr viðskipta- og efnahagslífinu. Þekktir sérfræðingar fjalla um þaö helsta í alþjóða efnahagsmálum á hverjum tíma. Þætt- imir eru framleiddir af dagblaðinu Wall Street Joumal og eru sýndir hér á stöð 2 í sömu viku og þeir eru framleiddir. Þátturinn verður endur- sýndur laugardaginn 16. júlí kl. 12:00. 00:15 Fyrirmyndarlöggur. Miami Super Cops. Spennumynd um tvo lögreglumenn sem reyna að hafa upp á ránsfeng sem glataður hefur verið í ellefu ár. Aðalhlutverk: Terence Hill og Bud Spenser. Leikstjóri: Bruno Corbucci. Framleið- andi: Max Wolkoff. Þýðandi: Ingunn Ingólfsdótt- ir. Columbia. Sýningartími 95 mín. Ekki við hæfi bama. 01:50 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.