Tíminn - 23.07.1988, Síða 1

Tíminn - 23.07.1988, Síða 1
4 Fjallhress en há- Landinn út um þúfur öldruð Bette Davis um verslunarmannahelgi helgin • Blaðsíður 6-7 • Blaðsíður 8-12 Strokkhólsálfar tóku til sinna ráða og stöðvuðu hitaveituframkvæmdir: í niðurstöðum könnnar dr. Erlendar Hermannssonar um trúna á framhaldslíf, kemur m.a. fram að engin þjóð í heiminum kemst með tærnar þar sem við íslendingar höfum hælana í trú á ýmis dulræn fyrirbæri, álfa og huldufólk. Óteljandi margar sagnir eru varðveittar í þjóðsögum um samskipti manna og álfa og eru margar þeirra í hæsta máta lygilegar. En álfarnir lifa enn í vitund bróðurparts íslendinga ef marka má niðurstöður Gallupkönnunarinnar. Alkunna er að víðsvegar um landið eru hólar og klappir sem talað er um að séu heimkynni þessara litlu vera. Og mönnum er eindregið ráðið frá því að hreyfa við þessum álfhólum og vísað til þess að álfarnir muni síðar hefna þess grimmilega á einn eða annan hátt. Vegagerðarmönnum hefur t.d. oft verið ráðið frá því að leggja vegi þar sem talið er að búi álfar og huldufólk. Stundum hafa þeir farið eftir þessum ábendingum. En oft hefur hinsvegar ekki verið hirt um þær og ráðist í vegalagningu yfir eða í gegnum álfhóla. Það er hald manna að oft hafi álfarnir stöðvað slík áform með ýmsum brögðum, t.d. með því að skemma tæki, slasa verkafólk o.fl. Því er þessa getið hér að fyrir sjö árum síðan átti sér stað röð undarlegra tilvika sem margir töldu og telja ennþá að séu verk álfanna. Hitaveituframkvæmdir Árið var 1980, mánuðurinn janúar. Undirritaður var stofn- samningur um Hitaveitu Eyra af fulltrúum Eyrarbakka- og Stokkseyrarhreppa. Eftir miklar bollaleggingar var tekin sú ák- vörðun að leggja aðveituæð frá Selfossi í suður til Eyrarbakka og Stokkseyrar. Efni í aðveitu- æðina var var fengið frá Úretan- einangrun á Akureyri en Rækt- unarsambandi Flóa og Skeiða var falið að sjá um lagningu hennar. Á vordögum árið 1981 hófst verkið og var farin sú leið að hefja niðurlagningu leiðslunnar frá Selfossi og halda í suður vestan þjóðvegarins til Eyrar- bakka. Verkið sóttist mjög vel enda annaðist það samhentur og góð- ur hópur verkamanna undir dyggri stjórn Ólafs Snorrasonar, framkvæmdastjóra Ræktunar- sambands Flóa og Skeiða. Við verkið voru notaðar stórvirkar og afkastamiklar vinnuvélar og Samkvæmt orðum skyggns manns, sem lagt hefur leið sína að Strokkhól, er gengið inn í hann að austanverðu. Fyrir framan dyrnar er stétt sem þeir hit^veitumenn byrj- uðu á sínum tíma að brjóta niður. Tíminn: Óskar Þór Halldórsson ' Strokkhóll í allri sinni dýrð. Það verður ekki sagt að hann láti mikið yFir sér. En þrátt fyrir það er mönn- um að fenginni reynslu eindregið ráðið frá því að hreyfa við honum. Timinn: Óskar Þór Halldórsson því gat lífið ekki annað en brosað við þeim hitaveitumönn- um. En þegar komið var suður- undir afleggjara heim að Sand- víkurbæjum fór heldur betur að draga til tíðinda. Álfarnir strokka Við mót þjóðvegarins frá Sel- fossi að Eyrarbakka og heim- reiðarinnar heim að Sandvíkur- bæjum er hóll, nokkuð sérstakur í laginú. Hann líkist að mörgu leyti húsi eða kirkju, með strýt- um á hvorum enda, sú eystri er nokkru hærri. Hóll þessi heitir Strokkhóll af þeirri ástæðu að þaðan telur fólk sig hafa heyrt hljóð eins og að huldufólkið sem þar byggi væri að strokka smjör inni í hólnum. Eftir því sem næst verður komist hefur það verið trúa fólks á Sandvíkurbæjum í margar aldir að Strokkhóll væri aðsetur álfa. Hremmingarnar hefjast Eftirfarandi er byggt á skráðri frásögn Guðmundar Kristins- •

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.