Tíminn - 01.09.1988, Side 7

Tíminn - 01.09.1988, Side 7
Fimmtudagur 1. september 1988 Tíminn 7 Vatn flæðir yfir veginn við bæinn Vatnsenda. koma bæjum sem þareru í vegasam- band við Ólafsfjörð. Eins og Tíminn greindi frá í gær fór hitaveituleiðslan í Garðsdal í sundur á um 300 metra kafla. í fyrrinótt var hins vegar önnur hita- veituleiðsla í Laugaengi í hættu þar sem lækur var búinn að grafa undan henni að hluta, auk þess sem grafist hafði undan dæluskúrnum sjálfum. Reyna átti að fyrirbyggja að illa færi og vann flokkur manna að því í gærmorgun að verja leiðsluna og dæluhúsið frekari áföllum af völdum vatns og lagfæra það sem þegar hafði sópast burt við leiðsluna, sem sér nú ein Ólafsfirðingum fyrir heitu vatni. Menn frá Viðlagatryggingu ís- lands komu til Ólafsfjarðar á þriðju- dag til að kanna þær skemmdir sem orðið hafa. Guðbjörn sagði að þeir hefðu ekkert fengið upp úr þeim hvað varðar ástandið. „Þeir eru búnir að skoða aðstæður og hrista bara höfuðið, eins og aðrir sem sjá þetta. Það er ekkert hægt að lýsa þessu, menn verða bara að sjá þetta," sagði Guðbjörn. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra og Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra komu í gær til Ólafsfjarðar til að skoða aðstæður og ræða við forsvarsmenn bæjarins. - ABÓ Húsfrevjan að Hlíðarvegi 73, Una Ámadóttir var að huga að lóðinni sinni þegar ljósmyndara bar að.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.