Tíminn - 14.07.1988, Síða 5

Tíminn - 14.07.1988, Síða 5
Tíminn 5 Fimmtudagur 14. júlí 1988 Almannavarnafundur í Mývatnssveit í dag: Krafla lýst bannsvæði vegna hættu á eldgosi Almannavarnanefndin í Skútustaðahreppi hefur kallað saman fund í dag með fulltrúum Norrænu eldfjallastöðvarinnar um hvernig beri að bregðast við hættuástandi, sem hefur skapast við Kröflu. Land hefur risið mjög að undanförnu og er spenna í berginu orðin svo mikil, að það hlýtur að gefa eftir innan tíðar. Til að forðast slys vilja forstöðumenn Norrænu eldfjallastöðvar- innar koma í veg fyrir umferð ferðamanna um svæðið og lýsa það bannsvæði. Þeir hafa ekki fyrr lagt fram svo afdráttarlausar tillögur til sveitarstjórnar. Sveitarstjóra líst það ekki góð hugmynd, að banna aðgang að svæðinu, en vill setja niður varúðarskilti við allar aðkomuieiðir. „Land norðan við Leirhnjúk hef- ur risið með hléum undanfarinn mánuð," segir Eysteinn Tryggvason, jarðfræðingur hjá Norrænu eld- fjallastöðinni, en hann var við rann- sóknir við Leirhnjúk vestan Kröflu í gær, þegar Tíminn tók hann tali. „Það fylgja því jarðskjálftar, þegar land rís, og þeir hafa verið fleiri þessa dagana, en lengi undanfarið. Það mælast nokkrir tugir skjálfta á dag.“ Þessir skjálftar eru minni en svo, að menn verði þeirra varir, en þeir koma fram á mælum. Um daginn var þó einn skjálfti svo mikill, að jörðin nötraði. „Það er svo mikil spenna í berg- inu, að það er að láta undan einhvers staðar," segir Eysteinn. „Það má búast við hverju sem er.“ Við aðstæður eins og þær, sem skapast hafa við Leirhnjúk, geta orðið kvikuhlaup, gufusprengingar eða eldgos með tilheyrandi hraun- flóði. Hið versta, sem orðið gæti, að mati Eysteins, væri eldgos á við það, sem gaus við Kröflu fyrir fjórum árum. „í samráði við forstöðumann Norrænu eldfjallastöðvarinnar lagði ég ákveðið til við sveitarstjórann, að lýsa svæðið bannsvæði, - núna!,“ segir Eysteinn. Óttast gufusprengingar Að sögn Guðmundar E. Sigvalda- sonar, forstöðumanns Norrænu eld- fjallastöðvarinnar, er aðalástæðan fyrir tillögu þeirra, um að banna al- menningi aðgang að hættusvæðinu við Leirhnjúk, sú, að forða mögu- legum slysum af völdum gufuspren- gingar. „Ef kvika kemst í snertingu við grunnvatn, eins og hætta er á við þessar aðstæður, getur vatnið hvell- soðið og gufuþrýstingurinn sprengt af sér jarðlögin, sem yfir liggja,“ seg- ir Guðmundur. „Slíkt yrðu þó ein- ungis einstakar gufusprengingar, en gætu engu að síður þeytt aur og grjóti í allar áttir og valdið slysi, ef fólk er nærstatt. Við erum ekki að spá, að þetta muni eiga sér stað, en möguleikinn er fyrir hendi og ástæðulaust að taka áhættuna." Eysteinn og Guðmundursegja, að gufusprengingar hafi verið mjög al- gengar á þessu svæði, þegar Kröflu- eldar stóðu sem hæst, og sjáist þess merki á landslaginu í hlíðum Kröflu. Nýlegri dæmi þessa mætti einnig nefna. Árið 1977 varð gufu- sprenging í grennd við borholu, sem verið var að bora og rigndi grjóti og jarðvegi yfir borinn. „Má telja lán, að ekki skyldi hljót- ast slys á mönnum," segir Guð- mundur. Vilji menn vera öruggir um líf sitt Jón Pétur Líndal er hvort tveggja sveitarstjóri og varaformaður Al- mannavarna í Skútustaðahreppi. „Við getum ekki bannað ferða- mönnum aðgang að þessu svæði,“ segir hann. „Mín skoðun er sú, að setja eigi upp aðvörunarskilti við helstu aðkomuleiðir að svæðinu, svo að komumönnum dyljist ekki, að þeir séu að fara inn á hættusvæði. Það má biðja þá að hafa samband við skjálftavaktina, áður en þeir halda lengra. Einnig er hugsaniegt, að binda ferðir um þetta svæði einhverjum tímamörkum, en ekki er hættandi á, að vera lengur á svæðinu en klukku- stund í einu, án þess að hafa sam- band við vaktina. Ef land sígur snögglega, eftir landris og vaxandi skjálftavirkni, má búast við eldgosi eða kvikuhlaupi einni til tveimur klukkustundum sfðar. Ef menn vilja vera öruggir um líf sitt, er því ekki einu sinni óhætt að fara um þctta svæði í klukku- stund.“ þj Gos á svæðinu við Kröflu, sem hófst aöfaranótt 18. nóvember 1981. IMenn óttast nú slíkar hamfarir. Póst- og símaþjónusta hækkar á laugardag: Hækkar um 15% Á laugardag hækkar póst- og símaþjónusta um að meðaltali 15%. Segir Ólafur Tómasson, póst- og símamálastjóri, að þessi hækkun sé tilkomin vegna breytinga á almennum forsendum frá fjárlagagerð, þ.e. nýgerðum kjarasamningum og gengisfellingu. „Gjaldskrá Pósts- og símamála- stofnunarinnar stóð í stað frá árinu 1983 til 1987. Hún var meira að segja lækkuð á árinu 1985. Sú hækkun hefði aldrei átt að koma til, enda alltaf erfitt að vinna sig upp úr lækkun. Borið saman við framfærsluvísitölu eða veitustofn- anir, þá er þessi hækkun óveruleg," sagði Ólafur í samtali við Tímann í gær. Ríkisstjórnarfundur, sem fjall- aði um hækkunarbeiðniropinberra fyrirtækja, fól samráðsnefnd, skip- aðri einum ráðherra úr hverjum stjórnarflokkanna, að fara í saum- ana á hækkunarbeiðni Pósts og síma og gaf grænt Ijós á 15% meðalhækkun. Þrátt fyrir þessa hækkun er áætl- að að greiðslustaða stofnunarinnar verði neikvæð um 150 milljónir í árslok. „Við hefðum þurft um 25% hækkun. Eftirspurn eftir þjónustu er nú meiri en við getum annað vegna fjárvöntunar. Rekstur stofn- unarinnar sem slíkur er jákvæður eftir sem áður, þó greiöslustaðan verði neikvæð. Ég tel þó að að stofnunin hafi staðið sem vel miðað við það,“ sagði Ólafur. Hækkanirnar á laugardag verða m.a. þær að verð á teljaraskrefi hækkar úr 1,90 krónum í 2,21 krónu. Símtöl til Norðurlanda hækka úr 45 krónum í 50 krónur fyrir mínútuna. Símtöl til Banda- ríkjanna hækka úr 92 krónum í 103 krónur og 20 gramma bréf innan- lands og til Norðurlanda hækka úr 16 krónum í 18 krónur. Stofngjald síma hækkar úr 6.650 krónum í 7.710, ársfjórðungsgjald úr 775 í 900 krónur og flutningsgjald úr 7.300 krónum í 8.470 krónur. -SÓL

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.