Tíminn - 01.09.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.09.1988, Blaðsíða 5
—pp f c i ii,- t r i r Fimmtudagur 1. september 1988 klAM A1 ; ^ Tíminn 5 Tugir þúsunda fermetra af verslunar- og skrifstofuhúsnæði til sölu - og raunverð fer lækkandi: Tvær „Kringlur" falar á einni fasteignasölu Yfir 22.000 fermetrar af atvinnuhúsnæði í Reykjavík - að mestu fyrir verslanir og skrifstofur - mátti sjá augiýst í aðeins einni tveggja dálka auglýsingu nú um helgina. Þó aðeins væri þarna um 8 eignir að ræða slagaði flatarmál þeirra samtals hátt upp í gólfrými Kringlunnar, sem ein og sér stækkaði verlsunarrými í Reykjavík um 8-9% þegar hún var opnuð, sem kunnugt er. Á þessari einu fasteigna- sölu mun ekki fjarri lagi að falt sé atvinnuhúsnæði sem slagar hátt í tvær Kringlur, ef allt væri talið, hvar af stærsti hlutinn er verslunar- og skrifstofuhúsnæði. í auglýsingum annarra fasteigna- sala í sama blaði mátti telja at- vinnuhúsnæði á 37 öðrum til- greindum stöðum á höfuðborgar- svæðinu samtals um 16.000 fer- metra, einnig að stærstum hluta fyrir verslanir og skrifstofur. Virð- ist því ljóst að eigendur umtals- verðs hluta atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu eru að reyna að selja þær eignir sínar. Þar til viðbótar voru auglýstar um 15 starfandi verslanir sem ekki var getið um stærð á. Að framboðið sé drjúgum um- fram eftirspurnina má m.a. ráða af þeim upplýsingum Stefáns Ingólfs- sonar í DV, að raunverð á skrif- stofu- og verslunarhúsnæði hafi lækkað um 20% á einu ári. „Já, það er rétt að meira fram- boð er af atvinnuhúsnæði en þörf er fyrir um þessar mundir," sagði Sverrir Kristinsson sölustjóri Eignamiðlunar er Tíminn leitaði upplýsinga hjá honum. Hvað varð- ar verðlækkun sagði hann skráð verð eignanna ekki hafa breyst í samræmi við verðbólguna, sem þýði lækkun á raunverði. „Gott húsnæði býðst á góðum kjörum í dag. Eftirspurn er þó alltaf einhver og ég trúi að markaðurinn eigi eftir að jafna sig. Eitthvað af gömlu húsnæði verður rifið og víkur fyrir nýbyggingum og einhverju af gömlu verslunar- og atvinnuhús- næði verður breytt í íbúðir. En hvað veldur þessu mikla umfram framboði? „Meginástæðan, að mínu mati, er sú að síðustu misseri hefur verið byggt meira af verslunar-, skrif- stofu- og öðru atvinnuhúsnæði heldur en ég man eftir á sambæri- legu tímabili þá tvo áratugi sem ég hef starfað við fasteignaviðskipti. Það hlýtur að vera óraunhæft að verslun geti á svo skömmum tíma aukist í hlutfalli við allt þetta aukna rými,“ sagði Sverrir. Þekkt- asta dæmið er Kringlan, en einnig hafi mikið verið byggt við Suður- landsbraut, í Skeifunni, við Grens- ásveg og víðar. Og auk þess sagði Sverrir nú meira um það en áður, að starfandi fyrirtæki (t.d. bifreiða- umboð) byggi sjálf yfir starfsemi sína í stað þess að kaupa húsnæði. Má kannski búast við að hluti þeirra verslana sem þutu upp í „veislunni" í fyrra verði að gefast upp vegna minnkandi viðskipta? „Eftir reynslu af einni jólavertíð má ætla að menn átti sig betur á stöðunni," svaraði Sverrir. Verður þess kannski vart að spár sumra um að Gamli bærinn verði undir í samkeppninni séu að ganga eftir? Sverrir telur að um tímabundið umrót sé að ræða í verslun í Gamla bænum. Að einhverju leyti séu mál þar að stokkast upp, en hann kvaðst hins vegar sannfærður um að sterkur kjarni verði þar áfram til staðar. Gamli bærinn verði áfram sterkur kjarni viðskipta og stjórnsýslu, fyrir skemmtanalíf og fyrir ferðamenn. Mikil fjölgun bílastæða á næstu mánuðum muni einnig hafa áhrif. Þótt framboð atvinnuhúsnæðis sé mikið og verð fari lækkandi virðist Ijóst að enn telja menn vænlegt að byggja nýtt atvinnu- húsnæði og opna nýjar verslanir. T.d. kom fram í viðtalinu við Sverri, að á horni Laugavegar og Frakkastígs er nú unnið að innrétt- ingum á nokkrum tugum nýrra verslana. Stórhýsi er í byggingu í Aðalstræti og önnur á teikniborð- unum. íbúðablokkir og verslanir munu rísa við Skúlagötu áður en langt um líður og jafnvel nýtt hótel á heimsmælikvarða. Og þeir sem leið eiga um höfuðborgarsvæðið aka óvíða lengi án þess að stórhýsi 1 byggingu beri fyrir augu. „Kreppukjökrið“ virðist síður en svo draga kjark úr þeim sem hugsa stórt í húsbyggingum. Aðalstræti 44 ferm Álafoss 2.200 - Austurströnd 100? - Bíldshöfði 1.235 - Bíldshöfði 300 - Bíldshöfði 160 - Bæjarhraun 954 - Bæjarhraun 440 - Eiðistorg 130 - Eiðistorg 70 - Eyrartröð 400 - Fossháls 100 - Garðabær 103 - Grensásvegur 200 - Hafnarfjörður 100 - Hverfisgata 125 - Iðnaðarhús Rv. 450 - Kársnesbraut 350 - Klapparstígur 110 - Laugavegur 170 - Laugavegur 445 - Lyngháls 260 - Miðbær 50 - Mosfellssveit 244 - Mosfellssveit 125 - Skipholt 1.000 - Skeifa 500 - Skeifa 250 - Skemmuvegur 135 - Skútahraun 600 - Smiðshöfði 700 - Smiðshöfði 600 - Smiðjuvegur 500 - Smiðjuvegur 280 - Stapahraun 555 - Vesturgata 275 - Trönuhraun 760 ferm Samtals 15.920 fermetrar Sundagarðar lu 80lu yii-sil húMign. lagwpl. og kknlst.. umi. um 2000 tm. Góftw innkilyi ff»g og algal loö Eignin honur vol tyrir innHutningstynrUBki en •uinig lyru hvws kyns iðiuð 0.11. Teikn. og uppl. ■ sknltl Húseignin Hafnar- stræti 5 er til sölu tlm nr um að nuða vertl. . sknlsl - og laguiplass i lij.ntu Unganiinar. vaml um 4000 Im. VonJuð uign a goðum stað. Teikn og nanan uppl. ■ skrilsl. Suðurlandsbraut verslun - skristofur - verkstæði Til solu liutangn s góðum slað v/Suðurlamtsbr.. ssml um 2tiOO Im suk 800 tm verksliaðis og lagetrýmis Að oðiii kiiii er eigmn um 1000 fm vurslluuð auk skrilsl lui-ða Sulsl I umu lagi eða hlutum. Verslunarhæð í miðborginni til sölu • *t Solu gotuh , auk verslrymis i kj og s 2. hauð (ssm lungmg I hondu). Bilasl i tniaguymslu Ath tilb. u. Irtv nk sumar (lokh. um næstu ■ramót). Teikn og uppl ■ Skrifstofuhæð íMúlahverfi Til solu lullDuið glkosil. skrilslrynn um 1‘u0 Im auk ser goymslu og hlutdeikiar i rish. Teikn. a skrilst. Skrifstofur - lager- pláss í Skeifunni lil i.iiIii um 1800 Irn sknlslluuð og um 2000 Im kj m. iniikoyrslu i nybygg. v/Faxalen 14 Goð bilast. Teikn. Stóreign skammt frá miðborginni Til solu husetgn Hraðlryslisloðvarmnar lll . soin er um 8000 lm Husið ur nytl sem Irystih . Irysliguymslur. iAnlsl‘ug lagurrýnu en tientar einnig I. ýnuss konar sknlsl (ukki i sima) Skrifstofupláss í Mjódd fJJ ^o'u 400 Im sknlsiluBð sein lienlar I hvurs kyns EICNAJVIIDUINIIV 2 77 11 k l N (, li 0 l I S S T K I I I J '»•'11« klislshson. suluMjnn - Mmk-ilur GurkmiiHÍsMsi. suluni ÞisiJlur ll.ill.lnisMin Imjll (kuiMl'NW Hrilt. hrl míiii I2JJU Yfir 22.000 fermetrar atvinnuhús- næðis eru boðnir til sölu aðeins í þessari einu auglýsingu. En sá fermetrafjöldi gæti t.d. samsvarað flatarmáli 250-300 tveggja og þriggja herbcrgja íbúða. Allt þetta atvinnuhúsnæði mátti sjá auglýst á einum og sama degi hjá öðrum fasteignasölum. Bankar og sparisjóðir skila tillögum um lækkun nafnvaxta: Vextir á skuldabréfum lækka um rúm 14% í dag Viðskiptabankarnir og sparisjóðir skiluðu inn tillögum að lækkun nafnvaxta til Seðlabankans í gær, í kjölfar fundar sem þessir aðilar áttu sl. mánudag, og á sú lækkun að taka gildi frá og með deginum í dag, 1. september. Innlánsvextir lækka mest á skipti- kjarareikningum bankanna um 13,9—15,7% að meðaltali, 10,8% af almennum sparisjóðsbókum og 5,8% af almennum tékkareikning- um. Af útlánsvöxtum lækka forvext- ir víxla um 9,5-10% hjá einstökum bönkum en um 10,2% að meðaltali, vextir yfirdráttarlána um 10,3% og almennra skuldabréfa um 14,3%. Forvextir víxla munu verða þeir sömu hjá öllum bönkum frá 1. september nk., 23,5% og vextir almennra skuldabréfa 25% frá 11. september nk. Þann 1. september lækkar meðaltal vaxta af verðtryggð- um lánum í 9,1% oghefur þá lækkað um 0,4% á skömmum tíma. Þessar nafnvaxtalækkanir koma í kjölfar yfirlýsinga Jóns Sigurðsson- ar, viðskiptaráðherra, en hann hafði •lýst því yfir að hann teldi nauðsyn- legt að nafnvextir aðlöguðust tafar- laust þeim breyttum verðlagsskilyrð- um sem fylgja í kjölfar efnahagsað- gerða ríkisstjórnarinnar. Seðlabank- inn hafði heimild til að ákveða lækkun nafnvaxta einhliða hefðu viðræður við viðskiptabankana og sparisjóði ekki skilað viðunandi ár- angri. Áframhaldandi lækkun? En hvaða áhrif hefur þessi lækkun nafnvaxta á þróun raunvaxta? „Við höldum að miðað við horfur á breytingum á lánskjaravísitölu frá 1. september til 1. október nk., geri þessi lækkun nafnvaxta það að verk- um að það verði jafnvægi á milli raunávöxtunar á verðtryggðum og óverðtryggðum bréfum, þannig að raunvextirnafnvaxtakjara-reikninga og -útlána séu sambærilegir við ávöxtun verðtryggra útlána,“ sagði Ingvi Örn. „Það var markmið þess- arar nafnvaxta lækkunar að tryggja það. Að vísu liggja breytingarnar á lánskjaravísitölu ekki fyrir en það liggja fyrir áætlanir um hana á grund- velli launastöðvunar og verðstöðv- unar og frestunar á búvöruverðs- hækkunum." Ingvi var spurður hvort horfur væru á frekari lækkun nafnvaxta. „Nú ræðst framhaldið af því sem kemur út úr vinnu ríkisstjórnarinnar um mótun efnahagsstefnu. Ef það verður farin niðurfærsluleið og laun verða lækkuð er ljóst að verðlags- hraðinn minnkar enn. Þá mundi vera tekið frekara skref um lækkun nafnvaxta, það er alveg ljóst. Ef þetta skýrist fyrir 21. september þá má búast við því að þá þegar verði vextir lækkaðir aftur, ef línur hafa skýrst í niðurfærslu málum. Það er enginn vafi á því að bankarnir munu fylgja í kjölfarið ef að horfur eru á lækkandi verðbólgu," sagði Ingvi. Mismunandi vaxtakjör Það lækka því vextir af öllum skuldabréfum og víxlum, nema á þeim útlánum þar sem annað er tekið fram. Það eru klásúlur í þess- um bréfum um að vextir skulu vera eins og þeir eru á hverjum og einum tíma, nema þar sem kveðið er á um annað, t.d. fasta vexti. Föstum vöxt- um verður ekki breytt þótt nafnvext- ir lækki. Það er þó frekar undantekn- ingin að slík vaxtakjör fylgi útlánum. Seðlabankinn skráir einnig hjá sér meðalvexti og sums staðar eru þeir notaðir til viðmiðunar. Er það þá tekið fram í klásúlu í viðkomandi bréfi, eins og með fasta vexti. Það er einnig misjafnt hvenær vextir eru greiddir. Vextir af víxlum eru borgaðir fyrirfram þannig að þeir breytast ekki frá þeim degi sem lánið er tekið, nema að víxillinn sé framlengdur. Þá framlengjast vext- irnir um leið og þeir geta þá lækkað í millitíðinni. Vextir af skuldabréfum eru hins vegar borgaðir eftir á. Ef vextirnir lækka eftir að skuldabréfalánið er tekið og áður en afborgun fer fram, borga menn þá lægri vexti. JIH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.