Tíminn - 14.07.1988, Page 9
Fimmtudagur 14. júlí 1988
Tíminn 9
lllllllllllllllllllllll VETTVANGUR
Spjöll unnin á kirkju-
garðinum í Viðey
Séra Þórir Stephensen, sem skipaði sig sjálfur staðar-
haldara í Viðey, er nú farinn að láta hendur standa fram
úr ermum þar. Ekki er athæfi hans kristilegt, enda hafa
pólitískar skoðanir hans og ráðríki ætíð komið á undan
kristilegum náungakærleik sem þessi dómkirkjuprestur í
raun og sanni ætti að hafa að leiðarljósi.
Séra Póri þótti ekki við hæfi að
hafa kirkjugarðinn í Viðey eins og
hvern annan sveitakirkjugarð.
Ónei. Hann á að vera rennisléttur
og fínn eins og kirkjugarðurinn í
Gufunesi, nýtísku kirkjugarður.
Það skiptir hann engu þó að
„Greinarkornið er ritað
í heilagri reiði, reiðiyfir
ófyrirgefanlegu
skemmdarverki á heil-
ögum stað sem
skinheilagur maður ber
ábyrgð á.“
Reykjavíkurborg sé að eyða hátt í
300 milljónum til að koma Viðeyj-
arstofu og kirkjunni í Viðey í sem
upprunalegast horf. Ónei. Þess-
háttar pjátur hefur ekkert með
kirkjugarðinn fína að gera. í stað
þess að hafa eðlilegan, fallegan
hólóttan íslenskan kirkjugarð, þá
á að hafa garðinn sléttan og fínan
rétt eins og flatir breskra aðalssetra
sem hafa verið slegnar og valtaðar
oft á hverju sumri í fjögurhundruð
ár. Kannske var fyrirmyndin sótt
þangað. Ekki er hún þjóðlcg.
Það hvarflaði ekki að séra Þóri
að hafa sámband við ættingja
þcirra er síðast voru jarðaðir í
kirkjugarðinum í Viðey. Ónei, þeir
hefðu kannske verið mótfallnir
vilja séra Þóris. Slíkt líðst ekki.
Það skiptir staðarhaldarann engu
máli að um sé að ræða einn ástsæl-
asta rithöfund íslendinga sem fékk
sína hinstu gröf í Viðey af sérstök-
um tilfinningalegum ástæðum.
Ónei. Yfir slíkt valtar Séra Þórir
með dráttarvél.
Hvað ætli verði næsta stórvirki
séra Þóris, sjálfskipaðs staðarhald-
ara í Viðey? Að malbika göngu-
braut í kringum eyna? Byggja
sumarbústað fyrir sig og fjölskyldu
sína í hlaði Viðeyjarstofu? Mála
kirkjuna í Viðey heiðbláa, lit
íhaldsins? Það er ekki gott að
segja. En þar er alveg Ijóst að
íslenska ríkið gaf Reykjavíkurborg
Viðey ekki í afmælisgjöf á 200 ára
afmælinu til að dómkirkjuprcstur
sem skipar sjálfan sig staðarhald-
ara í Viðey gæti unnið þar spjöll.
Séra Þóri var á sínum tíma hlíft
við þcirri skörnm að almcnningur
fengi að vita að hann hefði sjálfur
skipað sig staðarhaldara í Viðey og
að borgarráð bjargaði honum fyrir
horn með því að ráða hann staðar-
haldara í Viðey, eftir að dóm-
kirkjupresturinn hafði komið sér í
fjölmiðla og skýrt frá hinni nýju
nafnbót. Að vísu er líklegt að
íhaldið í Reykjavík hefði ráðið
hann sem staðarhaldara, enda hef-
ur séra Þórir verið duglegur við að
troða íhaldsskoðunum sínum og
sinna kollega í Sjálfstæðisflokkn-
um inn í stólræður sínar.
Reyndar hefur hann sýnt í stól-
ræðum sínum, þarsem hann bland-
ar pólitík inn í orð Guðs, og með
spjöllum í Viðey að hann er alls
óhæfur til að gegna þessum emb-
ættum. Þess vegna ætti hann að
víkja.
Það verður að sjálfsögðu ekki
þar sem slíkt tíðkast ekki hjá
Þjóðkirkjunni, allra síst þegar um
svo háttsettan frímúrara er að
ræða. Hins vegar er vonandi að
séra Þórir sjái nú brátt að sér og
hagi sér í framtíðinni cins og
vígður maður á að haga scr. Ef svo
verður þá mun eyðilegging Viðcyj-
arkirkjugarðsins láta örlítið gott af
sér lciða. En þar hafa hins vegar
vcrið unnin spjöll scm aldrci vcrða
bætt.
Undirritaður veit að greinarkorn
þetta verður honum ekki til fram-
dráttar, allra síst þegar Ijóst er að
það kemur við kaunin á háttscttum
frímúrara. En það verður að hafa
það. Grcinarkornið er ritað í heil-
agri reiði, reiði yfir ófyrirgefanlegu
skcmmdarvcrki á hcilögum stað
sem skinhcilagur maður ber ábyrgð
á. Undirritaður er ekki einn um
þessa hcilögu reiði, allir þeir scm
láta sig Viðey, þennan mcrka stað,
cinhverju varða cru nú reiðir.
Vonandi vcrður þetta leiðinda-
atvik til þess að staðarhaldarinn í
Viöcy, borgaryfirvöld og aðrir sem
standa í framkvæmdum á við-
kvæmum stöðum fari sér hægt og
ani ekki út í vitleysu sem ekki er
hægt að bæta, líkt og nú hefur
gerst. Ef svo yrði ættu þeir cr nú
hafa fyllst rcttlátri reiöi vcgna
skemmdarverkanna í Viðey að
geta fyrirgefið séra Þóri mistök
hans. En mistök eru til að læra af
þeim.
Hallur Magnússon
300 fullorðnum löxum
sleppt í Blikdalsá
Einn angi af starfsemi hafbeitar-
stöðvarinnar í Lárósi felst í því að
skaffa lifandi lax til að sleppa í
straumvatn, svo að veiðimenn fái
útrás á þörf sinni að glíma við
sporðhvatan laxinn. Láróslaxinn
hefur þannig glatt veiðimenn í
tveimur ám á þessu sumri: Norð-
lingafljóti í Borgarfirði og Blikdalsá
á Kjalarnesi.
Síðastliðinn sunnudag var sleppt í
Blikdalsá, sem oft er nefnd Ártúnsá,
300 löxum frá Lárósi. Það er leigu-
taki árinnar, Sigurbjörn Þorkelsson,
sem stendur fyrir þessu nýstárlega
og skemmtilega úthaldi. Veiðileyfið
kostar þrjú þúsund krónur og síðan
greiðir veiðimaður fyrir hvern veidd-
an lax.
Það er víst, að í framtíðinni munu
hafbeitarstöðvar með lax eiga vís
viðskipti af því tagi, sem áður var
nefnt. Á sínum tíma þegar
„Ármenn" voru með Kálfá í Gnúp-
verjahreppi á leigu, þótti þeim laxa-
gengd í ána ekki nægilega kröftug og
keyptu þeir hátt á annað hundrað
laxa hjá Kollafjarðarstöðinni og
fluttu austur og slepptu í ána. Rúm-
lega helmingur þessara laxa veiddist
í ánni, en tveir skiluðu sér aftur í
Kollafjörð þá um sumarið og dró
gjaldkeri Ármanna þessa laxa frá
þegar hann borgaði reikninginn fyrir
laxana!
Lítið fréttist af flutningi á full-
orðnum laxi í laxlitlar eða laxlausar
ár til að veiða á stöng eftir
Kálfárævintýrið, þar til leigutakar
Norðlingafljóts, Sveinn og Þorgeir
Jónssynir o.fl. hófust handa og réð-
ust í svipaða framkvæmd með lax frá
Lárósi. Þetta gaf góða raun sumarið
1987 og þessu er haldið áfram í
sumar.
Sem fyrr segir, má gera ráð fyrir
að starfsemi af fyrrgreindu tagi muni
fara vaxandi á næstu árum. Hér á
landi eru sérstaklega hagstæðar að-
stæður til að nýta ársvæði með
þessum hætti. Tiltölulega meira er
hér á landi af minni ám, en víðast
hvar erlendis, sem henta mun betur
en öflugri ár til þessara hluta.
Þá er víst að ár með tiltölulega
lítinn laxastofn frá náttúrunnar
hendi munu verða hagnýttar með
hafbeitarsleppingu, ef svo má segja,
þ.e. að gönguseiðasleppingar við
þær munu verða þróaðar með tilliti
til að stórauka laxagengd í árnar svo
að verðmæti þeirra skili meiru en
það sem árnar sjálfar geta fóstrað af
seiðum með góðu móti. e.h.
Úr Lárósi. Laxinum sleppt
dalsá við hrúna.
Blik-
Flutningabíll við Blikdalsá sunnudaginn 10. júlí 1988.
Myndir EH.