Tíminn - 14.07.1988, Page 10

Tíminn - 14.07.1988, Page 10
T 10 Tímipp Fimmtudagur 14. iúlí 1988 Fimmtudaaur 14. iúlí 19RR Jafnt á Siglufirði Frá Erni Þórarinssyni fréttamanni Tímans. KS og Selfoss skildu jftfn þegar liðin mættust á Siglufirði í 2. deildar- keppninni í knattspyrnu á þriðju- dagskvftldiö. Úrslit uröu 1-1 og voru bæði mörkin skoruð í síðari hálfleik. Fyrir KS skoraði Hafþór Kolbeinsson á 55. mínútu, en Guðmundur Magn- ússon jafnaði fyrir Sclfyssinga 10 mínútum síðar. KS-ingar, sem léku án Jónasar Björnssonar og Baldurs Benónýssonar sóttu meira í síðari hálfleik, en tókst ekki að knýja fram sigur. ÍÞRÓTTIR “Greinlega að komast í leikæfingu“ íslenska landsliðið í handknattleik vann stórsigur, 26-15, á Pólverjum í gærkvöld, cr liðin mættust á alþjóðlega mótinu sem fram fer í A- Þýskalandi. íslendingar náðu strax yfirhöndinni, skoruðu án afláts meðan Pólverjum gekk illa að koma boltanum í netið. Staðan í hálfleik var 14-5, Islendingum í vil. Pólverjar skoruðu þrjú fyrstu mörkin í síðari hálfleik og breyttu stöðunni í 14-8, en okkar menn tóku þá sprettinn á ný og tölur eins og 18-9, 23-11 23-15 sáust á markatöflunni. Lokatölurnar urðu 26-15, ellefu marka íslenskur sigur. Ólympíulúörasveitin undirbýr opnunarathöfnina í Seuol: Einar Þorvaröarson átti stórleik í gærkvöld, fékk aöcins á sig 5 mörk í fyrri hálfleik. Að sögn Jóns Hjaltalíns Magnús- sonar formanns HSÍ, átti allt ís- lenska liðið stórleik í gærkvöld. Einar Þorvarðarson stóð í markinu í fyrri hálflcik og varði stórvel, eins og markatalan gefur til kynna. Brynjar Kvaran lék í markinu í síðari liálf- lciknum og varði cinnig mjog vcl. Hann kórónaði stórleik sinn með því að vcrja vítakast á síðustu mínút- unum. Sigurður Sveinsson gladdi áhorfcndur í hftllinni í Dessau með þrumuskotum í síðari hálflcik, en þá lék hann í sókninni í stað Kristjáns Arasonar. Kristján stóð sig vel í fyrri hálfleik og cinnig í vörninni í þeim síðari. „Það er grcinilcgt að strákarnir eru að komast í góða lcikæfingu, eftir erfiðar þrekæfingar að undan- förnu og það var augljóst að það eru íslendingar en ekki Pólverjar sem keppa á Ólympíuleikunum." sagði Jón Hjaltalín. „Við leikum gegn Kínverjum á morgun og erum ákvcðnir að sigra í þcim leik. I úrslitakeppmnni munum við að ftllum líkindum lcika gegn Sovétmönnum og V-Þjóðverjum Okkar lokatakmark er sem fyrr að lenda í einu af 6 efstu sætunum í Seoul." bætti Jón H jaltalín Magnús- son við. Mörkin í gær skoruðu: Þorgils Óttar Mathiesen 5, Alfreð Gíslason 5, Sigurður Sveinsson 4/2, Kristján Arason 3, Guðmundur Guðmunds- son 3, Páll Ólafsson 2, Bjarki Sig- urðsson 2, Geir Svcinsson 1 og Júlíus Jónasson I. BL Siguröur Sveinsson lét þrumuskotin vaöa að Pólverjum í gærkvöld, þegar íslendingar unnu stórsigur, 26-15. Nevin metinn á 925 þúsund pund Óháöur dómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu aðskoski landsliðs- maöurinn Pat Nevin sé 925 þúsund punda viröi. Dómstóllinn var feng- inn til þess að skcra úr urn verðmæti Nevins, því Everton og Chelsea gátu ekki komið sér saman um verðmæti kappans. Mikið bar á rnilli því Chelsea vildi fá 1,7 milljónir punda fyrir Nevin, en Everton var tilbúið til að borga aðeins 30(1 þús- und pund. Mat dómstólsins er því mcira cn þrisvar sinnum hærra cn boð Everton. BL Ná Valsmenn að stöðva Framara? í kvöld verður sannkallaður stórleikur SL-deildinni, I. deild, í knattspyrnu. Framarar, sem hafa átta stiga forystu í deildinni, mæta Valsmönnum, sem eru í öðru sæti. Le'kurinn í kvöld gæti orðið úrslitaleikur deildarinnar. Fari svo að Framarar sigri. verður forskot þeirra orðið 11 stig og næstum ómögulegt að vinna það upp. Sigri Valsmenn verður munurinn aðeins 5 stig og möguleikar Vals og næstu liða í dcild- inni enn talsverðir. Jafntefli er hálfur sigur fyrir Fram, því þá verður áfram 8 stiga munur á þeim og Valsmönnum. Leikurinn í kvöld verður háður á heim- avclli Valsmanna að Hlíðarenda og hefst hann kl. 20. BL McNulty lofar sjálfum sér óvenjulegum verðlaunum 1 linn heimsfrægi golfleikari, Mark McNulty frá Zimbabwe, hefur lofað sjálfum sér nokkuð óvenjulegum verðlaunum, verði hann í cinu af þremur efstu sætunum á opna breska meistaramótinu sem hefst í dag. McNulty, sem varð að hvíla sig á golfi í fjóra mánuði í lok síðasta árs og fram á þetta ár, vegna alvarlegrar lungnabólgu, hafði ákveðið að láta fjarlægja hálskirtla sína í lok þessa árs. Nú vill hann losna viö kirtlana fyrr, því hann segir þá angra sig mjög. Eftir lungnabólguna fyrr á árinu var Ijóst að kirtlana yröi að fjarlægja. Nú ætlar hann sem sagt að nota kirtlana sér til hvatningar í mótinu. „Ef ég verð í einu af þremur efstu sætunum fer ég heim og læt fjarlægja kirtlana í næstu viku, annars held ég mínu striki og keppi á næsta móti. Hálskirtlarnir hafa engin áhrif á mína spilamennsku," segir McNulty, sem gekk illa á opna skoska meistaramótinu unt síðustu helgi og brenndi meðal annars af 1 tommu pútti. BL Fer Beckenbauer til Bandarikianna? „Ekkert formlegt boð hefur borist frá Bandaríkjamönnum og engirsamn- ingar hafa vcrið gerðir við v-þýska sambandið." segir Franz Beckenbauer landsliðsþjálfari V-Þjóðverja í knatt- spyrnu, en frétt þess efnis að Becken- bauer mundi taka við bandarfska landsliðinu árið 1990, birtist í cinu v-þýsku dagbiaði fyrir skömmu. Samkvæmt frétt v-þýska blaðsins átti Beckenbauer að gerast fram- kvæmdastjóri bandaríska landsliðins í fjögur ár. frá 1990 og frant yfir heims- meistarakeppnina 1994, en hún fer sem kunnugt er fram í Bandaríkjun- um. Beckenbauer er samningsbundinn hjá v-þýska landsliðinu fram til 1990. „Það eina sem hæft er í þessu er það að fulltrúar bakhjarla keppninnar komu lil mtn, löngu áðuren mótsslaö- urinn var ákveðinn, og spurðu mig hvort ég vildi taka á einhvern hátt þátt t keppninni. Ég svaraði þeim á þann hátt að ég væri til í ails konar viðræður eftir að samningi mfnum við v-þýska sambandið lýkur." BL „Hvernig á hann að snúa?“ límaniynd Pjetur. Bjarni Friöriksson júdókappi með vcrölaunin, sem hann vann í Los Angeles. Bjarni vcröur fánaberi ís- lenska keppnishópsins í Seoul. ÞAKMALNING SEM ENDIST má!ning% Tímann ígær. „Þaðvitaallirað viðeig- um mjög sterkt handknattleikslið og Einar Vilhjálmsson hcfur kastað spjót- inu vcl að undanförnu. Þá vonum við að Bjarni Friðriksson. bronsverð- launahafi frá síðustu leikum. standi sig jafn vel í júdóinu og i Los Angeles." sagði Ingvar. „Allur undirbúningur af ltálfu Kór- cu-manna viröist vera á undan áætlun. Við sendum nauðsyniega hluti cins og fána, þjóðsftnginn og íslenskt þjóðlag út til Kóreu, lyrir meiraen ári. Núnaer lúðrasveit vafalaust að æfa „Öxar við ána“ í Seoul." „Þá er undirbúningur okkar hér heima á lokastigi. Verið er að saunta Ólympíuklæðnað keppendanna í Dan- mörku. en fötin eru frá Herrahúsinu og það verður endanlega gengið Irá þcim hér heima," sagði Ingvar ennfremur. „Fjárhagslega staðan cr þokkaleg, en enn vantar nokkuð uppá að endar nái saman. Frjáröflunarnefnd undir stjórn Arnar Eiðssonar er að vinna í þeim málum," sagði Ingvar Pálsson hjá Ólympíunefnd Islands að lokum. Þess má geta í lokin. að fánaberi Is- lands á Olympíuleikunum í Seoul verður Bjarni Friðriksson júdókappi. BL Undirbúningur fyrir Ólympíuleikana í Scuol er nú á loka- stigi. tslenska Ólympíunefndin hefur ákvedið að senda alls 32 keppendur á leikana. íslenski keppnishópurinn sem fer til Seuol í S-Kóreu verður alls skipaður rúmlega 50 mönnum. íþróttamennirnir sjálfir verða 32 talsins. Þar eru handknattleiksmenn að vonum fjöl- mennastir með 15 keppendur, frjálsíþróttamennirnir verða 8, sundmennirnir 5, 2 júdómenn fara til Seuol og 2 siglinga- menn. Frjálsíþróttamennirnir sem fara á leikana verða að öllum líkindum: Ein- ar Vilhjálmsson, Sigurður Einarsson, íris Grönfeldt, Vésteinn Hafsteinsson, PéturGuðmundsson, Eggert Bogason, Helga Halldórsdóttir og Ragnheiður Ólafsdóttir. Ákveðið er að júdó- mennirnir Bjarni Friðriksson og Sig- urður Bergmann fara og siglinga- nrennirir verða þeir Gunnlaugur Jón- asson og ísleifur Friðriksson. Tveir sundmenn hafa þegar náð Ólympíu- lágmörkum. þau Eðvarð Þór Eðvarðs- son og Ragnheiður Runólfsdóttir. Hverjir hinir 3 sundmennirnir verða er enn óljóst, en 3-4 sundmenn eru nálægt því að ná lágmörkunum. Svo gæti farið að sundmennirnir yrðu 6, ef árangur á næstunni verður viðunandi. Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ og varaformaður Ólyntpíunefndar verður aðalfararstjóri hópsins. „Okkar væntingar um árangur eru hóflegar," sagði Ingvar Pálsson starfs- maður Ólympíunefndar í samtali við Þeir æfa „ðxar við ána“ Veldu Steinvara 2000 gegn steypu- skemmdum málning'lf Knattspyrna: Handknattleikur: Knattspyrna:

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.