Tíminn - 18.09.1988, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.09.1988, Blaðsíða 1
Mikill gleðskapur í skjóli svarfdælskra fjárleysi: ASTA ÆRINÍ , þrátt fyrir yfirvofandi “Á Tungurétt hið snemma dagsins/ dregur fé og daðrar við/dætur byggðarlagsins." Ómar Arnbjörnsson tekur lagið svo um munar! Sem kunnugt er hefur hin illræmda riðuveiki höggvið stór skörð í sauðfjárstofn landsmanna síðustu misseri og satt best að segja sér ekki enn fyrir endann á öllum þeim ósköpum. Riðan er einn þeirra skelfílegu sjúkdóma sem læknavísindun- um hefur ekki enn tekist að snúa á. Þó þykir vísindamönnum sem þeir séu nú nær stóra sannleikanum um uppruna og eðli riðuveikinnar en áður. Einn af mótleikjum gegn þessari skæðu plágu er niður- skurður sauðfjárstofnsins. Ákveðið hefur verið að fara þá leið í öndvegi íslenskra dala, Svarfaðardal. Riðan hefur verið þar mjög skæð undanfarin ár og breiðst út með leifturhraða. Á nokkrum býlum hefur sjúkdómurinn þó ekki greinst. Þau verða þó ekki útundan í niðurskurðinum. Þegar ásetningsmenn fara í árlegt haustrall sitt verður einfaldlega strikað yfir þá dálka þar sem fjöldi sauðfjár hefur áður verið skráður. Að aflokinni slátrun á haustdögum í Sláturhúsi Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík mun ekki lengur heyrast jarmur í Svarfaðardalnum, a.m.k. ekki næstu tvö ár. Síðasta ærin í dalnum hefur verið skotin inn í eilífðina! Þrátt fyrir þá miklu sorg, sem óhjákvæmilega er samfara niður- skurði á svarfdælskum sauðfjár- stofni, var mikil gleði í göngum og réttum í Svarfaðardal á þessu hausti. Allt var á sínum stað; hangikjötið, sviðin, vínandinn, söngurinn oghag- mælskan. Þegar þessi kokkteill er hristur saman getur útkoman ekki orðið nema ein; villt fjör! Dýrar veigar úr Ríki Höskuldar Það er satt að segja merkilegt þvílík ótrúieg stemmning er ætíð samfara göngum og réttum í Svarf- aðardal. Sökum þess hve göngur á hverju gangnasvæði eru stuttar, ekki nema einn dagur, er eltingarleikur við sapðkindina stutt gaman. Þetta hefur hinsvegar það í för með sér að betri tími gefst til að súpa á sértilbún- um blöndum úr Ríki Höskuldar Jónssonar og krydda þá sopa með hákarli, harðfiski, smjöri, hrúts- pungum, sviðum, hangikjöti, flat- kökum, rúgbrauði og Síríus-súkku- laði. Eins og venjulega var þetta allt til reiðu í Stekkjarhúsi í Sveinsstaða- afrétt í Skíðadal um síðustu helgi. Gangnamenn riðu fram Skíðadal á laugardegi, áðu annað slagið og dreyptu létt á fleygum. Reyðtygjum var létt af klárum við Stekkjarhús rétt á meðan menn völdu sér stað í flatsæng á svefnlofti og skáru nokkr- ar flísar af hangikjötsbitum. Síðan var lagt af stað fram í dalbotna og framundir Gljúfurárjökúl. Þetta voru erfiðar göngur og einar þær erfiðustu sem margreyndir gangnamenn í Afréttinni minntust. Texti og myndir: Óskar Þór Halldórsson Kannski vó þar þyngst á metum að fé hafði trúlega aldrei verið færra, var dreift og stóð hátt í háum fjallasalnum. Erfiðlega gekk því að fá það til að renná niður og til byggða. .. Hvað um það, allir komu þeir aftur og lögðu sig í fleíin í Stekkjar- húsi að afloknum cfuglegum kvöld- verði. Hænublundurinn' gerði það að verkum að menn voru vel hressir þegar líða tók á kvöld. Fleýgurinn var dreginn úr hnakktösku, kistum og kössum og dreypt duglega á. Tenórinn Stebbi Frið. stígur á stokk Fljótlega færðist eðlilegur gangna- roði yfir menn. Fleygarnir voru látn- ir ganga manna á milli og ekkert til sparað. Raddböndin liðkuðust von bráðar og söngmenn hópuðust saman. Stebbi Friðgeirs átti fyrsta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.