Tíminn - 01.09.1988, Qupperneq 11

Tíminn - 01.09.1988, Qupperneq 11
Tíminn Fimmtudagur 1. september 1988 Fimmtudagur 1. september 1988 -Tíminn Vl Sagt eftir leikinn: Sigi Held Hann var að vonum ánægður mcð lcikinn. „Þetta var heppnis- jafntcfli hjá Sovétmönnum. Við lckum mjiig vel og gctum verið ámegðir með úrslitin. Við lékum stíft á Sovétmenn og gáfum þeim ckki það pláss sem þeir þurfa til að lcika sina knattspyrnu. Við vorurn stöðugt í þcim og gáfum cngan frið,“ sagði Sigi. Aðspurður uni tækifæri er fóru forgörðum hjá íslcnska liðinu í fyrri hálflcik sagði Sigi að líkast til hefðum við átt að bæta við öðru marki. Er þctta ekki hógværð? Sigi glotti en sagði svo: „Jú, kannski tveimur eða þremur.“ Hann tók það fram að það væri mikill styrkur fyrir liðið að hafa sýnt hvað í því býr, því sigur hefði hæglega getað unnist. Guðni Bergsson „Allt llðið lék þennan lcik vel. Við náðum að halda Sovétmönn- um alveg niðri og þeir gátu lítið athafnað sig. Markið var mikið ólán. Atli náði að pota í boltann, Bjarni náði honum ekki alveg og loks náði Sævar ekki að hreinsa og boltinn slæmdist einhvern veginn í hliðar- netið fjær eftir að sovéski lcikmað- urinn hafði náð að skjóta úr þröngri stöðu.“ Það mátti hcyra á áhorfendum að þcim fannst sovéska liðið spila grófan bolta. Hvað segir þú um það? „Þeir voru ekki grólír. Þetta er hara fótbolti. Við vorum heldur ekkert að gefa eftir. Þetta var stál í stál og bæði liðin gáfu allt í leikinn.“ Ásgeir Sigurvinsson „Ég tcl þetta mjög góðan árang- ur. Þó gctum við verið óánægðir með að vinna ekki. Við höfum aldrei verið eins nálægt því að sigra eina afstórþjóðunum í knattspyrnu eins og í þessum lcik,“ sagði Ás- gcir. Hann sagði það hafa verið mjög blóðugt að fá þctta mark á sig. „Þetta virðist einlivern veginn loða við okkur að fá svona mörk á okkur.“ Ásgeir sagði að leikaðferð Sovétmanna væri tvískipt. „í kvöld pressuðu þeir stíft og sú aðferð átti betur við okkur.“ Siguröur Grétarsson „Það var gaman að sigrast á Dasajev. Það er auðvitað alltaf gaman að skora en þetta var sérstakt, á nióti þessu liði. Ég hefði átt að skora annað mark. Þriðji sénsinn sem ég fékk var eins góður og þeir gerast. En annað tækifærið var snúið og Dasajev sá við mér. Okkur gekk vel að spila þá lcikaðfcrð sem við ætluðum okkur. Sterka vörn og skyndisóknir. Þetta sovéska lið er mjög sterkt og árangur okkar vcrður því að teljast góður, að ná jafntefli. Mér fannst liðið leika sem hcild og allir áttu góðan dag.“ Siguröur Jónsson „Við getum að sjálfsögðu verið ánægðir með þennan leik. Við áttum fleiri færi og hefðum getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik. Sovétmenn sköpuðu sér hinsvegar lítil færi. Menn hafa verið að tala um annað sætið í riðlinum. Ég tel óraunhæft að vera með slíkar yfir- lýsingar. Við tökum hvern leik fyrir sig og með stcrkastan mann- skap cigum við að geta gert góöa hluti, en ég vil taka cinn lcik fyrir í einu.“ Bjarni Sigurösson „Ég náði að verja skallabolta og hann hrökk frá mér. Sovétmaður- inn náði honum aftur og gat komiö honum fram hjá mér i mjög þröngri stöðu. Auðvitað var blóðugt að fá þetta mark á sig. Þessi leikur var toppleikur allra. Allt liðið spilaði mjög vel og við getum verið mjög ánægðir með þessi úrslit," sagði Bjarni. „Það sem tekur við hjá mér núna er að fara aftur í fallslaginn í Norcgi. Það er mikil prcssa sem hvílir á okkur en við verðum að reyna að standa okkur.“ -ES Frj álsar íþróttir: ÍR vann „Litla bikarinn“ „Litli bikarinn“ í frjálsum íþrótt- um fór fram í roki og rigningu þann 27. ágúst á Húsavík. Fjögur sterk- ustu unglingaliö íslands mættu til leiks: HSK, HSÞ, ÍR og UMSE. Því miður gátu önnur góð félög s.s. FH, UMSK, UMSS, USAH og ÚÍA ekki komið til keppni og er líklegt að fjárhagsvandi eigi Jiar sök í máli. En á Meistaramót Islands í ung- lingaflokkum fyrr í sumar áttu kepp- endur HSK einna flest verðlaun með FH, ÍR, UMSS, USAH og HSÞ fast á eftir. Mótið fór vel fram þrátt fyrir óhagstætt veður og létu keppendur lítið á sig fá að keppa á stuttbuxum og bol þótt gegnblautir væru og kaldir. Ymis ráð voru höfð til að snúa á veðrið og voru t.d. fengnir sjóstakkar fyrir keppendur frá björg- unarsveitunum á Húsavík, einnig var veitt heitt kakó til allra í volkinu og eiga Húsvíkingar miklar þakkir skyldar fyrir. Margir ungir og efni- legir frjálsíþróttamenn kepptu á mótinu og frá þeim á eflaust eftir að heyrast í framtíðinni í landsliðum íslands. Leikar enduðu á þann máta að lið ÍR-inga sigraði með 64 stig og batt þar með enda á þriggja ára sigur- göngu liðs HSK. HSK-ingar urðu þó í öðru sæti með 56 stig, en lið HSÞ varð í þriðja sæti með 45 stig og UMSE í því fjórða með 35 stig. Keppt var um nýjan bikar og til að vinna hann til eignar þarf sama liðið aðsigra bikarkeppnina þrjú ár í röð. Þrír einstaklingar náðu að sigra í öllum sínum greinum, en hver kepp- andi má taka þátt í tveimur greinum auk boðhlaups. Guðrún Valdimars- dóttir ÍR sigraði í spjótkasti með 28,24 m kasti og í langstökki með 4,90 m stökki. Helgi Bjarni Birgis- son ÍR sigraði í hástökki með 1,6 m stökki og í 400 m hl. með 56,3 sek hlaupi. Að auki voru þau bæði í sigursveitum síns liðs í 4x100 m boðhlaupi. Kristinn Karlsson HSK sigraði í kringlukasti með 32,38 m kasti og kúluvarpi með 12,06 m kasti. Stigahæstu keppendur samkvæmt unglingastigatöflu FRÍ urðu Guðný Sveinbjarnardóttir HSÞ með 880 stig fyrir 1.50 m í hástökki og Helgi Bjarni Birgisson ÍR með 925 stig fyrri 56,3 sek í 400 m hlaupi. Sigursveitir ÍR í 4x100 m hlaupi voru skipaðar þeim Rúnari Stefáns- syni, Helga BjarnaBirgissyni, Einari Marteinssyni og Antoni Sigurðssyni í sveinaflokki, en þeim Hrefnu Frí- mannsdóttur, Arnheiði Hjálmars- dóttur, Guðrúnu Valdimarsdóttur og Sunnu Kolbeinsdóttur í meyja- flokki. 400 m hlaup, stelpur 1. Sunna Kolbeinsdóttir ÍR......66,0 sek 2. Sigrún Árnadóttir UMSE .... 70,4 sek 3. Auður Ág. Hermannsd. HSK . . 71,7 sek 4. Gunnhildur Hinriksdóttir HSt> . 71,9 sek 400 m hlaup, strákar 1. Helgi Bjarni Birgisson ÍR . . . . 56,3 sek 2. Eiríkur Hauksson UMSE . . . . 50,6 sek 1. 3. Andrés Ólafsson HSK . 60,1 sek 2. 4. Áki Sigurðsson HSÞ . 63,1 sek 3. Langstökk, strákar 1. Hreinn Karlsson UMSE . . . . . 5,95 m 2. Baldur Rúnarsson HSK . 5,83 m 1. 3. Arnaldur Gylfason 1R . 5,57 m 2. 4. Hákon Sigurðsson HSÞ . 5,22 m 3. Spjótkast, strákar 1. Magnús Kristinsson HSK . . . . . 48,45 m 2. Einar Marteinsson ÍR . 47,00 m 1. 3. Þórir Þórisson HSÞ . 33,00 m 2. 4. Pétur Friðriksson UMSE . . . . . 32,00 m 3. Spjótkast, stelpur 1. Guðrún Valdimarsdóttir IR . . 4. . 28,24 m 2. Vigdís Guðjónsdóttir HSK . . . . 27,18 m i. 3. Jóna Kristjánsdóttir HSÞ . . . . . 22,60 m 2. 4. Björg Birgisdóttir UMES . . . . . 21,70 m 3. Grindahlaup 100 m, stelpur 1. Þuríður Ingvarsdóttir HSK .... 17,3 sek 2. Arnheiður Hjálmarsdóttir ÍR . . 18,5 sek 3. Stefanía Guðmundsdóttir HSÞ . 21,0 sek Grindahlaup 100 m, strákar 1. Baldur Rúnarsson HSK.........16,1 sek 2. Anton Sigurðsson ÍR .........16,9 sek 3. Þórir Þórisson HSÞ ..........18,8 sek 4. Eiríkur Hauksson UMSE .... 20,1 sek Hástökk, strákar 1. Helgi Bjarni Birgisson ÍR .... 1,60 m 2. Þórarinn Pétursson UMSE .... 1,55 m 3. Ágúst H. Guðmundsson HSK . . 1,55 m 4. Sigurbjöm Arngrímsson HSÞ . . 1,40 m Hástökk, stelpur 1. Guðný Sveinbjömsdóttir HSÞ . 1,50 m 2. Borghildur Ágústsdóttir HSK .. 1,45 m 3. Hrefna Frímannsdóttir ÍR .... 1,40 m 4. Maríanna Hansen UMSE .... 1,40 m 100 m hlaup, strákar Guðmundur Ö. Jónsson HSÞ . . 12,0 sek Rúnar Stefánsson ÍR ..........12,2 sek Hreinn Karlsson UMSE .........12,3 sek Andrés Ólafsson HSK...........12,8 sek 3. Sunna Kolbeinsdóttir lR......18,44 m 4. Hólmfríður Rúnarsd. UMSE . . 16,52 m Langstökk, stelpur 1. Guðrún Valdimarsdóttir IR . . . 4,90 m 2. Þuríður Ingvarsdóttir HSK .... 4,82 m 3. Snjólaug Vilhelmsdóttir UMSE . 4,70 m 4. Jóna Kristjánsdóttir HSÞ..... 4,26 m 4 x 100 m boðhlaup, strákar 1. Sveit ÍR.....................49,3 sek 2. Sveit HSÞ................... . 50,5 sek 3. SveitUMSE....................51,3 sek 4. SveitHSK ....................53,0 sek 4 x 100 m boðhlaup, stelpur 1. Sveit ÍR.....................54,5 sek 2. Sveit UMSE...................56,0 sek 3. SveitHSK ....................58,0 sek 4. Sveit HSÞ....................58,5 sek Heildarstig ÍR .............................64 stig HSK.............................56 stig HSÞ.............................45 sitg UMSE ...........................35 stig Sagt eftir leikinn: Rinat Dassajev, fyrir- liði Sovétmanna „Þetta var mjög harður leikur, en ég er ánægður með að við skildum ná jafntefli gegn íslcnska liðinu. Þaö er mjög erfitt að hafa sigurinn af íslendingum eftir að þeir hafa skorað. Það höfum við mátt reyna tvisvar,“ sagði Dassajev. Oleg Protosov „Ég er ekki ánægður með úrslitin, lcikurinn var þokkalegur og inér fannst Ásgeir Sigurvinsson besti maður íslenska liðsins," sagði Protosov. Yuru Morozov, þjálfari Sovétmanna „Þetta var mjög crfiður lcikur. íslenska liðið hefur tekið miklum framförum og lék vel í kvöld. Við lékum ekki eins og við eigum aö okkur. Það vantaði mciri hraða í leik okkar. Besti maður íslands var nr. 4 |Pétur Ormslcv], hann var hreint frábær í leiknum. Nr. 7 og nr. 10 ] Arnór og Ásgeir] voru einnig góðir,“ sagði Morozov þjálfari eftir lcikinn. Mjög erfitt var að fá Sovétmennina til að tala við blaðamenn eftir leikinn og greinilegt að þeim lá á að komast sem fyrst úr landi. BL Sigurður Grétarsson skoraði mark íslands í gær. Hér sést hann í dauðafæri við sovéska markið. Rinat Dassajef er til varnar. Tímamynd Pjetur Knattspyrna: Osanngjarnt jafntefli Sovéska landsliðið í knattspyrnu náði ödýru jafntefli gegn íslending- um í opnunarleik 3. riðils heims- meistarakeppninnar í knattspyrnu á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Sterkt íslenskt landslið varð að þola jafn- tefli, 1-1, sem var mjög ósanngjarnt miðað við gang leiksins. Mjög óvæntur og leiðinlegur at- burður gerðist þegar verið var að leika þjóðsöngva landanna fyrir leik- inn. Kviknakinn maður hljóp inn á völlinn og tók strikið á sovéska markið. Hann var ákveðinn í að „skora" því hann hljóp á stöngina og þaðan í markið, óverjandi fyrir lög- regluna sem hljóp á eftir „flassaran- um“. Má segja að sá nakti hafi skorað stöngin-stöngin inn því þannig stóð á hjá honum. Maðurinn var síðan leiddur burt, umvafinn lögreglujökkum. Það var ljóst þegar í upphafi leiksins að íslendingar voru hvergi bangnir og ákveðnir að láta Rússana ekki vaða yfir sig. Strax á 5. mín. leiksins fengu íslendingar sitt fyrsta færi í leiknum þegar Ásgeir skallaði framhjá fyrirgjöf frá Arnóri Guð- johnsen. Góð byrjun en samt kom það mjög á óvart á 11. mín. að Islendingar skoruðu fyrsta ntark leiksins. Sævar gaf háa sendingu inn á vítateig Sovétmanna þar sem Khi- diytullin mistókst að hreinsa frá. Hann hreinlega hitti ekki knöttinn og Sigurður Grétarsson var ekki lengi að átta sig og skoraði framhjá Dassajev, sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, 1-0 fvrir fsland. Ekki dró úr sókn Islendinga þrátt fyrir markið. Þá komst Sigurður Grétarsson í opið færi, en Dassajev varði. Stuttu síðar átti Rats ágætt skot að marki íslands. en bað fór nokkuð framhjá. Á 30. mín. skall hurð nærri hælum við sovéska markið. Arnór Guðjohnsen, besti maður vallarins að mati undirritaðs, komst inn fyrir vörn Sovétmanna ásamt Sigurði Grétarssyni og aðeins einn Sovétmaður var til varnar. Arnór gaf á Sigurð sem hafði nægan tíma til að athafna sig, kannski of langan, því Dassajev náði að verja skot hans. Á lokamínútu hálfleiksins átti Mihailichenko fast langskot framhjá íslenska markinu. Eitt mark og tvö dauðafæri íslendinga í fyrri hálfleik, á meðan Sovétmenn ógn- uðu vart íslenska markinu. Lítið var um marktækifæri í síðari hálfleik. Þó fékk Arnór gott færi á 67. mín. þegar hann komst inn fyrir vörn Sovétmanna og skaut föstu skoti fyrir markið, en þar var enginn til þess að pota knettinum yfir mark- Ifnuna. Knötturinn rúllaði nánast eftir marklínunni og Sovétmenn sluppu með skrekkinn. Eins og þruma úr heiðskíru lofti náðu Sovétmenn að jafna á 75. mín. Bjarni varði skot frá einum Sovét- manninum en missti knöttinn frá sér til Litovchenko sem renndi knettin- um fyrir markið og þar var Oleg Protasov fyrir og náði að pota knett- inum inn fyrir marklínuna, 1-1. Ótrúlegt heppnismark Sovétmanna og í fyrsta sinn í leiknum sem þeir ógnuðu íslenska markinu. Besta færi sitt í leiknum fengu Sovétmenn á 81. mín. þegar Atla Eðvaldssyni mistókst að hreinsa frá og Protasov var einn og óvaldaður á markteig íslendinga. Bjarni Sigurðs- son sýndi stórkostlega markvörslu og varði skot Protasovs. Fleiri urðu færin ekki í leiknum en af bessari unntalninon má olnoot siá hvort liðið skapaði sér fleiri og hættulegri færi. Sovéska liðið var afar slakt í þessum leik og sýndi helst klærnar í því að brjóta á og hrinda íslensku leikmönnunum. Hvað eftir annað lá við að upp úr syði og greinilegt að mótlætið fór mjög í skapið á sovésku stjörnunum. Þeirra besti maður var Rinat Dassajev og bjargaði hann reyndar sínum mönnum frá stórtapi með heimsklassa markvörslu. Islenska liðið lék mjög vel í leikn- um, en nokkuð var farið að draga af sumum leikmannanna undir lokin. Besti maður liðsins og reyndar vall- arins var Arnór Guðjohnsen. Hann var bæði snöggur, áræðinn og útsjón- arsamur og bar enga virðingu fyrir sovésku leikmönnunum. Sigurður Grétarsson átti einnig góðan leik en hefði gjarnan mátt nýta færin betur. Bjarni var öruggur í markinu og verður ekki sakaður um markið. Ólafur Þórðarson átti einnig mjög góðan leik og lék eins og sá sem valdið hefur. Ásgeir Sigurvinsson var lengi að komast inn í leikinn, en skilaði þó sínu þegar á leið. Guðni Bergsson var einnig traustur í vörninni og sama má segja um Sigurð Jónsson sem lék að mestu í vörninni. Aðrir leikmenn íslenska liðisins eiga einnig hrós skilið fyrir ágætan leik. Þá er komið að sérkafla í leiknum. Það er kaflinn um dómarann. Að mati undirritaðs var frammistaða hans sú lélegasta sem sést hefur á Laugardalsveili frá upphafi. Hvað eftir annað sleppti hann sovésku leikmönnunum með að fella, halda og hrinda íslensku leikmönnunum á meðan ekki mátti koma nálægt Sovétmönnum án þess að dæmd væri aukaspyrna. Vonandi dæmir Alan Snoddy frá N-írlandi ekki flciri leiki hér á landi í bráð. Söntu sögu er að segja um línuverðina, þeir voru arfaslakir og til skammar í Heimsmeistarakeppni. Útkoman, 1 stig í riðlinum, eftir heimaleik gegn Sovétmönnum verð- ur að teljast góð, en betur má ef duga skal, ef takmarkið um sæti í úrslitunum á að nást. BL OL-hópurinn 15 manna landsliðshópur íslands í handknattleik sem heldur til keppni á ÓL-leikana í Seoul þann 11. september nk. var tilkynntur í gærkvöldi. Eftirtaldir leikmenn voru valdir: Einar Þorvarðarson, Brynjar Kvaran, Guðmundur Hrafnkcls- son, Þorgils Óttar Mathiescn, Jak- ob Sigurðsson, Bjarki Sigurðsson, Kári Þráinsson, Sigurður Gunnars- son, Alfreð Gíslason, Páll Ólafs- son, Guðmundur Guðmundsson, Kristján Arason, Geir Sveinsson, Sigurður Sveinsson og Atli Hilm- arsson. 100 m hlaup, stelpur Snjólaug Vilhelmsdóttir UMSE . Arnheiður Hjálmarsdóttir ÍR . . Bóel Anna Þórisdóttir HSK . . . 13,6 sek 14.1 sek 14,3 sek 15.1 sek Hrefna Frímannsdóttir ÍR 1500 m hlaup, strákar 1. Sigurbjörn Arngrímss. HSÞ . 4.47,7 mín 2. Ásgeir Guðnason ÍR..........4.48,7 mín 3. Eggert Sigurðsson HSK .... 5.03,1 mín 4. Eggert Ólafsson UMSE .... 5.21,7 mín 1500 m hlaup, stelpur 1. Þorbjörg Jensdóttir ÍR .... 5.41,5 mín 2. Helga Þorsteinsdóttir HSK . . 6.07,8 mtn 3. Katla Skarphéðinsd. HSÞ . . 6.20,1 mín Kúluvarp, strákar Kristinn Karlsson HSK.........12,06 m Einar Marteinsson ÍR..........ll,59m Einar Hermannsson HSÞ.........11,13 m Konráð Þorsteinsson UMSE . . . 10,42 m Kúluvarp, stclpur 8,62 m 8,40 m 7,38 m 4. Björg Birgisdóttir UMSE....... 7,29 m Kringiukast, strákar 1. Kristinn Karlsson HSK......... 32,38 m 2. Einar Hermannsson HSÞ......... 24,37 m 3. Pétur Friðriksson UMSE........21,20 m 4. Arnaldur Gylfason ÍR.......... 20.03 m Kringlukast, stelpur 1. Stefanía Guðmundsdóttir HSÞ . 24,08 m 2. Inga Fríða Tryggvadóttir HSK . 18,49 m ÍR-liðið sem sigraði í „Litlu bikarkeppninni" á Húsavík. Liður í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar er bann við hækkun vöru og þjónustu út september. Nú reynir á, að neytendur haldi vöku sinni og fylgist grannt með verðlagi. Verðgæsla almennings er öflugasta vopnið. Ef fólk verður vart við, að verð vöru og þjón- ustu hækki í september getur það snúið sér til Verðlagsstofnunar. Vegna VERÐSTÖÐVUNARINNAR hefur Verðlagsstofnun opnað sérstakan verð- gæslusíma: 62 21 01 VERÐIAGSSTOFNUN

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.