Tíminn - 01.09.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.09.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn; Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Oddur Ólafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Olafsfjörður Mikið tjón hefur orðið af völdum skriðufalla í Ólafsfirði og augljóst að skaðinn veldur bæjarfélag- inu og einstaklingum miklum fjárhagslegum áföll- um. Nokkuð af þessu tjóni verður bætt samkvæmt reglum um viðlagatryggingu, en sýnt má vera að sú trygging nær ekki til allra tilvika, svo að margir munu verða að bera tjón sitt sjálfir nema hugsað sé fyrir sérstökum ráðstöfunum í því sambandi. Fordæmi um slíkt eru fyrir hendi. Þótt sú mildi hafi hvílt yfir Ólafsfirðingum að ekki urðu mannskaðar eða slys á mönnum, þá má fullyrða að flóðin í ólafsfirði eru með meiri háttar náttúruhamförum, sem orðið hafa hér á landi um nokkurt skeið, svo að mönnum og byggð stæði hætta af. Þau hljóta því að vekja alþjóðarathygli og skilning á því að Ólafsfirðingar þurfa á sérstakri aðstoð að halda umfram venjulegar tryggingabæt- ur. Ólafsfjörður er um margt sérstætt byggðarlag, en þó eins og samnefnari íslenskra sjávarplássa, þar sem mikilvæg framleiðslustörf setja meginsvip á bæjarlífið. Ólafsfirðingar hafa lengi verið miklir sjósóknarar og byggt upp myndarlega útgerð og fiskvinnslustöðvar, sem lagt hafa mikið af mörkum til þjóðarbúsins. Ólafsfjarðarvatn er fiskauðugt og merkilegt lífríki, sem vonir hafa verið bundnar við að yrði undirstaða verulegrar fiskræktar þegar fram í sækir, þótt nú hafi orðið skaðar á vatninu í bili. Samgöngur við Ólafsfjörð eru hins vegar erfiðar frá náttúrunnar hendi og hafa valdið byggðinni einangrun umfram aðrar eyfirskar byggðir. Vegur- inn um Ólafsfjarðarmúla var mikið framtak á sinni tíð, en nú eru rúm tuttugu ár síðan hann var opnaður til umferðar eftir að hafa verið hugsjóna- mál og undirbúningsverkefni um margra ára skeið. Vegarsamband við Eyjafjörð var Ólafsfirðingum mjög mikilvægt. Þótt bratt sé í Múlanum og vegarstæðið óárennilegt, þá sýndi það bjartsýni og dug Ólafsfirðinga hversu fast þeir sóttu að vegurinn yrði lagður, enda hefur hann sýnt gildi sitt sem ómetanleg samgöngubót og vitni um afrek ís- lenskra vegagerðarmanna. Vegurinn er þó fjarri því að vera fullnægjandi til frambúðar. Nú er hafist handa um það að Ólafsfjarðarvegi verði breytt frá upphaflegri mynd og gerð göng í gegnum fjallið, sem verður mesta mannvirki sinnar gerðar á íslandi til þessa. Með því er hafin ný öld í samgöngumálum á íslandi. í jarðgangagerðina er að sjálfsögðu ráðist í fullri vissu þess, að Ólafs- fjörður á sér bjarta framtíð. Þar búa um 1100 manns og bæjarfélagið hefur verið byggt upp af miklum dugnaði bæði hvað varðar atvinnurekstur og ýmsa almannaþjónustu. Enginn bilbugur er á Ólafsfirðingum að duga sinni byggð, þótt eitthvað blási á móti. En við þær sérstöku aðstæður sem nú er við að etja, er sanngjarnt að samfélagið í heild komi til móts við Ólafsfirðinga. Fimmtudagur 1. september 1988 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiií garri ..........iíiiii.... 0RDIN 0RKA ENN Gífurlegt áfall hefur riðið yfir fjármálaheiminn hér á landi undanfarna daga. Verður ekki annað sagt en orð Ólafs Ragnars Grímssonar og Svavars Gestssonar hafi orkað mjög á markaðinn. Hundruð milljóna króna hafa verið leyst úr sjóðum og þessir svoköll- uðu sparifjáreigendur hafa orðið óttaslcgnir og um sig hefur á skömmum tíma gripið hræðsla sem aldrei fyrr. Nú eru spariljáreigend- ur orðnir svo upplýstir um ávöxtun og verðbætur að enginn getur leng- ur sagt þeim fyrir verkum og ckki einu sinni ríkisstjórnin. Þannighef- ur viðhorfið til þeirra alla jafna verið á þá lund að alls ekki megi með nokkru móti styggja þá ineð lagaboðum. Það má með öðrum orðum ekki hefta græðgi þeirra með lagaboðum eða bönnum við svimandi raunvaxtaokri. Óseðjandi sparifjáreigendur Forstöðumenn vcrðbréfasjóða hafa alið óseðjandi króa við brjóst sér og eru nú hnepptir í þrældóm undir harðstjórn sparifjáreigcnda. Við vitum það öll að raunvextir þeir sem fólki cru boðnir hafa þróast langt umfram velsænti og hóf. Það bara gctur ekki gengið til lengdar að einn hagsmunahópur- inn undiroki aðra í krafti fjármuna sinna. Spariljáreigendur eru ekki ósnertanlegir frekar en aðrir þegn- ar landsins og ætti ekki að leyfa gróðasjónarmiðum þeirra að ráða ferðinni þegar þau standa sem Þrándur í Götu fyrir lækkun raun- vaxta. Öllum ætti að vera Ijóst að 0,5-2% raunvextir á ársgrunni eru nægilega örugg verðtrygging til að sparifé geti myndast hjá einstak- lingi eða fyrirtæki eða haldið verð- gildi sínu. Þegar raunvcxtir hafa náð því marki að sprcngja 14% múrinn verður bara Garri að segja eins og er: Þetta gullæði hefur þróast út í hreina græðgi. Eru þeir gíslar Það hefur oft vcrið hamrað á því í vaxtaumræðu síðustu mánaða að raunvexti megi ekki lækka vegna þeirrar hvatningar til spariljár- myndunar sem í þeim er talin leynast. Garri segir ekki annað en það að hér hefur skæruliðinn brugðið fyrir sig gísl sínum sjálfum sér til varnar. Skæruliðarnir eru þá bankarnir og vcrðbréfasjóðirnir sjálfir sem nærast á okurkröfum og svimandi vöxtum. Nei. Næsta skrefið eftir verð- stöðvun og launalækkun ætti vitan- lega að vera að kýla niður raun- vextina. Við getum hugsað okkur að þeir verði ekki hærri en 3-4% í næsta mánuði og lækki þar eftir niður í hófleg mörk. Það væri ekki verið að svíkja neinn sparifjáreig- anda í landinu með slikum aðgerð- um. Svikin við þá voru á árunum áður þegar ekki var hægt að verð- tryggja sparifé. Þá beitti Ólafur heitinn Jóhannesson sér fyrir því að komið yrði á verðtryggingu á sparifé. Þýddi það auðvitað einnig verðtryggingu á útlán. Með frjálsum aðferðum Þróunin hefur síðan orðið með frjálsum aðferðum í þá átt að ekki er lengur hægt að taka lán í banka- kerfinu og alls ekki er verjandi að taka lán eða skrifa undir kröfur sem seldar eru á gráa fjármagns- markaðinum. Stærstu mistökin urðu, eins og allir vita núna, þegar vaxtaákvarðanir voru gefnar frjáls- ar í fjármálaráðherratíð Þorsteins Pálssonar. Það er engin furða þótt hann sé ragur við að skerða þetta frelsi núna þótt hann viti það jafnvel og við hin að slíkt er lífsnauðsyn íslensku þjóðinni. Þessi þörf er nú orðin mun meiri eftir að launin voru skert um 2,5% leiðréttingu sem átti að bætast við í launaumslagið um þessi mánaða- mót. Það þarf auðvitað ekki að uppfræða almenning um að frestun launahækkunar þýðir launalækkun í vcrðbólgu. Því Síður þarf að uppfræða almenning um þetta at- riði ef tekið er mið af því að þessi aimenningur á víst einhver ósköp af sparifé og ávaxtar það með óheinum lánum til þcirra sem ekk- ert eiga nema lán og sökkva stöð- ugt dýpra í skuldafen raunvaxt- anna. Það væri óskandi að orð skuldaranna fengju einhverju ork- að til góðs, þó ekki væri nema í krafti skulda þeirra. Garri VÍTTOG BREITT Öfug byggdastefna sxxz.ymsa Borgarnes - f _ ■ pgæss. I s 93-71411 A ,,íld er ownuy---þessum tór. eigu storan yöruinnkaup iosnaði úr ^í^^fyrirtceki sem Litið hefur verið á sem algild sannindi að góðar samgöngur styrki stöðu dreifbýlisins. Það er ein aðalástæðan fyrir því hve vel hefur verið unnið að góðum sam- göngubótum með brúargerð og bundnu slitlagi og sá tími sem tekur að ferðast milli byggðarlaga styttist óðum og það sem áður var dagsferð eða meira tekur nú aðeins örfáar klukkustundir að aka og er jafnvel farið að mæla gömlu dags- ferðirnar í mínútum. Bættar samgöngur eiga að veita greiðari aðgang að mörkuðum og blása lífi í atvinnurekstur og félags- líf dreifðra byggða. En óneitanlega er kominn upp grunur um að greiðir og beinir vegir séu ekki einhlítir til að fjörga upp á atvinnu- og mannlíf hinna dreifðu byggða. Það sýnist nefni- lega vera að koma í Ijós, að vegirnir liggi fremur til höfuðborg- arsvæðisins en á milli þess og hinna dreifðu byggða. Víða að sækir fólk vöru, þjónustu og skemmtanir til Reykjavíkur í enn ríkari mæli en nokkru sinni fyrr og gerir lífið í heimabyggðinni heldur fátæklegra fyrir vikið. Allt sótt suður í gær var sögð saga um fáránleg viðskipti á Höfn í Hornafirði, þar sem sölumaður að sunnan var að selja tæki á mun hærra verði en sömu tæki kosta í kaupfélaginu, og gekk sölumennskan bara vel hjá kauða. 1 nýútkomnu tölublaði Borgfirð- ings skrifar Jón A. Eggertsson leiðara, sem fjallar um samvinnu- og byggðamál. Þar segir að þótt Borgfirðingar gagnrýni ýmislegt í starfi KB, sé öllum ljóst að starf- semi þess skipti sköpum fyrir byggð á svæðinu, bæði hvað varðar þjón- ustu og atvinnulíf. Síðar segir Jón:“ Það hlýtur að valda okkur áhyggjum, þegar frétt- ir berast af vaxandi rekstrarvanda kaupfélaganna. Án þjónustu þeirra og umsvifa væri öðruvísi um að litast á landsbyggðinni. Það er trúiega ekkert einfalt svar við því hvernig á að leysa vandann, en telja má fullvíst að mikilvægt sé að efla samvinnuhugsjónina sjálfa. Við sem félagsmenn þurfum að leggja meiri rækt við starf kaupfé- laganna. Annars vegar verðum við að efla þau sem neytendur og hins vegar að taka virkari þátt í félags- legu starfi þeirra, sérstaklega í deildunum, og tryggja að kaupfé- lögin þjóni okkur eins og best verður kosið. Við viljum hagkvæm viðskipti og við eigum að láta kaupfélögin njóta þess ef þau bjóða okkur vel. Vegir liggja til allra átta Við höfum lengi trúað því hér á landsbyggðinni, að góðar sam- göngur yrðu byggðinni til styrktar. Við trúum því enn. Það fer ekki hjá því að það læðist sá grunur að sumum að eftir að beygjur voru sniðnar af veginum til Reykjavíkur og lagt á hann varanlegt slitlag freistist margir til að sækja þangað margt sem stendur til boða í Borg- arfirði á hagkvæmum kjörum. Borgfirðingar ættu að vera vel á verði gegn slíkri þróun. Með því að sækja viðskipti út fyrir byggðar- lagið erum við ekki aðeins að veikja þjónustumöguleikana á svæðinu, heldur einnig að svipta undirstöðunum undan atvinnu- starfsemi sem niörg okkar hafa framfæri af.“ Það er alltof algengt að þegar fjallað er um byggðamál og fólks- flóttann af landsbyggðinni að menn bregði fyrir sig sleggjudómum og gífuryrðum og komist aldrei að kjarna málsins fyrir ákafa við að skella skuldinni á einhverja aðra en sjálfa sig og ásökunum um að ýmist landsbyggðamennn eða höfuðborgarbúar hafi yfir að ráða einhverri voðalegri ryksugu sem sýgur til sín fjármagn sem aldrei virðist geta verið kyrrt á sínum stað. En orð Jóns A. Eggertssonar eru altrar athygli verð. Hann er bæði hógvær og rökfastur í ábend- ingum sínum og blessunarlega laus við þann byggðaríg, sem oft gerir umræðuna um byggðamál næsta marklausa. Það er áreiðanlega rétt hjá leið- arahöfundi Borgfirðings, að það er mikið undir heimamönnum komið að stoðunum sé ekki sparkað und- an þjónustu- og atvinnustarfsemi byggðarlagsins. Greiðfær leið til Reykjavíkur á ekki að verða til þess að landsbyggðarfólk þeysi þangað oft í mánuði með kaupið sitt til að versla þar og kaupa þjónustu margs konar. Vegir liggja til allra átta, orti skáldið og er óþarfi að taka upp einstefnu á þeim til Reykjavíkur, þótt greiðfærir séu. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.