Tíminn - 14.07.1988, Page 20

Tíminn - 14.07.1988, Page 20
NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, ® 28822 Auglýsingadeild liannar auglýsinguna fýrir þig 686300 Tíminn HRÆDDUR í VÍETNAM HRÆDDARIIKULUSUK Hinn raunverulegi flugmaður Top Gun Randy Cunningham, liðsforingi, hcfur lagt að baki rúma 9000 flugtíma. Hann er þaulæfður 0rr- ustuílugmaður og hefur oft komist í hann krappann. Hann scgir, að suni cftirminnileg og áhættusöm atriði úr kvikmyndinni Top Gun, hafi raunverulega komið fyrir sig og verið felld inn í kvikmyndina. „Þegar MIG-þotan kom aftan að bandarísku orrustuþotunni og J Tom Cruise þáði ráðleggingar af Chris Marshall, 11 ára, „hinn ungi Lindberg“, og Randy Cunningham, liðsforingi í orrustusveitinni Randy Cunningham við tökur á Top Gun, á Reykjavíkurflugvelli á leið í háloftin. (Tíminn: Pjciur) kvikmyndinni Top Gun. stjórn. Hreyfillinn ofliitnaði, því að olía hafði lekið af vélinni, en olíulokið hafði ekki verið hert nægilega vel á. Þar við bættist dimm þoka og þeir flugu fram hjá Kulusuk, án þess að sjá staðinn. Þeir urðu því að snúa við og leita í slæmu skyggni úr 50 feta hæð. „Þetta var hryllingur," segir Cunningham. „Ég þorði varla að vona, að við kæmumst nokkurn tímann hingað til íslands. En Chris var sannur félagi og lét sér hvergi bregða.“ „Ég var samt hræddur!", sagði Chris. þj Ellefu ára gamall gutti frá Bandaríkjunum lenti hjálparlaust lítilli eins hreyfíls fíugvél af gerðinni Mooney á Reykjavíkurflug- velli í gær, eftir að hafa flogið alla leið sunnan frá Kaliforníu á flmm dögum með viðkomu síðast í Kulusuk á Grænlandi. Hann flýgur nú inn á spjöld sögunnar fyrir að vera yngsti flugmaðurinn, sem flogið hefur yfír Atlantshafíð. Hann heitir Chris Marshall og þeir björguðu sér með því að snúa fékk flugáhugann í vöggugjöf. Chris hefur flogið fleiri tegundum véla, en með góðu móti væri hægt að telja upp hér, og unnið ýmis frægðarverk í loftinu í sínu heima- landi. Faðir hans er flugmaður og bíður hans ásamt móður hans í París, en þangað er förinni heitið. í gær hélt Chris frá Reykjavík til Glasgow, en taldi sig ná áfangastað í dag. Chris fær ekki flugréttindi fyrr en hann nær 16 ára aldri, en leyfist að fljúga hafi hann reyndan flug- mann sér við hlið. Aðstoðarmaður hans á lciðinni yfir hafið er Randy Cunningham, liðsforingi í hinni frægu flugorrustusveit Top Gun. „Kvikmyndin Top Gun með Tom Cruise í aðalhlutverki er um mitt líf,“ sagði liðsforinginn við blaðamcnn úti á flugvelli í gær. þotunni upp í loft og velta sér yfir, svo að þeir lentu fyrir aftan MIG- þotuna og gátu eytt skotmarkinu," segir hann. „Það kom fyrir mig. Það átti sér stað í raunveruleikan- um.“ Randy kallar því ekki allt ömmu sína í þessum efnum, en heldur áfram: „Ég var hræddur þegar ég var skotinn niður í Víet Nam, en ég var hræddari í gærkvöld (þ.e. fyrrakvöld), þegar við urðum að nauðlenda í Kulusuk. Við vorum heppnir, að sleppa lifandi." Chris hefur flogið alla leiðina frá Kaliforníu einn, en á leiðinni til Kulusuk tók liðsforinginn við Tfll Vlil'll Þrátt fyrir að ferðamannatíminn sé nú í blóma: Vandalaust að útvega gistirými fyrir 182 Á helsta ferðamannatímanum mætti ætla aö öll hótel í Reykjavík væru fullbókuð, en svo viröist ekki vera. Flugleiðum tókst á örskömmum tíma að útvega öllum farþegum og áhöfn Airbusvélar- innar sem nauðlenti á Keflavíkurflugvelli í fyrradag hótelherbergi ef til þess kæmi að fólkið þyrfti að dvelja hér á meðan viðgerð á flugvélinni færi fram. Flugleiðir leituðu til hótela í Reykj'avík cftir herbergjum, og gátu Hótel Loftleiðir og Holiday-inn út- vegað samtals um 75 herbergi. í samtali við móttökustjóra þessara hótela kom fram að umræddan dag gat Hótel Loftleiðir útvegað um 40 tveggja manna herbergi og Holiday- inn 30 til 35 tveggja manna herbergi. Jóhann Sigurólason móttökustjóri hjá Holiday-inn sagði í samtali við Tímann að helsta ástæðan fyrir því að þeir gátu útvegað svo mörg herbergi á þessunt árstíma væri sú að í raun væri júlí verstur af sumarmán- uðunum hvað varðar nýtingu hótel- herbergja í Reykjavík. Sagði Jóhann að í júní og ágúst væri ætíð mikið um ráðstefnuhald og einnig kæmi fólk í viðskiptaerindum á þessum tíma, en í júlí dytti þetta alveg niður. Þá væru það nær eingöngu ferðamenn sem eru á leið út á land og (jveldu því mjög skamman tíma á hótelunum í einu. Hins vegar væri þeim mun meira hjá hótelum úti á landi. Geirlaug Magnúsdóttir móttöku- stjóri hjá Hótel Loftleiðum sagði í samtali við Tímann að minna væri bókað nú en oft áður á hótelinu og taldi ástæðuna vera verðlagið, eink- um á mat. Hins vegar væri júlí mánuður ekki verri en aðrir sumar- mánuðir þegar upp væri staðið, en er hins vegar ekki bókaður ár eða tvö fram í tímann, vegna ráðstefna og því oft götóttur. -ABÓ Systrasveifla sunnan- og norðanlands: HEKLA GERIR SIG LÍKLEGA Hekla, líkt og systir hennar Krafla, lyfti pilsfaldinum í gær og mönnum þótti hún gera sig líkiega til að gjósa. Gufustrókar sáust stíga upp frá gamla gígnum fyrst um morguninn og hvað eftir annað fram cftir degi. Heiðríkja var yfir Suðurlandi og sáust bólstrarnir alla lcið til Reykjavíkur. Guðmundur E. Sigvaldason sagði, að engar mælingar sýndu, að Heklugos væri í vændum. Hann sagði, að reykur hefði stigið upp frá cldfjallinu allt frá því að það gaus árið 1981. Svcrrir bóndi Haraldsson í Sel- sundi kallaði æfingar Heklu „Framsóknarskjálfta". Á það verður þó að líta, að Hekla gaus mjög óvænt síðast þegar hún tók sig til. Guðrún Jónasdóttir, sem andað- ist fjörgömul um niiðja þessa öld, þekkti Heklu af eigin raun. Hún var ættuð undan Heklurótum. frá Mörk í Landssveitinni, og varð tólf ára gömul að flýja öskufall. Var hún reidd á sundreið yfir Þjórsá. Eftir henni er hafður gamall húsgangur: Hekla. þú ert hlálegt fjall, ad haga þér sí svona. Einatt kemur öskufall úr þcr, gamla kona. (sjá enn fremur umfjöllun uni Kröflu á bls. 5) Þj

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.