Tíminn - 06.08.1988, Page 3
Laugardagur 6. ágúst 1988
HELGIN
3
sáust eftir hríngana í eyrunum á
mér. “
Biskupinn í feikna stuði
Þótt prestum og biskupum sé
ætlað að vera fyrirmyndir ann-
arra hvað varðar sannsögli og
aðrar göfugar dyggðir vill þó við
brenna að meira að segja þeir
fara út af strikinu. Þannig var
með Halldór nokkurn biskup.
Lesendum læt ég eftir að dæma
um hvort tvær eftirgreindar sög-
ur honum eignaðar eru trúlegar
eður ei.
Fyrri sagan segir frá óhræsis
hvassviðri: „Eitt sinn var ég úti
staddur þegar slagbyljaveður
var hið mesta sem ég man. Þá
voru kýr reknar úr fjósi. En þá
vildi svo til að einn bylinn rak á
þegar fyrsta kýrin rak höfuðið
út. Bylurinn tók af höfuðið við
fjósstafinn. í sama bili kom
annar bylur og rak höfuðið aftur
á kúna svo fast að ekki losnaði
aftur. “
Hin seinni segir frá undra-
verðu keraldi: „Einu sinni smíð-
aði ég kerald og lét ausa það við
lind áður en það var gyrt, og lak
ekki einum dropa. Þetta var á
laugardagskvöld. Á sunnudag-
inn kom fólk til kirkju. Þá gengu
margir að keraldinu og undruð-
ust að ekki Iak. Þótti þeim svo
mikils um vert að tveir dóu af
undrun. “
Hagara gagara
skruggu skraungli
Maður er nefndur Þorbjörn,
sem gengið hefur alla jafna undir
nafninu Æri-Tobbi. Hans er
víða getið í sögnum fyrir hrekk-
vísi og sérkennilegan skáldskap.
Sú sögn er til af Tobba að
hann hafi með hrekkvísi sinni
vísað ókunnugum manni á vað-
leysu með eftirfarandi stöku:
Veit ég víst hvar vaðið er
vil þó ekki segja þér
fram af eyraroddanum
undir svarta bakkanum.
Svo illa vildi hinsvegar til að á
þessum stað var djúpur hylur og
Veiðisögumar era margar hverjar með ólíkindum vel kryddaðar. Einhverju sinni var veiðimaður spurður um hversu
stór laxinn hafi verið sem hann missti. Svar veiðimannsins var á þessa leið: „Það veit ég ekki, en skuggi hans var
sjö pund.“
Gat á sokknum
Seinni veiðisagan af Kristófer
er ekki síðri en sú fyrri.
Hann á að hafa verið í smala-
mennsku á ákaflega heitum
degi. Að honum sækir mikill
þorsti sem svalað er með því að
leggjast á árbakkann og drekka
frískandi vatnið. Kristófer segist
ekki hafa drukkið lengi þegar
lax hafi komið og rekið sporðinn
uppísig. Mótleikur Kristófers
fólst í því að bíta í laxinn og ná
honum á þurrt land. „Þetta var
' smálax, “ á veiðimaðurinn að
hafa sagt.
i Þessi saga endurtók sig ári
síðar, nema þá vildi til að laxinn
var það stór aðhann dró Kristóf-
er á bólakaf. Hann mun þó ekki
hafa dáið ráðalaus og spyrnti
■ svo fast í árbotninn að hann
flaug á þurrt land. Til að undir-
strika sannleiksgildi þessarar
sögu á Kristófer að hafa sagt:
„Svo fljótt brá ég við að ég
vöknaði ekki nema í aðra stóru-
tána. Það var nefnilega gat á
sokknum. “
Hausinn mölbrotnaði
Ekki er hægt að segja hér
skilið við Kristófer þennan án
þess að greina frá viðskiptum
hans við lágfótu.
Hann segir svo frá: „Ég varað
gæta að ánum um sauðburðinn
og þóttist sjá vænan ullarlagð á
holti ekki langt frá túninu
heima. Ég ætlaði að hirða
lagðinn. En þegarégkom nærsá
ég aðþetta varhvít tófa steinsof-
andi.
Ég læddist að tófu ofurhægt.
1 Greip í skottið og sló henni við
stein svo að hausinn mölbrotn-
aði. Svo handfljótur var ég að
hún vaknaði ekki fyrr en hún var
dauð. “
Og síðan ein Kristóferssaga í
lokin. Eins og fyrri sögur af
honum er þessa að finna í bók
Björns J. Blöndal, Sögnum og
sögum.
Ferðamaður sem ekki þekkti
Kristófer gaf sig á tal við hann
„Ég læddist að tófu ofurhægt. Greip í skottið og sló henni við stein svo að
hausinn mölbrotnaði. Svo handfljótur var ég að hún vaknaði ekki fyrr en hún
var dauð.“
Kristófer á Hamri sagði túnið þar vera svo stórt að kýmar þar hafi týnst og
ekki fundist fyrr en að' hálfum mánuði liðnum. „Grasið og víðáttan
bókstaflega gleypti þær.“
drukknaði því förumaðurinn.
Vísur Æra-Tobba voru yfir-
leitt hið mesta bull og að því er
virðist algjörlega meiningarlaus-
ar. Hvað má t.d. segja um
eftirfarandi vísur Tobba um
fiskidrátt:
Heyrði ég sagt í haglda gaungli
hagara gagara skruggu
skraungli
mimira stimira randa raungli
reif sig keilan hans af aungli.
Heyrði ég sagt í haglda gó
hagara gagara skruggu skró
mimira stimira randa ró
hún reifsig af í miðjum sjó.
Enginn venjulegur drjóli
Einn angi lygasagna eru veiði-
sögur. Laxveiðimenn eru ekki
viðurkenndir sem slíkir fyrr en
þeir geta sagt stórkarlalegar
veiðisögur. Það fer yfirleitt sam-
an að langbestu sögurnar eru
jafnframt þær lygilegustu. Hver
; kannast ekki við veiðimanninn
sem kemur laxalaus úr löngum
og ströngum veiðitúr. Breitt er
yfir laxaleysið með sögum um
einstaka veiðiólukku. Veiði-
maðurinn hafði fengið einn,
þetta líka rosalegan drjóla, en
því miður, misst hann rétt í
þann mund er átti að landa
honum.
Úr veiðisögupottinum eru hér
dregnar upp þrjár sögur úr bók
Björns J. Blöndal, Sögnum og
sögum, þar af tvær sögur af
Kristófer bónda á Hamri í Borg-
arhreppi í Mýrasýslu.
Svo er sagt að veiðimaður hafi
fest flugu í risastórum laxi. Ein-
vígi þeirra stóð í rúman klukku-
tíma og lauk með því að veiði-
maðurinn missti laxinn. Þá á
félagi hans að hafa spurt hann
um hversu þungur laxinn hafi
verið. Veiðimaðurinn svaraði:
„Það veit ég ekki. En skugginn
hans var sjö pund. “
Einhverju sinni á Kristófer á
Hamri að hafa komið að
ónefndri snæfellskri á á hesti
sínum. Kristófer segir sjálfur
svo frá að í sér hafi verið mikill
galsi og því hleypt hestinum á
stökk yfir ána. Það er ekki í
frásögur færandi nema hvað að
þegar Kristófer lítur til baka yfir
vaðið sér hann að feiknastór lax
flýtur dauður á ánni. Það skiptir
engum togum að hann stígur af
baki og veður út í ána og
handsamar laxinn, sem reynist
vera um 20 pund.
Kristófer hugsar með sér að
þetta tækifærí skuli hann ekki
láta sér úrgreipum ganga. Hann
stígur á bak klárnum og þeysir
til baka yfir ána. I þetta skiptið
fljóta upp tveir fiskar. Þarmeð
er fjandinn laus og Kristófer
ríður fram og til baka stanslaust
í tvo tíma og hefur 22 stórlaxa
upp úr krafsinu.
Þeim orðum Kristófers var
hnýtt aftan við söguna að hann
hefði getað fengið miklu fleiri
fiska, en klárinn hafi verið svo
uppgefinn að ekki hafi verið á
blessaða skepnana leggjandi að
halda áfram veiðinni.
og spurði: „Er ekki túnið á
] Hamri í Borgarhreppi ákaflega
stórt og grasgefið?“
Kristófer svaraði: „Það má nú
segja. í fyrrasumar týndust
kýrnar þar og fundust ekki fyrr
en eftir hálfan mánuð. Grasið
og víðáttan bókstaflega gleypti
þær. “ óþh