Tíminn - 14.07.1988, Side 19

Tíminn - 14.07.1988, Side 19
i » i, i. », i. v- . , f t r.• ' ...... Fimrntudágur 14. júlí 1988 Tíminn 19 UMFERÐARUPPELDI í þeirri umræðu um umferðarmál, sem nú er í gangi, ber mest á tali um hraðakstur og ölvunarakstur og aðgerðir til að stemma stigu við slíkum brotum. Lögreglan tekur undir þetta, a.m.k. virðist starf hennar aðallega beinast að því að koma í veg fyrir, eða öllu heldur að ná hraðakstursöku- mönnum og ölvuðum ökumönnum. Fréttir lögreglunnar benda til þessa, því á nær hverjum degi er tíundað í blöðum hversu margir hafi verið teknir fyrir of hraðan akstur og/eða ölvunarakstur. Þrátt fyrir að ég skilji nauðsyn þess að stöðva ökufanta og ölvaða ökumenn, þá er ég ekki viss um að þetta sé rétt löggæsla eða árangurs- rík. Ég tel líklegra til varanlegs árangurs, að skapa með ökumönn- um þá virðingu fyrir lögum og reglu að slík brot verði fátíð, eða með öðrum orðum, ég tel áhersl- una við löggæslu vera við öfugan enda. Ég vil nefna dæmi. Fimmtudag- inn 7. júlí um miðnætti var lögregla við hraðamælingar hjá Þjóðminja- safninu við Hringbraut. Hugsan- legt er að þar hafi einn og einn ökumaður verið tekinn á of mikl- um hraða enda er löglegur hraði þarna aðeins 50 km á klukkustund, þó hæfilegur og eðlilegur hraði þarna í þurrviðri og á þessum tíma sólarhrings sé svona um 70 km. Á sama tíma og þetta var, þá óku ungu ökumennirnir stöðugt móti bannmerki inn á Hótel Islands- planið, á móti bannmerki norður Aðalstræti frá Herkastalanum, óku númerslausir að framan, óku með þokuljós kveikt og stöðvuðu á miðri götu á leið um rúntinn og lögðu í hópum ólöglega. Öllum þessum brotum var í engu sinnt. Enn má reyndar nefna eitt smábrot, lúmskt og yfirvegað, en það er að aka með afturnúmer á annars tandurhreinu mótorhjóli, svo óhreint að alls ekki er læsilegt. Tilgangurinn er augljós. Eins og ég nefndi, virðist mér lögreglan alls ekki skifta sér af öllum þessum smábrotum sem ég taldi upp hér að framan. Slík brot eru framin stanslaust og stöðugt, alla daga og öll kvöld vikunnar. Rétt enn dæmi: Síðastliðið þriðju- dagskvöld var ég í Aðalstræti um hálftíma. Á þeim hálftíma sá ég þrjá lögreglubíla aka um svæðið, en ég sá líka tvö mótorhjól og tvo bíla aka móti bannmerki inn á Hótel íslandsplanið, eitt mótorhjól aka með ólæsilegt afturnúmer og einn bíl númerslausan að framan. Þar fyrir utan og svona meðal annarra orða fjölda fólks koma út úr Fógetanum með áfengisglös í höndunum, en allir vita að ekki er leyfilegt að selja áfengi til neyslu utan dyra. Áfram um umferðarmálin. Ég tel að lögreglan eigi að leggja áherslu á að uppræta hin minni brotin, ekki endilega með sektum, heldur aðeins áminningum og þá sektum ef þær ekki duga. Lögregl- an á að stjórna umferð um rúntinn með harðri hendi, koma í veg fyrir að ungu ökumennirnir stöðvi um-, ferðina að ástæðulausu. Ekki að loka rúntinum heldur nota hann til að ala ökumennina upp í því að fara eftir lögum og reglu og sýna öðrum vegfarendum tillitssemi. Lögreglan á að fara með ökumenn sem aka númerslausir að framan inn á Hlemm og láta þá geyma bílinn þar uns númerið er komið á. Sekta ekki, en skrá atburðinn í ökuferilsskrá og beita þá sektum ef um ítrekað brot er að ræða. Fara með mótorhjólamenn með óhrein afturnúmer á næsta þvottaplan og láta þá hreinsa númerið. Þá ber að gæta þess að ekki sé ekið gegn bannmerkjum svo sem sést oft við Hótel íslandsplanið, við Gauk á Stöng og út af ESSO planinu við Hafnarstræti. Þá ber vitanlega að athuga að lögregluþjónar sem koma akandi um þessar slóðir verða ekki vitni að þessum brotum nema fyrir tilviljun. Gangandi lög- regluþjónar er sú löggæsla sem nauðsynleg er til þess uppeldis- starfs sem ég er að fjalla um. Ég er sannfærður um að ef tækist að koma í veg fyrir öll þessi smábrot, sem flcst eru lítilvæg, þá fækkaði verulega hinum stærri og verri umferðarlagabrotum. Ég verð að segja að mér blöskrar satt að segja sá aragrúi smábrota sem ég verð vitni að á skammri stund í miðbæ Reykjavíkur. Til þess að fyrirbyggja misskilning, þá skal það tekið fram að bílar með utan- bæjarnúmerum virðast ekki láta sitt eftir iiggja við lögbrot þessi. Ég skora á lögregluna að huga vand- lega að því hvort virðingarleysi Aldur skiptir engu Penelope Keith, sem er orðin okkur góðkunn fyrir leik sinn í gamanþáttum í Sjónvarpinu, fyrst Ættarsetrinu og nú „Basl er bóka- útgáfa", segir að engu máli skipti fyrir persónuleika, visku, um- hyggjusemi og brjóstgæði, hve mörg ár manneskja hafi lifað. Ef maður elski einhvern, athugi mað- ur ekki fæðingarvottorð viðkom- andi, áður en maður tilkynni það. Henni finnst hlutverk Audrey í Ættarsetrinu hafa fest við sig og að líklega sé það vegna þess hve hávaxin hún sé. Auk þess haldi flestir, að háar konur séu undan- tekningarlaust skapvargar. - Það er mesti misskilningur, fullyrðir hún. - Ég er nánast skaplaus. Penelope er gift Rodney Timson og þau fluttu frá London til Surrey fyrir níu árum. Þar segist hún ætla að vera það sem eftir er, hún sé búin að fá nóg af flækingi. í „Bókaútgáfunni" leikur Geof- frey Palmer eiginmann hennar og svo vill til að þau fá bæði háar stöður hjá sama fyrirtæki, en reglur þess kveða svo á um, að Itjón megi ekki starfa þar bæði. Allt snýst því um að láta sem þau þekkist ekki meira en sem vinnufélagar og það gengur brösuglega á stundum. Hjónakornin í bókaútgáfunni eftir annir dagsins. Þau urðu að fá sér sitt hvort símanúmerið. Þannig muna margir eftir Penelope, sem Audrey í Ættarsctrinu, ásamt Peter Bowles. UM STRÆTI OG TORG KRISTINN SNÆLAND gagnvart hraðakstri og ölvunar- akstri sé ekki sprottið af þeirri einföldu staðreynd að hin smærri brotin eru látin nær afskiftalaus. Allir þekkja máltækið Af mjóum þvengjum læra hundarnir að stela. Kringlumýrarbraut • Það varvíst ífyrrasemunniðvar við breytingu á Kringlumýrarbraut niður við Suðurlandsbraut. Enn hefur umferðarskerið, scm skemmdist við aðgerðina, ekki ver- ið lagað. Þar að auki vantar svona einn og hálfan fermetra af steypu í gangstéttina í skerinu neðan við Suðurlandsbrautina. Það er svona máttleysi eða hálfkák eða hugsun- arleysi í vinnubrögðum við gatna- gerð og frágang gatna í borginni sem mér finnst svo leiðinlegt. Blessaðir reynið að taka ykkur á.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.